Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sími miðasölu: 511 4200 – töfraheimur á sviði Íslensku óperunnar Töfraflautan hefur hlotið frábærar viðtökur óperugesta en hún hefur verið sýnd fyrir fullu húsi allt frá frumsýn- ingu í september. Vegna mikillar aðsóknar var ákveðið að bæta við tveimur sýningum nú um helgina en þær verða þær allra síðustu, því að þeim loknum hverfa söngvararnir til annarra starfa heima og heiman. Um leið og Íslenska óperan þakkar óperugestum fyrir komuna skal þess getið að næsta verkefni verður barna- óperan Skuggaleikhús Ófelíu, sem sett er upp í sam- starfi við Strengjaleikhúsið. Sýningar fyrir leikskóla hefj- ast 27. nóvember en fyrsta almenna sýningin verður sunnudaginn 2. desember kl. 15 – sjáumst! Aðeins tvær sýningar eftir – engar aukasýningar – misstu ekki af frábærri skemmtun! SÍMI 564 0000 - www smarabio is5 hágæða bíósalir Sýnd kl. 4. Með íslensku tali. Miðasala opnar kl. 15  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  Kvikmyndir.com  Rás 2 MOULIN ROUGE! Hausverkur Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 3.30, 5.45 og 8. B. i. 16Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni.  DV Reese Witherspoon fer á kostum sem ljóska sem sannar hvað í ljóskum býr  1/2 Ungfrú Skandinavía Íris Björk Ljóskur landsins sameinist! Forsýnd kl. 10. FORSÝNING Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Bardagasnillingurinn Jet Li fer hér á kostum í frábærri hasarmynd sem inniheldur stórkostlegar tæknibrellur og mögnuðustu bardagaatriði sem sést hafa. EINHVERN veginn þannig lýsir Nietzsche mannkostum þeirra sem lifa lífinu glaðir í bók sinni Handan góðs og ills. Ekki að það komi nýrri plötu Trabant beint við. En þeir Viðar Hákon Gíslason og Þor- valdur Gröndal Trabantliðar eru sannarlega frelsinu fegnir, því loks er plata þeirra, Moment of Truth, laus undan hljóðversdútli og hausaklóri og komin klár og keik í búðirnar. Vinnslan hefur staðið yfir í nokkur misseri og tekið nokkrar sveigjur og beygjur á því tímabili. Verkefnið byrjaði undir heitinu Traktor en var síðar breytt í hið ögn umhverfisvænna Trabant og er tónlistin tilraunakennt rafpopp þó nær ómögulegt sé að pinna tón- listina niður á einhverja stefnu. Til að ræða þessi mál og önnur komu þeir félagar við hjá undirrituðum á dögunum og drukku með honum kaffi (að sjálfsögðu!). Gott rugl Þeir félagar segja að platan hafi farið í gegnum mörg stig og Viðar segir þá hafa klárað hana tvisvar. „En meginuppistaðan varð til á síðustu fjórum mánuðum,“ segir Viðar. „Við vorum tilbúnir með plötu síðasta vetur,“ segir Þorvaldur. „En sem betur fer fórum við í gegnum rugl sem stoppaði það og þá fengum við heilt ár til að finna útgefendur og gátum unnið efnið betur.“ Þorvaldur segir þó að hann mæli ekki með því að menn liggi svona yfir hlutunum; þetta sé mjög mis- jafnt eftir því hvað menn séu sýsla. Þorvaldur og Viðar eru sam- mála um það að þessi langa hljóðversvinna vegna Trabant hafi verið góður skóli og þeir séu orðn- ir betri tónlistarmenn fyrir vikið. „Við leigðum okkur skrifstofu á Suðurlandsbraut þann tíma sem við vorum að vinna plötuna,“ segir Viðar. „Við mættum svo bara í vinn- una,“ segir Þorvaldur og brosir. „Það er líka mjög skemmtilegt með þessa plötu,“ bætir Viðar við, „að þó við séum búnir að vera svona lengi að þessu höfum við sloppið við að eyðileggja hana. Það er nefnilega stórhættulegt að vera svona lengi. Við getum enn hlustað á hana án þess að fá ælu í kokið.