Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 39
neysla áfengis og stundum ólöglegra
vímuefna, slæmur félagsskapur,
kvíði og þunglyndi, afbrot og úti-
gangur. Búferlaflutningar eru oft
hluti vandans, svo og fjárhagserfið-
leikar, veikindi innan fjölskyldu,
skilnaður foreldra, alkóhólismi og
geðrænir erfiðleikar. Til viðbótar má
nefna ofvirkni barna eða fötlun. Með
ráðgjöfinni er leitast við að styrkja
fjölskyldur í að ná tökum á vanda
sínum og veita ráðgjöf um hvert
hægt er að snúa sér í hverju tilviki.
Á síðasta ári var gerður samning-
ur við Félagsþjónustuna í Reykjavík
um að miðstöðin hafi umsjón með
fjölskylduráðgjöf sem Félagsþjón-
ustan vísar á. Hér er um nýmæli að
ræða sem felur í sér samvinnu Fé-
lagsþjónustunnar í Reykjavík, Fjöl-
skyldumiðstöðvar og sálfræðiþjón-
ustu Jóhanns Loftssonar um
starfrækslu aðgengilegrar, skjót-
virkrar og sterkrar fjölskylduráð-
gjafar fyrir Reykvíkinga. Með þessu
samstarfi stendur Reykvíkingum til
boða verulega aukin þjónusta á
þessu sviði.
Fjölskyldum býðst einnig að taka
þátt í hópstarfi eitt kvöld í viku sex
vikur í senn. Í hverjum hópi eru 8-10.
Hóparnir eru lokaðir, sem merkir að
ekki eru teknir nýir einstaklingar í
hópinn eftir að hann er farinn að
starfa.
Til þess að óska eftir viðtali þarf
að hringja í síma miðstöðvarinnar
511 1599.
Árni er umsjónarmaður og
Erla er félagsráðgjafi
Fjölskyldumiðstöðvar.
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 39
Lagersala á Fiskislóð 73
(úti á Granda), 101 Reykjavík.
Miðvikudaga kl. 14:00 til 18:00
Fimmtudaga kl. 14:00 til 18:00
Föstudaga kl. 14:00 til 18:00
Laugardaga kl. 12:00 til 16:00
Outlet
Mikið úrval af skóm á ótrúlegu verði !!!
Opnunartími:
ÉG Á ekki til orð yfir
að tónlistarkennarar
skuli þurfa að vera í
verkfalli til að fá svipuð
laun og aðrir kennarar.
Og enn ótrúlegra er að
verkfallið skuli nú vera
búið að standa í um
tvær vikur án þess að
lausn sé í sjónmáli. Í
dag fjölmenntu tónlist-
arkennarar niður í Ráð-
hús Reykjavíkur til að
minna á kjarabaráttu
sína og til að benda á
ábyrgð borgaryfirvalda
í þessari deilu. Á borg-
arráðsfundi ræddi Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri m.a. um að
tónlistarkennarar skiluðu 36
kennsluvikum og var á henni að
skilja að vinnuframlag tónlistarkenn-
ara væri minna en annarra kennara.
Þetta er rangt eins og sjá má á
heimasíðu Kennara-
sambandsins:
„Kennsluvikur tón-
listarskólakennara
verða áfram 36 frá 1.
september til 31. maí.
Grunnskólakennarar
hafa 38 kennsluvikur á
tímabilinu 20. ágúst til
10. júní.
Kennsluskylda tón-
listarskólakennara
verður 19.5 stundir á
viku í 36 vikur eða 702 á
meðan grunnskóla-
kennari kennir 16 til
18.67 klukkustundir á
viku í 38 vikur eða 608
til 709 klukkustundir á ári. (Að með-
altali 684). Kennsluskylda í fram-
haldsskólum er 576 klst á ári.“
Hvernig stendur á því að það skuli
þykja sjálfsagt að tónlistarkennarar
séu láglaunastétt? Samt ætti öllum
að vera ljóst að án tónlistarkennara
verða engir tónlistarmenn. Ekki vilj-
um við vera án tónlistar. Tónlistar-
innar sem getur tjáð hið ósegjanlega
frá sorg til gleði. Þó að tónlistarkenn-
urum þyki vænt um starfið sitt og
vilji ekkert annað gera, er óþolandi
að skynja þá vanvirðingu sem birtist í
því að ekki skuli vera búið að semja.
