Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 41 SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 ATH! Nýr opnunartími: Mán.-fös. kl. 12-18, lau. kl. 10-16 FIMMTUDAGSTILBOÐ Tilboð á barnakuldaskóm Teg.: HPH4430/6501 Stærðir: 23-35/28-34 Litir: Svart Verð áður 4.995 Verð nú 2.995 Teg.: HPHGSKY8660 Stærðir: 25-35 Litur: Litur Blátt, rautt Verð áður 3.495 Verð nú 1.995 FYRSTA danskeppni vetrarins fór fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði sl. sunnudag. Það var Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar sem stóð að þessari keppni sem nefnd er Lottó-danskeppnin. Fimm dans- íþróttafélög tóku þátt í keppninni og voru skráðir keppendur um 150. Dansáhugafólk bíður fullt eftir- væntingar eftir fyrstu keppnum vetr- arins. Þær keppnir eru sérstaklega áhugaverðar sökum þess að framfar- ir keppenda eru einna ljósastar í þeim. Keppendur hafa oft á tíðum æft stíft um sumar og haust og mætt til leiks fullir sjálfstrausts og tilhlökk- unar að sýna árangur erfiðisins. Þessi keppni var sérstaklega áhuga- verð nú í ár vegna þess að nú er stutt í Norðurlandamót sem haldið verður hér á landi fyrstu helgina í desember. Keppnin var sett upp með mjög þægilegu andrúmslofti, salurinn fal- legur og hátíðlegur og skemmtiatriði brutu danskeppnina þægilega upp; voru hvorki of löng né of stutt. Það sem mér fannst einna skemmtilegast við þau var hve mikið að börnum og unglingum tók þátt í þessum atrið- um, jafnt keppendur sem og áhuga- fólk um dans. Eins voru mjög skemmtileg sýningaratriði eins og freestyle og breikdans. Þessi tvö at- riði voru vel útfærð og fögnuðu áhorf- endur dönsurunum með dúndrandi lófataki. Eins sýndi línudansahópur skemmtilega takta. Í danskeppninni var keppt í 12 flokkum í nær öllum aldursflokkum, frá börnum I B upp í flokki fullorð- inna F. B-flokkar eru fyrir keppend- ur sem aldrei hafa keppt fyrr, A–D eru fyrir þá sem hafa keppt áður, K fyrir þá sem stunda dans af krafti sem keppnisíþrótt. Allir þessir flokk- ar keppa í dansi með grunnaðferð. Svo var einnig keppt í F-flokki sem keppir með frjálsri aðferð. Almennt séð var þessi dagur ákaf- lega ánægjulegur og árangur kepp- enda góður. Það sem mér finnst þó standa upp úr eru þær framfarir sem keppendur hafa sýnt frá síðasta keppnistímbili. Yngstu keppendurnir og þeir sem stytzt eru komnir eiga hrós skilið fyrir sín spor, þau voru stór og mikilvæg. Þessir keppendur stóðu sig með stakri prýði. Í flokknum börn II K sigruðu Haukur Freyr og Hanna Rún. Þeim hefur farið gríðarlega fram síðan ég sá þau síðast. Fótavinnan þeirra hef- ur farið mörg skref fram á við, sem skilar sér í fallegum dansi og mun betri dansstöðu. Sérstaklega miklar framfarir fannst mér þau sýna í fóta- vinnu í suður-amerísku dönsunum. Arnar Már og Helena hafa einnig tekið stórstígum framförum og voru vel að öðru sætinu komin. Í flokknum, Unglingar I K, sigruðu Björn Ingi og Ásta Björg með nokkr- um yfirburðum að mínu mati. Dans þeirra var léttur og áreynslulaus og mikið vandað til verksins. Fannar Helgi og Edda Guðrún stóðu sig mjög vel og eru orðin miklu léttari og dansstaðan þeirra afslappaðri, þar ber að þakka góðri fótavinnu. Í flokki Unglinga I-F sigruðu Jónatan Arnar og Hólmfríður. Glæsilegt