Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 21
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 21
AGE FITNESS
Áhrifaríkur kraftur ólífutrjáa - Yngri húð á 8 dögum.
Kringlunni,
sími 588 4777
Nýtt merki í Lyf og heilsu Kringlunni.
Kynning í dag og
á morgun kl. 13-18.
Kynnum m.a. Age Fitness, krem sem eykur teygjanleika
húðarinnar og verndar hana gegn utanaðkomandi áreiti.
Age Fitness inniheldur hreint efni unnið úr laufblöðum ólífutrjáa.
Líttu við og fáðu ráðgjöf og sýnishorn. Bowling taska eða bakpoki
fylgir kaupum þegar verslað er fyrir kr. 4.000 eða meira.
Listskautar:Vinil
Hvítir: 28-44. Svartir: 33-46
Stærðir 28-36
kr. 4.201.
Stærðir 37-46
kr. 4.689
Hokkískautar:
Reimaðir
Stærðir 37-46
Verð aðeins
kr. 9.338
Smelluskautar:
Stærðir 29-41
Verð aðeins
kr. 4.989
Hokkískautar:
Smelltir
Stærðir 36-46
Verð aðeins
kr. 5.990
Barnaskautar
(Smelluskautar)
Stærðir 29-36
Verð aðeins
kr. 3.989
Listskautar:
Leður
Hvítir:
Stærðir 31-41
Verð aðeins
kr. 6.247.
Svartir:
Stærðir 36-45
kr. 6.474
Nýjung:
Skautar undir HYPNO
línuskautaskó
kr. 4.823
Skeifunni 11, sími 588 9890
Opið laugardaga frá kl. 10-14
HIÐ nýstofnaða Sláturfélag Austur-
lands hefur samþykkt að byggja nýtt
útflutningssláturhús á Héraði innan
tveggja ára. Þar verður einnig
stórgripaslátrun og á að starfrækja
húsið árið um kring. Uns hægt verð-
ur að taka húsið í notkun eru slát-
urhús Kjötumboðsins á Fossvöllum,
á Egilsstöðum og Breiðdalsvík leigð.
Undanfarið hefur stjórn Slátur-
félagsins kynnt sveitarstjórnum
eystra áform sín og hafa nokkur
þeirra þegar ákveðið að leggja fé í
stofnsjóð framleiðenda samvinnu-
félagsins.
Safna á 60 milljónum króna.
Kaupfélag Héraðsbúa hyggst leggja
fram 20%, Byggðastofnun 30% og
beiðni um stofnframlag liggur til af-
greiðslu hjá framleiðnisjóði landbún-
aðarins. Reiknað er með að bændur
verði með á milli 20 og 30% hlut. Þá
hafa stórgripabændur samþykkt að
taka þátt í Sláturfélagi Austurlands
og því væntanlegri sláturhússbygg-
ingu.
Fyrstu áætlanir gera ráð fyrir að
rekstur hússins verði arðbær.
Sláturfélag Austurlands ætlar að
starfrækja sláturhús allt árið
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Sláturfélag Austurlands hyggst leysa vandræðagang í slátrun eystra í
eitt skipti fyrir öll með byggingu nýs útflutningssláturhúss. Hér sést
gamla sláturhúsið á Egilsstöðum, sem rekið er af Kjötumboðinu.
Nýtt útflutningsslátur-
hús byggt á Héraði
Egilsstaðir
VÍKINGUR, félag ungra Sjálfstæð-
ismanna á Sauðárkróki, boðaði til al-
menns borgarafundar í samkomusal
Fjölbrautaskólans nýlega. Tilefnið
var fyrirhuguð sala núverandi meiri-
hluta sveitarstjórnar á Rafveitu
Sauðárkróks og sóttu fundinn rúm-
lega eitthundrað gestir.
Undanfarna daga höfðu farið fram
viðræður við Rarik um kaupin, og var
í upphafi stefnt að því að ef um sölu á
fyrirtækinu yrði að ræða mundi frá
því gengið fyrir 31. október.
Rétt fyrir mánaðamót barst ósk frá
rafmagnsfyrirtækjunum Rafsjá og
Tengli á Sauðárkróki, þar sem óskað
var eftir fresti til að leggja fram
kauptilboð í rafveituna. Var sá frest-
ur veittur til 5. þessa mánaðar, en á
miðvikudaginn, þann dag sem borg-
arafundurinn var haldinn, hafði
byggðaráð samþykkt á fundi sínum
að selja Rarik Rafveitu Sauðárkróks
fyrir 320 milljónir.
Var því fundurinn fremur umræðu-
fundur um það hversvegna þurft
hefði að selja fyrirtækið, og hvers-
vegna fremur Rarik heldur en heima-
aðilum, og hverjar afleiðingar þess
yrðu, heldur en það hvort ætti að
selja eða ekki.
