Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 22
NEYTENDUR 22 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ fiú safnar hjá okkur... Nánari uppl‡singar áwww.frikort.is Ef flú framvísar kortinu tíu sinnum á tímabilinu 20.nóv. til 23.des. áttu tíu „m i›a“ í pottinum á fiorláksmessu. BÓNUS Gildir 22. og 23.11. eða á meðan birgðir endast nú kr. áður kr. mælie. Svínakjöt með puru ............................... 349 599 349 kg Svínahnakki, úrbeinaður ........................ 799 1.299 799 kg Svínasnitsel .......................................... 799 1.199 799 kg Svínagúllas ........................................... 799 1.199 799 kg Svínalundir, (1.000 sölueiningar til) ........ 1.299 1.659 1.299 kg Svínabógur m/beini (1.500 söluein. til) .. 379 659 379 kg Svínahakk............................................. 379 686 379 kg ESSÓ-stöðvarnar Gildir 1.–30. nóv. nú kr. áður kr. mælie. Nói Tröllatópas, saltlakkrís, 60 g ............. 99 115 1.650 kg Nói Risa tópas, 60 g .............................. 99 115 1.650 kg Nói Eitt sett, 23 g .................................. 49 65 2.140 kg Nói Tromp, innpakkað, 20 g.................... 25 35 1.250 kg Kexsmiðjan, vínarbrauð, 300 g ............... 329 380 1.100 kg Trópí, appelsínu, 330 ml plastflaska........ 95 110 288 ltr HAGKAUP Gildir 22.–25. nóv. nú kr. áður kr. mælie. SS birkireyktur frampartur, úrb. ............... 999 1.389 999 kg Hollt og gott rifið rauðkál, 400 g poki ...... 179 189 447 kg Kjörís Heimaís, vanilla, 2 l ...................... 439 539 220 ltr Kjörís Heimaís, súkkulaði, 2 l.................. 439 539 220 ltr NETTÓ Gildir frá 22. nóv. eða á meðan birgðir endast nú kr. áður kr. mæliei. Nettó kartöflur, 2 kg............................... 99 199 49 kg Hunangslegnar kalkúnabringur ............... 1.434 1.913 1.434 Ali bayonne-skinka ................................ 1.169 1.299 1.169 kg Ali reyktur svínahnakki ........................... 1.169 1.299 1.169 kg Jólavínarbrauð, 350 g............................ 299 nýtt 854 kg Ofnsteik m/rauðvínsblæ ........................ 1.116 1.395 1.116 kg Ofnsteik m/ítölskum blæ ....................... 1.116 1.395 1.116 kg Nettó laufabrauð, 20 stk. ....................... 599 nýtt 31 stk SELECT-verslanir Gildir 1.–28. nóv. nú kr. áður kr. mælie. Freyju lakkrísdraumur, stór ..................... 79 110 Toms súkkulaðistykki, 28 g, 4 teg............ 49 65 Pingvin lakkrísstangir, 27 g..................... 35 45 Findus pan buff m/lauk, 400 g............... 229 435 Findus schnitz. cordon bleu, 400 g ......... 239 449 UPPGRIP-verslanir OLÍS Nóvembertilboð nú kr áður kr. mælie. Egils orka, 0,5 ltr. .................................. 129 150 258 ltr Kaffi Gevalia, 250 g............................... 165 195 660 kg Läkerol, 3 teg. ....................................... 65 85 65 pk Helgartilboð Verðupplýsingar sendar frá verslunum Svínakjöt víða með afslætti ÝMSAR verslanir hafa brugðið á það ráð að láta viðskiptavini greiða hundrað krónur fyrir afnot af inn- kaupakerrum, en peningnum er jafnframt skilað um leið og kerran er sett á sinn stað. Ein þeirra er Bónus í Kringlunni og segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, að hugmyndin sé ekki síst sú að vernda bíla á stæðum við versl- anirnar. „Tjón á bílum af völdum innkaupakerra eru okkur dýr, auk þess að vera hvimleið. Þessi ráðstöf- un virðist vera eina leiðin til þess að koma í veg fyrir þau og þetta er bara byrjunin,“ segir hann. Hagkaup í Smáralind er með sama fyrirkomulag og stendur jafnframt til að láta viðskiptavini borga fyrir körfurnar í fleiri Bónusverslunum. Verslanirnar eru tryggðar fyrir tjóni á bílum vegna innkaupakerra og seg- ir Guðmundur kostnað vegna þeirra hlaupa á hundruðum þúsunda, að minnsta kosti. Hugmyndin er sú að viðskiptavinir geti skilið kerrurnar eftir á þartilgerðum stöðum á bíla- stæðum Kringlunnar og þurfi því ekki að ganga alla leið tilbaka inn í verslunina til þess að skila þeim. Einnig stendur til að afhenda við- skiptavinum tímabundið sérstaka peninga til þess að nota í stað hundr- að króna