Morgunblaðið - 22.11.2001, Side 6

Morgunblaðið - 22.11.2001, Side 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að þrátt fyrir samdrátt í efna- hagslífinu megi ekki gleyma því að allar efnahagsforsendur séu í lagi. Davíð segist hafa trú á að gengi krón- unnar muni fara hækkandi. Mikil framlegð í sjávarútvegi og öðrum út- flutningsgreinum muni fyrr eða síðar skila sér í hækkandi gengi. Á fundi forystumanna Alþýðusam- bands Íslands á þriðjudag voru stjórnvöld gagnrýnd fyrir aðgerðar- leysi í verðlagsmálum. Grétar Þor- steinsson, forseti ASÍ, sagði að verð- bólguforsendur kjarasamninga væru brostnar og ekkert nema uppsögn samninga blasti við. Hann gagnrýndi einnig ríkisstjórnina fyrir skort á samráði við verkalýðshreyfinguna. Kaupmáttur hefur ekki rýrnað Davíð sagði að stjórnvöld hefðu átt fundi með verkalýðsforystunni um þessi mál. „Síðast þegar við áttum fund saman var höfuðáhersla lögð á lækkun vaxta. Vextir hafa verið lækk- aðir síðan um 0,8%. Þótt margir hafi reyndar getað hugsað sér að vextir lækkuðu meira er þetta samt jákvætt skref. Það er ljóst að vaxtabreytingar á næstunni ráðast mest af því hvort það verða stillur og kyrrð í efnahags- málum. Verðbólga á síðustu 12 mán- uðum er rúm 8%, en ef litið er til skemmri tíma er hún 5–6% og stefnir í að hjaðna meira á næsta ári. Það má gera ráð fyrir að eftir eitt og hálft ár til tvö ár verði verðbólga komin að þeim mörkum sem menn hafa sett sér sem er 2–3%. Það er mjög þýðingarmikið að sá ferill ruglist ekki og ég hef fulla trú á því að hann haldi. Ég er því bjartsýnn á að menn muni sjá hag sínum best borgið með því að feta ekki hina gömlu slóð sem menn fóru áður. Það verða hins vegar verkalýðsfélögin sjálf að ákveða.“ Davíð sagði að þegar menn væru að tala um hugsanlega uppsögn kjara- samninga mætti draga þá ályktun að kaupmáttur væri að rýrna, en enn sem komið væri stæðu menn ekki frammi fyrir þeirri staðreynd. „Kaup- máttur en ennþá sá hæsti sem menn hafa nokkru sinni þekkt í sögunni. At- vinnuleysi er með því minnsta sem menn hafa haft. Það hlýtur að vera mikils virði fyrir verkalýðshreyf- inguna,“ sagði Davíð. Framlegð í sjávarútvegi er að aukast gríðarlega Davíð sagði að það hefði komið fram hjá forystu verkalýðshreyfing- arinnar að hún hefði miklar áhyggjur af gengissigi krónunnar og afleiðing- um þess á verðlag. „Vandamálið er það að gengið hef- ur sigið meira en nokkur telur vera frambærilegar skýringar á, a.m.k. á efnahagurinn ekki að leiða til þess. Það er alveg ljóst að framlegð í sjáv- arútvegi og í útflutningsatvinnugrein- um er að aukast gríðarlega. Fyrr eða síðar mun það skila sér í mjög hækk- andi gengi. Það gæti meira að segja þurft að gæta þess að gengið hækkaði ekki of ört. Það er ekki vafi í mínum huga að þó að þessi óróleiki sé núna og hinn svo- kallaði markaður sé svona undarlega stemmdur núna, kannski vegna inn- kaupa sem tengjast jól- unum, muni gengið hækka þegar frá líður.“ Fyrr í haust þegar gengi krónunnar féll sem hraðast og dollar- inn var kominn rétt upp fyrir 100 krónur sagði Davíð að engar efna- hagslegar forsendur væri fyrir þessu gengi. Davíð var spurður hvort þetta hefði ekki verið rangt mat í ljósi þess að gengið hefði haldið áfram að falla og doll- arinn stæði núna í 109 krónum. „Ég hygg að það sem var sagt þá hafi verið rétt. Um það var enginn ágreiningur milli þeirra stofnana sem um þessi mál véla. Það tekur hins vegar tíma fyrir menn að átta sig á að gengisbreyting- arnar og hátt raunverð á okkar helstu afurðum skila miklu inn nú þegar í efnahagslífið. Að vísu er