Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
16 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
fiú safnar frípunktum
og getur líka unni›
utanlandfer›.
Tveir aukavinningar
dregnir út vikulega.
Nánari uppl‡singar áwww.frikort.is
fiú safnar hjá okkur...
BORGARSKIPULAG Reykjavíkur
hefur auglýst tillögu að nýju deili-
skipulagi svokallaðs Vélamiðstöðv-
arreits en hann afmarkast af Borg-
artúni, Höfðatúni, Skúlagötu og
Skúlatúni. Samkvæmt tillögunni er
heimilt að byggja eina turnbygg-
ingu, sem væri allt að 16 hæðum, á
reitnum.
Reiturinn er skilgreindur sem at-
hafnasvæði og er þar gert ráð fyrir
blandaðri atvinnustarfsemi með
skrifstofum og faglegri þjónustu.
Hönnuðir tillögunnar eru pk-
hönnun / Pálmar Kristmundsson
arkitekt og í greinargerð með tillög-
unni segir að skipta megi svæðinu í
þrjá flokka. Í fyrsta lagi sé um
randbyggð við Skúlagötu að ræða
þar sem litlar skipulagsbreytingar
séu fyrirhugaðar. Í öðru lagi séu
lóðir við Höfðatún með stakstæðum
byggingum sem gert sé ráð fyrir að
hverfi og í þriðja lagi tvær lóðir
borgarinnar, Skúlatún 1 og Höfða-
tún 2, sem megi sameina en við
Skúlatún 1 hefur til skamms tíma
verið Vélamiðstöð og Trésmiðja
Reykjavíkurborgar.
Gert er ráð fyrir að núverandi
hús á þessum lóðum hverfi og ný-
byggingar með bílageymslum neð-
anjarðar komi í staðinn.
Umferð beint niður Höfðatún
Tillagan gerir ráð fyrir að á norð-
urhluta reitsins eða norðan lóðanna
við Skúlagötu verði heimilt að
byggja 4–6 hæða hús en leyfilegt
verði að byggja eina turnbyggingu
sem yrði allt að 16 hæðum. Á suður-
hluta reitsins skulu hæðir bygginga
vera þrjár en hús geta þó verið allt
að 4 hæðum þar sem landhalli leyf-
ir. Þá væri æskilegt að byggja 1–2
hæðir ofan á húsin við Skúlagötu 59
þannig að þær byggingar verði
þrjár hæðir eins og aðliggjandi hús.
Tillagan miðast við að eitt bíla-
stæði verði á hverja 40 fermetra
húsnæðis en að auki skal gert ráð
fyrir 75 bílastæðum á norðanverð-
um reitnum fyrir starfsemi borg-
arstofnana á Skúlagötu 2 og í Borg-
artúni 3. Áætlað er að bílgeymsla
verði neðanjarðar á öllum nyrðri
reitnum en heimilt verði að gera
bílageymslur neðanjarðar á öðrum
lóðum. Þar sem landhalli gefur til-
efni til má ein hlið bílgeymslunnar
vera sýnileg.
Gert er ráð fyrir að umferð af
Suðurlandsbraut og Laugavegi of-
anverðum verði beint niður Höfða-
tún í stað þess að vera nú beint nið-
ur Laugaveg. Þá er gert ráð fyrir
hringtorgi við gatnamót Skúlagötu
og Höfðatúns og við gatnamót
Höfðatúns og Borgartúns. Loks er
lagt til að reitnum verði skipt í
tvennt með nýrri akbraut sem lægi
í austur/vestur milli Höfðatúns og
Skúlatúns.
Hægt er að skoða tillögurnar í sal
Borgarskipulags og Byggingafull-
trúa í Borgartúni 3 fram til 12. des-
ember en skriflegum athugasemd-
um og ábendingum skal skila til
Borgarskipulags fyrir 31. desem-
ber.
Nýtt deiliskipulag Vélamiðstöðvarreits í auglýsingu
16 hæða turnbygg-
ing og tvö hringtorg
Nýbyggingar séðar frá Borgartúni samkvæmt deiliskipulagstillögunni.
Tún
Tillagan gerir ráð fyrir að bílastæði verði neðanjarðar en eitt stæði er
áætlað fyrir hverja 40 fermetra húsnæðis.
Teikning/pk-hönnun
GÓÐUR, vænn og grænn eru ein-
kunnarorð nýs leikskóla sem opn-
aður var í Kópavogi í síðustu viku.
Hefur skólinn hlotið nafnið Fífusal-
ir en hann stendur við Salaveg.
Það voru þau Guðmundur Helgi
Róbertsson og Svanhildur Tekla
Katrínardóttir, nemendur í Fífusöl-
um, sem opnuðu skólann formlega
með því að klippa á borða en séra
Íris Kristjánsdóttir blessaði húsið
og starfið sem þar mun fara fram.
Húsið er á einni hæð og er grunn-
flötur þess 756 fermetrar. Sveinn
Ívarsson arkitekt hannaði bygg-
inguna. Um lóðarhönnun sá Land-
mótun ehf en lóðin er 3325 fermetr-
ar að stærð. Verktaki á húsi var
Baldur Jónsson en Garðyrkja ehf.
sá um framkvæmdir á lóðinni.
Framkvæmdir hófust í desember í
fyrra og er áætlaður heildarkostn-
aður við lóð og hús um 155 milljónir
króna.
Fífusalir tóku til starfa í þessum
mánuði en alls munu um 120 börn
dvelja í leikskólanum í 114 rýmum.
