Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MIKIÐ skelfing get- ur heilbrigðisráðherr- ann verið leiðinlegur þegar hann tekur sig til. Þó er þetta velvilj- aður ágætismaður. Flestum ber saman um það. En þarf ekki einstak- lega gamaldags hugs- unarhátt til þess að taka sér það vald yfir þegnum þessa lands að banna þeim að leita sér þeirrar heilsuþjónustu sem þeir sjálfir kjósa? Hlustar einhver á slíkt? Auðvitað á öll með- ferð alvarlegra sjúk- dóma að vera kostuð af almannafé en nú er bara svo komið að heilbrigð- iskerfið sinnir svo ótalmörgu öðru. Hverju þá? Látum fólkið sjálft svara því en tökum eitt lítið dæmi um heim- sókn á heilsugæslustöð: Sjúklingi er vegna tilfallandi veikinda ekið á heilsugæslustöð, hann bíður þar með aðstandanda í klukkustund, hittir lækninn, kemur við í apóteki og fer heim. Erindið í heild sinni tekur 1,5–2 klukkustundir. Hvað halda menn að slíkt kosti þegar allt er meðtalið, um- stang, áhyggjur, aksturskostnaður, tími aðstandenda? Reiknið dæmið til enda. Heimavitjun sem kostar frá 3.900 kr. er varla dýrari. Samtal við aðstandanda og byrjunarskammtur lyfjameðferðar fylgir með. Í framtíðinni er þess að vænta að blóðprufur verði teknar heima ef sjúklingur óskar þess. Rannsóknin fer fram úti í vaktbifreið og er tilbúin á 10 mínútum! Lyfjameðferð hefst strax. Áhersla lögð á persónulega þjónustu. Athugið samt að enginn er neyddur til að nota þessa þjónustu. Hún er valkostur. Fólk lætur ekki með ráðstjórnar- legum hætti segja sér hvað það á að gera eins og gert var hér forðum daga. Almenningur í dag vill valkosti. Þetta á bæði við um sjúklinga og lækna. Þeir vilja geta borið saman ólíka þjónustu til lausnar heilsufars- vandamála, dæmt sjálft og valið. Okkar sem veita þjónustuna er að þróa hana í samstarfi við neytendur hennar. Ráðuneytisins er að ákveða hvað skuli greitt af fé skattborgarans og hvað ekki. Ég tel mig ekki einan um þessa skoðun. Heimilislæknar hafa fyrir löngu séð að það þarf koma á móts við al- menning í þessu efni og því hafa þeir um árabil reynt að auka frumkvæði og komið með tillögur að breyttu rekstrarformi í heilsugæslunni sem verður að teljast byrjunarreitur til að komast út úr sovétinu, en oftast mætt tortryggni ráðuneytis sem hefur haft hag af því að viðhalda óbreyttu ástandi. Ekki nóg með það, heldur nýta sér þekkingu og þjónustu heim- ilislækna sem sína ódýru og þjóð- nýttu einkaeign svo árum skiptir. Einfalt hefur verið að neita þessum hópi lækna um hvaðeina sem gæti staðið til bóta fyrir almenning og hef- ur það verið gert með einbeittum vilja ráðandi afla. Engu máli hefur skipt að sér- greinalæknar hafa veitt svipaða eða sömu þjónustu á stofum sínum, ágæta þjónustu sem heimilislæknar hafa sóst eftir að geta veitt til að auka frumkvæði sitt, sjálfstæði og afköst. Nei, þessir menn tala um íslensku heilsugæsluna eins og hún sé kirkja, full af kennisetningum sem ekki má fara yfir og íhuga, hvað þá breyta. Stýrð af guðspjalli yfirmanns heilsugæslunnar í Reykjavík. Hann ræður ekkert við ástandið. Það er nú öllum læknum augljóst sem til þekkja. Kemur þá ekki einn stríðinn dokt- or sem vill fara að þjónusta sjúklinga utan kerfisins með því að keyra heim til þeirra þegar þeir eru veikir! Þvílík hneisa! Hið háa Alþingi tekur upp hefðbundna 20– 30 ára gamla hægri-vinstri um- ræðu. Ráðherra fer í kerfi og vill gera þessa þjónustu tortryggilega, spyr sig