það svo að helstu erfiðleikarnir hér hafa verið þeir að út- lánakerfið þandist allt of hratt út og menn not- færðu sér hið nýfengna frelsi af dálítið óhóflegri gleði. Nú eru menn að forðast lántökur og reyna að borga niður eldri lántökur. Fyrir- tækin eru að reyna að nota innkominn gjald- eyri til að borga niður skuldir vegna þess að bankarnir geta ekki fjármagnað þær lengur með venjulegum hætti með lántökum. Þetta er allt saman í raun jákvætt, en það þýð- ir hins vegar að þessir peningar skila sér ekki inn á þessu augnabliki til að hækka gengið eins og þegar frá líð- ur.“ Ekki gripið til efnahagsaðgerða Ýmsir hafa orðið til að benda á að þörf sé á meira aðhaldi í rekstri rík- isins. Davíð var spurður hvort hann tæki undir að þörf væri á meira að- haldi í fjárlögum. „Menn hafa beðið um það og knúið á um það að dregið sé úr þenslu. Það er verið að gera það, en það þýðir aft- ur á móti að tekjur ríkisins minnka. Menn verða auðvitað að átta sig á að þeir geta ekki sett ólíkar óskir í sömu körfuna og fengið þær allar uppfyllt- ar. Ég tel að þrátt fyrir samdrátt geti menn skilað ríkissjóði með viðunandi afgangi. Það er alveg nýtt í okkar efnahagsumhverfi að slíkt sé hægt. Ástæðan er ekki síst vegna þeirrar fyrirhyggju sem stjórnvöld hafa sýnt á síðustu árum í að greiða niður skuldir. Vaxtabyrði hefur lækkað mikið þó að menn þurfi að veita aukna fjármuni til að borga vexti vegna þess að gengið hefur lækkað. Vaxtastabb- inn hefur hins vegar lækkað gríðar- lega og kostnaðurinn að sama skapi. Ríkið hefur því búið sig vel undir allar sveiflur af þessu tagi. Efnahagsforsendurnar eru allar í lagi og menn þurfa að átta sig á því og skilja það. Kaupmáttur hefur verið að aukast, atvinnuleysi hefur minnkað og staða útflutningsgreina fer mjög ört batnandi. Afkoma og umhverfi út- flutningsgreinanna er afar gott um þessar mundir. Ef þetta heldur þann- ig áfram efast ég ekkert um að gengið styrkist.“ Verkalýðsforystan hefur talað um aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Davíð var spurður hvort það væri von á einhverjum sér- stökum aðgerðum í efnahagsmálum. „Það er ekki fyrirhugað að hlaupa eftir einhverjum gamaldags aðgerð- um eða reddingum eins og tíðkuðust í gamla daga. Ég hygg að Alþýðusam- bandið sé ekki heldur að biðja um það. Við munum eiga góða fundi með for- ystu þess í framhaldinu. Þeir eru að ræða málin við sína félagsmenn og hafa allar forsendur til þess að meta það best að kaupmáttur hefur ekki rýrnað í landinu.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að allar efnahagsforsendur séu í lagi Aukin framlegð í sjávarútvegi skilar sér í hærra gengi Davíð Oddsson Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að aukin framlegð í útflutn- ingsatvinnugreinum muni fyrr eða síðar skila sér í hækkandi gengi krónunnar. Hann segir í samtali við Egil Ólafsson að kaupmáttur hafi enn ekki rýrnað þrátt fyrir meiri verðbólgu en búist var við. egol@mbl.is HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, segist geta tekið undir með forystu ASÍ um að forsendur í efna- hagsmálum hafi breyst frá því að kjarasamningar voru gerðir á al- mennum vinnumarkaði. Hann segir lausnina hins vegar ekki fólgna í því að segja upp launalið kjarasamning- anna og mikilvægt sé að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins eigi með sér gott samráð í öllum aðgerðum. Upp- sögn kjarasamninga og deilur á vinnumarkaði geti ekki orðið til ann- ars en að draga máttinn úr efnahagslífinu og skapa hættu á óstöðug- leika. „Það er vissulega óvissa fyrir hendi í