Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ R aufarhöfn á mánu- dagskvöldi snemma í september. For- seti Íslands er í heimsókn og af því tilefni stendur yfir fjölskyldu- samkoma í félagsheimilinu Hnit- björgum. Drengur, á að giska níu ára, vindur sér að ljósmyndara Morgunblaðsins og biður hann um að taka mynd af sér. Ljós- myndarinn neitar af einhverjum ástæðum, nennir því sennilega ekki, en segist hugsanlega gera það einhvern tíma seinna. „Við eigum ekki eftir að sjást aftur,“ segir sá stutti þá, en ljós- myndarinn reynir að sannfæra hann um að vel geti farið svo, þegar piltur verði orðinn eitthvað stærri. Dreng- urinn lítur þá hvasst upp til mannsins með myndavélina, viss í sinni sök, og segir: „Nei, þá verður þú dauður!“ Varla þarf að taka fram að mynd var umsvifalaust tekin af Raufarhafnarbúanum unga. Ekki liggur ljóst fyrir hvort piltinum fannst ljósmyndarinn þegar kominn langleiðina á graf- arbakkann. Líklega, en vonandi ekki, enda get ég staðfest að hann lítur alveg ljómandi vel út, rétt hálffimmtugur maðurinn. Ummæli drengsins leiða hug- ann að því hvenær við teljumst orðin gömul, ég og þú. Er það kannski þegar börnin komast á þá skoðun? Þau eru að minnsta kosti einlæg og segja skoðun sína hreint út. Er ef til vill hægt að lesa það út úr kennitölunni? Eða skiptir líkamlegt ástand meginmáli? Jafnvel andlegt? Við þessum spurningum er varla til einhlítt svar. „Ég á enga samleið með þessu gamla fólki,“ sagði amma konu minnar jafnan, næstum áttræð, hvött til að hitta jafnaldra sína í Félagi aldraðra, grípa þar í spil eða spjalla. Ég var óskaplega þroskaður, hélt ég, á menntaskólaárunum og við öll sem þar vorum. Drukk- um mikið brennivín, sumir ortu ljóð, aðrir skrifuðu lærðar grein- ar um hægri svínin og herinn. Svo las ég í Sunday Times um daginn að samkvæmt nýrri rann- sókn næði fólk ekki fullum þroska fyrr en hálffertugt. Hvað er að tarna? hugsaði ég með mér. Ég er sem sagt ekki nema nýverið orðinn fullþroskaður. Við vorum ung og óþroskuð á menntaskólaárunum eftir allt saman. Tel það líka eftir á að hyggja og finnst ég lítið eldri í dag þó 20 ára stúdentsafmælið sé handan við hornið. Aðeins ögn reyndari. Hvað er þroski annars? „Það að vera þroskaður eða þróaður, hafa góða andlega og líkamlega eiginleika,“ stendur í Orðabók Menningarsjóðs. Einnig þetta: „vöxtur, þróun, framför.“ Sömu- leiðis: „Dugnaður, atorka.“ Þetta kemur allt heim og sam- an. Í menntaskóla var ég ekki sérlega vel á mig kominn, hvorki andlega né líkamlega. Óx lítið, þróaðist ekkert og tók ekki framförum. Var líka latur og áorkaði litlu, a.m.k. ef eitthvað er að marka einkunnirnar. Og þegar ég hugsa til baka var það um svipað leyti og ég varð 35 ára sem ég fann hve andlegt og líkamlegt atgervi jókst. Þá tók ég líka vaxtarkipp og fannst mörgum kominn tími til. Þróað- ist gríðarlega til hugar og handa á skömmum tíma; tók einfald- lega geysilegum framförum á öllum sviðum. Þyki frá og með þessum tímamótum hamhleypa til vinnu og hef áorkað ein- hverjum ósköpum síðan. Það er svo skrýtið hve ald- urinn er afstæður. Komiði nú til pabba gamla, segi ég stundum við dætur mín- ar og þær bregðast jafnan ókvæða við: „Þú ert ekkert gam- all.