á meðan þeir venja sig við hið nýja fyrirkomulag, segir Guð- mundur. Margir kunna ekki lagið á sam- læstu innkaupakörfunum og segir hann einnig standa til að líma leið- beiningar um notkun á handföng kerranna á allra næstu dögum. Nokkur afföll eru af innkaupa- kerrum segir Guðmundur að end- ingu en hver kerra kostar um 10.000 krónur án virðisaukaskatts, að hans sögn. Segir hann ekki óalgengt að viðskiptavinir Bónuss í Kjörgarði aki innkaupakerrum eftir öllum Lauga- veginum og skilji þær síðan eftir. Skilagjald innheimt fyrir innkaupakerrur Viðskiptavinir Bónuss í Kringl- unni fá innkaupakerru gegn gjaldi. Peningnum er skilað um leið og kerran er sett á sinn stað. Notkunarleiðbeiningar verða límdar á handfang kerranna. Morgunblaðið/Golli Gildistími tilboða er mismunandi um og standa jafnframt mislengi, í sumum tilvikum einungis meðan birgðir endast. ATHYGLI lesenda er vakin á því að helgartilboð verslana taka ýmist gildi á fimmtudögum eða föstudög- LANDIÐ VEGNA mjög góðrar frammistöðu í starfi að Staðardagskrá 21 var Snæfellsbær í vor valinn sem sam- starfsaðili tveggja bæjarfélaga, annars vegar á Grænlandi og hins vegar á Svalbarða, í samnorrænu verkefni sem fjallar um umhverfi og ferðaþjónustu á norðlægum slóðum. Iðntæknistofnun heldur utan um verkefnið hér á landi og einn liður í því var spurningakönn- un sem lögð var fyrir innlenda og erlenda ferðamenn í Snæfellsbæ í sumar. Hildur Bæringsdóttir hjá Iðntæknistofnun sagði fréttaritara frá niðurstöðum könnunarinnar. „Meginmarkmið verkefnisins er að kortleggja áhrif ferðaþjónustu á umhverfið og skoða löggjöf og áhrif greinarinnar á efnahag þjóð- anna. Leitast er við að greina hvernig ferðamenn er um að ræða, eftir hverju þeir sækjast, hvað þeir eru margir, hvort vonir þeirra og væntingar eru uppfylltar o.s.frv. Í Snæfellsbæ hófst und- irbúningur með námskeiði fyrir ferðaþjónustuaðila í mars sl. og framhaldsnámskeið er fyrirhugað í vetur,“ segir Hildur, „og svo tók könnunin við í sumar.“ Þjónustu- og markaðskönnun „Þátttaka í könnuninni var góð en hún var lögð fyrir ferðamenn á gistiheimilum og hótelum í Snæ- fellsbæ. Lagðar voru fram tíu spurningar á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku. Samtals tóku 260 ferðamenn þátt í könn- uninni á 6 gististöðum í Snæ- fellsbæ,“ segir Hildur sem kynnti lokaniðurstöður hennar á aðal- fundi Ferðamálasamtaka Vestur- lands í Reykholti nýverið. Þrjátíu prósent svöruðu á ís- lensku, 28% á ensku og 42% á þýsku. Spurt var hvort ferðamað- urinn væri að koma í fyrstu heim- sókn til Snæfellsbæjar og svöruðu 69% því játandi og 31% neitandi. Athyglisvert var að 86% íslenskra ferðamanna höfðu komið áður til Snæfellsbæjar en 93% þeirra sem svöruðu ensku og þýsku spurn- ingablöðunum voru að koma í fyrsta sinn. Þegar spurt var eftir hverju ferðamenn sæktust í Snæfellsbæ sögðust 93% vera að sækjast eftir náttúrunni og 53% eftir nálægð við Snæfellsjökul. Þótt Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull hafi ekki verið stofnaður fyrr en 28. júní sl. höfðu 36% áhuga á honum. Ferðir á Snæfellsjökul heilla marga en aðeins 19% að- spurðra voru að sækjast eftir þeim, 25% sótt- ust eftir lífi í sjávarbæjum og jafnmargir vildu upplifa dulmagn- ið undir jökli. Sögulegar minjar höfðu 31% vægi, umhverfisvæn ferðaþjónusta 22% og hvalaskoðun 27%. Sumir töldu það lágt hlutfall, en rétt er að benda á að könnunin fór fram á gististöðum en ekki á hvalaskoðunarbátnum. Rúmlega 90% töldu ástand nátt- úru Snæfellsbæjar vera mjög gott eða gott. Fjörutíu prósent voru tilbúin að greiða aðgangseyri að þjóðgarðinum, 34% sögðu nei við því, 26% voru óráðin, en 92% vildu láta útbúa bækling um hann. Átta- tíu prósent aðspurðra vildu hafa bæði gististað og matstað reyk- lausan og 90% aðspurðra vildu koma aftur til Snæfellsbæjar. Snæfellsbæingar geta verið ánægðir með sitt bæjarfélag því að 99% aðspurðra sögðust myndu ráðleggja öðrum að ferðast þang- að. Viðtalsheimsókn í Snæfellsbæ „Í lok ferðamannatímans fórum við Hólmfríður, sem sá í upphafi um verkefnið fyrir Iðntæknistofn- un, í viðtalsheimsókn til