Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 44
MINNINGAR
44 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Hildir MaríusGuðmundsson
fæddist á Seyðisfirði
9. september 1924.
Hann lézt á Land-
spítalanum aðfara-
nótt 12. nóvember
síðastliðins.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Bjarnason, f. 9. júlí
1889, d. 7.8. 1959, og
Ingibjörg Ólafsdótt-
ir, f. 18.5. 1891, d.
2.11. 1979.
Systkini Hildis
voru Rebekka, f. 6.5.
1911, d. 18.10. 1987, Haukur, f.
24.6. 1930, d. 3.6. 1974, og Soffía,
f. 3.7. 1913, en hún er búsett á
Seyðisfirði. Hinn 20. október
1946 kvæntist Hildir eiginkonu
sinni Vilhelmínu Ragnheiði
Björnsdóttur, f. 26.9. 1916, d.
24.12. 1997. Foreldrar hennar
voru Hólmfríður Benediktsdóttir
og Björn Magnússon, bóndi á Þor-
bergsstöðum í Dölum.
Hildir og Ragna
bjuggu fyrstu bú-
skaparár sín í
Reykjavík en fluttu
1957 í Gerðar í
Garði þar sem þau
bjuggu til æviloka.
Börn þeirra urðu
þrjú. Þau eru Hólm-
fríður Birna, f. 12.9.
1946, gift Gunnari
Gunnlaugssyni, börn
þeirra eru fjögur,
Ragnhildur, Ólöf
Hanna, Hildur
María og Gunnar
Freyr; Guðmundur
Ingi, f. 20.3. 1948, hann á tvær
dætur, Magneu og Ragnheiði
Maríu, með fyrrv. eiginkonu sinni
Bjarnhildi Lárusdóttur; og Dagný
Hrönn, f. 11.5. 1955, gift Arnóri
G. Ragnarssyni og eiga þau eina
dóttur, Birtu Rós. Barnabarna-
börn Hildis og Rögnu eru fimm.
Útför Hildis fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Hann Hilli tengdafaðir minn er
látinn. Ég man vel okkar fyrstu
kynni í kjallaranum hjá tengdamóð-
ur hans Hólmfríði.
Í fyrstu tók hann mér með nokkr-
um fyrirvara, enda ekkert nógu gott
fyrir dóttur hans, en fljótlega varð
okkur mjög vel til vina. Við höfðum
svipuð áhugamál og atvinnu sem
voru fiskveiðar og sjósókn.
Trúmennska, heiðarleiki, rökfesta
og tilfinningahiti voru ríkir þættir í
fari hans, hann hafði alla tíð
ákveðnar pólitískar skoðanir, sjálf-
stæðismaður fram í fingurgóma og
var oft gaman að ræða við hann um
þjóðmálin. Fróður var hann með
eindæmum og vel lesinn og var þá
sama hvort það var Biblían, Íslend-
ingasögurnar, landafræði eða eitt-
hvað annað, maður kom aldrei að
tómum kofunum þar. Söngelskur
var hann með afbrigðum og hrókur
alls fagnaðar í fjölskyldu- og vina-
hópi.
Við ferðuðumst fjölskyldan sam-
an um Evrópu og kunni hann þá skil
á borgum og bæjum og þekkti sög-
una flestum betur. Einnig fórum við
í eftirminnilegar laxveiðiferðir.
Sýndi það vel áhuga hans á laxveið-
um að nú í sumar fór hann fársjúkur
norður í Laxá í Aðaldal með Inga
syni sínum og var það meira af vilja
en mætti, en þangað hafði hann far-
ið í áraraðir.
Jólaboðin úti í Garði hjá Rögnu og
Hilla voru fastir liðir og mikið til-
hlökkunarefni hjá allri fjölskyld-
unni, jafnt stórum sem smáum, og
varð allt að vera eins ár eftir ár,
nema stólunum fjölgaði jafnt og
þétt. Eftir að Ragna lést fyrir tæp-
um fjórum árum færðust jólaboðin
til okkar, en Hilli vildi áfram kaupa
hangikjötið, sviðin og allt meðlætið
og minnti Lillu sína á hvernig
mamma hennar hafði soðið þetta og
borið fram.
Eftir situr minning um góðan og
traustan vin.
Gunnar.
