Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kjartan Jakobs-son fæddist á Tvöroyri í Færeyj- um 3. nóvember 1922. Hann andaðist á elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 16. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Alexandra og Hans Sigurd Jacob- sen. Hún var ættuð frá Tvöroyri en hann frá Klakksvík. Systkini Kjartans eru: Jóannes, Sig- rid, Friðleifur (lát- inn 2000), Frímann, Jákup, Anny og Hans, flest búsett í Færeyj- um. Eiginkona Kjartans var Ás- laug Guðlaugsdóttir, f. 25.11. 1913, d. 3.5. 1991. Hún var ættuð frá Skagaströnd í Húnavatns- sýslu. Dóttir þeirra er Bára Björg, f. 25.4. 1944. Maður henn- ar var Guðmundur Valdimars- son, f. 24.3. 1942. Dætur þeirra eru: 1) Áslaug Björt, f. 2.11. 1967. Hennar maður var Sigurð- ur E. Steinsson, f. 14.10. 1965. Þau skildu. Börn þeirra eru Auður Sif og Steinn Hermann. Sambýlismaður Ás- laugar er Kjartan B. Bragason, f. 16.8. 1963. Dætur hans eru Karítas og Sigrún. 2) Guðfinna Auður, f. 15.12. 1968. Maður hennar er Jón Finnur Hans- son, f. 30.7. 1964. Þeirra börn eru Fróði Guðmundur, Erla Mekkín og Bára Björt. Kjartan kom til Íslands árið 1940 og bjó hér alla tíð síðan að undanskildum árunum 1950– 1954 en þá bjó fjölskyldan í Fær- eyjum. Hann starfaði fyrstu árin á Álafossi í Mosfellssveit en síð- an lengi hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Síðast starfaði hann nokkur ár hjá Reykjavíkurborg. Útför Kjartans verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Lífið er ævintýri. Þetta voru lífs- sannindi afa, sem aldrei glataði þeim eiginleika að hafa tilfinningu fyrir skrýtnum og skemmtilegum hliðum lífsins og kunni að koma þeim í orð og athafnir. Annar ríkjandi eðlis- þáttur hans var einstök geðprýði, hann var alltaf jákvæður, lífsglaður og sá björtu hliðarnar á lífinu og til- verunni sama hvernig vindar blésu. Hann kom kornungur til Íslands frá Færeyjum og átti hér tæp sextíu ár ævi sinnar. Aldrei glataði hann þó tengslum við upprunann, fór reglu- lega út að heimsækja fjölskylduna og talaði móðurmálið í margar vikur eftir að heim var komið. Það duldist engum sem hlustaði á frásagnir hans af ættlandinu að Færeyjar áttu hug hans og hjarta alla tíð þrátt fyrir að hafa hlýtt rödd hjartans fyrir margt löngu og leyft ástinni að ráða för. Því sá hann heldur aldrei eftir og ljóm- inn í augum hans og öllu fasi var geislandi þegar hann ósjaldan sagði okkur söguna af því þegar hann kynntist ástinni sinni. Í hans huga og frásögn var hún alltaf fallegasta og yndislegasta stúlka sem hann hafði séð og það breyttist aldrei í áranna rás. Færeyjar hafa í huga okkar systr- anna ávallt verið sveipaðar ævin- týraljóma, enda þreyttist afi seint á því að segja okkur með tilþrifum bæði sannar og heimatilbúnar sögur frá þessum litlu eyjum þar sem allt gat gerst. Litlir bræður fóru ungir að vinna fyrir sér og öðluðust mun fyrr en nú tíðkast ákveðna hlutdeild í heimi fullorðinna með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Faðir þeirra var sjómaður og drukknaði rétt fyrir jólin 1923 þegar afi var rétt orðinn ársgamall. Oft mátti glögg- lega heyra á afa að þessi atburður hafði mótað líf hans að mörgu leyti og haft áhrif á afstöðu hans til lífsins, ekki síst til fjölskyldunnar og hversu mikilvæg hún er hverjum manni. Bræðurnir tóku fullan þátt í oft á tíð- um erfiðri lífsbaráttu fjölskyldunnar þar sem móðir þeirra sá lengst af ein um stóran barnahóp, vann langan og erfiðan vinnudag utan heimilis og byggði ein hús yfir fjölskylduna sína. Oft var þröngt í búi og systkinin fóru ekki alltaf södd að sofa. Það hefur ef- laust verið mikið þrekvirki fyrir unga ekkju á þessum árum að ná að halda saman stórri fjölskyldu, en það hafðist með mikilli vinnu, eljusemi og umfram allt ást. Afi sagði okkur margar sögur af mömmu sinni og virðingin og kærleikurinn leyndi sér ekki. Þessar tilfinningar hafa eflaust verið honum haldgott veganesti út í lífið og fjölskyldan var honum alla tíð dýrmætari en nokkuð annað. Afi kunni líka svo vel þá list að leyfa sér að njóta alls hins smáa í lífinu og varðveita barnið í sjálfum sér. Afi og amma áttu gott líf saman, þau