par, sem dansar frá hjartanu. Þau hafa bætt fótavinnuna mjög, en betur má þó, sérstaklega í suður-amerísku döns- unum. Stundum fannst mér eins og þau kláruðu ekki þungaflutning í dönsum eins og cha cha og rúmbu. Þið kunnið og getið þetta! Í öðru sæti í sígildu samkvæmisdönsunum voru Baldur Kári og Erna. Þau gerðu nokkuð vel en voru að mínu mati tölu- vert frá sínu bezta. Þau deildu öðru sætinu með Birni Einari og Herdísi Helgu í suður-amerísku dönsunum, þau dönsuðu með því bezta sem ég hef séð til þeirra, mjög kraftmikil, þyrftu e.t.v. að fínpússa hjá sér bæði fætur og hendur. Í flokki Unglinga II F, sigruðu Friðrik og Sandra Júlía mjög óvænt í báðum greinum. Að öðrum pörum ólöstuðum eru Friðrik og Sandra samt það par sem mér finnst standa upp úr hvað varðar framfarir frá því í fyrra, sérstaklega í sígildu samvæmisdönsunum. Dans- staða þeirra er orðin miklu betri og afslappaðri og fótavinna mjög til fyr- irmyndar. Í öðru sæti voru Davíð Gill og Helga, ákaflega keppnisreynt par. Mér fannst þau góð og það kom mér svolítið á óvart að þau skyldu ekki sigra a.m.k. í suður-amerísku döns- unum. Mér fannst þau vera farin að dansa mun meira sem par, heldur en áður og vera töluvert kraftmikil í suð- ur-amerísku dönsunum. Quickstepp- ið var eitthvað skrýtið hjá ykkur! Í flokki áhugamanna, F, sigruðu Ísak og Helga Dögg í báðum greinum. Ísak og Helga hafa oft dansað betur en þau gerðu á sunnudag og held ég að þar sé um að kenna einbeitingar- skorti eða svolitlu kæruleysi. Sér- staklega fannst mér þetta áberandi í sömbunni og jive-inu. Ísak og Helga Dögg eru frábært danspar og án efa það par Íslands sem langmestum frama hefur náð á erlendri grundu og mikils er vænst af þeim á komandi Norðurlandamóti. Gunnar Hrafn og Sigrún Ýr voru í öðru sæti og dönsuðu býsna vel, ég vildi þó sjá betri fótavinnu í cha, cha og rúmbu, mér fannst svona stundum eins og verið væri að „búa til“ hreyf- ingar, með góðri fótavinnu koma þær bara! Flokkur fullorðinna var sá flokkur sem mér fannst bera af hvað varðar vandaða fótavinnu, í flokknum voru reyndar ekki nema tvö pör, sem bæði eiga hrós skilið. Þessi pör mættu vera mjög mörgum til fyrir- myndar hvað varðar fótavinnu. Björn og Bergþóra María sigruðu og Jón og Ragnhildur voru í öðru sæti. Í lokin var svo valið Lottó-par keppninnar, en það er það par sem er stigahæst úr samanlögðum greinum og það voru Haukur Freyr Haf- steinsson og Hanna Rún Óladóttir sem urðu Lottó-par ársins 2001. Dagurinn var eins og fyrr segir mjög ánægjulegur og flestir hafa án efa verið ánægðir með sitt framlag til hans. Starfsmenn keppninnar stóðu sig vel og gekk skipulagið vel fyrir sig í alla staði. Keppnisstjórinn Auður Haraldsdóttir danskennari var að sögn mjög sátt við daginn og kepp- endur og síðast en ekki síst við áhorf- endur sem voru fjölmargir. Dansíþróttafélög og þjálfarar Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar (DÍH), þjálfað af Dansskóla Dans- íþróttafélags Hafnarfjarðar. Gull- toppur (GT) þjálfað af Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Dansíþrótta- félag Kópavogs (DÍK) þjálfað af Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar. Dansíþróttafélagið Ýr þjálfað af Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Danfélgaið