ferðaþjón- ustuaðila í Snæfellsbæ og ræddum þar við 33 aðila sem tengjast ferðaþjónustu í víðum skilningi,“ segir Hildur. Hún bætir við að þetta sé í fyrsta sinn sem svona könnun er gerð á Íslandi. Almenn ánægja var meðal ferða- þjónustuaðila með tilkomu þjóð- garðs og þótt fæstir hefðu velt fyr- ir sér hvort þeir myndu nýta sér nálægðina við þjóðgarðinn í aug- lýsingum höfðu nokkrir þegar gert það. Allir nefndu að ekki væri vit- að hvernig staðið yrði að rekstri þjóðgarðs og rúmlega helmingur taldi ekki raunhæft að taka gjald fyrir aðgang að honum nema eitt- hvað meira væri á boðstólum þar en er í dag. Einn þeirra sem töldu rétt að greiða fyrir aðgang að þjóðgarði sagði að slíkt mætti framkvæma með því að selja að- gangskort í þjónustumiðstöðvum á báðum stöðum þar sem gengið er inn í hann sem síðan væri notað til að opna hlið að garðinum. Allir ferðaþjónustuaðilar voru sammála um að gera þyrfti upplýsingabækl- ing um þjóðgarð og flestir töldu sanngjarnt að greitt væri fyrir hann. Áhrif ferðamanna á mannlíf og atvinnulíf Helmingur heimamanna telur að ferðamenn hafi engin áhrif á mannlíf í bæjarfélaginu en hinn helmingurinn segir ferðamenn auka víðsýni og fjölbreytni, draga úr smáborgarahætti og skapa at- vinnu og meiri umferð. Einnig hafi ferðamenn margfeldisáhrif á aðra þjónustu á svæðinu. Flestir voru ánægðir með þá afþreyingarmögu- leika sem fyrir eru í Snæfellsbæ en efst á lista um úrbætur var ósk um gönguleiðakort og merktar gönguleiðir. Fast á eftir komu ósk- ir um skipulagðar gönguferðir með leiðsögumanni, fræðsluferðir, söguferðir, hellaferðir, sögusafn, kajakaleigu og bætta aðstöðu við Lýsuhólslaug, svo eitthvað sé nefnt. Lög og reglur Þeir sem reka veitingahús telja að erfitt sé að framfylgja nýjum reykingalögum þar sem eru böll og veislur því að þegar fólk hefur fengið sér í glas lætur það ekki segja sér hvar það á að standa með sígarettuna. Flestir eru líka sammála um að fáránlegt sé að at- vinnurekstur með vínveitingaleyfi þurfi að kaupa áfengi á sama verði og almenningur. Slíkt leiði til þess að vínföng verði óhóflega dýr og fæli ferðamenn frá. Frumkvæði heimamanna í umhverfis- og ferðamálum Almennt álit er að heimamenn sýni mikið frumkvæði í umhverfis- og ferðamálum og að litið sé á það frumkvæði jákvæðum augum bæði af íbúum Snæfellsbæjar og bæj- arstjórn. Starf Snæfellsbæjar að Staðardagskrá 21 hefur opnað um- ræðuna um umhverfismál. Skól- arnir eru farnir að vinna sam- kvæmt Staðardagskrá 21 og þess er vænst að umhverfisvitund barna vaxi með aukinni fræðslu sem er nú hluti af lífsleikni og náttúrufræði. Fyrsti skólinn í bæj- arfélaginu til að tileinka sér starfs- aðferðir Staðardagskrár 21 var Lýsuhólsskóli, sem nú er einn af tólf skólum landsins sem sótt hafa um Grænflaggið sem viðurkenn- ingu á umhverfisstarfi sínu. Könnun á umhverfi og ferðaþjónustu Snæfellsbær Hildur Bæringsdóttir FYRIR skömmu voru á ferð á Húsa- vík þeir Hjörleifur Þórarinsson framkvæmdarstjóri Glaxo Smith Kline og Pétur Magnússon lyfja- fræðingur hjá fyrirtækinu. Erindi þeirra var að afhenda Heilbrigð- isstofnun Þingeyinga lungnamæli, Spiro 2000, að gjöf. Gefendur eru Loftfélagið, áhugafólk um öndun sem er samstarfsverkefni vinnu- hóps á vegum landlæknisembætt- isins, Tóbaksvarnarnefndar, Glaxo Smith Kline, sem er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki, og fleiri aðila. Ásgeir Böðvarsson læknir við Heilbrigðisstofnunina tók við gjöf- inni og þakkaði gefendum fyrir hönd stofnunarinnar. Hann upp- lýsti við þetta tækifæri að sá mælir sem fyrir er á stofnuninni væri 30 ára gamall, hann hefði Kísiliðjan hf. í Mývatnssveit gefið á sínum tíma. Síðar um daginn héldu þeir Hjör- leifur og Pétur námskeið fyrir það starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga sem kemur til með að nota þetta tæki í framtíðinni. Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Loftfélagið gaf Spiro 2000-lungnamæli Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Ásgeir Böðvarsson læknir varð fyrstur til að prófa lungnamæl- inn á Húsavík. Húsavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.