Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 24
ERLENT
24 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MIKILL ótti ríkir meðal íbúa borg-
arinnar Kunduz, síðasta vígis tali-
bana í norðurhluta Afganistans,
vegna umsáturs hermanna Norður-
bandalagsins. Íbúarnir óttast ekki
aðeins sprengjuárásir bandarískra
herflugvéla og yfirvofandi árás
Norðurbandalagsins heldur einnig
hugsanlegar hefndaraðgerðir þús-
unda erlendra sjálfboðaliða sem
hafa barist með talibönum.
Erlendu hermennirnir hafast við
í íbúðum, skólum, moskum og skrif-
stofubyggingum og segjast ætla að
berjast til síðasta blóðdropa.
Íbúar Kunduz óttast miklar
blóðsúthellingar ráðist Norður-
bandalagið á borgina. Þeir eru einn-
ig sannfærðir um að erlendu her-
mennirnir ráðist inn í hús þeirra og
taki íbúana í gíslingu í örvænting-
arfullri tilraun til að komast hjá því
að verða teknir til fanga eða jafnvel
af lífi. Nokkrir herforingja banda-
lagsins hafa hótað að drepa erlendu
hermennina en segjast ætla að
þyrma afgönskum liðsmönnum tal-
ibana.
Íbúunum stafar einnig hætta af
sprengjum og flugskeytum frá
bandarískum herflugvélum sem
gert hafa árásir á borgina síðustu
daga. Að minnsta kosti tvö flug-
skeyti hafa misst marks og lent á
íbúðarhúsum í Kunduz, að sögn
flóttafólks frá borginni. Þrjú börn,
sem voru að leik fyrir utan annað
húsanna, biðu bana og nokkrir íbú-
ar hins hússins særðust.
Bandaríska varnarmálaráðuneyt-
ið kveðst vera tilbúið að gera hlé á
loftárásunum óski Norðurbandalag-
ið eftir því.
Íbúar Kunduz voru um 100.000
áður en Norðurbandalagið hóf sókn
sína eftir hryðjuverkin í Bandaríkj-
unum 11. september og að sögn
breska útvarpsins BBC eru um
30.000 þeirra enn í borginni.
Rumsfeld hafnar tilslökun
Norðurbandalagið hefur hvatt
talibana til að gefast upp en yf-
irmaður umsátursliðsins, Khan
Daoud hershöfðingi, kvaðst ekki
vera bjartsýnn á að erlendu her-
mennirnir legðu niður vopn. Hann
sagði að bandalagið myndi fresta
því að ráðast inn í borgina þar til í
lok vikunnar og hugsanlega lengur
til að gefa talibönum færi á að gef-
ast upp og koma í veg fyrir blóðs-
úthellingar.
Donald Rumsfeld, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, hefur
hafnað því að fallið verði frá kröf-
unni um að hermennirnir gefist
upp. Hann segir að ekki komi til
greina að hleypa erlendu hermönn-
unum frá Kunduz og leyfa þeim að
fara til annars lands þar sem þeir
gætu haldið áfram hryðjuverka-
starfsemi al-Queda, samtaka Osama
bin Ladens.
Leiði umsátrið til mikilla blóðs-
úthellinga kann það að verða til
þess að viðræðurnar sem ráðgerðar
eru um myndun þjóðstjórnar í Afg-
anistan fari út um þúfur, en þær
eiga að hefjast í Berlín í næstu
viku.
Um 1.000 al-Qaeda-liðar
meðal hermannanna
Talibanar hafa haft bæði tögl og
hagldir í Kunduz frá árinu 1996,
ólíkt öðrum borgum í norðurhluta
Afganistans þar sem þeir hafa aldr-
ei verið traustir í sessi. Hersveitir
talibana í Kunduz voru aðeins skip-
aðar Afgönum þar til í fyrra þegar
erlendir sjálfboðaliðar voru sendir
þangað til að endurheimta bæinn
Taloqan. Kunduz var þá gerð að
höfuðstöðvum talibana á svæðinu og
erlendu hermönnunum fjölgaði þar
þegar talibanar hörfuðu frá borgum
í norðurhluta landsins fyrir viku.
Talsmaður Bandaríkjastjórnar í
Pakistan segir að um 12.000 af-
ganskir talibanahermenn séu enn í
Kunduz og um 3.000 erlendir sjálf-
boðaliðar. Fréttastofan AFP segir
hins vegar að hermennirnir séu allt
að 30.000.
Norðurbandalagið segir að rúm-
lega 10.000 erlendir hermenn séu í
Kunduz og þeir séu meðal annars
frá Pakistan, Úsbekistan, arabaríkj-
um, Tsjetsjníu, Kína og Búrma. Um
1.000 þeirra séu í al-Qaeda.
Hermennirnir eru dreifðir út um
alla borgina og búa í moskum, skól-
um sem talibanar lokuðu, og skrif-
stofubyggingum sem hýstu áður
hjálparstofnanir. Þeir hafa einnig
lagt undir sig íbúðir borgarbúa sem
hafa flúið.
