Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ  ÓSKAR Þór Adolfsson varði doktorsritgerð í næringarfræði við Tufts-háskóla í Boston 3. maí sl. Tit- ill ritgerðarinnar, sem er á sviði ónæmis- og næringarfræði öldrunar, er „Mechanism of Vitamin E- induced En- hancement of T Cell Function in Old Mice“. And- mælendur Ósk- ars voru dr. Sim- in N. Meydani, dr. K. Eric Paul- son og dr. Brig- itte T. Huber. Ritgerðin fjallar um erting- arviðbrögð T-frumna ónæmiskerfis aldraðra og viðbrögð T-frumna í öldruðum við náttúrulegu formi E vítamíns. Áður hefur verið sýnt fram á að E vítamín, eitt mikilvægasta fituleysanlega andoxunarefnið í lík- amanum, getur verulega bætt ónæmisviðbrögð hjá öldruðum. Þeg- ar T-frumur eru ertar með kross- bundnu and-CD3 og uppleystu and- CD28 mótefnum bregðast þær við með örri frumuskiptingu og mikilli framleiðslu á interleukin-2- vaxtarþætti ásamt öðrum int- erleukin og interferon-vaxtarþáttum og boðefnum. Þessi viðbrögð T- frumna gera ónæmiskerfinu kleift að berjast gegn sýkingum og áhrif- um þeirra á líkamann. Virkni T- frumna er sá hluti ónæmisviðbragða sem hvað mest verður fyrir nei- kvæðum áhrifum öldrunar. Þessi aldurshnignun á stóran þátt í auk- inni sýkingarhættu aldraðra ásamt hægari bata borið saman við yngra fólk. Við rannsóknirnar var notast við hreinar T-frumur einangraðar úr milta sem síðan var skipt upp í ann- arsvegar hægvirkar eða „naive“ T- frumur sem hafa ekki áður komist í kynni við svokallaða mótefnisvaka, og hinsvegar fljótvirkar eða „me- mory“ T-frumur sem hafa áður verið virkjaðar af mótefnisvökum. Rannsóknin leiddi í ljós að það eru naive en ekki memory T-frumur sem verða fyrir barðinu á öldrun með minni virkni, svo sem frumuskipt- ingu og framleiðslu á interleukin-2- vaxtarþætti. Áhrifa öldrunar á int- erleukin-2-framleiðslu varð einungis vart við framleiðslu á interleukin-2- prótíni en ekki við framleiðslu á int- erleukin-2-mRNA. Þegar T-frumum frá öldruðum var gefið E-vítamín, varð aukning í ertingarviðbrögðum sem leiddi til aukinnar frumuskipt- ingar og aukinnar framleiðslu á int- erleukin-2-prótíni. Þessara við- bragða við E-vítamíni varð einungis vart hjá naive T-frumum en ekki hjá memory T-frumum. Önnur efni sem T-frumur framleiða við ertingu og sýndu mikilvæg einkenni öldrunar í þessari rannsókn voru int- erleukin-10 og gamma-interferon. Niðurstöðurnar benda til þess að náttúrulegt E-vítamín, tekið sem bætiefni, auki ónæmisviðbrögð hjá öldruðum með því að auka fram- leiðslu á T-frumu vaxtarþættinum interleukin-2. Þessi aukna fram- leiðsla á interleukin-2 er komin til vegna aukinnar framleiðslu á int- erleukin-2 prótíni hjá naive T- frumum. Auk þessa sýna niðurstöð- urnar að virkni E-vítamíns sem bætiefni í ónæmiskerfi aldraðra er ekki almenn heldur bundin ákveðnum tegundum T-frumna og vaxtarþáttum sem þær framleiða. Óskar fæddist 23. desember 1966 í Vestmannaeyjum, sonur Erlu Ósk- arsdóttur verslunarkonu og Adolfs Ásgrímssonar rafmagnstæknifræð- ings. Óskar lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands 1986 og MS í næringarfræði frá Alabama- háskóla 1995. Hann starfar nú við rannsóknir í ónæmis- og erfðafræði hjá