Ætli tónlistarkennarar endi á því að
standa við hlið sjúkraliða við að selja
hamborgara til að hafa í sig og á?
Unnur Fadila
Vilhelmsdóttir
Tónlist
Hvernig stendur á því,
spyr Unnur Fadila
Vilhelmsdóttir, að það
skuli þykja sjálfsagt að
tónlistarkennarar séu
láglaunastétt?
Höfundur er píanókennari
og píanóleikari.
Tónlistarkennar-
ar enn í verkfalli
LAUGARDAGINN
3. nóvember lagði vask-
ur hópur söngmanna
úr Skagafirði leið sína
til Reykjavíkur í þeim
tilgangi að efna til
söngskemmtunar í Há-
skólabíói. Hér er um að
ræða karlakórinn
Heimi ásamt Álfta-
gerðisbræðrum sem
auk þess að vilja gleðja
borgarbúa með söng
sínum vildu vekja at-
hygli á geisladiskum
sem þeir hafa gert.
Húsið reyndist því
miður of lítið, því að
færri áheyrendur kom-
ust að en vildu, sem sýnir að Heim-
ismenn eiga sér stóran og tryggan
aðdáendahóp.
Ekki er ætlunin með skrifum
þessum að gera neina faglega úttekt
á því sem þarna var flutt þótt und-
irritaður sé tónlistarmaður og teng-
ist karlakórum í störfum sínum enda
munu aðrir, til þess ráðnir, verða til
þess.
Hverjir eru það svo sem fremja
þennan fallega hljóm sem fyllti
hvern krók og kima í Háskólabíói á
laugardaginn? Það eru menn úr öll-
um starfsstéttum úr Skagafirði sem
hafa lagt á sig ómælda vinnu, m.a.
þurft að aka langar vegalengdir til að
geta sótt æfingar. Auðheyrt er að
menn hafa sótt æfingarnar vel, því
að árangur sem þessi fæst ekki nema
með þrotlausri vinnu. Þar er einhug-
ur manna að verki í því, að láta einsk-
is ófreistað til þess að allt megi verða
þeim til sæmdar.
Það var reyndar mjög gaman að
sjá og heyra alla þessa menn syngja
saman alla sem einn, sjá gleðina í
augunum og skynja einbeitinguna.
Engin hjálpargögn á
borð við nótur eða
textamiða var þarna að
sjá hjá kórnum, allir
höfðu löngu sleppt
slíku, og þá fyrst geta
menn farið að túlka,
horfa á stjórnandann
óbundnir af gögnum
þeim, sem brúkast við
að læra lögin.
Karlakórinn Heimir
á sér langa og merka
sögu og glæsilegan fer-
il sem borið hefur hróð-
ur hans víða, ekki bara
hérlendis heldu einnig
um annarra manna
lönd. Söngstarfsemin
hefur verið þessum mönnum sannur
gleðigjafi en sönghneigð hefur
löngum verið landlæg í Skagafirði
ásamt með ættlægum söngröddum,
einkum tenórröddum, og eru Álfta-
gerðisbræður þar um talandi dæmi.
Kórinn hefur gegnum tíðina borið
gæfu til hafa við stjórnvölinn hina
hæfustu tónlistarmenn sem leitt
hafa sönginn á metnaðarfullan hátt.
Núverandi söngstjóri hefur unnið
frábært starf með sinn agaða kór og
fært ýmis af lögunum í smekklegan
búning.