efna- hagsmálunum. Sam- dráttur er mikill í hag- kerfinu og það er allt útlit fyrir að hagvöxtur verði enginn á næsta ári. Það er ljóst að hryðjuverkin í Bandaríkjunum hafa haft mjög alvar- legar afleiðingar á efnahagskerfið í heiminum og forsendur hafa breyst. Í forsendum kjarasamninga var gert ráð fyrir áframhaldandi hagvexti. Því miður hefur ekki enn tekist að taka endanlegar ákvarðanir um fram- kvæmdir í virkjana- og stóriðjumál- um, sem koma til með að breyta mjög miklu um forsendur efnahagslífsins á næstu árum. Ég hef trú á að það tak- ist og þess vegna eigi þessi mynd eftir að breytast,“ segir Halldór. Utanríkisráðherra segist ekki vera sam- mála þeirri skoðun mið- stjórnar ASÍ að fyrir- hugaðar aðgerðir stjórnvalda í skattamál- um hafi neikvæð áhrif á efnahagslífið. Það hafi þegar komið í ljós að fyrirtæki, sem annars hefðu jafnvel flutt starf- semi sína í burtu, hafi hugsað sig um og tekið aðrar ákvarðanir. „Mér er kunnugt um fyrirtæki sem hafa áform um að fylgja í kjölfarið þannig að ég er sannfærður um að þessar aðgerðir verða til að auka tekjur þjóðarbúsins og styrkja hag- kerfið, en ekki til að draga úr því máttinn.“ Ríkisvaldið þarf að sýna aðgát Halldór segist hins vegar vera sam- mála miðstjórn ASÍ um að nauðsyn- legt sé fyrir aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldið að ræða saman við þessar aðstæður. Forsendur kjara- samninga hafi breyst og verðbólga sé of mikil. „Það er alveg ljóst að uppsögn kjarasamninga og deilur á vinnu- markaði geta ekki orðið til annars en að draga máttinn úr efnahagslífinu og skapa hættu á óstöðugleika. Við þess- ar aðstæður verða menn að sýna sam- stöðu. Ríkisvaldið verður að sýna fulla aðgát og halda útgjöldum innan marka. Við verðum jafnframt að verja velferðarkerfið, sem er hagsmunamál launþega og alls almennings, og við þurfum að standa við ákvarðanir um sölu ríkisfyrirtækja sem markaður- inn hefur gengið út frá,“ segir Hall- dór. Aðspurður segist Halldór ekki geta tekið undir þá gagnrýni ASÍ á stjórn- völd að þau hafi verið aðgerðalaus í verðlagsmálum. Hann minnir á að frjáls samkeppni sé í landinu og kom- ið hafi verið á verðlagseftirliti til sam- ræmis við samkeppnislönd Íslands. „Ég tel hins vegar sjálfsagt að styðja betur við bakið á launþega- hreyfingunni og Neytendasamtökun- um til að fylgjast betur með verðlagi og veita þar meira aðhald. Full þörf er á því. Mér finnst eðlilegt að ríkisvald- ið og aðilar vinnumarkaðarins ræði um þetta. Við viljum mikið á okkur leggja til að viðhalda þeirri þjóðarsátt sem hér hefur verið. Ég efast ekkert um vilja aðila vinnumarkaðarins til þess. Við þurfum að leita sameigin- legra leiða og skiptast á skoðunum. Við gerum það ekki best í gegnum fjölmiðla heldur með því að eiga sam- töl okkar á milli,“ segir Halldór Ás- grímsson. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um gagnrýni ASÍ á stöðu efnahagsmála Lausnin er ekki fólgin í uppsögn kjarasamninga Halldór Ásgrímsson Halldór Ásgrímsson telur í samtali við Björn Jóhann Björnsson að uppsögn kjara- samninga dragi máttinn úr efnahagslífinu. bjb@mbl.is ÖKUMAÐUR slapp lítið meiddur eftir að hafa misst stjórn á bifreið sinni á Borg- arfjarðarbraut skammt frá bænum Hesti í Borgarfirði í gær með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum og valt á hliðina. Að sögn lögreglunnar í Borg- arnesi er talið að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni vegna hálku. Bíllinn skemmdist töluvert og þurfti að draga hann í burtu. Fór út af vegna hálku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.