Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hér er dánarbeður dýrð- legs manns, Davíðs konungs þessa jökullands, þjóðmærings, er háan hróður fann, hetju ljóss, er tíu þúsund vann. Svo orti Matthías Jochumsson, en þessar ljóðlínur finnst mér lýsa hon- um Gogga vel. Hann var hvers manns hugljúfi, ávallt hlýlegur og blíður, en jafnframt ákveðinn og traustur. Hann gat spjallað um dag- inn og veginn, en tilfinningar sínar tjáði hann frekar í verki en í orðum. Þegar ég gekk með fyrsta barna- barnið hans var ég handviss um að þetta væri drengur og harðákveðinn í að færa honum alnafnann á fimm- tugsafmælinu hans 25. mars 2000. En sonur minn, Georg Þór yngri, er mjög ákveðinn og gerir hlutina á sín- um forsendum og þegar honum hentar og kom því ekki í heiminn fyrr en 10. apríl. Þá nótt sat Goggi framá gangi og beið til kl. 6:06 eftir því að fá nafnann í fangið og ekki kom annað til greina en að Goggi yrði fyrstur á eftir mér og Kidda að halda á honum. Stoltari afa hef ég GEORG ÞÓR KRISTJÁNSSON ✝ Georg Þór Krist-jánsson fæddist í Vestmannaeyjum 25. mars 1950. Hann lést á heimili sínu 11. nóvember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Landa- kirkju 17. nóvember. ekki séð enda Georg litli hans mesta eftir- læti. Á hverju kvöldi síðan í maí hef ég lagt litlu lófana hans saman og fer með „afabæn“ og þá brosir sá litli. Sárt finnst mér að hugsa til þess að hann fái ekki meira tíma með afa sín- um, en ég trúi því að Goggi sé hérna nálægt og fylgist með litla drengnum sínum vaxa úr grasi. Bið ég Guð að geyma góðan mann og sefa sorg okkar allra sem þekktu hann, dáðu og elskuðu. Sigurlaug Lára. Mig langar í fáeinum orðum að minnast Gogga frænda míns. Hann barðist hetjulega við erfiðan og alvarlegan sjúkdóm, en að lokum vann sjúkdómurinn og Goggi hefur kvatt okkur og haldið yfir móðuna miklu. Goggi var alltaf bjartsýnn og já- kvæður. Það breyttist ekkert í veik- indum hans. Hann barðist af öllu hjarta og það sýnir hvernig hann var. Í stað þess að segja: „Af hverju ég?“ þá sagði Goggi: „Af hverju ekki ég eins og hver annar?“ Hann var lífsglaður, félagslyndur og vinamargur. Goggi þú varst frábær. Ég bið góðan Guð að gefa Hörpu, Lilju, Kidda, Röggu og Helgu styrk á þessari erfiðu stundu. Mig langar að enda þessi orð mín á uppáhalds bæninni minni Láttu nú ljósið mitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. Goggi minn, far þú í friði og sofðu rótt. Þín frænka Jóhanna Kristín Reynisdóttir. Í dag kveðjum við kæran vin og samstarfsfélaga. Það var fyrir sjö ár- um að Georg hóf störf hjá Skeljungi í Vestmannaeyjum. Vissulega þekkt- um við Georg, eða Gogga eins og hann var kallaður, áður en hann kom til starfa hjá okkur. Hann var þekkt- ur fyrir störf sín í bæjarstjórn og íþróttamálum. Það var skemmtilegt að vinna með Gogga. Hann var alltaf í góðu skapi. Jákvæður og ljúfur í lund. Goggi hafði gaman af að spjalla, bæjarmálin voru honum hug- leikin og umræðurnar á kaffistofunni hjá okkur oft ansi líflegar, stundum svo mjög að það gleymdist að vinnu- dagurinn var á enda og spjallað langt frameftir um það sem hæst bar í bæjarmálunum í það og það skiptið. Fótboltinn átti líka hug hans allan og ekki mátti setja út á liðið hans Man. Utd. Þá var nú svarað fyrir sig. Síðastliðið vor veiktist Goggi. Hann tók veikindum sínum af miklu æðruleysi. Hann vissi að baráttan var töpuð en hann var jákvæður til síðasta dags. Og nú er Goggi farinn. Þó svo að við höfum vitað að hverju stefndi er alltaf erfitt að sætta sig við þegar vinur hverfur á braut. Við þökkum Gogga samfylgdina og sendum Hörpu eiginkonu hans og fjölskyldu okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Eiríkur, Finnur og Halldór. ✝ Markúsína Guð-munda Jónsdótt- ir fæddist á Hall- steinsnesi í Gufudalssveit í Barðastrandarsýslu 30. nóvember 1904. