Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÝMISLEGT hefur snúistá verri veg í efnahags-lífinu frá því að gengiðvar frá helstu forsend-
um sem fjárlagafrumvarpið er
byggt á fyrir aðeins 2–3 mán-
uðum. „Þróunin hefur á margan
hátt verið óhagstæð á þessum
tíma,“ segir Geir H. Haarde fjár-
málaráðherra. „Það er alveg ljóst
að á þeim tíu vikum eða svo sem
liðnar eru frá því að við lokuðum
frumvarpinu hefur margt í um-
hverfinu breyst á verri veg, ekki
síst í kjölfar hryðjuverkaárásar-
innar í Bandaríkjunum. Efna-
hagssamdrátturinn hefur verið að
magnast bæði í Bandaríkjunum
og Evrópu. Við förum ekkert var-
hluta af því hér á Íslandi. Við
sjáum það glöggt, m.a. á veltutöl-
um í samfélaginu, að það er ör
samdráttur um þessar mundir.
Við gerum okkur þó vonir um að
okkur muni takast að rétta úr
kútnum eftir mitt næsta ár og
fyrir alvöru á árinu 2003, en þá er
spáð verulegum bata,“ segir fjár-
málaráðherra.
Aukinn vaxtakostnaður er-
lendis vegna gengisbreytinga
„Þessi þróun hefur sín áhrif á
tekjur ríkissjóðs og það er alveg
ljóst að þær munu ekki halda
áfram að aukast með sama hætti
og verið hefur. Ýmis gjöld hafa
hins vegar aukist. Það er t.d.
óhjákvæmilegt að ráðast í kostn-
að vegna hertrar öryggisgæslu í
kjölfar hryðjuverkanna, bæði á
þessu ári og því næsta. Auk þess
eru svo ýmsar kerfislægar stærð-
ir, sem koma reglulega til endur-
skoðunar og útlit er fyrir að verði
heldur á verri veg. Þannig hefur
til dæmis erlendur vaxtakostnað-
ur aukist vegna gengisbreytinga.
Það er þess vegna mjög mikil-
vægt við fjárlagaafgreiðsluna
núna að allir sem bera ábyrgð á
fjármálum ríkisins í þinginu
standi þétt saman um að tryggja
að meginmarkmiðum frumvarps-
ins verði náð, þrátt fyrir þessar
óhagstæðu breytingar
að undanförnu. Ég er
vongóður um að svo
verði. Það er ekkert
sem bendir til annars
en að okkur muni tak-
ast það, en þetta er
óneitanlega verulega þrengri
staða en við höfum þurft að fást
við undanfarin ár,“ segir Geir.
Vonast til að markmið um
fjárlagaafgang náist
Fjármálaráðherra bendir á að
ríkissjóður starfar ekki í tóma-
rúmi í hagkerfinu og þarf á sama
hátt og fyrirtæki á markaði að
laga sig að breyttum aðstæðum.
Hann leggur einnig áherslu á
mikilvægi þess að menn geri sér
grein fyrir hver staðan er, halda
þurfi þétt utan um ríkisútgjöldin.
Samkvæmt frumvarpinu er stefnt
að 18,6 milljarða kr. afgangi á rík-
issjóði á næsta ári, en þar af er
gert ráð fyrir rúmlega 15 millj-
arða tekjum af sölu eigna og um
þriggja og hálfs milljarðs króna
rekstrarafgangi.
– Venjan hefur verið sú að
þingið bætir alltaf heldur í út-
gjöldin við afgreiðslu fjárlaga-
frumvarpsins. Nú hefur varafor-
maður fjárlaganefndar lýst yfir að
nefndin stefni að því að fjárlög
verði ekki afgreidd með minni af-
gangi en að er stefnt í fjárlaga-
frumvarpinu, þó svo að tekjuhlið
frumvarpsins gangi ekki eftir eins
og reiknað var með. Sýnist þér að
þetta muni takast?
„Já, ég geri mér vonir um það.“
– Ýmsir hafa haldið því fram að
undanförnu að ekki hafi verið
gætt nægilegs aðhalds í ríkisfjár-
málunum miðað við efnahags-
ástandið í dag og brýna nauðsyn
beri til að ganga enn lengra í nið-
urskurði. Hverju svarar þú
þessu?