“ Ég þykist skynja að kon- unni minni hlýnar þá alltaf um hjartarætur, enda aðeins ári yngri. Þeir virtust býsna aldraðir sumir íslenskukennararnir í menntaskólanum í den tid, eins og ég hef reyndar sagt ein- hverjum þeirra. Með allt þetta mikla hár og allt þetta mikla skegg. Þvílík gamalmenni! (Skyldu köflóttu skyrturnar enn vera til?) Voru reyndar yngri þá en ég er í dag, held ég örugglega – og hið merkilega er að viðkom- andi eru varla degi eldri nú en þá, í mínum augum. Í útliti, altso. Bara ögn reyndari. Það skal viðurkennt að þrátt fyrir allt hlakka ég óskaplega mikið til þess að eldast (meira). Ég man þá gleðistund þegar fyrsta gráa hárið fannst í hausn- um á mér; man það eins og gerst hafi í gær. Enda var það í gær. Og nú er ég að hugsa um að láta lita það allt grátt; hef komist að því að mun meiri virðing er borin fyrir gráhærðum körlum en öðr- um. Við þykjum miklu virðu- legri, þessir gráhærðu. Ég er þó ekki endilega viss um að pabbi sá á sama máli. Hann segir a.m.k. stundum að ekki sé eitt grátt hár í hausnum á sér. Sem er að vísu alveg rétt; þau eru miklu fleiri. Þegar vel er að gáð harm- onera ýmis falleg orð við gráa hárið; reynsla, víðsýni, þroski, virðing. Ekki satt? Menn þykja jafnvel óskapleg kyntröll. Spyrj- ið bara Sean Connery. Og þegar aldurinn færist sjá- anlega yfir verður bókstaflega allt leyfilegt; maður þarf ekki að halda aftur af sérviskunni á nokkurn hátt. Getur klæðst eins og kjáni, lagt upp á gangstétt (og safnað sektarmiðunum áhyggjulaust í hanskahólfið eins og afi gerði árum saman), jafnvel ekið löturhægt á vinstri akrein ef manni dettur í hug. Bara muna helst að setja upp hattinn. Afi átti það til að brjóta súkk- ulaðistykki í sjoppum áður en hann borgaði til að komast að raun um að það væri ekki orðið ónýtt. Barn hefði aldrei komist upp með það. Ég hef meira að segja heyrt því fleygt að gamalt fólk sé hvatt til að fá sér í staupinu á kvöldin. Aldur og þroski Þegar aldurinn færist yfir er allt leyfilegt; ekki þarf að halda aftur af sérviskunni á nokkurn hátt. Maður getur klæðst eins og kjáni, lagt upp á gangstétt, jafnvel ekið löturhægt á vinstri akrein. VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is NÚ VITA flestir að krafa tónlistarskóla- kennara felst í því að við viljum að launakjör okkar verði leiðrétt til samræmis við laun annarra kennara. Viðsemjendur eru að bjóða nýútskrifuð- um tónlistarkennur- um 147.524 kr. eða lægri laun en ég fékk sem nýútskrifaður tónlistarkennari í Bretlandi fyrir 10 ár- um. En Bretland er fimm sætum neðar en Ísland á lista Samein- uðu þjóðanna yfir þróun lífsgæða (The United Nations Human Development Index) sem er alþjóð- lega viðurkenndur mælikvarði á framvindu þjóðanna m.a. út frá að- gengi að menntun og meðaltekjum í löndunum. Ekki bjóst ég við að fara aftur á bak í launum með því að flytja hingað! Byrjunarlaun framhaldsskóla- kennara (við höfum lengst af haldist í hendur hvað laun varðar) eru nú 175.420 kr., sem sagt 20% tónlistar- skólakennurum í óhag. Kennslu- skylda á bak við þessi laun eru 576 klst. á ári hjá þeim, en 702 klst. hjá okkur, aftur um 20% munur tónlist- arskólakennurum í óhag. Einhver mundi segja að 20% lægri laun fyrir 20% meiri kennsluskylda