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 14. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jón Halldórsson bóndi á Galtará í Gufudals- sveit og kona hans Pálína Kristjáns- dóttir. Systkini hennar voru: Bergþóra, Halldóra, Kristinn, Sigurjón, Svava Lovísa og Þor- geir. Þau eru öll látin. Markúsína ólst upp hjá Jóni H. Fjalldal bónda á Melgraseyri og konu hans Jónu Kristjánsdóttur móðursystur sinni. Eignaðist hún þar mörg fóstursystkini sem dvöldu á Melgraseyri mislengi: Halldór og Þorgerði Fjalldal, Jó- hann Jóhannsson, Hallgrím Kristjánsson, Fanneyju Jóns- dóttur, Signýju Kristjánsdóttur, Jón Oddsson og Ingva Jónsson. Markúsína tók kennarapróf árið 1930 og kenndi á nokkrum stöðum á Vesturlandi á árun- um 1930–1943. Þá hóf hún störf við St. Jósefsskóla í Landakoti og kenndi þar til 1952. Hún vann eitt sum- ar á Sólheimum í Grímsnesi og 1953– 54 á Kópavogshæli. Hún kenndi í Ská- latúni 1954–1957. Sumarið 1957 vann hún í Reykjavík og stundaði jafnframt verklegt nám með til- liti til kennslu þroskaheftra. Hún var skólastjóri í Skálatúni (í forföllum) 1957–58 og kennari þar frá 1958. Einnig kenndi hún á Grundarfirði og tók að sér að kenna börnum, sem áttu erfitt með að læra, heima hjá sér á Hraunteignum. Markúsína var ógift og barn- laus. Útför Markúsínu fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hún Sína frænka mín er látin, tveim vikum fyrir nítugasta og sjö- unda afmælisdaginn sinn. Hún ólst upp hjá móðurafa mínum og ömmu á Melgraseyri við Ísafjarðardjúp. Minntist hún þeirra ætíð með virð- ingu og þakklæti. Ég man fyrst eftir Sínu þar sem hún bjó í Skólabænum við Suðurgötu. Seinna heimsóttum við mamma hana að Skálatúni í Mosfellsbæ þar sem hún kenndi í mörg ár. Hún var ákaf- lega barngóð. Öll börn sem hún kenndi voru hennar börn. Hún lét sér einstaklega annt um nemendur sína. Allur hugur hennar snerist um þá og kennsluna. Að koma barni til manns var mikilvægasta verkefnið í hennar augum og eru áreiðanlega margir sem hafa notið góðs af handleiðslu hennar. Hún fékk áhuga á að kenna þroska- heftum og sinnti hún því starfi af mik- illi alúð. Það fór ekki á milli mála að henni þótti afar vænt um þroskaheftu börnin sín og hún gerði allt sem hún gat fyrir þau. Sína leigði í nokkur ár hjá móður minni, Þorgerði J. Fjalldal, og varð þá samgangur okkar meiri. Hefur það áreiðanlega verið notalegt fyrir þær báðar. Móðir mín var níu árum yngri en Sína. Ég get mér þess því til að sem börn hafi þær ef til vill ekki átt mikla samleið. Á fullorðinsárum urðu samskiptin meiri og alltaf var kært á milli þeirra. Sína dvaldi alltaf hjá okk- ur á stórhátíðum þegar hún var í bænum. Sína nam hljóðfæraleik, m.a. hjá Sigvalda Kaldalóns, og hafði gaman af að spila á orgelið sitt og syngja. Hún sótti námskeið í hannyrðum og vefnaði enda var hún mikil hannyrða- kona og var alltaf að búa til eitthvað fallegt. Eitt árið sem hún bjó á Hring- brautinni keypti hún forláta Pfaff- saumavél sem gat saumað alls kyns mynstur. Ég dáist að því nú, að hún skyldi þora að hleypa mér í vélina og leyfa mér að reyna mig við sporin fínu. Með hjálp vélarinnar urðu til skrautlegir smádúkar sem ég var hreykin af. Sína keypti lengi danska blaðið Alt for damerne og fékk ég alltaf að skoða það. Hún stundaði framhaldsnám í ensku hjá Oddnýju Sen í þrjú