Að vera þátttakandi í söngstarfi á
borð við það sem fram fer á vegum
karlakórsins Heimis er sérstök gjöf
sem ég hygg að þeir sem reynt hafa
vildu síst vera án. Þetta starf er sí-
menntun, þroskandi, fræðandi og
umfram allt gefandi ekki bara þeim
sem þátt taka í söngnum heldur jafn-
framt áheyrendum sem njóta flutn-
ingsins.
Ekki má gleyma þeim sem heima
sitja, eiginkonum og börnum kór-
félaga, sem oftar en ekki hafa þurft
að leggja á sig alls kyns ómak til þess
að heimilisfaðirinn komist á æfingar
eða söngferðalög. Þetta er hið ósýni-
lega starf sem ekki síður er merkur
þáttur starfseminnar en allt of sjald-
an nefndur.
Það sem við fengum að heyra í Há-
skólabíói á laugardaginn sýnir fram
á það að menningin á ekki bara
heima á Reykjavíkursvæðinu.
Hafi Karlakórinn Heimir og Álfta-
gerðisbræður heila þökk fyrir frá-
bæran söng og skemmtan alla.
Heimir gekk
með hörpu sína
Kjartan
Sigurjónsson
Söngstarf
Að vera þátttakandi í
söngstarfi, segir Kjart-
an Sigurjónsson, á borð
við það sem fram fer á
vegum karlakórsins
Heimis er sérstök gjöf.
Höfundur er organisti og stjórnandi
eldri félaga Karlakórs Reykjavíkur.
KVENFÉLÖGIN í
landinu eru þau samtök
sem lengst hafa starfað
að sjálfboðastörfum og
eru 132 ár frá því að
fyrsta félagið var stofn-
að. Það var árið 1868 en
þá var Kvenfélagið Ríp
að Hegranesi í Skaga-
firði stofnað. Fyrir 71
ári ákváðu kvenfélögin
á landinu að sameina
krafta sína undir einu
merki, til að hafa áhrif
til góðs í þjóðfélaginu
og stofnuðu Kven-
félagasamband Íslands
Konur voru frum-
kvöðlar að samhjálp á
þessu sviði. Löngun þeirra til að
hjálpa lítilmagnanum, fræða, hjúkra,
byggja upp og bæta var drifkraft-
urinn í öllu þeirra sjálfboðastarfi. Í
hógværð og lítillæti unnu þær störf
sín án þess að ætlast til neins annars
en að sjá góðan árangur verka sinna.
Störf þeirra byggðust á kristnum
grunni eins og öll þeirra störf hafa
gert og munu gera um ókomna tíð.
En nútíminn tekur ekki lengur mark
á hógværð og lítillæti, hvað þá held-
ur fjölmiðlar, þeir hafa lítinn sem
engan áhuga á því sem ekki er nógu
nýtt, ógnvekjandi eða spennandi.
Kvenfélögin hafa aldrei unnið á
þeim grunni en vilja þrátt fyrir það
láta heyra í sér, vilja láta taka mark
á sér og störfum sínum sem hafa ver-
ið ómetanleg þjóðfélaginu í gegnum
áratugina á svo til öllum sviðum
þjóðfélagsins. Þær vilja láta rödd
sína heyrast og láta muna eftir sér,
ekki bara á hátíðis- og tyllidögum,
heldur líka þess utan.
Greinilegt er hversu almenningur
og ráðamenn virðast vita lítið um
störf K.Í. og félaganna innan þess.
Áberandi er einnig að störf þau, sem
ekki er hægt að leggja fjárhagslegt
mat á eins og öll sjálfboðastörf eru,
hverrar tegundar svo sem þau eru,
verða út undan, þeir sem vinna þau
einungis marktækir þegar til þeirra
þarf að leita um aðstoð eða hjálp.
Árið 2001 er ár sjálfboðaliðans
samkvæmt samþykkt S.Þ. Á ráð-
stefnu sem haldin var nýverið í því
sambandi, kom fram að í Bretlandi
er talið að sjálfboðastörf jafngildi
hvorki meira né minna
1/3 af þjóðartekjum
Bretlands Má álíta að
svipað hlutfall sé um að
ræða hér á landi og
eiga félagsmenn K.Í.