„Það er algengt að menn beini
spjótum sínum að ríkissjóði, sem
er þó einn fárra aðila í þjóðfélag-
inu sem leggja sitt af mörkum til
hins þjóðhagslega sparnaðar,“
segir Geir. „Samkvæmt fjárlaga-
frumvarpinu munu ríkisútgjöldin í
heild minnka sem hlutfall af þjóð-
arframleiðslu á næsta ári. Menn
mega hins vegar ekki gleyma því
að eitt af því sem flækir þetta mál
og gerir mönnum erfitt fyrir í
umfjöllun um ríkisfjármálin er sú
kerfisbreyting sem gerð var frá
og með árinu 1998 á uppgjöri rík-
issjóðs. Hún gerir í fyrsta lagi all-
an samanburð við fyrri ár óraun-
hæfan og í öðru lagi gerir hún
gjaldatölurnar hærri og sveiflu-
kenndari en áður var, vegna þess
að inn í þær eru nú teknar
færslur eins og lífeyrisskuldbind-
ingar, sem hafa numið gríðarlega
háum fjárhæðum. Þær eru núna
færðar eins og hver annar rekst-
ur. Einnig má nefna afskriftir
skattkrafna og fleiri þætti sem
voru ekki færðir sem
útgöld áður en þessi
breyting var gerð, en
þar getur verið um
mjög háar fjárhæðir
að ræða. Það er því
ekki alltaf verið að
tala um sambærilega hluti þegar
verið er að gagnrýna útgjaldaþró-
unina hjá ríkinu. Oft finnst mér
þessi umræða hvimleið og verð að
segja eins og er, að ég hef ekki
haft það að markmiði í stjórn-
málum að þrefa við þingmenn eða
aðra um muninn á rekstrargrunni
og greiðslugrunni eða önnur þess-
háttar tæknileg atriði. En um-
ræðan leiðist gjarnan út í slík at-
riði, sem eru fyrir sérfræðinga í
bókhaldi að fást við. En þetta hef-
ur torveldað skynsamlega um-
ræðu um ríkisfjármálin, hlutverk
þeirra og áhrif á efnahag
heild, sem er miður.
Kjarni málsins er sá, h
líður núverandi niðursv
staða ríkisfjármálanna á
er gríðarlega sterk. Rík
hefur á undanförnum áru
stöðu sína mjög, sem sé
að þrátt fyrir þessa nið
erum við enn með tö
sveifluleiðréttan afgang.
um einnig við þá góðu
okkur hefur tekist að gr
skuldum ríkissjóðs og
lækkað vaxtakostnaðinn
verulega frá því sem e
orðið. Það gerir okkur m
að ráðast í þær skattala
ingar sem við erum með
unum og munu að stærstu
taka gildi á árinu 2003 en
um við að niðursveiflan
mestu leyti að baki. En h
öðru líður er það rétt að
ríkisins hér á Íslandi er
mikið ennþá, a.m.k. fyr
smekk. Það þarf að hald
að draga úr ríkisumsvif
er hins vegar óábyrgt að
geyst í slíkar breytingar
angur sem náðst hefur,
einkavæðingu, er mikill
Geir.
Lífeyrisskuldbinding
hafa aukist
– Seðlabankinn telur ú
að afkoma ríkissjóðs v
þessu ári umfram það se
hagvöxtur gefur tilefni t
aukningar útgjalda og
launahækkana í opinbera
um, auk samdráttar í
Þjóðarútgjöld séu enn of
mikilvægt sé að við a
fjárlaga verði teknar ák
sem tryggi betur þann
sem stefnt sé að í fjárla
varpi fyrir næsta ár. Er
mála þessu mati Seðlaban
„Í aðalatriðum er ég þa
mínum dómi áttar Seðla
sig ekki nægilega vel á þv
í ár er óvenjulegt að því
gengið var frá kjarasam
við opinbera starfsmenn
ári. Þegar fjárlögin voru
í fyrra voru samningarni
inn óvissuþáttur í útgjöld
við því hefur verið br
þessu ári. Það á einnig vi
eyrisskuldbindingarnar, s
aukist, vegna þess að kja
ingarnir hafa í ríkum mæ
um að flytja yfirvinnugre
aukagreiðslur yfir í dag
sem myndar grunninn u
eyrisskuldbindingunum. E
líkingu við þetta er fram
næsta ári vegna þess
flestum kjarasamningum
er lokið. Útgjöldin á n
verða því að þessu leyti
anlegri. Seðlabankinn vir
vegar reikna með því að
útgjöld verði sambærileg
ári og á þessu. Ég tel ekk
Fjármálaráðherra segir að halda verði þétt um
Það þarf
að spyrna
við fótum
,,Það þarf að halda áfra
breytingar en sá ára
Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að
efnahagssamdrátturinn sé ör og staðan í
ríkisfjármálum þrengri en á undanförnum
árum. Geir segir í samtali við Ómar Frið-
riksson að þeir sem beri ábyrgð á fjár-
málum ríkisins í þinginu þurfi að standa
þétt saman og falla frá útgjaldabeiðnum.