Genetics Institute í Cambridge, Massachusetts. Eiginkona Óskars er Stephanie Debayle. Synir þeirra eru; Ýmir André fjögurra ára, Elvar Sölvi tveggja ára og Ingvi Snær tveggja ára. Doktor í næringar- fræði Óskar Þór Adolfsson INSJALLAH - á slóðum Araba, heit- ir ný bók sem Jóhanna Kristjóns- dóttir, blaðamaður og rithöfundur, er að senda frá sér. Þar greinir hún annars vegar frá glímu sinni við nám í arabísku og hins vegar frá kynnum sínum af fólki og samfélagi eftir dvöl í Egyptalandi, Sýrlandi og Jemen. Einnig er í bókinni fjöldi mynda frá þessum löndum. „Ég skrifa þessa bók vegna þess að mér fannst það hlyti að vera for- vitnilegt að segja frá því sem sum- um finnst kannski skrýtið að taka sig upp á besta aldri og fara að læra arabísku,“ segir Jóhanna í samtali við Morgunblaðið. Hún hafði um árabil fjallað um málefni landanna fyrir botni Miðjarðarhafsins og kvaðst hafa fengið ágætt svigrúm sem blaðamaður á Morgunblaðinu til að fá að sinna þessari sérhæfingu sinni. Taldi sig færa í flestan sjó „Ég taldi mig vera færa í flestan sjó að hreiðra um mig, fyrst í Egyptalandi, síðar Sýrlandi og loks í Jemen, en það var svo allt annað að koma þarna sem nemandi og þurfa að takast á við hversdagslífið. Mig langaði til að skrifa um þessa reynslu og um leið veita innsýn í líf fólksins í þessum löndum því mér finnst svo miklar ranghugmyndir á sveimi um þau. Það er eins og margir hafi beyg af þessum löndum og finnist þau jafnvel hættuleg en það er mjög fjarri því. Þetta er einstaklega fjöl- breytt og gestrisið og ljúft fólk, eins og það er alls staðar þegar menn kynnast því,“ segir hún og taldi frá- sögnina eiga erindi til Íslendinga en hún hófst handa við skrifin á síðasta ári. Hún seg- ist hafa skrifað bókina að mestu síðari hluta vetrar og sl. sumar. Í bókinni er jafn- framt fjallað um sögu og menningu arabaþjóða, frásögur af ferðum um löndin og vikið er að pólitíkinni. „Ég reyni að flétta það eðlilega inn í frásögnina eftir því sem tilefni gefast og forðast fyrirlestra- form eftir megni. Þarna kemur fjöldi manna við sögu og þannig reyni ég að draga upp mynd af mannlífinu og fólkinu sem er bara venjulegt fólk en ekki grimmt og hættulegt eða með hugann við að drepa Vesturlandamenn eins og margir halda.“ Jóhanna segir líka marga forvitna um hvernig það sé að vera kona á þessum slóð- um. „Það er af- skaplega auðvelt og maður nýtur ívið meiri virðingar en ef þú færir þangað,“ segir hún við fyrrverandi samstarfsmann sinn, blaðamann af karlkyni. „Aröbum er kurteisi eðl- islæg og virðing við konur en þeim er boðið það í Kóraninum svo þeir fara bæði eftir því sem þar segir og þeim finnst sjálfum viðeigandi.“ Þá segist hún hafa fundið að Aröbum hafi þótt mjög vænt um að hún vildi læra mál þeirra. „Sér- staklega Sýrlendingum. Þeim þykir svo vænt um fólk, sérstaklega frá Vesturlöndum, ef það vill vera hjá þeim og reyna að setja sig inn í menningarheim þeirra og þeim þykir varið í það.