“ Þeir félagar eru langt í frá ný- græðingar í tónlistinni og má segja að þeir hafi verið viðriðnir íslenskt tónlistarlíf í meira en ára- tug. Þorvaldur spilaði fyrir langa löngu með hljómsveitinni Calif- ornia Nestbox en hefur síðan spil- að með Ó. Jónsson og Grjóni, Un- un, Kanada, Orgelkvartettinum Apparat og Funerals svo fátt eitt sé nefnt. Viðar hóf hins vegar ferilinn með Púff auk þess að hafa komið að nokkrum þeirra sveita sem nefndar eru hér að framan. Einnig hefur hann unnið með Quarashi og Slowblow. Trabant, eða Traktor, kom þó til er þeir félagar voru í Unun. „Við stofnuðum þetta til að forða okkur frá leiða,“ segir Við- ar. „Við fórum að fíflast með alls konar hljóð og tölvur en við vorum búnir vinna mjög mikið í hljóð- verum og slíkt.“ Stund sannleikans Trabant verða með útgáfu- tónleika í kjallara Thomsen í kvöld og hefjast þeir kl. 21. Upphitun verður í höndum DJ Zúra. Þó að plötunni megi lýsa sem dæmi- gerðri hljóðversplötu verða þeir með band með sér á tónleikunum. „Við fundum í dótakassanum okkar tvo gæja sem geta spilað all- ar þessar forritanir okkar,“ segir Þorvaldur, nokkuð glaður í bragði. „Það eru þeir Úlfur Eld- járn og Hlynur Aðils. Þeir hlusta í smá tíma og þá eru þeir búnir að pikka upp alla hluti.“ Á tónleik- unum verður Ragnar Kjartansson einnig með, söngspíran ógurlega úr Kanada og Funerals. Að lokum má geta þess að á leið- inni eru tvær nýjar afurðir frá Trabant; smáskífa í vínilformi svo og geisladiskur með endur- hljóðblöndunum. Eins og dansandi frelsisgyðj- ur á nálar- oddi augna- bliksins Viðar og Þorvaldur, Trabant-eigendur með meiru. The Moment of Truth er fyrsta plata Trabants arnart@mbl.is VESTFJARÐAVINURINN Mick Jagger getur vart verið mjög brattur þessa dagana. Nýjasta sólóplata hans Goddess In The Doorway kom út á mánudaginn og væri ofsögum sagt að hún hafi selst eins og heitar lummur. Þrátt fyrir öfluga markaðs- herferð með tilheyrandi lúðraþyt og söng tókst Jagger einungis að þræla út 954 eintökum í Englandi á útgáfu- deginum en það þykir með afbrigð- um lítil sala hjá svo þekktum lista- manni. Með svo litla sölu á bak við sig náði platan einungis 85. sæti á enska sölulistanum eftir fyrsta dag- inn en til samanburðar fór söluhæsta platan þann daginn, nýja sveifluplat- an hans Robbie Williams, Swing While You’re Winning, sem kom út sama dag, í 73 þúsund eintökum. Síðan Jagger hóf sólóferil sinn um miðbik 9. áratugarins hefur honum gengið hreint afleitlega að afla sér vinsælda einn og óstuddur af Keith og hinum steinunum. Og hefur karl- inn þó reynt. Hann fékk til liðs við sig valinkunna rokkara til þess að krydda nýju afurðina, stórfiska á borð við Bono, Lenny Kravitz, Pete Townshend og Wyclef Jean. En það bragð virðist lítið ætla að hreyfa við kaupendum. Nú vonast vonsviknir útgefendur hjá Virgin til að heimild- armynd um líf Jaggers sem til stend- ur að sýna í kvöld á Channel 4 sjón- varpsstöðinni komi eitthvað til með að glæða áhugann en hinir bjartsýnu þar á bæ vilja meina að platan muni renna hægt og bítandi út en alls ekki drukkna í jólaplötuflóðinu eins og þó virðist vera að gerast. Jagger er samt ekki eina rokkgoð- sögnin sem virðist þurfa að horfast í augu við dalandi vinsældir því að nýja sólóplatan með sjálfum Sir Paul McCartney, Driving Rain, náði ein- ungis 46. sæti sölulistans þegar hún kom út í síðastliðinni viku og hrapaði strax niður í 67. sæti í þessari viku. Það er greinilega af sem áður var þegar allt sem Bítlarnir og Rolling Stones snertu breyttist í gull. Reuters Gamla stórstjarnan hlýtur að eiga erfitt með að sætta sið við þetta áhugaleysi í sinn garð. Lítill sem enginn áhugi á Jagger Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.