Fresta fram-
kvæmdum og
gildistöku
frumvarpa
ÚTRÁS BAKKAVARAR
FRJÁLST EGGJAVERÐ
SÓTTVARNIR OG ÖRYGGI
Varnir gegn hernaði með sýkla-eða efnavopnum hafa fengiðmjög aukna athygli á Vestur-
löndum á undanförnum vikum. Þar
koma annars vegar til miltisbrandssýk-
ingarnar í Bandaríkjunum og hins veg-
ar hryðjuverkaárásin á Bandaríkin 11.
september. Vitað er að hryðjuverka-
samtök, sem talin eru standa að baki
þeirri árás, hafa reynt að koma sér upp
birgðum efna- og sýklavopna. Þau
munu sennilega ekki hika við að nota
slík vopn ef þau fá færi á því.
Ljóst er að Ísland væri vanbúið að
mæta árás með slíkum vopnum við nú-
verandi kringumstæður. Það er því já-
kvætt að fyrr í vikunni var undirritað
samkomulag heilbrigðisráðuneytisins
og lyfjaframleiðandans Delta um að
fyrirtækið tryggi að ávallt séu til í land-
inu lágmarksbirgðir af sýklalyfinu sípr-
oni. Lyfið má nota gegn miltisbrandi og
fleiri bakteríusýkingum, sem notaðar
eru í sýklahernaði, t.d. svartadauða.
Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir
hjá landlæknisembættinu, greinir frá
því í Morgunblaðinu í fyrradag að jafn-
framt sé til skoðunar að fá til landsins
bóluefni gegn bólusótt. Henni var út-
rýmt seint á áttunda áratugnum og
bólusetningu gegn henni því hætt, en
bólusóttarveiran er það sýklavopn sem
menn óttast hvað mest.
Brýna nauðsyn ber til að heilbrigð-
isyfirvöld gefi viðbúnaði gegn hættunni
af sýkla- og efnahernaði gaum. Eins og
dæmin sanna er full ástæða til að vera á
varðbergi. Ljóst er að trygging öflugra
sóttvarna hlýtur að vera eitt af mark-
miðunum með þeirri endurskoðun, sem
fram þarf að fara á öryggis- og varn-
arstefnu Íslands í ljósi hættunnar af
hryðjuverkum. Heilbrigðiskerfið þarf
að vinna með varnarliði, löggæzlu og al-
mannavörnum að gerð heildstæðra
áætlana um viðbrögð á þessu sviði.
Jafnframt virðist einsýnt að fleiri taki
þátt í slíkri vinnu, t.d. sveitarfélög,
vegna ráðstafana til að tryggja öryggi
vatnsbóla á þéttbýlissvæðum.
Ísland ræður yfir mikilli þekkingu og
færum sérfræðingum á sviði heilbrigð-
ismála og ætti því að vera vel í stakk bú-
ið að búast til varnar gegn þeim hætt-
um, sem hér um ræðir. Í breyttum
heimi eru sóttvarnir hluti af þeim við-
búnaði, sem þarf að vera fyrir hendi til
að tryggja öryggi almennings.
Kaup Bakkavarar Group á brezkamatvælafyrirtækinu Katsouris
Fresh Foods eru stórtíðindi í viðskipta-
lífinu, enda um stærstu fyrirtækjakaup
í íslenzkri viðskiptasögu að ræða.
Bakkavör festir kaup á fyrirtækinu fyr-
ir 15,6 milljarða króna. Áætluð velta
sameinaðs félags á næsta ári er um 20
milljarðar króna og starfsmenn verða
þá um 1.900.