þýddi 40% lægri laun! Sú röksemdarfærsla sem heyrst hefur frá launanefnd sveitarfélaga að ekki sé hægt að bjóða tónlistarkenn- urum sömu laun og öðrum kennurum þar sem störf þeirra séu ekki sam- bærileg er rétt að nokkru leyti. Í fyrsta lagi kennum við oft einum nemanda í einu. Í einkakennslustund myndast yfirleitt náið samband sem gerir nemandanum kleift að tjá sig um og jafnvel vinna úr persónulegum vandamálum sem hafa áhrif á líðan hans og frammistöðuna við hljóð- færaleikinn. Nemendur fá óskipta at- hygli kennarans sem þeir hafa oft mikla þörf fyrir og þeir ungu fá m.a. að þroskast í samskiptum við hina fullorðnu. Við hlustum því ekki að- eins eftir röngum nótum. Hverja kennslustund þarf að sníða að þörf- um einstaklingsins sem gerir kröfur til mikils sveigjanleika og fjöl- breytni. Það gefur nem- andanum líka meiri möguleika til árangurs langt umfram það sem mögulegt væri í hóp- kennslu. Í öðru lagi ein- skorðast kennsla okkar ekki við ákveðinn aldurs- hóp. Á einum og sama deginum gætum við vel þurft að kenna fimm ára barni og allt upp í ellilíf- eyrisþega. Við þurfum því að sjá fyrir, skilja og bregðast við sérþörfum mismunandi aldurshópa og ólíkra kynslóða. Í þriðja lagi spannar sú vinna sem við leysum af hendi á venjulegum vinnudegi allt frá alger- um byrjenda, sem þekkir varla mun- inn á hægri og vinstri til mjög langt kominna nemenda; t.d. áttundastigs- nemenda sem eru að læra tónlist á háskólastigi. Í stuttu máli mætti segja að tónlistarkennari þyrfti að hafa sambærilega kennsluhæfileika og leikskóla-, grunnskóla-, fram- halds- og háskólakennarar varðandi þekkingu á því efni sem við kennum, kennsluaðferðum og kennslufræði. Einnig kenna flest okkar meira en eitt fag. Til dæmis á fleiri en eitt hljóðfæri auk bekkjarkennslu í t.d. tónfræði eða tónlistarsögu etc. Stjórna hljómsveitum, kórum og ann- ars konar hópum (33% minnar vinnu við Tónlistarskóla Seyðisfjarðar felst í kennslu hópa með 5–40 nemendur). Að þessu leyti mætti halda því fram að kröfurnar sem starfið gerir til okk- ar séu fjölbreyttari og meiri. Samt tökumst við stöðugt á við sömu verkefnin og aðrir kennarar. Uppeldis- og menntunarfræðileg málefni eins og einelti, fordómar vegna kyns, trúar eða uppruna og misnotkunar hvers konar, agamál, markmiðssetningu og sérþarfir nem- enda. Við tökum þátt í þverfaglegum samstarfsverkefnum, skipuleggjum skólaferðir, höldum foreldradaga/ fundi, kennarafundi, prófum nem- endur og förum yfir heimaverkefni. Fyrir mér virðist eini raunverulegi munurinn á okkur og öðrum kenn- urum felast í nítjándu aldar viðhorf- um þeirra illa upplýstu einstaklinga sem enn trúa því að fagið tónlist þar sem hljóðfæraleikur er kjarni sé ekk- ert meira en skraut. Framtíð tónlist- arlífs á Íslandi er að veði. Ef þeir sem við höfum valið til að stjórna sveit- arfélögum okkar gera sér grein fyrir mikilvægi þróunar menningar í land- inu eins og þeim er jú tamt að halda á lofti á hátíðarstundu, ættu þeir að standa með okkur og láta peningana tala og sanngirnina ráða án nokkurra undanbragða. Það viðhorf sem felst í því að flokka eigi það sem kennt er og að eitt fag hafi meiri menntunarlegt gildi en annað verður að víkja. Allar námsgreinar