Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
!!!
!
"
"#$%&%'($)*+$,-"''%
./01+'2+3/$4"$&/$
+21$"%5+60!
"%$"$/7+$+(4"%$
)89(%:**/$
-$"8/$
$"**%$;((+&5+60+
2"%*%00
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞAÐ kvað standa skrifað í indversk-
um fræðum á einum stað, að hugur
mannsins sé eins og apaköttur, sem
sveiflar sér af einni trjágrein á aðra,
og aldrei að vita hvaða grein hann
grípur næst.
Þetta er líklega nálægt sanni, og þá
þarf heldur engan að undra, þótt okk-
ur manneskjunum geti dottið sitthvað
í hug. Það er hægt að láta sér detta
svo margt í hug, í rauninni hvað sem
er, og ein hugmyndin þarf ekki að
vera annarri verri. Nema síður sé.
Skáld Davíðssálma telur að vísu
ráðlegt, að sefa stundum sál sína,
þagga niður í henni. Sem þýðir, að
láta ekki apaköttinn alveg ráða.
Í frétt í DV, laugardaginn 20. októ-
ber, er hermt frá þeirri hugmynd að
leggja niður embætti vígslubiskupa í
Skálholti og á Hólum.
Það er róttæk hugmynd og kemur
dálítið á óvart, en kannski vel þess
virði, að um hana sé fjallað.
Það er reyndar misskilningur, sem
kemur fram í fréttinni, að vígslubisk-
upar okkar hafi ekki nóg að gera.
Starfsreglur þjóðkirkjunnar gera ráð
fyrir mörgum og miklum skyldum
þeirra, sem þó er of langt að rekja
hér. Hver og einn fyrir sig getur flett
þessu upp. Auk þess vita þeir, sem til
þekkja, að það er ótæpilega leitað til
vígslubiskupa okkar af próföstum,
héraðsnefndum, prestum, sóknar-
nefndum, starfsfólki kirkna, djákn-
um, organistum og safnaðarfólki. Og
þeir þurfa að vera heilmikið á ferðinni
starfa sinna vegna. Vígslubiskupar
okkar hafa því sannarlega ærin verk-
efni. En það gildir um þá, eins og
prestana, að nokkuð af störfum þeirra
fer oft ekkert mjög hátt. Það er þess
eðlis. Það er því erfitt að komast hjá
þeirri hugsun, að vígslubiskuparnir
hljóti í fyrsta lagi að létta umtalsvert
þær þungu byrðar, sem biskupi Ís-
lands er ætlað að bera, og í öðru lagi að
stórlega mikils væri misst, ef embætta
þeirra nyti ekki lengur við. Auk þess
sem daufara yrði þá á hinum fornu
biskupsstólum, Skálholti og Hólum.
En svo má kannski segja, að við
ættum bara að taka upp þá stefnu, að
leggja hvert annað niður. Sérstaklega
ef fýkur í okkur. Á hinum kirkjulega
vettvangi gætu organistar þannig
lagt niður kirkjukórana, prestarnir
djáknana, sóknarnefndir presta og
meðhjálpara, söfnuðir sóknarnefnd-
irnar, kirkjuþing biskupana og al-
menningur í landinu gæti lagt niður
söfnuðina. Hingað og þangað í mann-
félaginu mætti líka ef til vill, ef vel
væri leitað, finna starfsmenn, sem
sannanlega sveittust ekki við verkefni
sín myrkranna í milli árið um kring –
og leggja þá einfaldlega niður. Hver
sá, sem ekki gæti fært sönnur á, að
hann væri svo vinnuglaður, að hann
skemmti sér konunglega 16 klukku-
stundir á sólarhring ævilangt, yrði
bara lagður niður. Nákvæmlega.
Æi, jæja. Það er hægt að láta sér
detta svo margt í hug.
GUNNAR BJÖRNSSON,
prestur.
Einkennileg
hugmynd
Frá Gunnari Björnssyni:
STUNDUM þegar maður les skrif
stjórnmálamanna (einkum kven-
kyns) prísar maður sig sælan að búa
í frjálsu og opnu þjóðfélagi, þar sem
borgararnir búa við réttarreglur, en
ekki handahófskenndar tilskipanir
stjórnvalda. Mig satt best að segja
rak í rogastans, þegar ég las greinar
alþm. Ástu Möller úr Sjálfstæðis-
flokki (Mbl. 24.10.01) og Steinunnar
Valdísar Óskarsdóttur, borgarfull-
trúa af R-lista (Mbl. 25.10.01) um
svonefnda nektarstaði, en ég hef
rekið einn slíkan um nokkurt árabil.
Í stuttri blaðagrein gefst ekki ráð-
rúm til að hrekja allar þær missagnir
og fullyrðingar sem sumir stjórn-
málamenn hafa látið sér um munn
fara varðandi þessa tegund skemmt-
anahalds og afþreyingar, en ekki vil
ég sitja undir órökstuddum fullyrð-
ingum að í skjóli nektarstaða þrífist
vændi og eiturlyfjasala sbr. grein
Ástu. Kannski að Ásta gæti upplýst
mig um það í hvaða skjóli vændi og
eiturlyfjasala þreifst áður en nekt-
arstaðir komu til sögunnar, en þeir
eru eins og kunnugt er ekki mjög
gömul fyrirbæri í skemmtanahaldi
landsmanna og hlutu ágætar viðtök-
ur þegar þeir hófu starfsemi, enda
partur af næturlífi allra helstu borga
um víða veröld. Mig hefur stundum
furðað hvernig sumt fólk, sem aldrei
hefur stigið fæti inn á næturklúbb,
getur átt svefnlausar nætur yfir því
að aðrir skuli gera það og telji alveg
nauðsynlegt að setja einhverjar sér-
stakar reglur um starfsemi af þessu
tagi. Ég spyr: Hvern á að vernda og
fyrir hverjum? Gestir næturklúbba
eru fullorðnir karlmenn að jafnaði
eldri en tuttugu og fimm ára og allir
koma þeir af fúsum og frjálsum vilja
og dansmeyjarnar, sem flestar eru af
erlendu bergi brotnar, starfa við
þessa grein af fúsum og frjálsum
vilja og ferðast iðulega á milli landa
og borga í störfum sínum, líkt og iðn-
sveinar forðum. Allt tal um einhverja
nauðung og kvenfyrirlitningu í þessu
samhengi er því algerlega úr lausu
lofti gripið, þótt við heyrum hryll-
ingssögu um örlög ungra kvenna á
vændishúsum úti í hinum stóra
heimi, en hér er ólíku saman að
jafna. Þessar ungu stjórnmálakonur
verða að sýna meiri frjósemi og
andagift í málflutningi sínum og rök-
semdafærslu, enda getur sú hug-
mynd, sem þær virðast aðhyllast í
ríkum mæli, að hægt sé að gera leift-
urárás inn í reynsluheim karla með
reglugerðarfargani og femínískum
þjösnaskap og umburðarleysi, aldrei
hlotið brautargengi í lýðfrjálsu landi.
GUÐJÓN SVERRISSON,
eigandi og framkvæmdastjóri
Bóhem.
Nektarstaðir – vændi
og eiturlyfjasala
Frá Guðjóni Sverrissyni: