Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 15
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 15
ÍSLENSK stjórnvöld standa sig verr
í að innleiða tilskipanir, sem sam-
þykktar hafa verið á EES, á sviði fé-
lagsmála og umhverfismála en al-
mennt á öðrum sviðum, samkvæmt
samanburði sem gerður hefur verið.
Páll Pétursson félagsmálaráðherra
segir að skýringarnar á því að þetta
hefur ekki gengið fljótar fyrir sig í fé-
lagsmálum séu aðallega þær að í
flestum tilvikum sé um að ræða mál-
efni sem snúa að aðilum vinnumark-
aðarins og hann hafi lagt mikla
áherslu á að aðilar vinnumarkaðarins
sættust á útgáfu þessara reglna áður
en þær yrðu lögleiddar.
„Það er hægt að innleiða þessar
reglur með ýmsu móti. Það er hægt
að gera það með mjúkum hætti eða
með hörðum hætti og það er jafnvel
hægt að ganga lengra en nauðsyn ber
til. Ég hef lagt á það mikla áherslu að
fá aðila vinnumarkaðarins til þess að
reyna að sættast á útgáfuna áður en
farið er af stað,“ segir Páll.
„Það er starfandi samráðsnefnd
sem hefur unnið feiknamikið starf í
þessari reglugerðaþvælu og ég vil
endilega að það sé sæmileg sátt á
milli aðila áður en gengið er í að inn-
leiða tilskipanir.
Það getur náttúrlega farið svo að
óhjákvæmilegt sé að höggva á hnút-
inn en það er eðlilegra og miklu far-
sælla ef hægt er að ná sátt um þetta.
Það tekst í flestum tilfellum, en það
getur tekið tímann sinn vegna þess
að það getur verið tilhneiging hjá
kannski öðrum aðilanum að ganga
lengra en nauðsynlegt er samkvæmt
orðanna hljóðan í tilskipuninni og ná
t.d. fram meiri réttindum en tilskip-
unin kveður á um. Einnig getur verið
um að ræða íhaldssemi eða að menn
dragi lappirnar,“ segir Páll.
Ástæðulaust að Ísland sperrist
við að vera í forystu þarna
Fram kom samtali við deildar-
stjóra hjá Eftirlitsssofnun EFTA í
Morgunblaðinu í gær að íslensk
stjórnvöld hafa tekið sig verulega á
við innleiðingu tilskipana á Evrópska
efnahagssvæðinu, að undanskildum
reglum á sviði félagsmála og um-
hverfismála.
Félagsmálaráðherra hefur ekki
áhyggjur af þessari gagnrýni. „Ég
tek þessa gagnrýni ekkert nærri mér
því ég sé enga ástæðu til þess að Ís-
land sé að sperrast við að vera í ein-
hverri forystu þarna,“ segir Páll.
Páll Pétursson félagsmálaráðherra
um innleiðingu EES-tilskipana
Hægt að innleiða
með mjúkum eða
hörðum hætti
ÖKUMAÐUR og farþegi vöruflutn-
ingabíls sluppu lítið meiddir síðdegis
á þriðjudag eftir að ökumaðurinn
missti stjórn á bifreiðinni, ofarlega
við Krókalæk í Norðurárdal í Borg-
arfirði, vegna hálku með þeim afleið-
ingum að hún valt út af veginum og á
hægri hlið. Ökumaður og farþegi
voru báðir í bílbelti að sögn lögregl-
unnar í Borgarnesi.
Vöruflutningabíllinn skemmdist
mikið að sögn lögreglunnar og var
unnið að því í fyrrakvöld með tveim-
ur kranabílum að rétta hann við og
koma honum í burtu. Þá unnu menn
frá björgunarsveitinni Brák og
björgunarsveitinni Heiðar að því að
bjarga farminum sem var um 17
tonn af frosnu kjöti.
Árekstur við Hempuklett
Þá sluppu þrír með minni háttar
meiðsl á þriðjudagsmorgun eftir að
ökumaður á leið norður missti stjórn
á bifreið sinni, skammt frá svoköll-
uðum Hempukletti í Norðurárdal,
með þeim afleiðingum að bíllinn fór
yfir á rangan vegarhelming og í veg
fyrir annan bíl sem var að koma úr
gagnstæðri átt. Bílarnir skemmdust
mikið og voru fluttir af vettvangi
með kranabíl en ökumennirnir og
farþegi sluppu lítið meiddir að sögn
lögreglunnar í Borgarnesi.
Vöruflutningabíll á
hliðina í Borgarfirði
UMSÓKNARFRESTUR um
embætti landsbókavarðar rann
út kl. 16 mánudaginn 19. nóv-
ember sl. Menntamálaráðu-
neytinu bárust sjö umsóknir
um embættið. Umsækjendur
eru: Dr. Einar G. Pétursson,
Hrafnhildur Hreinsdóttir,
Ólafur Ásgeirsson, dr. Sigrún
Klara Hannesdóttir, Stein-
grímur Jónsson, Sveinn Ólafs-
son og Þorsteinn Hallgrímsson.
Í samræmi við 6. gr. reglu-
gerðar nr. 706/1998 um Lands-
bókasafn Íslands – háskóla-
bókasafn mun menntamála-
ráðuneytið senda umsóknirnar
til umsagnar stjórnar bóka-
safnsins. Menntamálaráða-
herra skipar landsbókavörð úr
hópi þeirra umsækjenda sem
stjórn bókasafnsins telur hæfa
sbr. 3. gr. laga nr. 71/1994 um
Landsbókasafn Íslands – há-
skólabókasafn.
Umsækj-
endur um
embætti
landsbóka-
varðar
MEIRIHLUTI landsmanna vill
leyfa sölu á léttvíni og áfengum bjór
í matvöruverslunum, ef marka má
niðurstöður könnunar sem Price-
waterhouseCoopers hefur gert.
Marktækur munur er eftir aldri
og kyni þar sem yngra fólk vill mun
frekar leyfa sölu heldur en þeir sem
eldri eru og einnig mun fleiri karl-
menn en konur.
Fleiri karlar en konur fylgjandi
vínsölu í matvöruverslunum
Tæp 72% karla vilja leyfa sölu á
léttvíni í matvöruverslunum á móti
rúmlega 60% kvenna og rúmlega
87% fólks á aldrinum 18–29 ára vilja
leyfa sölu á léttvíni á móti 52,3%
fólks á aldrinum 50–75 ára.
Þá vilja rúmlega 68% karla leyfa
sölu á áfengum bjór í matvöruversl-
unum á móti tæplega 53% kvenna.
Og 78% fólks á aldrinum 18 til 29 ára
vilja leyfa sölu á áfengum bjór á
móti 53,1% fólks á aldrinum 50 til 75
ára.
Meirihlutinn
vill að bjór og
léttvín verði
selt í matvöru-
verslunum
♦ ♦ ♦