bárust ekki mikið á eða leyfðu sér neinn þann munað sem margir telja til sjálfsagðra lífsgæða í dag. En þau áttu það sem er öllu veraldlegu æðra, þau áttu sterkt og gott sam- band við hvort annað og sína nán- ustu í bland við jákvæðni, æðruleysi og næmi fyrir því skrýtna og skemmtilega í lífinu og tilverunni. Í minningunni var alltaf gaman hjá ömmu og afa, þau hlógu mikið, sungu og dönsuðu hvenær sem færi gafst – og nutu þess. Víst er að við endur- fundi þeirra í öðrum heimi mun verða glatt á hjalla, enda margra ára einvera á enda. Margt er það sem kemur upp í hugann þegar litið er til baka. Afi hafði lengi á kollinum vænan hárlokk sem hann brilljantíngreiddi óaðfinn- anlega aftur á hnakka. Þessi lokkur varð okkur systrum uppspretta ótal leikja, hann var ýmist fléttaður, hringaður, spenntur niður á ýmsa vegu eða túperaður. Meðfram hár- greiðslunni var búið um hin ýmsu meiðsli afa hvort sem það voru hand- leggsbrot, fótbrot eða eitthvað þeim mun alvarlegra. Afi tók virkan þátt í þessum leikjum og sagði okkur iðu- lega á meðan einhverjar krassandi sögur frá bernskuárunum í Færeyj- um. Þar óðu uppi flögð og forynjur, hauskúpur fundust á víðavangi og grimmir ernir sveimuðu yfir eyjun- um og eirðu engu. Þegar leikjum og sögum var lokið var gott að fá lumm- ur hjá ömmu og skreppa svo í göngu- túr með afa um Skólavörðuholtið. Þá var byrjað á því að fara í sjoppuna og kaupa hvítar, kornóttar tyggjókúlur og lakkrísrúllur. Að því loknu var rölt upp að Leifi heppna og við tyllt- um okkur innan um rónana og annað gott fólk. Margt bar fyrir augu á þessum ferðum og afi kunni sögur af öllu og hafði einstakt lag á að gera hversdagslegustu hluti að ævintýri. Það er mikill fjársjóður að hafa átt samleið með öðlingi eins og afa og fengið að njóta kærleika og um- hyggju sem aldrei þvarr þrátt fyrir að flest annað hafi verið horfið í þoku gleymskunnar undir það síðasta. Síðustu mánuðina var honum ekki alltaf ljóst hvar á æviskeiðinu hann var staddur, hversu gamlar við vor- um, hvort við áttum fjölskyldu sjálf- ar eða hvar við bjuggum. En ástin og umhyggjan var söm við sig eins og hann átti eðli til, og fram á síðasta dag lét hann líf okkar og hamingju sig varða. Með söknuði en umfram allt kæru þakklæti og ást kveðjum við afa okkar í dag. Ekki er að efa að ýmislegt skrýtið og skemmtilegt mun á daga hans hafa drifið þegar við hittumst aftur. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin, á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgarþraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja, í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða, til helgra ljóssins byggða, far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem.) Áslaug og Guðfinna. KJARTAN F. JAKOBSSON !             1 >21? @ *0$! ' $!&$" 2* $ '#    *  "  *     %,    ,,- 6$"! '@0&- ''!#&"$ &- ''!&'!!(' 1!$&'!#&"$ 1"' $," -) .!!(' / $' /$'(/ $' / $' /$'0 4       5     6  5   "    "   6  " /           +12;22899 $! &.A    0 0           #  $  &$  3    &      %$ '0'' $!#&"$ ;"$"$70;"$"!!('  $ .$,0'' $!!(' 6$"!/$"$% $#&"$ %/$60'' $!#&"$ ;$'%&'!!(' 7 $$< 0'' $!#&"$ 1& *$ '". $!!(' '' $0'' $!!('   ../$'( '../$'0 !              70  "% $("BB        *   " #  *   +   %,   -- %  0 ! #&"$ &'"$%!!(' 1$ ' *!"'!#&"$ %$ '"$% $#&"$ 1"$ $ '"@$"%"$!!(' / $' /$'(/ $' / $' / $'0 !        726C>20899  '' $"      1       *   " $        +   %%        6$"!$ '%' #&"$ 7 $ ! ' %' #&"$0 7 " /            2 9  78            8 +     *  ") *    %,   ,,- 9                *      " " 3*"$    " )/ *   !.'#$1"' $!!(' 8$*' )$!#&"$ " #$;$'& *!#&"$ ;$'& *$&'!!(' "$ ',  '#!#&"$ 1"' $, #". $!!(' ''$ !.'#!#&"$ )$!&' !!(' 2%$1"' $!#&"$ (*$4'#!! "'"0 . /        C+2899  ;$ ! !%.    " 0  (  $           *  ": *    %,   ,,-    %'', '"!#&"$  ' $'#!'    "  6 $ 8 $1 ( $ 7"!0 !       ; 22 C9 *$)7&/$"   ! % D"'-)   *  "!  *     %1   1-- 2   *    "     * 0*66  "!    *   +&$ 1"' $!#&"$ %/$6$"! '   !  1"' $$$"$," - . !$ .$ (* !  #$0 7" /   162E2 2 9   *   %-   (  5   F ''"  "-('  ! "&'+&$% $!(' - -"G2'5 "-(' - $   !  "-(' - - $ H # "-(' 2 # !2-"   ! #&"$0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.