Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SIF Einarsdóttir varði doktors-
ritgerð sína í ráðgefandi sálfræði við
Háskólann í Illinois Champaign-
Urbana hinn 14. maí síðastliðinn.
Ritgerðin ber
heitið „Struct-
ural Equivalence
of Vocational
Interests Across
Culture and
Gender: Differ-
ential Item
Functioning in
The Strong Int-
erest Invent-
ory“. Leiðbein-
andi hennar var
dr. James Rounds. Rannsóknin var
styrkt af Consulting Psychologist
Press og rannsóknarsjóði KHÍ.
Í fréttatilkynningu segir: Ritgerð-
in fjallar um rannsókn sem gerð var
á þvermenningarlegu gildi Áhuga-
könnunar Strong sem mikið er notuð
við náms- og starfsráðgjöf hérlendis.
Kannað var hvort helstu kvarða
prófsins megi túlka á sama hátt hér-
lendis og í Bandaríkjunum þar sem
prófið er upprunnið. Borin voru sam-
an svör ráðþega hérlendis og í
Bandaríkjunum. Einnig var kannað
hvort skýra mætti þann kynjamun
sem fram kemur í svörum ráðþega
við könnunum af þessu tagi.
Helstu niðurstöður sýna að um
helmingur atriða prófsins virkar
ólíkt hérlendis og í Bandaríkjunum
en það vekur spurningar um gildi
notkunar prófsins á Íslandi. Einnig
kom í ljós að um 70% atriðanna virka
ólíkt fyrir karla og konur í báðum
löndunum. Svo virðist sem kyn-
bundnar staðalmyndir tengdar þeim
atriðum sem prófið samanstendur af
hafi ólík áhrif á áhugasviðsmat karla
og kvenna. Niðurstöður þessar gefa
til kynna að kynbundna skekkju er
að finna í Áhugakönnun Strong.
Mikilvægt er fyrir ráðgjafa að átta
sig á að skekkja af þessu tagi hefur
ólík áhrif á náms- og starfsval karla
og kvenna og á jafnvel þátt í að við-
halda hefðbundinni kynjaskiptingu á
vinnumarkaði. Ljóst er af rannsókn
þessari að skoða þarf vel þær kenn-
ingar sem áhugapróf byggjast á og
þau atriði sem notuð eru við gerð
slíkra prófa, bæði með tilliti til ólíkra
menningarheima og kynjanna.
Sif lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Kópavogi árið 1986. Árið
1991 lauk hún BA-prófi frá Háskóla
Íslands og kennsluréttindanámi árið
1992. Sif hefur stundað nám við Há-
skólann í Illinois frá árinu 1993 og
lauk þaðan MA-prófi árið 1996. Frá
árinu 1999 hefur hún starfað sem
lektor í próffræðum og tölfræði við
Kennaraháskóla Íslands.
Sif er fædd 12. febrúar 1966. Hún
er dóttir Aðalheiðar Guðmunds-
dóttur og Einars Frímannssonar.
Hún á tvö börn, Darra og Örnu
Beth. Sambýlismaður Sifjar er Jón
Páll Haraldsson kennari.
Doktors-
vörn í ráð-
gefandi sál-
fræði
Sif
Einarsdóttir
KRISTINN H. Gunnarsson, þing-
maður Framsóknarflokksins á Vest-
fjörðum, segir að hugmyndir um
menningarhús á Ísafirði hafi verið til
athugunar, en engin samþykkt verið
gerð eða yfirlýsingar gefnar á fund-
um þingmanna kjördæmisins um
málið.
Einar K. Guðfinnson, fyrsti þing-
maður Vestfirðinga sagði í Morgun-
blaðinu fyrir skömmu að fullkominn
einhugur þingmanna kjördæmisins
væri um málið.
Kristinn sagði að Ísfirðingar hefðu
kynnt þingmönnum fyrirætlanir í
þessum efnum. Hann teldi hugmynd-
ir Ísfirðinga um gamla sjúkrahúsið
vera mjög áhugaverðar og tæki undir
viðleitni um að koma því máli áfram.
Um hitt væri hann meira hugsi hvort
rétt væri að slá einhverju föstu í þeim
efnum á þessu stigi máls.
Sammála menntamálaráðherra
„Ég er hins vegar sammála
menntamálaráðherra í því að þetta
þarf að vera samkomulagsmál heima í
héraði og vestfirskir sveitastjórnar-
menn þurfa að tala sig saman um út-
færslu málsins af því að menn eru að
hugsa um að setja málið í svipaðan
farveg og var gert á Austurlandi,“
sagði Kristinn.
Hann sagði að menn yrðu að ráðg-
ast um þetta með Ísafirði, Bolungar-
vík, Patreksfirði og Hólmavík svo
helstu staðir væru nefndir og ekki
væri hægt að loka augunum fyrir því
að menn vildu auðvitað skoða mögu-
leikana á því að dreifa þessu eitthvað,
eins og gert hefði verið á Austurlandi.