ár. Löngu seinna kom hún mér í aukatíma hjá þeirri mætu konu þegar enskir stílar voru að angra mig. Þegar leið að því að ég færi að búa festi Sína kaup á lítilli snoturri kjall- araíbúð á Hraunteigi. Þar bjó hún meðan heilsan leyfði. Sína var sjálf- stæð og dugleg. Hún var lágvaxin en bar höfuðið hátt. Þegar hún treysti sér ekki lengur til að búa ein fór hún á Blesastaði sem er heimili fyrir aldraða skammt frá Selfossi. Hún festi ekki vel rætur þar og flutti á hjúkrunarheimilið Skjól við Kleppsveg. Þar undi hún hag sínum vel og var þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Það má ímynda sér að hún hafi ver- ið einmana á efri árum þótt hún kvartaði aldrei. Þegar svo háum aldri er náð eru flestir vinir og samferða- menn horfnir og engin börn átti hún. Starfsfólk stofnana verður þá sem nánasta fjölskylda og alúð og kær- leiksríkt viðmót þess fólks sem starf- ar við aðhlynningu er ómetanlegt. Færi ég öllu starfsfólki Skjóls sem sýndi frænku minni ástúð og um- hyggju innilegar þakkir. Frænkur hennar þær Kristrún og Markúsína Guðnadætur ásamt börnum sínum önnuðust hana og sáu um öll hennar mál þegar móðir mín treysti sér ekki lengur til þess. Þakka ég þeim allt sem þau voru henni. Heilsu Sínu hrakaði smám saman án þess þó að hún hefði af því veruleg óþægindi. Hún virtist sætta sig ótrú- lega vel við aðstæður sínar og aðlag- ast þeim. Lengi hefur mér fundist hún ekki geta notið mikils. Aðallega var hægt að halda í hönd, strjúka létt um vanga og mata hana á After Eight súkkulaði sem henni þótti ákaflega gott. Ég keypti kassa af After Eight handa henni í London. Þar blessaði andlegur meistari minn, sem nefndur er Amma, þennan súkkulaðipakka fyrir Sínu, fyrir tveimur vikum. Ég komst ekki með hann til hennar vegna lasleika. Ég tel að hún hafi samt hlotið blessun meistarans og losnað úr fjötrum líkama sem lokið hafði hlutverki sínu. Blessuð sé minning Markúsínu G. Jónsdóttur. Ása Kristín Oddsdóttir. Elskuleg móðursystir okkar, Markúsína Guðmunda Jónsdóttir, er látin. Hún hafði löngum sagt okkur systrum að hún ætlaði að verða hundrað ára, en svo varð nú ekki. Markúsína hefði orðið 97 ára í lok þessa mánaðar. Markúsína frænka eins og við gjarnan kölluðum hana var mikilvæg- ur þáttur í lífi okkar systra. Við misst- um móður okkar ungar að árum og systkinahópurinn tvístraðist eins og algengt var í þá daga. Markúsína, sem aldrei giftist eða eignaðist börn, lagði kapp á að halda sambandi við börn systur sinnar. Við minnumst frænku með virð- ingu og stolti. Virðingu fyrir metnaði hennar til menntunar á þeim árum þegar fáar konur hugðu að eigin menntun, en Markúsína lauk kenn- araprófi og sinnti síðan kennarastarf- inu af mikilli alúð. Lengst af kenndi hún þroskaheftum einstaklingum í Skálatúni í Mosfellsbæ. Við teljum að þar hafi hún og vistmenn notið hæfi- leika hennar til fulls, en hagur skjól- stæðinga hennar var alltaf í fyrir- rúmi. Hún kenndi þessum einstaklingum örugglega annað og meira en þetta venjulega að lesa og skrifa. Allt hennar fas bar vott um að hér fór kennari af lífi og sál, sem kenndi, auk almennra kennslugreina, umgengni, kurteisi og tillitssemi. Þetta gerði hún með ákveðni sinni og hlýju, sem hún sýndi ekki síst börn- um og minni máttar. Þessi hnarreista litla kona með háa ennið var ákaflega stolt og vönd að virðingu sinni. Börnum okkar reynd- ist hún hin besta frænka og hafði meðal annars áhrif á viðhorf þeirra til menntunar. Markúsína var mjög söngelsk og spilaði á hljóðfæri og söng. Hún stuðlaði einnig að tónlist- aruppeldi barna okkar, hún vissi að það