Hvönn (HV) Jóhann Gunnar Arnarsson. Úrslit Börn I B Róbert O. Gíslas./Ásta Ákad. DÍH Egill S. Harðars./Guðríður Daníelsd. DÍK Andri F. Péturss./Halldóra Baldvinsd. DÍK Heiður Hallgrímsd./Ingibjörg A. Hall- grímsd. GT Anita R. Hilmarsd./Þórdís A. Björnsd. DÍH Friðrik Þ. Bjarnas./Sólrún Stefánsd. DÍK Lilja R. Ragnarsd./Unnur R. Sveinsd. DÍH Börn I A/D Sigurþór Björgvinss./Telma R. Sigurðard. DÍK Davíð Ö. Pálss./Elísabet Jónsd. DÍK Sigtryggur Haukss./Eyrún Stefánsd. GT Pétur G. Magnúss./Jóna K. Benediktsd. DÍK Hörður Ö. Harðars./Guðrún Arnalds DÍK Ragnar I. Péturss./Sara K Rúnarsd. DÍK Kristján E. Auðunss./Ingibjörg A. Berg- þórsd. GT Kristján Kristjánss./Anný Hermannss. DÍK Börn I K Alex F. Gunnarss./Vala B. Birgisd. DÍK Sigurður M. Atlas./Sara R. Jakobsd. DÍH Börn II B/D Sigríður D. Ásgeirsd./Gunnhildur Ólafsd. DÍH Elfa R. Sigurðard./Sigríður B. Björnsd. DÍH Sólrún L. Norðfjörð/Íris D. Haraldsd. DÍH Rúnar Á. Hedin/Jórunn Jacobsen DÍH Sigríður S. Hlynsd./Steinunn Viktorsd. DÍH Steinunn A. Baldvinsd./Sunneva Hjartard. DÍH Börn II A Magnús A. Kjartanss./Ragna B. Bernburg DÍK Torfi B. Birgiss./Telma Ólafsd. GT Júlí H. Halldórss./Rakel S. Björnsd. GT Sigurður Brynjólfss./Rakel Magnúsd. DÍK Ólafur B. Tómass./Telma Ýr Arnarsd. DÍK Gísli B. Sigurðss./Hildur Sæmundsd. GT Þorgeir Logas./Elva M. Njálsd. DÍH Njáll P. Þorsteinss./Telma R. Einarsd. DÍH Íris D. Andrésd./Þórdís Þorvaldsd. DÍH Börn II K Haukur F. Hafsteinss./Hanna R. Ólad. HV Arnar M. Einarss./Helena Jónsd. DÍK Guðmundur F. Böðvarss./Yrsa P. Ingólfsd. DÍH Unglingar I A/D Alexander Mateev/Olga E. Þórarinsd. GT Ingimar F. Marinóss./Alexandra Johansen GT Jón G. Guðmundss./Þórunn A. Ólafsd. DÍK Kristín Ýr Sigurðard./Ólöf Á. Ólafsd. Ýr Haraldur Ö. Harðars./Áslaug Daníelsd. DÍK Unglingar I K Björn I. Pálss./Ásta B Magnúsd. GT Fannar H. Rúnarss./Edda G. Gíslad. DÍK Eyþór S. Þóbjörnss./Ásrún Ágústsd. HV Adam E. Bauer/Þóra B. Sigurðard. GT Unglingar I-F, sígildir samkv. Jónatan A. Örlygss./Hólmfríður Björnsd. GT Baldur K. Eyjólfss./Erna Halldórsd. GT Björn E. Björnss./Herdís H. Arnalds GT Unglingar I-f suður-amerískir Jónatan A. Örlygss./Hólmfríður Björnsd. GT Baldur K. Eyjólfss./Erna Halldórsd. GT 2 Björn E. Björnss./Herdís H. Arnalds. GT Unglingar II-F sígildir samkv. Friðrik Árnas./Sandra J. Bernburg GT Davíð G. Jónss./Helga Björnsd. GT Davíð M. Steinarss./Sóley Emilsd. GT Jónþór Jónss./Hjördís Ö. Ottósd. HV Unglingar II-F, suður-amerískir Friðirk Árnas./Sandra J. Bernburg GT Davíð G. Jónss./Helga Björnsd. GT Jónþór Jónss./Hjördís Ö. Ottósd. HV Björn V. Magnúss./Björg Halldórsd. GT Ungmenni/Áhugamenn F sígildir samkv. Ísak H. Nguyen/Helga D. Helgad. HV Ungmenni/Áhugamenn F-suður-amerískir Ísak H. Nguyen/Helga D. Helgad. Hv Gunnar H. Gunnarss./Sigrún Ýr Magnúsd. GT Fullorðnir F-sígildir samkv. Björn Sveinss./Bergþóra M. Bergþórsd. DÍH Jón Eiríkss./Ragnhildur Sandholt GT Skráðir keppendur 150 í fyrstu dans- keppni vetrarins DANS Íþróttahúsinu Strandgötu Hafnarfirði Sunnudagur 18. nóvember 2001 LOTTÓDANSKEPPNI Ljósmynd/Jón Svavarsson Erna Halldórsdóttir og Baldur Kári Eyjólfsson. Hanna Rún Óladóttir og Haukur Freyr Hafsteinsson. Jóhann Arnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.