Það væri ekkert ósanngjarnt að
hlusta á sjónarmið Patreksfirðinga og
Hólmvíkinga svo dæmi væru tekin
áður en gengið yrði frá málinu.
Kristinn H. Gunnarsson um menningarhúsin á Ísafirði
Engin samþykkt
hefur verið gerð
ÞESSI börn á Akranesi létu ekki snjóleysið aftra sér í vetrarleikjunum á dögunum þegar ljósmyndara Morgun-
blaðsins bar að garði. Víst er þó að þau yrðu glaðari kæmi meiri snjór svo auðveldara yrði að renna sér niður
brekkurnar.
Morgunblaðið/RAX
Vetrarleikir á Akranesi
ÁRNI Gunnarsson varð efstur
í kjöri til flokksstjórnar Sam-
fylkingarinnar en kosið var í
stjórnina á landsfundi flokks-
ins um helgina. Björgvin G.
Sigurðsson varð í öðru sæti.
Alls sitja 30 manns í flokks-
stjórn og gáfu 70 manns kost
á sér í stjórnina. Á þriðja
hundrað manns tóku hins veg-
ar þátt í kosningunni.
Auk Árna og Björgvins
náðu eftirfarandi kjöri í
flokksstjórn: Ása Richards-
dóttir, Skúli Alexandersson,
Grétar Þorsteinsson, Arthur
Morthens, Jón Gunnar Ott-
ósson, Sigrún Stefánsdóttir,
Cecil Haraldsson, Haukur
Már Haraldsson, Hervar
Gunnarsson, Magnús M.
Norðdahl, Hólmfríður Sveins-
dóttir, Ingibjörg Hafstað,
Drífa Skúladóttir, Elín Björg
Jónsdóttir, Skúli Thoroddsen,
Jakob Frímann Magnússon,
Helga E. Jónsdóttir, Jón
Gunnarsson, Gísli Bragi
Hjartarson, Linda Vilhjálms-
dóttir, Kristín Blöndal, Páll
Halldórsson, Þorkell Björns-
son, Eiríkur Stefánsson, Gísli
Gunnarsson, Bryndís Ísfold
Hlöðversdóttir, Ásta Andrés-
dóttir og Anna Kristín Ólafs-
dóttir. Vegna kynjakvóta féllu
út úr miðstjórn þeir Ingimar
Ingimarsson og Kristinn T.
Haraldsson.
Landsfundur
Samfylkingarinnar
Árni
Gunnars-
son efstur
í kjöri
til flokks-
stjórnar
FLESTIR kaupendur 44 ríkisjarða
á þessu ári og síðasta voru ábú-
endur sem óskað hafa eftir kaupum
á jörðinni og landbúnaðarráðuneyt-
ið þá selt þeim jörðina samkvæmt
ákvæðum 38. greinar jarðalaga frá
1976, án auglýsingar eða útboðs.
Ríkiskaup leggja mat á verðmæti
jarðarinnar fyrir ráðuneytið og er
það verð látið gilda í flestum til-
vikum, að sögn Sigríðar Norð-
manns, lögfræðings hjá landbúnað-
arráðuneytinu.
Samkvæmt 38. grein jarðalaga
nr. 65 frá 1976 er gert ráð fyrir því
að landbúnaðarráðherra geti heim-
ilað sölu á jörð án þess að hún sé
auglýst til sölu og gengið til samn-
inga við ábúendur, að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum. Ábúendur
þurfa að hafa búið á jörðinni í
minnst 10 ár og jafnframt þurfa
þeir að leggja fram yfirlýsingu við-
komandi hreppsnefndar um að ábú-
andi hafi setið jörðina vel og
hreppsnefndin mæli með því að
hann fái jörðina keypta. Jafnframt
þarf ábúandi sem væntanlegur
kaupandi að leggja fram meðmæli
jarðanefndar viðkomandi sýslu með
kaupunum.
Í 38. grein jarðalaganna kemur
fram að ákvæði hennar taki ekki til
jarða sem þörf er á til opinberra
nota eða skiptingar í náinni framtíð.
Þá ná ákvæði greinarinnar ekki til
jarða sem, að dómi t.d. Bændasam-
taka Íslands og hlutaðeigandi nátt-
úruverndarnefndar, eru líklegar til
að verða nýttar til annars en bú-
rekstrar, svo sem fólkvangar og
sumarbústaðalönd. Þá eru þær
jarðir undanskildar sem að mati
Náttúruverndar ríkisins hafa sér-
stök náttúrufyrirbæri innan sinna
landamarka. Námaréttindi og rétt-
ur til efnistöku eru jafnframt und-
anskilin sölu, auk vatns- og jarð-
hitaréttinda umfram heimilisþörf.
Ráðherra telur sölu
ríkisjarða í góðum farvegi
Náist ekki samkomulag um verð
milli ábúanda og landbúnaðarráðu-
neytis er gert ráð fyrir að mat dóm-
kvaddra manna ráði verðinu.