þar stóran hlut að máli.
Kvenfélagasamband
Íslands eru stærstu
kvennasamtök landsins
með 210 kvenfélög og
tvö blönduð félög innan
sinna vébanda, um
15.000 félagsmenn, allt
sjálfboðaliðar. Þær
hafa í gegnum áratug-
ina safnað gífurlegum
fjárhæðum og gefið
jafnharðan aftur til
líknar-, fræðslu- og menningarmála.
Þess má geta að á síðasta ári gáfu
félögin innan Bandalags kvenna í
Reykjavík sem eru 20 talsins milli 15
og 20 milljónir til mála á heilbrigð-
issviðinu. Þá eru ekki meðtaldar
gjafir stærstu félaganna sem eru
Hringurinn og Thorvaldsensfélagið.
En Hringurinn hefur heitið að gefa
100 milljónir til Barnaspítalans nýja
– til viðbótar þeim tugum milljóna
sem Hringurinn hefur gefið í gegn-
um árin til tækjakaupa og uppbygg-
ingar spítalans.
Trúlega er ekki til sú kirkja eða
safnaðarheimili hér á landi þar sem
konur hafa ekki að mestu leyti séð
um fjáröflun til kaupa á öllu er við-
kemur þessu hvoru tveggja auk upp-
byggingar safnaðarstarfsins. Marg-
ar björgunarsveitir hafa einnig
fengið búnað sinn og tæki að gjöf frá
kvenfélaginu á staðnum og jafnvel
heilu sjúkrabílana.
Má í raun halda því fram að þessi
félög hafi verið fyrstu félagsmála-
stofnanir landsins og komið í stað
ríkis- eða sveitarfélaga við að koma á
fót t.d. skólum, sjúkrahúsum,
kirkjum, leikvöllum o.fl. Einnig með
hjálp við hungraða og þurfandi, unga
sem aldna.
Nú er margt af þessum störfum
orðin launuð störf, sem krafist er
fagmenntunar til og er það eitt með
öðru vitnisburður um mikilvægi
þessara starfa.
Eftir sem áður halda konur innan
K.Í. uppteknum hætti við sjálfboða-
störfin
Það er þeirra eðli að láta gott af
sér leiða og koma til hjálpar. En nú-
tímakonan krefst viðurkenningar á
störfum sínum hvort sem þau eru
unnin í sjálfboðavinnu eða fyrir laun.
Ráðamenn þjóðarinnar verða að
gera sér grein fyrir hversu gífurleg-
ur auður felst í sjálfboðaliðastörfun-
um fyrir þjóðfélagið, hvort heldur
þau eru unnin af konum innan K.Í.
eða öðrum hinna fjölmörgu sjálf-
boðafélaga bæði karla og kvenna
sem þjóðin er svo rík að eiga. Þeir
verða að standa við bakið á þessum
félögum og sýna í verki að þeir virði
og meti störf þeirra.
Varla er hægt að ímynda sér
hvernig þjóðfélag það væri sem ekki
hefði á að skipa öflugri sveit sjálf-
boðaliða, sem vinna störf sín af hug-
sjón, ánægju og krafti.
Það er einmitt þessi sameiginlegi
kraftur, bjartsýni og löngun til að
láta gott af sér leiða sem oft á tíðum
hefur gert kraftaverk hvort heldur
þegar um er að ræða safnanir fyrir
einhverju góðu málefni, björgun
mannslífa eða hjálp við þurfandi.
Sjálfboðastörf – hvers
vegna – fyrir hverja?
Helga
Guðmundsdóttir
Kvenfélög
Konur í kvenfélögum
hafa í gegnum áratug-
ina, segir Helga Guð-
mundsdóttir, safnað gíf-
urlegum fjárhæðum og
gefið jafnharðan aftur
til líknar-, fræðslu- og
menningarmála.
Höfundur er forseti KÍ.