þurfti ekki nema eina litla blokk- flautu til að læra að lesa nótur, því í tónlistinni er þessi agi sem er svo mikilvægur í öllu námi. Hún sankaði að sér kynstrunum öllum af fræði- bókum um ýmis málefni, náttúru- fræði, veraldarsögu, uppeldisfræði og heilsufræði ásamt nótnabókum. Við erum stoltar af framsýni frænku okk- ar sem sá hvaða gildi menntun hefur í lífi einstaklingsins. Þó svo að Markúsína hafi aldrei átt nein börn má segja að öll börnin sem hún umgekkst hafi verið börnin henn- ar. Hvort sem það voru nemendurnir eða systkinabörnin og svo börn systk- inabarnanna, þetta voru allt börnin hennar. Hún var ætíð stórtæk í tæki- færisgjöfum til allra og óspör á að miðla af þekkingu sinni. Það má segja að Markúsína frænka hafi verið einn af föstu punkt- unum í lífi okkar systra hin síðari ár, við erum sjálfar farnar að eldast og nutum þess að sjá um aldraða frænku. Það gaf okkur tækifæri til að fara saman í heimsókn til hennar á Blesastaði eða í Skjól eftir að hún kom þangað, að fara í bæinn saman til að kaupa á hana föt eða bara súkkul- aði sem henni þótti verulega gott að gæða sér á. Markúsína bjó síðustu æviárin á hjúkrunarheimilinu Skjóli, þar sem hún naut einstakrar umönnunar elskulegs starfsfólks. Við færum starfsfólki Skjóls innilegustu þakkir fyrir þá nærgætni og hlýju sem það veitti Markúsínu, því verður seint fullþakkað. Blessuð sé minning Markúsínu frænku. Kristrún Guðnadóttir og Markúsína Guðnadóttir. MARKÚSÍNA GUÐMUNDA JÓNSDÓTTIR Elsku afi. Í dag fylgj- um við þér síðasta spöl- inn. Á stundum sem þessum streyma minn- ingar um liðnar stundir fram í huga manns. Ef ég ætti að koma þeim öll- um á blað væri ekki mikið pláss eftir fyrir aðra. Ég kynntist þér sem lítil hnáta þegar mamma mín og sonur þinn fóru að vera saman. Upp frá því varðst þú Stebbi afi og Sigga varð amma. Þó að í mínum æðum renni ekki ykkar blóð þá er ég nú ykkar samt. Þú vannst í Sundhöllinni og þess nutum við barnabörnin flest góðs af. Fengum að fara í sund hjá afa og á unglingsárunum gaukaðir þú að mér ljósakorti, mikið var ég glöð. Eftir að systur mínar fæddust sem var þó fyrir unglingsárin þá man ég eftir því þegar pabbi kom með okkur á sunnudagsmorgnum í heimsókn til ykkar í Kjarrhólmann. STEFÁN TRJÁMANN TRYGGVASON ✝ Stefán TrjámannTryggvason fæddist á Akureyri 2. júní 1933. Hann lést á hjúkrunarheimilinu í Víðinesi hinn 22. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogs- kirkju 1. nóvember. Þá mætti Halli frændi líka og alltaf kom hann með nammi í poka úr búðinni sinni. Maður hélt þá að lífið væri ein- tómur dans á rósum, en við vitum öll betur í dag. Einhvern tímann fór ég með þér í bæinn fyrir jólin og við keypt- um einhverjar jólagjaf- ir og er mér minnisstæð kanna sem ég keypti handa pabba. Eitthvað stóð á útlensku á henni og ekki kunni ég að lesa það þá. En myndin var af einhverjum karli og þótti mér hún voða flott en þetta sem á könnuni stóð var kannski ekki við hæfi, mig minnir að það standi eitt- hvað um góðan frænda en það var hugurinn sem máli skipti. Í þessari sömu búð keyptir þú handa mér svarta barbí unglingsstelpu sem er enn í dag til og heitir hún Carla, það stóð á kassanum. Nú er hún í notkun hjá litlu dóttur minni. Látum staðar numið í minningun- um. Þú ert kominn til Jóhanns frænda sem eflaust hefur tekið vel á móti þér. Þið tveir áttuð alltaf góðar stundir saman. Blessuð sé minning ykkar beggja. Hanna. 2       5   6   "   6               1 182+22 1'"- 330 '  ''' $!#&"$ % 1$ '#!#&"$ /$''# /$'(/ $' /$'0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.