hvort doktorinn hafi tilskilin leyfi og biður fólk að halda sig við hinn ís- lenska heilbrigðisréttrúnað. Til að stunda lækningar á Íslandi þarf læknir almennt ótakmarkað lækningaleyfi og lögbundnar trygg- ingar. Leyfi heilbrigðiseftirlits fyrir húsnæði sé það um að ræða. Annað ekki. Ekki er verra að hafa sérfræð- ingsleyfi á Íslandi og á hinum Norð- urlöndunum. Ráðherra ætti að kunna þetta utan að. Það er taktískt snjallt af ráðherra að vekja ekki máls á efn- inu, a.m.k. svo það komist ekki í há- mæli. Fleiri heimilislæknar gætu tekið upp á því tímabundið að leika sama leik til að fá sömu sjálfsögðu réttindi og kollegar þeirra í öðrum sérgrein- um. Eftir það fengi ráðherra aðeins tak í okkur aftur sem verktaka sem leigja sig inn á heilsugæslustöðvarn- ar í formi aðstöðugjalda. Yrði þá uppistand og flótti úr búðum Jóns. Þetta gæti orðið veruleiki eftir 3–6 mánuði ef stétt heilsugæslulækna bara sýndist svo. Lækninn heim þegar yður hentar? Guðmundur Pálsson Þjónusta Enginn er neyddur til að nota þessa þjónustu, segir Guðmundur Páls- son. Hún er valkostur. Höfundur er sjálfstætt starfandi heimilislæknir í Reykjavík. HAGSTOFA Íslands hefur nú gef- ið út ritið Útveg 2000, árbók um sjáv- arútveg sem einnig er hægt að fá á geisladiski. Í fréttum kemur fram að bókin geymi tölulegar upplýsingar um flest sem við kemur sjávarútvegi. Enda þótt ég gleðjist við útkomu þessarar bókar fyrir hönd sjávarút- vegsins og þyki sjálfsagt að slíkar upplýsingar liggi fyrir, þá hnykkir mér jafnframt við þar sem ég starfa fyrir landssamtök verslunar og þjón- ustu á Íslandi, SVÞ, og hef í því starfi og öðrum í meira en áratug barist við að fá einhverjar upplýsingar frá hinu opinbera um þessar greinar án mik- ils árangurs. Maður veit varla hvar á að byrja þegar gera á grein fyrir þeirri þrautagöngu sem hefur staðið í tíð a.m.k. þriggja viðskiptaráðherra og beinst að Þjóðhagsstofnun og Hagstofu Íslands. Því miður er magn og gæði upplýsinga frá þess- um stofnunum afar takmarkað sam- anborið við sambærilegar stofnanir í öllum nágrannalöndum okkar og ákaflega lítill raunverulegur vilji til að breyta því meðal þeirra sem ráða fjár- magni og ráðstöfun verkefna í þeim. Segja má að nánast engar upplýsingar séu unnar um verslun og þjónustu- greinarnar sem þó eru fjölmennustu einka- reknu atvinnugreinar í landinu, þaðan sem mest af skatttekjum rík- isins kemur og vaxtar- broddar eru e.t.v. flest- ir. Þetta áhugaleysi um verslun og þjónustu lýs- ir viðhorfum staðnaðra stjórnmálamanna og annarra, sem búa við gildismat síðustu aldar varðandi þýðingu atvinnugreina. Hvað greiðir sjávar- útvegurinn fyrir árbókina? Útlendingar trúa því ekki að ekki sé hægt að ganga hér að gögnum um atvinnulífið í líkingu við það sem þeir eru vanir, ekki síst á svona litlum markaði sem auðvelt á að vera að halda utan um, enda skilja þeir held- ur ekki af hverju ekki eru til upplýs- ingar um verslun og þjónustu eins og sjávarútveginn. Ef Hagstofan eða Þjóðhagsstofnun eru beðnar um ít- arlegri upplýsingar en þær veltutöl- ur byggðar á virðisaukaskatts- skýrslum sem birtast annan hvern mánuð og eru afar ónákvæmar m.a. vegna þess að þar blandast t.d. inn í fjárfestingar, þá er rétt út hendi og beðið um peninga. Nú fer ég fram á að Hagstofa Íslands geri grein fyrir því hvað sjávarútvegurinn greiðir sérstaklega fyrir þá árbók og geisladisk sem vitnað er til hér að