“ BA-ritgerð í vetur Jóhanna dvaldi fyrst um hríð í Egyptalandi og síðan hálft annað ár í Sýrlandi og síðastliðinn vetur var hún í Jemen. Hún stundaði há- skólanám í arabísku í þessum lönd- um og vinnur nú að BA-ritgerð sem fjallar um stöðu konunnar, verkefni sem hún segir að endist sér með öðru í vetur og vel það. En hvernig er að læra arabísku og er hún kom- in vel inní málið? „Ég á enn dálítið bágt með að tala nema klassíska arabísku. Í klass- ískri arabísku er sami grunnur og sama ritmál í löndunum en síðan hefur hvert land sína mállýsku og þá vandast málið,“ segir Jóhanna að lokum og segir arabískuna geta nýst sér á ýmsan hátt fyrir utan að með því geti hún nálgast betur hug- arheim þessara þjóða sem höfði mjög sterkt til hennar. Jóhanna Kristjónsdóttir skrifar um fólk í löndum Araba og nám í arabísku Langar að veita innsýn í líf fólksins Jóhanna Kristjónsdóttir EKKI er víst að margir tengi Egils sögu Skallagrímssonar við eina helstu framleiðsluvöru vinnustofu SÍBS að Múlalundi. Hins vegar eru Egla bréfabindin, sem framleidd hafa verið í Múlalundi í 25 ár, nefnd í höfuðuð á Eglu, Egils sögu. Starfs- fólk Múlalundar framleiðir vel á ann- að hundrað þúsund slíkar möppur ár- lega, en að auki er fjöldinn allur af annars konar vörum framleiddur þar, s.s. myndaalbúm, dagatöl, um- slög, borðmottur svo fátt eitt sé nefnt. Þá er ótalinn innflutningur Múlalundar á ýmsum vörum, til skrifstofu- og einkanota. Vinnustofa SÍBS í Múlalundi hefur verið rekin síðan 1959 og starfar þar fólk úr flestum sviðum þjóðfélagsins, sem á það sameiginlegt að búa við skerta starfsgetu, tímabundna eða varanlega. Að sögn Helga Krist- óferssonar, markaðs- og gæðastjóra Múlalundar, er markmiðið með starf- seminni að skapa sem flestum vinnu. „Við tökum inn starfsfólk í gegnum Reykjavíkurborg og biðlistinn eftir vinnuplássi hér er langur, eða um 50 manns, en við reynum að saxa á hann eftir fremsta megni,“ segir Helgi. „Við reynum að skapa starfsfólki okkar góða vinnuaðstöðu og stuðlum jafnframt að því að fólk sem er að ná sér eftir áfall sem getur verið af margvíslegum toga, komist út á vinnumarkaðinn á ný. Fólk starfar hjá okkur frá 3 allt upp í 12 mánuði og eru um 20 fastráðnir starfsmenn og jafnmargir lausráðnir. Sumum dugar að vera hér í 3 mánuði t.d. eftir spítaladvöl, á meðan þeir eru að kom- ast í vinnuform, en aðrir eru lengur eftir atvikum.“ Segja má að nýr starfsmaður komi til starfa á Múl- andi fjórða hvern dag og er leiðbein- endum vinnustofunnar, fjórum tals- ins, falið að finna út hvaða störf henti hverjum og einum. „Starfsemin hér skilar því að oft kemst fólk aftur út á vinnumarkað- inn og það veitir okkur mikla ánægju. Hins vegar er líka algengt að fólk sé ekki fært um að fara út á vinnumark- aðinn. Það er því er mjög erfitt að þurfa láta það fara héðan að starfs- tíma loknum vegna þess að sam- viskusemi þess og dugnaði er við- brugðið.“ Unnið er frá 8 til 16.30 virka daga og sem fyrr segir eru Egla bréfabindin aðalframleiðsluvar- an. „Einnig höfum við boðið upp á nýjungar að undanförnu, m.a. sér- prentaðar möppur. Við getum merkt þær eftir óskum hvers og eins og bjóðum enn fremur upp á heildarfrá- gang á ráðstefnugögnum með því að framleiða sérmerktar möppur, raða inn í þær viðeigandi gögnum, prenta á barmmerki nöfn ráðstefnugesta og raða inn í barmmerkin og skila öllum pakkanum tilbúnum fyrir ráðstefn- una. Þetta hafa fyrirtæki verið að nýta sér í auknum mæli að undan- förnu og það hefur gefist vel.