Í upphafi fundar ávarpaði Garðar
Víðir Gunnarsson, formaður Víkings,
fundargesti og gerði grein fyrir tilefni
fundarins en síðan tók Ársæll Guð-
mundsson aðstoðarskólameistari við
fundarstjórn. Kynnti Ársæll þátttak-
endur í umræðum, sem voru frá
meirihluta sveitarstjórnar þau Her-
dís Sæmundardóttir og Snorri Styrk-
ársson, en frá minnihluta Árni Eg-
ilsson og Gísli Gunnarsson. Héldu
þeir Snorri og Árni framsöguræður,
en síðan tóku þeir ásamt Herdísi og
Gísla þátt í pallborðsumræðum og
svöruðu fyrirspurnum úr salnum.
Áður en kom að framsöguerindum
flutti Einar Björgvin Eiðsson saman-
tekt um sögu Rafveitunnar og skýrði
rekstur hennar síðastliðin ár, rakti
framkvæmdir og gerði grein fyrir
eignum og skuldastöðu fyrirtækisins.
Í framsöguræðu fjallaði Snorri um
það hversvegna sveitarstjórn sá ekki
önnur úrræði tiltæk en að selja eign-
ir, og gerði grein fyrir erfiðri stöðu
sveitarsjóðs, sem hann sagði að kæm-
ist í þrot yrði ekkert að gert.
Árni ræddi hinsvegar um þær leið-
ir sem fyrri meirihluti vildi fara til
lausnar á vandanum, en ágreiningur
um þær milli aðila í fyrrverandi
meirihluta varð til þess að samstarfi
var slitið og fulltrúar Framsóknar-
flokks tóku upp samstarf við Skaga-
fjarðarlistann.
Að loknum framsöguræðum tóku
margir til máls og var auðheyrt að
mjög þungur hugur var í fundar-
mönnum varðandi söluna til Rarik.
Þótti ræðumönnum þeim viðræðu-
hópi sem stóð að samningunum hafa
verið mjög mislagðar hendur. Bæði
var það átalið að þegar ákveðið var að
fara út í könnunarviðræður hefði ver-
ið búið að gefa upp hvert viðunandi
verð væri, án þess að raunhæft mat
hefði verið lagt á verðmæti Rafveit-
unnar, ákveðið hefði verið að selja
Rarik og einnig það að heimaaðilum
hefði verið gert að skila inn tilboði
hinn 5. þessa mánaðar, en tilboð Ra-
rik hefði ekki borist fyrr en degi
seinna. Staðfestu þau Herdís og
Snorri að tímasetning tilboðanna
væri rétt, en annað ekki.
Þá var átalið að meirihlutinn hefði
reiknað tilboð Rarik upp um 20 millj-
ónir, en tilboð heimamanna niður um
álíka upphæð, og sögðu menn hér
reiknikúnstir til þess eins fallnar að
réttlæta þessa umdeildu ákvörðun.
Fulltrúar meirihlutans svöruðu
framkomnum fyrirspurnum og at-
hugasemdum, en ljóst var að margir
fundargestir töldu þær skýringar alls
ekki fullnægjandi.
Allir fyrirspyrjendur og ræðu-
menn átöldu harðlega vinnubrögð
meirihlutans utan einn sem taldi eðli-
legt að selja Rafveituna, sem hann
taldi ekki skipta máli varðandi af-
komu sveitarsjóðs.
Þegar fundur hafði staðið klukku-
stund fram yfir áætlaðan fundartíma
lokaði fundarstjóri mælendaskrá og
að lokum þakkaði hann þátttakend-
um og gestum fyrir málefnalegar og
lýsandi umræður og sleit fundi.
Þungur hugur í mönnum á borgarafundi á Sauðárkróki
Skiptar skoðanir varðandi
sölu á Rafveitu Sauðárkróks
Sauðárkrókur
ÞRÁTT fyrir neikvæðan söng
fylgdi María Jónsdóttir eftir hug-
mynd sinni og opnaði verslunina
Fínt fólk með barna- og kvenfatnað
í lok október. Jón Árnason, eig-
inmaður Maríu, innréttaði hús-
næðið og það tók tvær vikur. Það er
ekki á hverjum degi sem ný verslun
er opnuð í Borgarnesi en María er
bjartsýn. „Viðtökurnar hafa verið
frábærar og fólk hefur komið og
þakkað mér fyrir framtakið og er
ánægt með að þurfa ekki að sækja
allt til Reykjavíkur,“ segir María.
„Ég var sjálf orðin leið á því og er
hér komin með vörur fyrir konur
og börn, góð merki á góðu verði.
Ég legg áherslu á að vera með
heildarlínur í barnafatnaði og sel
vörur frá Confetti, Exit og Osh
Kosh. Í kvenfötunum er ég meira
með „bland í poka“ og er með bæði
hversdags- og spariklæðnað sem
höfðar til kvenna á öllum aldri.“
Í versluninni verða hvorki skór
né yfirhafnir til sölu, enda aðrar
verslanir með þær vörur hér, en
örugglega verður hægt að finna á
sig jólakjólinn í Fínu fólki. Innan
skamms verður opnuð vefsíðan
www.fintfolk.com þar sem hægt
verður að skoða vöruúrval og koma
á framfæri athugasemdum.
Vantaði vinnu og opnaði verslun
Fínt fólk í
Borgarnesi
Borgarnes
Ljósmynd/Guðrún Vala Elísdóttir
María Jónsdóttir.