hafi sitt hlutverk og að læra og hvernig við lærum er ekki síðar mikilvægt en hvað við lærum. En í þróuðu samfélagi verðum við að sjá fyrir þörfum okkar allra og gera einstaklingunum kleift að velja það tjáningarform sem þeim hentar. Sem nemandi hentaði tónlistinn mér best og voru tónlistarkennarar þeir sem höfðu mest áhrif á mig. Kannski hefði ég átt að taka frekari mark á stærð- fræðikennaranum mínum. Einu sinni sagði hann mér: „Ef þú ætlar að verða tónlistarmaður þá þarft þú að standast stærðfræðiprófin þín.“ Hefði ég tileinkað mér betri tök á reiknilistinni hefði ég kannski getað reiknað út fyrr að „launadæmið“ mitt gengur bara alls ekki upp! Maria Gaskell Kjarabarátta Hefði ég tileinkað mér betri tök á reikni- listinni, segir Maria Gaskell, hefði ég kannski getað reiknað út fyrr að ,,launadæmið“ mitt gengur bara alls ekki upp! Höfundur er tónlistarkennari á Seyðisfirði og fulltrúi I.S.M.E. (Alþjóðasamtaka fyrir tónlistar- menntun) á Íslandi. Tónlistarskólakennar- ar eru kennarar líka ALLAR fjölskyldur þurfa að takast á við breytingar og margar fjölskyldur standa ein- hvern tímann frammi fyrir erfiðum viðfangs- efnum eða vanda sem reynir mikið á þolrifin og erfitt virðist að finna lausn á. Flestar fjöl- skyldur reyna í lengstu lög að finna lausnir á eigin spýtur, sem stundum tekst en oft ekki. Stundum er ástæðan einfaldlega sú sem kemur fram í því ágæta máltæki: Betur sjá augu en auga. Með öðrum orðum; það getur verið gagn- legt að leita ráða hjá öðrum, ekki síst þeim sem geta litið hlutlaust á málin og hafa til að bera þekkingu og reynslu af því að skilgreina slík við- fangsefni og afmarka þá þætti sem hægt er að byggja lausnir á. Þetta á ekki síst við í málefnum barna og unglinga. Velferð barna og unglinga getur oltið á því að tafarlaust sé brugðist við ef vandi steðjar að þeim. Þess vegna er mikilvægt að foreldrar, kennarar og aðrir sem börnin verða að geta reitt sig á, bregðist fljótt við ýmsum vísbendingum um vanda þeirra. Tíminn sem vinnst við að koma börnunum sem fyrst til aðstoð- ar er dýrmætur og getur oft ráðið úrslitum um það hvernig tekst að hjálpa þeim og hve árangursrík sú hjálp er. Fjölskyldumiðstöð hefur verið starfrækt í Reykjavík frá árinu 1997 og hefur aðsetur í Heilsuverndar- stöðinni við Barónsstíg. Að henni standa Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands, Félagsþjónustan í Reykjavík, félagsmálaráðuneytið og heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið. Auk þess styrkir Forvarna- sjóður starfsemi miðstöðvarinnar. Þjónusta Fjölskyldumiðstöðvar er einkum ætluð fjölskyldum sem eiga lögheimili í Reykjavík og er þeim að kostnaðarlausu. Markmiðið með starfrækslu Fjöl- skyldumiðstöðvarinnar er að aðstoða og styðja fjölskyldur sem eiga í ýms- um vanda. Meðal þess vanda sem fjölskyldur leita með til Fjölskyldu- miðstöðvar eru: Hegðunarvandi, erf- iðleikar í skóla, missætti í fjölskyldu, Árni Einarsson Velferð Markmiðið með starf- rækslu Fjölskyldu- miðstöðvarinnar, segja Árni Einarsson og Erla J. Þórðardóttir, er að aðstoða og styðja fjöl- skyldur sem eiga í ýms- um vanda. Erla J. Þórðardóttir Fjölskyldumiðstöðin við Barónsstíg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.