Tengdafaðir minn, Hildir Guð-
mundsson, er látinn eftir langa bar-
áttu við hjartasjúkdóm. Hann var
fæddur og uppalinn á Seyðisfirði og
til að gera langa sögu stutta má
segja að hann hafi kvatt heimahag-
ana skömmu fyrir tvítugt og haldið
til höfuðborgarinnar með viðkomu í
Dölunum þar sem hann náði sér í
konu, Ragnheiði Björnsdóttur frá
Þorbergsstöðum. Hilli og Ragna
bjuggu í Reykjavík í um áratug og
eignuðust 3 börn, Hólmfríði Birnu,
Guðmund Inga og Dagnýju Hrönn.
Árið 1957 fluttu þau svo í elzta íbúð-
arhúsið í bænum Gerðum í Garði og
þar bjuggu þau til æviloka.
Leiðir okkar Hilla lágu saman þá
er ég gerði hosur mínar grænar fyr-
ir yngri dótturinni um miðjan sjö-
unda áratuginn. Ég kunni vel við
mig í návist þeirra hjóna enda var
ég fljótlega samþykktur inn í fjöl-
skylduna. Við hjónin bjuggum í
Kópavogi og svo fór að við tókum
okkur upp og fluttum í Garðinn,
fyrst á Melbraut en 1984 færðum
við okkur um set í Norður-Gerðar
sem er steinsnar frá gamla Gerða-
húsinu. Okkur hjónum leið vel í
sambýlinu í Gerðahverfinu. Dóttir
okkar, Birta Rós, sótti stíft til afa og
ömmu enda naut hún þar bestu
umönnunar og tilsagnar sem hægt
var að fá. Ég man að það kom fyrir
að síminn hringdi heima síðdegis og
dóttirin spurði hvað væri í matinn.
Þá var búið að bjóða henni í mat oft-
ar sem áður en það var vissara að
athuga fyrst hvað væri á matseðl-
inum heima og velja svo.
Hilli sótti lifibrauð sitt í sjóinn.
Hann byrjaði ungur að róa með föð-
ur sínum, rak eigin útgerð í nokkur
ár, var í áratug á Jóni Finnssyni
með Gísla Jóhannessyni, en lengst
af eða tæpa þrjá áratugi á Hólm-
steini GK þar sem hann reri sem
stýrimaður með sínum kæra vini
Júlíusi Guðmundssyni eða Júlla í
Smáraflöt. Það var ósjaldan sem við
nutum góðs af þá er þeir félagar
komu í land bæði með fisk og fugl.
Margs er að minnast í samskipt-
um okkar Hilla. Við tókumst oft á í
pólitíkinni og heimsmálunum og oft-
ar en ekki varð ég að játa mig sigr-
aðan. Maðurinn var ekki langskóla-
genginn en þekking hans á
mönnum, málefnum og heimsbyggð-
inni allri var hreint ótrúleg. Hann
var mikill sjálfstæðismaður og það
kom mér mjög til tekna þá er ég
kom inn í fjölskylduna að ég vann
hjá Morgunblaðinu. Mogginn var
hans blað og reyndar eina blaðið
sem hægt var að treysta og lesa.
Veiðiferðirnar sitja hvað dýpst í
minningunni. Hilli var mikill sport-
veiðimaður og hafði víða komið.
Helztu veiðifélagar hans voru
Hjálmar á Nýjalandi og Ásmundur
Böðvarsson en hin síðari ár fórum
við saman. Hann kenndi mér hand-
bragðið og smitaði mig af veiðibakt-
eríunni og ég held að hann hafi verið
orðið nokkuð ánægður með nemann
í lokin. Við veiddum alltaf vel þ.e. ef
einhvern fisk var að hafa. Þetta voru
skemmtilegar ferðir. Oftar en ekki
var haldið í Borgarfjörðinn með við-
komu í Ferstiklu þar sem annað-
hvort voru borðaðar kótelettur eða
beikon. Flókadalsá og Reykjadalsá
voru í uppáhaldi og ein ferðin í hina
síðarnefndu stendur upp úr hvað
veiðina varðar en við fengum 17 laxa
eina morgunstund en mig minnir að
heildarveiðin allt sumarið hafi verið
70 laxar.
Ég kveð nú Hildi Guðmundsson,
tengdaföður minn, traustan félaga í
hálfan fjórða áratug. Það er vanda-
samt að búa í nábýli við foreldra og
tengdaforeldra en aldrei varð ég var
við afskiptasemi af þeirra hálfu.