„Bráðum verða aðeins
útlendir hermenn eftir“
Flóttafólk frá Kunduz segir að
mikil hræðsla hafi gripið um sig
meðal afganskra liðsmanna talibana
sem reyni að selja byssur sínar til
að geta greitt bílstjórum fyrir að
aka þeim út úr borginni. Margir
hermannanna hafa rakað af sér
skeggið og klæðst gömlum fötum til
að líta út fyrir að vera venjulegir
flóttamenn í von um að geta laum-
ast út úr borginni.
„Bráðum verða aðeins útlendir
hermenn eftir í borginni,“ sagði
einn flóttamannanna.
Hermt er að á síðustu dögum hafi
erlendu hermennirnir drepið tugi
afganskra liðsmanna talibana sem
voru grunaðir um að ætla að flýja.
Norðurbandalagið telur að um 5.000
afganskir hermenn hafi flúið frá
borginni frá því að umsátrið hófst.
Íbúar Kunduz óttast
miklar blóðsúthellingar
!" #
$
% &'#! (
#)#% % ** +
+% ,! !!
-./'
! $
'01'
'
"#!#$%&
"2
! '!#$
'01'
'
(&&
Taloqan. The Washington Post, AFP.
Reuters
Hermenn Norðurbandalagsins á skriðdrekum sem þeir náðu af talibönum í nýlegum bardögum nærri sýslu-
mörkum Kunduz en Kunduz er eina borgin í Norður-Afganistan sem enn er undir yfirráðum talibana.
BANDARÍKIN og fleiri auðug ríki
hafa hafist handa við að undirbúa
áætlun um enduruppbyggingu Afg-
anistans eftir fall talibanastjórnar-
innar.
Embættismenn frá 21 ríki og
Evrópusambandinu komu saman í
Washington í fyrradag til að ræða
áætlunina. Þeir lögðu áherslu á að
hún þyrfti að bera skjótan árangur
en sögðu að það myndi taka mörg
ár og kosta mikla peninga að
byggja landið upp að nýju eftir
meira en tveggja áratuga stríð,
þurrka og pólitískar ættflokkaerj-
ur.
„Okkur ber mikil skylda til, ekki
aðeins Bandaríkjunum heldur öllu
alþjóðasamfélaginu, að skilja ekki
afgönsku þjóðina eftir bjargarlausa
og ganga ekki í burtu eins og gert
var um árið,“ sagði Colin Powell,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
á ráðstefnunni í Washington.
Powell skírskotaði til ársins 1989
þegar Sovétmenn kölluðu hermenn
sína frá Afganistan og Bandaríkin
og fleiri ríki létu hjá líða að veita
Afgönum aðstoð. Powell og fleiri
embættismenn á ráðstefnunni hétu
því að sagan myndi ekki endurtaka
sig.
Árangur næst ekki
án þjóðstjórnar
Þeir lögðu hins vegar áherslu á
að áætlunin um enduruppbygging-
una gæti ekki borið árangur nema
leiðtogar hinna ýmsu þjóðarbrota
og fylkinga í Afganistan næðu sam-
komulagi um að mynda þjóðstjórn.
Ráðgert er að leiðtogar fylking-
anna hefji viðræður um stjórnar-
myndun á vegum Sameinuðu þjóð-
anna í Berlín í næstu viku.
Alan Larson, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði að
ríkin sem tóku þátt í ráðstefnunni
vonuðust til þess að geta hafið end-
uruppbyggingu mikilvægra mann-
virkja í borgum og ræktaðs lands í
sveitunum samkvæmt áætlun sem
ætti að bera sýnilegan árangur á
ári hverju.
Bandarískir og japanskir emb-
ættismenn sögðu líklegt að í fyrstu
yrði lögð áhersla á að byggja upp
landbúnaðinn, skóla, vegi og raf-
magns- og vatnsveitur. Ráðgert er
meðal annars að senda kennara,
aðallega konur, til Afganistans.
Embættismennirnir sögðu að of
snemmt væri að meta kostnaðinn.
Mark Mallach Brown, yfirmaður
Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóð-
anna (UNDP), sagði þó að áætl-
unin myndi kosta 6,5 milljarða
dala, andvirði 700 milljarða króna,
fyrstu fimm árin.
Nefnd, skipuð embættismönnum
frá Bandaríkjunum, Japan, Sádi-
Arabíu og Evrópusambandinu, á að
skipuleggja enduruppbygginguna
og afla áætluninni stuðnings.
Heita því að
sagan endur-
taki sig ekki
Áætlun um aðstoð við
Afgana undirbúin
Washington. Newsday.
AP
Afganar sem flúið höfðu yfirráð talibanastjórnarinnar fara yfir ána Kokcha við Dash-I-Qala í gær á leiðinni til
svæða í Suður-Afganistan sem Norðurbandalagið hefur nú náð á sitt vald.