Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Svona, svona, Keikó minn, þetta er miklu þægilegri klæðnaður en föðurlandið, nú þarftu
bara að lyfta upp þegar þú hittir skvísur.
Ráðstefna um tungutækni
Sambúð tungu
og tölvutækni
FYRIR fáeinum dög-um var haldin ráð-stefna undir yfir-
skriftinni „Samspil tungu
og tækni“. Það var verk-
efnisstjórn menntamála-
ráðuneytisins um tungu-
tækni sem boðaði til
ráðstefnunar. Ari Arnalds
er formaður verkefnis-
stjórnarinnar og hann
svaraði nokkrum spurning-
um Morgunblaðsins um
ráðstefnuna og hugtakið
sem hún fjallaði um.
– Hvað er tungutækni?
„Tungutækni fjallar um
sambúð tungumálsins og
tölvutækni í víðum skiln-
ingi. Hún snýst um smíði
ýmiss konar forrita sem
fást við tungumál og tengir
því saman málfræði, upp-
lýsingatækni, tölvutækni og iðnað-
arstarfsemi. Markmið tungu-
tækniverkefnisins er að tryggja að
íslenska verði notuð í upplýsinga-
tækni 21. aldarinnar. Til þess að
ná þessu markmiði er þörf á margs
konar verkfærum og verður hér
gerð grein fyrir nokkrum þeirra.
Ýmis tækni er til sem auðveldar
notkun ritaðs máls svo sem forrit
til að leiðbeina um og leiðrétta
stafsetningu, málfræði og setn-
ingaskipan, forrit til að skipta orð-
um milli lína og fleira slíkt. Hér á
landi eru Púki Friðriks Skúlason-
ar og tölvuútgáfa Íslenskrar orða-
bókar Eddu hf. líklega þekktustu
dæmin um búnað af þessu tagi. Í
skýrslu Starfshóps um tungu-
tækni frá 1999, kemur fram að
enda þótt nokkuð sé til af slíkum
búnaði fyrir íslensku, séu Íslend-
ingar talsvert á eftir mörgum
þjóðum í þessu efni. Talið er að bil-
ið hafi enn breikkað frá því skýrsla
starfshópsins kom út, því framfar-
ir hafa verið örar víða erlendis.
Talgervlar eru verkfæri sem
koma í stað mannsraddar og geta
lesið upp tölvutækan texta. Tal-
gervlar eru mjög gagnlegir blindu
fólki, en þeir geta gert margt
fleira. Með þeim má láta tölvuna
lesa upp fyrir sig tölvupóst í gegn
um síma, eða lesa texta á meðan
ekið er. Talgervlar geta einnig
svarað sjálfvirkt í síma og eru að
verða hluti af símkerfum.
Á ensku og fleiri tungumálum
eru til forrit sem túlka talað mál og
rita það sem texta inn í tölvuna.
Það getur verið mikið hagræði í að
geta lesið tölvunni fyrir í stað þess
að þurfa að slá inn allan texta með
lyklaborðinu. Mörg tæki eru nú
svo smá að þar er ekki pláss fyrir
lyklaborð og því er mjög gagnlegt
að geta notað röddina til sam-
skipta við þau á einu tungumáli og
skilað honum á öðru.
Tungutækni er nátengd tölvu-
tækni og tölvuverkfræði. Hún
byggist einnig á þekkingu á mál-
vísindum og þjóðtungunni. Á þetta
reynir t.d. mjög í leiðréttingarfor-
ritum. Þá styðst greinin við ým-
islegt úr sálfræði, skynjunarfræði
og hljóðfræði, eins og hvernig fólk
skilur tal og myndar
hljóð og orð. Til dæmis
verða talgervlar ekki
áheyrilegir nema að
beitt sé þekkingu á
hljóðfræði og fram-
burði. Að auki styðst tungutækni
oft við gervigreind, t.d. þegar
reynt er að greina á milli orðalags
með mismunandi merkingu.
Tungutækni er því þverfagleg
grein.
Hagnýting tungutækninnar
byggist á umfangsmiklum mál-
rannsóknum af ýmsu tagi. Þær
rannsóknir flokkast einkum undir
tölvufræðileg málvísindi eða mál-
tölvun (computational linguistics)
og textamálfræði eða gagnamál-
fræði (corpus linguistics). Hagnýt-
ingin byggist einnig á notkun
háþróaðrar aðferðafræði tölvu-
tækni og góðar lausnir munu
byggjast á farsælli samtvinnun
málvísinda og upplýsinga- og
tölvutækni.
