Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 25
á innimálningu
miðað við 10 lítra dós í ljósum lit, gljástig 10.
TILBOÐ
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Skeifunni 4, Reykjavík s: 568 7878
Snorrabraut 56, Reykjavík s: 561 6132
Stórhöfða 44, Reykjavík s: 567 4400
Austursíðu 2, Akureyri s: 464 9012
Hafnargötu 90, Keflavík s: 421 4790
Dalvegi 4, Kópavogi s: 540 9100
Bæjarlind 6, Kópavogi s: 544 4411
Harpa Sjöfn málningarverslanir
470 kr.
20-40% afsláttur
af allri innimálningu
Verð á lítra frá
Fagleg ráðgjöf og þjónusta
fyrir einstaklinga.
Hátíðarfatnaður
íslenskra karlmanna
Hátíðarfatnaður íslenskra
karlmanna hefur notið mikilla
vinsælda frá því farið var að
framleiða hann.
Færst hefur í vöxt að
íslenskir karlmenn óski að
klæðast búningnum á
tyllidögum, svo sem við
útskriftir, giftingar, á 17. júní,
við opinberar athafnir
hérlendis og erlendis og við
öll önnur hátíðleg tækifæri.
Hátíðarföt
með vesti
úr 100% ull
kr. 22.900
Stærðir 46— 64
98—110
25— 28
Herradeild Laugavegi, sími 511 1718.
Herradeild Kringlunni, sími 568 9017.
S
en
d
u
m
í
p
ó
st
k
rö
fu
Munið Visa tilboð
5.000 kr. afsláttur sé greitt
með Visa kreditkorti.
KÍNVERSK stjórnvöld vísuðu í gær
úr landi þrjátíu og fimm vestrænum
stuðningsmönnum Falun Gong-
hreyfingarinnar en fólkið var hand-
tekið á Torgi hins himneska friðar í
Peking á þriðjudag. Hafði það staðið
fyrir mótmælaaðgerðum gegn því
harðræði sem kínversk yfirvöld eru
sökuð um að sýna kínverskum fylgj-
endum Falun Gong-trúarsamtak-
anna.
Talsmenn Falun Gong sögðu í gær
að meðal mótmælenda hefðu verið
Ástralar, Kanadamenn, Frakkar,
Þjóðverjar, Ítalir, Írar, Ísraelar, Sví-
ar, Svisslendingar, Bandaríkjamenn
og Bretar. Mun einn Finni jafnframt
hafa verið í hópi mótmælendanna.
Þeir sögðu fólkið einnig hafa mátt
sæta barsmíðum.
Heimildarmenn Xinhua, hinnar
opinberu fréttastofu yfirvalda í Kína,
sögðu hins vegar að komið hefði ver-
ið vel fram við fólkið þrátt fyrir að
það hefði gerst brotlegt við kínversk
lög.
Stjórnvöld láta loka um sautján
þúsund netkaffihúsum
Þetta er í fyrsta sinn sem ein-
göngu Vesturlandabúar standa fyrir
mótmælaaðgerðum á Torgi hins
himneska friðar til stuðnings Falun
Gong en meðlimir Falun Gong hafa
ítrekað komið þar saman á undan-
förnum árum til að mótmæla fram-
komu stjórnvalda í þeirra garð.
Talsmenn Falun Gong segja að
300 stuðningsmenn samtakanna hafi
látist eftir að hafa mátt þola pynt-
ingar í gæslu kínversku lögreglunn-
ar. Þúsundir annarra afplána fang-
elsisdóma en yfirvöld líta svo á að
Falun Gong séu hættulegur sér-
trúarsöfnuður.
Samtökin hafa dregið mjög úr að-
gerðum sínum undanfarna mánuði
til að komast hjá handtökum en tals-
menn þeirra í New York sögðu að
mótmæli Vesturlandabúanna nú
hefðu verið skipulögð til að sýna að
ofsóknir kínverskra stjórnvalda væri
ekki aðeins málefni er varðaði Kín-
verja.
Sátu hinir vestrænu mótmælend-
ur með krosslagða fætur á Torgi
hins himneska friðar, sungu mót-
mælasöngva og héldu á lofti mót-
mælaspjöldum uns kínverska lög-
reglan handtók þá og flutti á brott.
Þá var greint frá því í gær að kín-
versk stjórnvöld hefðu látið loka
meira en sautján þúsund netkaffi-
húsum en þau munu ekki hafa sinnt
tilskipunum um að lokað skuli fyrir
aðgang að vefsíðum er teljast klám-
fengnar eða hafa að geyma efni er
túlkast sem niðurrifsstarfsemi. Alls
eru um 94 þúsund netkaffihús í Kína
en um 27 milljónir Kínverja eru
sagðar nota Netið reglulega og þar
af eiga um 4,5 milljónir manna allan
aðgang sinn undir netkaffihúsum.
Kínverjar vísa 35 Vest-
urlandabúum úr landi
Peking, Shanghai. AFP, AP.
KONA á tíræðisaldri, sem greind
hafði verið með banvænustu tegund
miltisbrandssýkingar, lést á sjúkra-
húsi í Connecticut í Bandaríkjunum
í gær. Mikil óvissa ríkir um hvernig
það gerðist að konan sýktist af
miltisbrandi en hún bjó í dreifbýli
suðvestur af borginni Hartford.
Konan er fimmta fórnarlamb milt-
isbrandsins vestanhafs undanfarnar
vikur.
John Rowland, ríkisstjóri Conn-
ecticut, sagði í gær að rannsókn
væri hafin á því hvar konan, sem
var 94 ára gömul, hefði verið und-
anfarnar vikur. Sagði Rowland að
ekki lægju fyrir tengsl á milli kon-
unnar og þingmanna í Washington
né heldur við fjölmiðla en mörg
miltisbrandstilfellanna vestanhafs
undanfarnar vikur hafa tengst
starfsmönnum fjölmiðla.
Áður hafði verið greint frá því að
bréf, sem sent var Patrick Leahy
öldungadeildarþingmanni, hefði
innihaldið milljarða miltisbrands-
gróa.
94 ára kona
lést úr milt-
isbrandi
Washington. AP.
CARLOS Menem, fyrrverandi for-
seti Argentínu, losnaði úr stofu-
fangelsi í gær eftir að hæstiréttur
landsins vísaði frá ákæru á hendur
fyrrverandi aðstoðarmanni hans í
tengslum við ólöglega vopnasölu.
Menem hafði verið í stofufangelsi í
húsi vinar síns í Buenos Aires í 167
daga vegna rannsóknar málsins.
Hann var sakaður um að hafa
verndað hóp manna sem grunaðir
eru um ólöglega vopnasölu til Króa-
tíu og Ekvadors á árunum 1991-95.
Leiðtogi flokks Menems sagði að
forsetinn fyrrverandi hygðist fara í
fæðingarbæ sinn, La Rioja, í dag og
lýsa þar yfir framboði í forseta-
kosningum í Argentínu árið 2003.
Menem, sem er orðinn 71 árs, er
hér ásamt eiginkonu sinni, Cecilia
Bolocco, eftir að hann losnaði úr
stofufangelsinu.
AP
Menem leystur úr haldi