Sambúðin í Gerðum var óaðfinnan-
leg.
Guð geymi þig og þína,
Arnór Ragnarsson.
Elsku afi, nú ertu kominn til
ömmu, nú líður þér bara vel. Það er
bara svo sárt að kveðja, þú varst bú-
inn að vera svo veikur má segja í 4
ár eða allt frá því að amma dó. Það
var gott að þú þurftir ekki að kvelj-
ast, þú sofnaðir bara og ég veit að
þannig hefðir þú viljað hafa það.
Eftir sitja allar yndislegu og góðu
minningarnar. Við Ragnhildur syst-
ir á leiðinni með rútunni úr Reykja-
vík, litlar stelpur að koma í heim-
sókn til ykkar ömmu í Garðinum. Þú
að bíða eftir okkur hjá sjoppunni,
við að skauta á stóra túninu fyrir
framan húsið ykkar, fjöruferðirnar
með afa og auðvitað að hjálpa afa að
tína bestu kartöflur úr kartöflugarð-
inum þínum, þessu öllu fengum við
að taka þátt í. Eftir að við urðum að-
eins eldri fórum við með ykkur í úti-
legur og veiðiferðir, sem voru líf þitt
og yndi, þú varst svo mikill veiði-
maður. Það var alltaf svo gaman að
spjalla við þig, þú vissir svo mikið og
hafðir skoðanir á öllu svo stundum
fannst manni einum of. En þó svo
röddin færi upp úr öllu valdi þá
varst þú ekki reiður heldur lá þér
bara svo hátt rómur. Þú varst svo
réttsýnn á lífið og tilveruna og ótrú-
lega ungur í anda.
Elsku afi, missirinn var mikill
þegar amma dó, og æði oft þurftir
þú að fara á hjartadeildina, stelp-
urnar þar hugsuðu svo vel um þig.
Þú vildir alltaf láta sem minnst fyrir
þér fara og varst meira að hugsa um
að blessaðar stelpurnar hefðu nú
nóg á sinni könnu og þú ónáðaðir
þær ekki nema af algjörri nauðsyn.
Ragna Birna skilur að þú sért kom-
in til Guðs og englanna og
langamma passar þig sagði hún
mér. Við mæðgurnar komum svo oft
til þín á spítalann og þér fannst svo
gaman að sjá Rögnu Birnu og pass-
aðir þig á því að eiga alltaf til gott í
skúffunni handa henni. Og það sem
meira er, þú maðurinn kominn á átt-
ræðisaldurinn varst að kaupa á hana
kjóla og ýmislegt sem þú valdir
sjálfur. Það var svo smekklega valið
hjá þér og svo passaðir þú líka alltaf
að rétta merkið væri á flíkinni.
Svona varstu, alltaf svo flottur til
fara og reffilegur. Elsku afi ég trúi
því að amma hafi komið og náð í þig,
hvorki hún né við öll gátum horft
upp á þig kveljast. Það verður mikið
tómarúm hjá okkur þegar þú ert
farinn en við þökkum fyrir allt sem
þú gafst okkur á lífsleiðinni. Minn-
ingarnar munu lifa og ylja okkur um
ókomna tíð.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Hvíl í friði elsku afi.
Þínar
Ólöf Hanna og Ragnhildur.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þegar ég sit hérna og hugsa um
afa dettur mér þessi bæn í hug. Afi
var mjög trúaður maður og las hann
alltaf í Biblíunni og fór með bænir
áður en hann fór að sofa. Ég man
þegar ég var lítil stelpa og fékk að
sofa hjá ömmu og afa, þá lágum við
amma uppi í rúmi og hlustuðum á
hann lesa. Svo þegar kom að bæn-
unum í restina þuldum við amma
með. Og alltaf að lokum var farið
með Faðirvorið.
Ég veit eiginlega ekki hvað ég á
að segja um afa. Það er af svo
mörgu að taka. Mér er minnisstætt
hvað hann afi var gáfaður. Og þá
ekki bara af því að hann var afi
minn, heldur bara almennt. Það var
alveg sama að hverju ég spurði
hann, alltaf hafði afi svar á reiðum
höndum. Og svo var hann svo ætt-
fróður. Það var alltaf gaman þegar
ég var að segja honum frá fólki sem
ég þekkti. Hann spurði alltaf:
„Hverra manna er hún eða hann?“
Og svo þegar hann fékk að vita nöfn
foreldra viðkomandi gat hann rakið
sögu þeirra langt aftur í ættir. Þeg-
ar ég kynntist Ágústi mínum, og var
að segja afa frá honum, þekkti hann
þá þegar alla í fjölskyldunni hans og
vissi allt um hagi þeirra.