Sigríður Norðmann segir sölu
ríkisjarða samkvæmt 38. grein
jarðalaganna fara þannig fram að
ábúendur óski eftir því að kaupa
jörðina og þeir leggi þá jafnframt
fram meðmæli jarðanefndar og
sveitarstjórnar með kaupunum, í
samræmi við ákvæði greinarinnar.
Þá sé gengið til samninga, sé þess-
um skilyrðum fullnægt, en jörðin
ekki auglýst til sölu.
„Þegar ábúendur kaupa jarðir
meta Ríkiskaup verð á jörðum í öll-
um tilvikum fyrir ráðuneytið. Og
það er yfirleitt alltaf farið eftir því
mati,“ segir Sigríður.
Guðni Ágústsson, landbúnaðar-
ráðherra, segir að hlutlaus stofnun,
Ríkiskaup, hafi haft það með hönd-
um frá 1999 að meta verð ríkisjarða
sem seldar eru ábúendum og Ríkis-
kaup fari alfarið með verðmatið og
fylgist í því skyni með þróun verð-
lags á markaðnum. Að sögn Guðna
hafa þingmenn verið því sammála
hingað til að leigjendur eigi rétt á
kaupum á þeirri jörð sem þeir búa á
og segist hann telja þessi mál í
mjög góðum farvegi.
„Ef menn ætla með jarðirnar á
markað verða menn að gera sér
grein fyrir því að ríkið hefur ára-
tugum saman leyft mönnum að
leggja sitt eigið fé í ríkisjarðirnar.
Þess vegna eiga menn íbúðarhúsin,
ræktunina, girðingarnar og ég sé
engar forsendur fyrir því að taka
þessar eignir manna og bjóða þær
almenningi til sölu. Ég tel miklu
heppilegra að segja að ríkið ætli að
selja einstaklingunum þessar land-
búnaðarjarðir og þessir menn eiga
þar möguleika eftir markaðsverði
sem Ríkiskaup meta og fara með.“
Landbúnaðarnefnd ekki
tekið jarðalög til skoðunar
Drífa Hjartardóttir, formaður
landbúnaðarnefndar Alþingis, segir
nefndina ekki hafa skoðað það hvort
þörf sé á endurskoðun jarðalaga, en
það komi hins vegar til greina við
nánari athugun að breyta lögunum.
„Mín persónulega skoðun er sú að
ríkið eigi að losa sig við þær jarðir
sem það á og þær eigi að fara á al-
mennan markað. En auðvitað verð-
ur að gefa þeim forkaupsrétt sem
hafa búið lengi á þeim,“ segir Drífa.
Oft hefur staðið styrr um sölu
ríkisjarða og í stjórnsýsluskoðun
Ríkisendurskoðunar á jarðadeild
landbúnaðarráðuneytisins árið 1998
er það gagnrýnt að jarðir sem
heimilt var að selja samkvæmt fjár-
lögum hafi ekki verið auglýstar,
eins og rétt hefði verið að gera,
samkvæmt jafnræðisreglu stjórn-
sýslulaga. Ríkisendurskoðun féllst
ekki á þau sjónarmið ráðuneytisins
að jarðir sem bundnar séu samn-
ingum eða afnotum séu ekki mark-
aðsvara, á það reyni ekki nema jörð
sé auglýst opinberlega.
Í greinargerð landbúnaðarráðu-
neytisins vegna stjórnsýsluskoðun-
ar Ríkisendurskoðunar kemur fram
að auglýsing á jarðnæði til sölu sem
leigutaki óskar eftir að kaupa, þeg-
ar hann á hluta framkvæmda eða
jafnvel allar framkvæmdir á jörð-
inni, myndi leiða til óraunhæfra til-
boða, ef þau þá kæmu fram. Kæmi
til greina að selja jörðina öðrum en
ábúanda yrði væntanlegur kaup-
andi einnig að kaupa allar eignir
leigutakans á jörðinni og þá vænt-
anlega gegn vilja ábúanda. Við slík-
ar aðstæður myndi leigjandi, sem
óskað hefði eftir kaupum á eign-
arhluta ríkisins, væntanlega draga
beiðni sína til baka.
Ráðherra er heimilt að selja ábúendum ríkisjarðir án útboðs
Verðmat Ríkiskaupa hefur
langoftast verið látið gilda
VEGNA fréttar í blaðinu í gær um
sölu ríkisjarða skal það leiðrétt að
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar, lagði
ekki fram fyrirspurn til landbúnað-
arráðherra á Alþingi 5. nóvember sl.
heldur gerði hún þann dag athuga-
semd við störf ráðherra vegna skrif-
legs svars sem hann hafði lagt fram á
Alþingi nokkrum dögum áður. Fyr-
irspurnina sjálfa lagði Ásta formlega
fram 4. október sl. Þá skal það leið-
rétt að mánudaginn 12. nóvember
bar Ásta ekki fram fyrirspurn um
sama mál til ráðherra heldur gerði
athugasemd við störf hans. Beðist er
velvirðingar á þessum mistökum.
Gerði athuga-
semd við störf
ráðherra
♦ ♦ ♦