Sex deildir eru í Fífusölum, þrjár
fyrir 2ja og 3ja ára börn og þrjár
fyrir 4ra og 5 ára börn. Starfað er
eftir aðalnámskrá leikskóla en
áhersla er lögð á umhverfisvernd
og náttúrufræðslu og koma ein-
kunnarorð skólans til af því.
Kópavogur
Morgunblaðið/Þorkell
Grunnflötur byggingarinnar er 756 fermetrar og er hún á einni hæð.
Guðmundur Helgi Róbertsson og Svanhildur Tekla Kristínardóttir, sem
bæði eru á Fífusölum, voru ekki í vandræðum með að klippa á borðann.
Nýr sex deilda leikskóli vígður
SKIPULAGS- og byggingarnefnd
Reykjavíkurborgar samþykkti á
fundi sínum í gærmorgun að opna
fyrir umferð um Hafnarstræti til
austurs á nýjan leik í tilraunaskyni og
koma þannig til móts við kaupmenn
um jólin og aðra þá sem hag hafa af
opnuninni. Hafnarstræti var lokað í
mars árið 1997 við hús nr. 21 til
bráðabirgða, eins og segir í samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar frá
þeim tíma, eða þar til deiliskipulag
lægi fyrir að lokinni endurskoðun.
Sjálfstæðismenn lögðu fram tillögu
í borgarráði í júlí sl. um að opnað yrði
fyrir umferð um Hafnarstræti til
austurs á nýjan leik og var þeirri til-
lögu vísað til skipulags- og bygging-
arnefndar. Var sú tillaga, að sögn
Ingu Jónu Þórðardóttur, oddvita
sjálfstæðismanna í borgarstjórn, efn-
islega samþykkt með öllum greiddum
atkvæðum á fundi skipulagsnefndar í
gær. Er við það miðað að við opn-
unina verði sett upp umferðarskilti
sem heimili aðeins hægri beygju suð-
ur Lækjargötu og ennfremur að sett
verði upp umferðarljós móts við aust-
urenda Simsenshúss. Að sögn Ingu
Jónu má búast við að undirbúningur
að opnun götunnar taki um tvær vik-
ur.
Inga Jóna segir sjálfstæðismenn
ávallt hafa verið mótfallna lokun göt-
unnar og mótmæltu þeir henni á sín-
um tíma. Töldu þeir eins og kaup-
menn í Kvosinni að lokunin myndi
hafa slæm áhrif á verslun á svæðinu.
„Það hefur líka komið á daginn að
dregið hefur úr verslun í Kvosinni á
þessum fimm árum frá því götunni
var lokað,“ segir Inga Jóna. Hún vitn-
ar ennfremur í nýlega skýrslu Lög-
reglunnar í Reykjavík þar sem kem-
ur fram að lokunin hefur valdið
lögreglunni erfiðleikum við að sinna
eftirliti í miðbænum. Það hefur, segir
Inga Jóna, ekki verið til að bæta
ástandið í miðbænum um nætur og
helgar.
Ekki náðist í Árna Þór Sigurðsson,
formann skipulags- og byggingar-
nefndar, í gær en tillögunni um opn-
un Hafnarstrætis til austurs verður,
að sögn Ingu Jónu, vísað til borgar-
ráðs til samþykktar nk. þriðjudag.
Opnað fyrir umferð
um Hafnarstræti
Miðborg
RAUÐA KROSS deild Garðabæjar
hyggst afhenda fjölskyldum barna
í bænum sem fædd eru árunum
1986-1990 bókina „Fíkniefni og
forvarnir“ en henni er ætlað að
veita foreldrum og forráðamönn-
um barnanna lið í baráttunni gegn
fíkniefnum. Ásdís Halla Braga-
dóttir bæjarstjóri tók nýlega við
fyrsta eintaki bókarinnar, en hún
á son á umræddum aldri.
Bókin er rituð af 30 sérfræð-
ingum á ýmsum sviðum sem tengj-
ast áfengis- og fíkniefnamálum og
er það Fræðslumiðstöð í fíknivörn-
um sem gefur hana út.
Ásdís Halla segist hafa saknað
þess sem foreldri að fá ekki upp-
lýsingar í þessum efnum. „Þó að
maður telji sig hafa kynnt sér for-
varnarstarf og hvernig eigi að
bregðast við ef það kemur upp
einhver hætta þá er það öðru vísi
þegar maður er foreldri. Það
stendur manni nær, það er miklu
persónulegra og maður er sjálf-
sagt fljótari að fara í einhvers
konar afneitun fyrir því hvað er að
gerast þannig að ég held að maður
sem foreldri þurfi að hugsa um
þessa hluti með öðrum hætti.“ Ás-
dís Halla telur þörfina fyrir slíka
bók mikla. „Það er ákaflega brýnt
að foreldrar þekki ekki bara ein-
kenni neyslunnar heldur hvernig
eigi að bregðast við komi í ljós að
börnin þeirra séu komin í neyslu.
Það eru allt of mörg dæmi um það
að foreldrar loki augunum fyrir
ákveðnu hegðunarmynstri í fari
barna sem er oft fyrsta einkenni
um það að þróunin sé að fara í
hættulegri farveg,“ segir hún.
Foreldrar
fá bók um
fíkniefni og
forvarnir
Garðabær
Morgunblaðið/Þorkell
Valdimar Valdimarsson, for-
maður Rauða kross deildar
Garðabæjar, afhendir Ásdísi
Höllu Bragadóttur bæjarstjóra
fyrsta eintakið af bókinni.