Afa þótti mjög vænt um Ágúst
Pál. Bæði er hann bindindismaður
og skáti og ekki spillti fyrir að þeir
áttu sama afmælisdag. Alltaf
hringdu þeir hvor í annan á afmæl-
isdaginn og skiptust á kveðjum á
þessum góða degi.
Eins og flestir vita sem þekktu
afa minn þótti honum afar gaman að
syngja. Hann var mikill og góður
bassi. Við sungum mikið saman, al-
veg fram á síðasta dag. Þótti afa
gaman að því að þegar hann söng
bassann og ég átti að syngja laglín-
una þá var ég farin að syngja bass-
ann líka. Það sem hann hló að mér.
Við sungum mikið saman úr ljóða-
bókinni Svartar fjaðrir eftir Davíð
Stefánsson. Þar var þá helst afi sem
söng Abba-labba-lá, en mér fannst
skemmtilegast að syngja Dalakof-
ann. Og þegar amma var á lífi tók
hún undir með mér úr eldhúsinu.
Eftir að dóttir mín Dagný Halla
fæddist reyndum við mæðgurnar að
vera duglegar að fara í heimsókn til
afa. Fyrst þá kallaði hann hana:
„Birta litla“, það sama og hann kall-
aði mig þegar ég var lítil. Alveg frá
fyrsta degi dýrkaði hún afa. Mér
fannst alveg merkilegt hvað afi var
afslappaður í kringum hana. Hann,
gamli maðurinn, fór með litla barnið
eins og hann hefði aldrei gert neitt
annað um ævina en að passa ung-
börn. Ég man að ég talaði um þetta
við mömmu og hún sagði að hann
hefði alltaf verið svona. Hann hafði
svo gaman af Dagnýju Höllu. Þegar
hún óð inn í skáp og hellti niður 3
kílóum af sykri beint á eldhúsgólfið
fannst afa það ekki mikið mál. Hon-
um fannst merkilegast að hún hefði
getað borið sykurdunkinn alla leið
út á gólf þar sem hún sturtaði úr
honum.
Þegar við fórum síðast í heimsókn
til hans vorum við í stuttri heimsókn
á Íslandi. Við fórum tvisvar til hans
og það var nú meiri gleðin. Þá var
hún farin að segja „afi“, og þótti
honum mjög vænt um það. Þá var
hún líka alveg símasjúk og fékk að
hamast eins og hún vildi í gamla
skífusímanum inni í stofu. Mér þyk-
ir leitt að Dagný Halla skuli ekki fá
að kynnast langafa sínum betur, en
ég verð bara að vera dugleg að
segja henni sögur af honum því að
þær á ég geymdar í hjarta mér.
Ég veit að núna líður afa betur.
Hann er búinn að vera mjög veikur,
þvílík barátta sem þetta er búin að
vera. Hann er núna hjá ömmu og er
hún örugglega búin að baka handa
honum kleinur og pönnukökur eins
og henni einni var lagið.
Ég er rík að hafa átt svona góðan
afa.
Vertu sæll afi minn og ég veit að
góður Guð geymir þig.
Þín
Birta Rós.
Elsku hjartans afi minn, ég kveð
þig með miklum söknuði en ég veit
að þér líður vel núna í faðmi ömmu
sem þú saknaðir svo mikið, ég veit
að ég er eigingjörn að vilja hafa þig
lengur hjá okkur, en ég var bara
ekki búin undir að þú færir strax,
því þó þú hafir verið lasinn þá reifst
þú þig alltaf upp, og ég hélt alltaf í
vonina um að þú næðir fullum bata.
Það var alltaf svo yndislegt að
vera í kringum þig og spjalla um
heima og geima, þú vissir allt, það
var alveg ótrúlegt. Ef ég var að fara
til einhvers framandi lands þá gast
þú frætt mig heil ósköp um landið.