Þessi kaup, og raunar öll saga
Bakkavarar, eru til marks um vaxandi
sjálfstraust íslenzkra kaupsýslumanna
í alþjóðlegum viðskiptum. Þetta er ekki
fyrsta dæmið um stórhug eigenda
Bakkavarar; á sínum tíma keyptu þeir
verksmiðju í Svíþjóð, sem var þrefalt
stærri en fyrirtækið var þá. Nú rekur
fyrirtækið starfsemi í sjö löndum. Velta
þess var innan við 500 milljónir árið
1996, en mun hafa fertugfaldazt á fimm
árum ef áætlanir næsta árs ganga eftir.
Brezkir bankar fjármagna helming
kaupanna og líkt og Lýður Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Bakkavarar
Group, sagði á blaðamannafundi í
fyrradag er sú staðreynd ákveðin
traustsyfirlýsing fyrir íslenzkt efna-
hagslíf. Ljóst er að íslenzk þekking og
reynsla af framleiðslu, sölu og dreif-
ingu sjávarafurða er að nýtast Bakka-
vör á víðtækara sviði kældra matvæla
af ýmsu tagi. Samþjöppun í smásölu
matvæla í Evrópu veldur því að birgjar
á borð við Bakkavör leitast við að
stækka og ná fram aukinni hagkvæmni.
Forsvarsmenn Bakkavarar hafa ver-
ið ómyrkir í máli um ókosti þess að reka
starfsemi af þessu tagi á Íslandi og m.a.
bent á fjarlægð frá mörkuðum, háa
vexti og þá tolla, sem enn eru lagðir á
útflutning tiltekinna sjávarafurða frá
Íslandi til landa Evrópusambandsins.
Hins vegar kom fram í máli Lýðs Guð-
mundssonar að nýlega ákveðnar breyt-
ingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja á
Íslandi, þ.e. lækkun skatta, afnám
verðbólgureikningsskila og heimild til
að gera upp rekstur í erlendri mynt,
séu mikilvægar forsendur fyrir útrás
Bakkavarar Group. Þessi stóri kaup-
samningur er því áþreifanleg staðfest-
ing á að þessar ákvarðanir ríkisstjórn-
arinnar voru réttar.
Ákvörðun samkeppnisráðs um aðbanna Félagi eggjaframleiðenda
að birta leiðbeinandi verð á eggjum, var
tímabær. Eggjaframleiðendur hafa, frá
því opinber verðlagning á eggjum var
afnumin fyrir fimm árum, haft undan-
þágu frá banni samkeppnislaga við
verðsamráði. Þessi undanþága var
hugsuð sem liður í aðlögun eggjafram-
leiðenda að frjálsu samkeppnisum-
hverfi. Hún var hins vegar löngu orðin
tímaskekkja, eins og Morgunblaðið hef-
ur áður bent á.
Í leiðara blaðsins sagði 19. júlí, eftir
að eggjaframleiðendur hækkuðu „leið-
beinandi viðmiðunarverð“ sitt um 12%:
„Nú er kominn tími til að afnema þessa
undanþágu, skera upp herör gegn verð-
samráði eggjaframleiðenda og leyfa
frjálsri samkeppni að njóta sín í þessum
geira, sem að mörgu leyti líkist iðnaði
meira en hefðbundnum landbúnaði.“
Samkeppnisyfirvöld hafa augljóslega
verið á sömu skoðun, því að 25. júlí
skrifaði Samkeppnisstofnun Félagi
eggjaframleiðenda og sagðist myndu
kanna hvort efni væru til að fella und-
anþáguna úr gildi. Samkeppnisráð hef-
ur komizt að þeirri niðurstöðu að svo
sé.
Eggjaframleiðendur hafa réttilega
bent á að verð til þeirra hafi lækkað sl.
ár, en smásöluálagning hækkað og
neytendur greiði því áfram svipað verð
fyrir egg. Eins og samkeppnisráð bend-
ir á í ákvörðun sinni, eru það þó engin
rök fyrir því að viðhalda verðsamráði á
heildsölustigi, heldur er tilefni til að
rannsaka verðlagningu eggja á smá-
sölustiginu. Væntanlega fylgja sam-
keppnisyfirvöld því máli fast eftir.
Frjáls verðlagning á eggjum er fagn-
aðarefni og vonandi aðeins áfangi á leið
frá opinberri verðstýringu til frjálsrar
samkeppni í landbúnaðarframleiðslu
yfirleitt.