ofan. Því verður ekki trúað að óreyndu að jafnræði ríki ekki á milli atvinnugreina varðandi slíka upplýs- ingavinnslu. Vísitala kostnaðar vegna atvinnu- húsnæðis Á dögunum var ósk- að eftir því að SVÞ léti í té upplýsingar um at- vinnuhúsnæði, nánar tiltekið verslunarhús- næði, í miðborg Reykjavíkur. Hvort sem leitað var upplýsinga um leiguverð eða kaup- verð var slíkar upplýsingar ekki að hafa. Hagstofa Íslands reiknar út fasteignakostnað einstaklinga og setur í vísitölu neysluverðs. Þetta er gott mál og nauðsynlegt. En af hverju ekki líka atvinnuhúsnæði? Full þörf er fyrir slíkar upplýsingar jafnframt að mínu mati og ýmsar stofnanir og fyrirtæki myndu nýta sér þær upplýsingar. Upplýsingar vantar Það er svo hálf kaldhæðnislegt að nýlega bárust SVÞ til umsagnar drög að reglum Samkeppnisstofnun- ar um tilkynningu á samruna fyrir- tækja og endurskoðun málsmeðferð- arreglna. Þar hafa embættismenn í þeirri ágætu stofnun ákveðið að af- rita og þýða gagnrýnislaust evr- ópskar reglur um sama efni sem eiga við allt annað umhverfi en er á Ís- landi. Þetta á við í menntuðum þjóð- félögum þar sem hægt er að ganga í hagtölur hjá opinberum stofnunum án þess að reiða fram greiðslur. Þar sem orðið upplýsingasamfélag er tekið bókstaflega og verklag opin- berra stofnana miðað við það. Þar þykir sjálfsagt að krefjast þess að við samruna leggi fyrirtæki fram ít- arlegar upplýsingar um rekstrarum- hverfi sitt og áhrif samrunans enda eigi þau greiðan aðgang að öllum upplýsingum. Að krefjast þess sama hér þar sem nánast engar upplýs- ingar er að hafa um veltu fyrirtækja og nýjustu úrtaksskýrslur úr árs- reikningum fyrirtækja sem nú eru aðgengilegar hjá Hagstofunni eru fyrir árið 1998 er hreinasta aula- fyndni. Líklega er einhver ágætur starfsmaður Hagstofu að vinna við útgáfu úrtaks úr ársskýrslum fyrir- tækja árið 1999. Hver þarf þessar upplýsingar? Ekki atvinnulífið! Við þessi ósköp þurfum við að búa og enn sést ekki í reynd vilji til að bæta úr. Því spyr ég: „Hvenær fáum við ár- bók um verslun og þjónustu á Ís- landi?“ Má vænta árbókar Hagstofu Íslands um verslun og þjónustu? Sigurður Jónsson Þjónusta Hvenær, spyr Sigurður Jónsson, fáum við árbók um verslun og þjónustu á Íslandi? Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. SUM deilumál eru með þeim hætti að nær vonlaust virðist þess að vænta að um þau náist sátt. Íslenska fiskveiði- stjórnunarkerfið er eitt þessara mála. Frá upp- hafi þessa kerfis hafa staðið um það deilur. Fyrst og fremst hefur gagnrýni manna beinst að tilurð kerfisins, hvernig því var komið á, og hvernig einstaka hagsmunaaðilum innan sjávarútvegsins var af- hent sameiginleg auð- lind allrar þjóðarinnar án þess að eigendum hennar hafi nokkurn tíma verið gef- inn kostur á að tjá sig um hvaða leið þeim hugnast best. Um þetta stendur deilan fyrst og fremst. Allt frá upphafi kerfisins hefur þjóðin látið andstöðu sína í ljós á ríkjandi úthlutunarreglum, bæði í formi blaðagreina og eins má greina andúð meginþorra þjóðarinnar á kerfi þessu í niðurstöðum fjölmargra skoðanakannana á undaförnum ár- um. Þessari andúð hafa stjórnvöld kosið að horfa framhjá. Tvær nefndir hafa verið skipaðar til að lægja öld- urnar, auðlindanefnd og endurskoðunar- nefnd sjávarútvegsráð- herra. Því miður urðu niðurstöður endurskoð- unarnefndar aðeins til þess að auka enn frekar á ófriðarbálið og skilja málið eftir í enn