Já minningarnar sem ég á um þig
gætu fyllt heila bók, en ein minning
er mér svo kær, þegar þú, Ingi og
Magnea komuð til London á þeim
tíma þegar ég bjó þar, við fórum öll
saman í bæinn að versla, og þú
fannst strax flotta herrafataverslun
enda smekklegri mann vart hægt að
finna, þú varst alltaf svo flottur í
tauinu, síðan fórum við upp á hótel
því þú og Ingi ætluðuð að leggja
ykkur áður en við færum út að
borða og í leikhús, en við frænk-
urnar settumst á barinn og þú
komst sérstaklega til að athuga
hvort við ætluðum ekki að fá okkur
einn cuba libre (svona fyrir ömmu)
já þessi dagur var alveg frábær, svo
man ég þegar ég kom til þín á spít-
alann á afmælinu þínu og færði þér
pönnukökur, við sátum og drukkum
kaffi og þú ljóstraðir upp leyndar-
málinu um uppskriftina af pönnu-
kökunum hennar ömmu og seinna
þegar ég færði þér fyrstu
rabarbarasultuna sem ég hafði gert,
þá laumaðir þú að mér góðum ömmu
ráðum við sultugerð.
Það var svo erfitt að sjá þig svona
lasinn á spítalanum, oft féll ég í
faðm þinn og við grétum saman, en
svo hresstum við hvort annað upp
og göntuðumst og hlógum saman.
Elsku afi minn og nafni, þú varst
alltaf bestur og sakna ég þín svo
mikið, ég kveð þig nú þangað til að
við sjáumst á ný, en á meðan geymi
ég minningarnar um þig sem eru
mér dýrmætar sem gull.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þín nafna,
Hildur María.
Þá er komið að kveðjustund, afi
hefur fengið hvíldina. Það er alltaf
jafnerfitt að kveðja en einhvern veg-
inn líður mér samt vel því ég veit að
hann hefur nú á ný sameinast
ömmu. Það lifir einmitt svo sterkt í
minningunni hversu trúaður afi var
og gat þulið upp úr biblíunni nánast
hvern einasta staf.
Þær minningar sem leita á mig nú
eru æði margar, jóladagurinn hjá
ömmu og afa, veiðiferðirnar og auð-
vitað jepparnir. Mér fannst jeppa-
dellan alltaf dálítið fyndin, ekki það
að afi færi mikið á fjöll eða neitt
slíkt heldur var það í takt við mann-
inn sem ávallt var svo flottur í
tauinu í réttu merkjunum að ferðast
um á jeppa. Man svo vel eftir því að
jepparnir voru alltaf stífbónaðir
hvenær sem var. Ég hafði líka gam-
an af því hversu vel afi var að sér í
flestu, sérstaklega íþróttunum eftir
að ég fór að stunda þær. Hann þótt-
ist á stundum ekkert fylgjast með
en ég fékk nú samt einhvern veginn
að heyra það ef illa gekk og auðvitað
þegar vel gekk líka, afi hafði sko
gaman af því að stríða mér á þessu
sviði. Já og talandi um svið, þau held
ég að ég hafi fyrst smakkað hjá hon-
um, enginn var jóladagurinn án
sviðanna. Og ég gleymi því aldrei
þegar hann gaf Paul manni Ragn-
hildar svið, ameríkananum sjálfum,
hann hafði nú ekki haft mikinn
áhuga á að borða hausana en eftir
að afi hafði sannfært hann lét hann
til leiðast og fannst bara gott. Hann
hefur einmitt alltaf talað um það
hversu ánægður hann væri með að
afi hafi fengið hann til að smakka.
En ég ætla nú ekki að hafa þetta
lengra, ég veit að þú ert í góðum
höndum.
Takk fyrir allt og allt,
þinn
Gunnar Freyr.
Það er minnisstætt þegar sjó-
garpurinn Hilli birtist eitt haust
vestur á bernskuheimilinu og ég
innan við fermingu. Hann var ný-
kominn af síldinni að heimsækja
kærustuna. Mér fannst þetta vera
jafnoki Mannsins með stálhnefana
sem ég var nýbúinn að lesa. Hann
var ekki alinn upp við heyskap, en
tók til hendinni af fádæma dugnaði.
Svo reyndist hann drjúgur liðsmað-
ur í söngmenninguna í sveitinni og
kenndi margt nýtt. Hann kom af
slóðum Inga T. Lárussonar.
Hann fór í réttirnar með mágum
sínum og var hrókur alls fagnaðar,
en jafnframt allra manna harð-
HILDIR
GUÐMUNDSSON