“ Gildi vinnunnar mikið Karl E. Vernharðsson er einn starfsmanna Múlalundar, en starfs- geta hans er skert vegna þunglyndis. Hann hafði verið nokkrar vikur á bið- lista er hann fékk vinnupláss á Múla- lundi og lýsir gildi vinnunnar sem mikilvægum þætti í lífinu. „Vinnan verður að föstum punkti í tilverunni þar sem maður nýtur félagsskapar- ins við aðra,“ segir Karl, en hann hef- ur verið tæpt ár við vinnu á Múla- lundi og þykir vandvirkur í störfum sínum. „Ég hef komið að flestu því sem framleitt er hér og upp á síðkast- ið hef ég beint kröftum mínum að framleiðslu á sérprentuðum möpp- um. Vinnuandinn hérna er sérlega góður og yfirmennirnir eru sérlega indælir.“ En hvað tekur við að lokn- um starfstíma á Múlalundi? „Ég er lærður myndlistarmaður og hef þá menntun í bakhöndinni en ég vona að ég fái að vera hér sem lengst.“ 20 fastir starfsmenn vinna að jafnaði á Múlalundi við framleiðslu og eru um 50 manns á biðlista eftir starfi á vinnustofunni. Morgunblaðið/Sverrir Sýnishorn af sérprentuðum möppum Múlalundar. Fjölbreytt starfsemi Múlalundar, vinnustofu SÍBS Bréfabindi framleidd í aldarfjórðung SAMKEPPNISRÁÐ hefur ákveðið að fella úr gildi hámarksökutaxta fyrir sendibifreiðar frá og með 1. janúar nk. sem hingað til hefur verið samþykktur af Samkeppnisstofnun og gefinn út af Trausta, félagi sendi- bifreiðastjóra. Í niðurstöðum sam- keppnisráðs segir m.a. að ekki sé lengur nauðsyn á afskiptum sam- keppnisyfirvalda af umræddum töxt- um þar sem ekki séu lengur fyrir hendi þær aðstæður sem til þessa hafa komið í veg fyrir virka sam- keppni á markaðnum fyrir þjónustu sendibifreiða. Forsaga málsins er sú að Trausti, félag sendibifreiðastjóra, hefur um margra ára skeið gefið út hámarks- ökutaxta fyrir sína félagsmenn. Verðbreytingar á ökutöxtunum hafa verið háðar samþykki samkeppnisyf- irvalda, áður verðlagsyfirvalda. „Ástæður þess að ökutaxtarnir voru ekki felldir undan ákvörðunum yfir- valda þegar verðlagsákvæði voru að mestu afnumin á níunda áratugnum og snemma á þeim tíunda má rekja til þess lagaumhverfis sem sendibif- reiðaakstur hefur búið við. Í lögum nr. 61/1995 um leigubifreiðar sem tóku til fólksbifreiða, sendibifreiða og vörubifreiða sem notaðar eru til leiguaksturs og reglugerð nr. 121/ 1990, voru ákvæði sem tóku m.a. til svæðisbundinna takmarkana á fjölda bifreiða og skyldu bifreiðastjóra til að hafa afgreiðslu á bifreiðastöð sem viðurkennd hafði verið af sveitar- stjórn. Hinn 1. september sl. breytt- ist lagaumhverfi sendibifreiða þann- ig að lög um leigubifreiðar taka ekki lengur til þeirra heldur falla sendi- bifreiðar nú undir lög nr. 73/2001 um fólksflutninga, vöruflutninga og efn- isflutninga á landi.“ Afskipti ekki nauðsynleg Í niðurstöðum samkeppnisráðs er ítrekað að hinar opinberu sam- keppnishindranir sem gerðu það nauðsynlegt að samkeppnisyfirvöld hefðu afskipti af ökutöxtum sendi- bifreiðastjóra hefðu nú verið af- numdar. „Því er ekki lengur nauðsyn á afskiptum samkeppnisyfirvalda af umræddum töxtum." Hámarks- ökutaxti felldur úr gildi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.