meiri hnút en áður. Auðlinda- nefnd bendir hinsvegar á kjarna málsins á bls. 19 í greinargerð sinni, þar fjallar nefndin um breytingu auðlindar frá sameign (almenningi) í einkaeign eða til úthlut- unar kvóta. Þar segir að æskilegt sé að afnota- rétturinn sé bæði varanlegur og framseljanlegur eins og hann er nú. En nefndin varar líka við þeim póli- tísku úrlausnarefnum sem sátt verð- ur að nást um, áður en kerfi sem þetta er tekið upp, s.s „hverjir skulu fá slík réttindi afhent í upphafi og hvaða áhrif úthlutun réttinda og við- skipta með þau hafi á tekjuskiptingu og félagslega þróun“ (Auðlindanefnd, 2000. Álitsgerð með fylgiskjölum). Þetta hefur ekki verið gert, hvorki í upphafi kerfisins né síðar. Kerfinu var komið á með þingstyrk og hefur verið viðhaldið með honum síðan. Það er ljóst að núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfi er gengið sér til húð- ar og nýlegar myndir af brottkasti styðja þá skoðun að kerfið virki ekki sem skyldi. Sú staðreynd styður líka við þessa skoðun, að stöðugt fleiri stjórnarliðar treysta sér ekki lengur til að tala fyrir ágæti þess, þó svo að þeir leggist ekki gegn því sökum flokkshollustu sinnar. Þeir sjá að fiskstofnar umhverfis landið hafa ekki stækkað á þeim tíma sem kerfið hefur verið við lýði. Þeir sjá hvert stefnir. Þeir sjá að þessar deilur verða ekki settar niður með daðri við einstaka hagsmunaöfl innan sjávar- útvegsins. Þeir sjá að þessar deilur verða ekki settar niður með þing- styrk einum, innan Alþingis. Þeir sjá að gagngerra breytinga er þörf. Þeir vita að til að framkvæma þær breyt- ingar þarf fyrst að leita til eigenda auðlindarinnar, þjóðarinnar, sýna henni hvað þeir hafa í huga og fá sam- þykki hennar. Alþingismenn hafa nú tækifæri til að setja deilur þessar niður. Fyrir Al- þingi liggja nú tvær tillögur sem gera þetta kleift. Önnur er tillaga sem miðar að því að koma krókaveiðibát- um undir 6 brt. að nýju inn í það kerfi sem þeir bjuggu við fyrir 1. sept. sl. Hin tillagan gerir ráð fyrir að stofnuð verði nefnd sem hefur það aðalhlut- verk að finna leiðir til fyrningar veiði- heimilda út úr því fiskveiðistjórnun- arkerfi sem við nú búum við. Stuðningur við tillögur þessar væri skynsamlegur og við það myndi margt vinnast. Eigendur krókaveiði- báta gætu haldið sáttir til veiða að nýju og sjávarbyggðirnar gætu horft fram á við að nýju, a.m.k. næstu tvö árin. Stjórnmálaflokkum gæfist tími til að móta og útfæra hugmyndir sín- ar að nýju fiskveiðistjórnunarkerfi sem hefði sjálfbæra nýtingu fisk- stofna að leiðarljósi. Það er skylda stjórnmálamanna að höggva nú á þann hnút sem kerfi þetta hefur haldið íbúum sjávar- byggðanna, útgerðaraðilum og lands- mönnum öllum í alltof lengi. Það er skylda þeirra að leggja fram heild- stæðar hugmyndir um framtíðar- skipan fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það gera þeir best með því að leggja þær fram í opinberum kosningum, til undirbúnings hafa þeir nú tvö ár. Vandséð er önnur leið, ef markmiðið á að vera að ná pólitískri sátt um fisk- veiðistjórnunarkerfi til framtíðar meðal þjóðarinnar allrar. Oddur Friðriksson Fiskveiðistjórnun Það er ljóst, segir Oddur Friðriksson, að núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi er gengið sér til húðar. Höfundur er áhugamaður um sjávarútvegsmál. Sátt um fisk- veiðistjórnun- arkerfið KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.