– Hvert var tilefni ráðstefnunn-
ar?
„Í könnun sem menntamála-
ráðuneytið lét gera fyrir tveimur
árum kom fram að Íslendingar
hafa dregist talsvert aftur úr þeim
þjóðum sem lengst eru komnar á
þessu sviði. Þetta á við bæði ýmis
verkfæri á sviði tungutækni fyrir
íslensku og einnig hefur tungu-
tækni verið kennd um árabil í ýms-
um erlendum háskólum en ekki
hér á landi. Þess vegna hefur
hvergi verið kennd tungutækni
með tilliti til íslensks máls. Til að
bæta úr þessu gekkst mennta-
málaráðherra fyrir því að veittar
voru 104 milljónir króna á fjárlög-
um þessa árs til tungutækniverk-
efna og skipaði ráðherra verkefn-
isstjórn um tungutækni til að hafa
umsjón með ráðstöfun þessa fjár.“
– Hver voru helstu markmið
ráðstefnunnar og náðust þau?
„Markmiðin voru tvö: Annars
vegar að vekja athygli á tungu-
tækniverkefninu, en til að tungu-
tækni fái byr í seglin er nauðsyn-
legt að vekja athygli
bæði málfræðinga og ís-
lenskumanna á ýmsum
sérgreinum og þeirra
fyrirtækja semlíkleg
eru til að hasla sér völl á
sviði tungutækni og fjárfesta í
verkefnum á því sviði. Hins vegar
var markmiðið að kynna þátttak-
endum þá vinnu sem fram fer inn-
anlands og erlendis á sviði tungu-
tækni. Ég tel að þessi markmið
hafi náðst. Gestir voru rúmlega
100. Þar var fólk úr öllum þeim
geirum sem við vorum að sækjast
eftir og tókst okkur því að kynna
efnið fyrir þeim.“
Ari Arnalds
Ari Arnalds fæddist 15.12.
1944 í Reykjavík. Hann lauk
B.Sc.-prófi í eðlisfræði og stærð-
fræði frá Háskólanum í Liver-
pool 1968 og M.Eng.-prófi í
rafmagnsverkfræði frá Háskól-
anum í Alberta í Kanada 1972.
Var um tíma hjá Póst- og síma-
málastofnun og stofnaði síðan
Verk- og kerfisfræðistofuna og
var framkvæmdastjóri hennar til
ársins 2000. Hefur síðan starfað
sem ráðgjafi hjá Ráðabót ehf.
Meðal verkefna hans er for-
mennska í verkefnisstjórn um
tungutækni sem er átaksverk-
efni á vegum menntamálaráðu-
neytisins.
Ég tel að
markmiðin
hafi náðst
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt karlmann til að greiða
60.000 krónur í sekt fyrir kynferð-
isbrot en hann var fundinn sekur
um að bera kynfæri sín fyrir þrem-
ur ellefu ára gömlum stúlkum í heit-
um potti Sundhallarinnar í Reykja-
vík 31. október í fyrra. Maðurinn
neitaði sök en útilokaði ekki að kyn-
færi hans hefðu berast í pottinum.
Hann sagðist hafa verið í sundferð
með tveimur drengjum umræddan
dag.
Framburður stúlknanna þriggja
var að mestu samhljóða og bar þeim
saman um að maðurinn hefði girt
niður um sig sundskýluna og viðhaft
kynferðislega tilburði að þeim sjá-
andi. Maðurinn hefði verið um einn
og hálfan metra frá þeim í pottinum
og horft mikið á þær. Þá hafi hann
verið með sundgleraugu og stund-
um setið í kafi og horft á þær. Ein
þeirra bar að henni hefðii fundist
sem maðurinn hefði verið að reyna
að láta þær sjá til sín. Eftir að þær
fóru upp úr pottinum vinkaði mað-
urinn til þeirra. Stuttu síðar kom
annar drengurinn til þeirra og sagði
þeim að maðurinn hefði beðið sig
um að segja þeim að hann yrði í
sundlauginni klukkan fjögur daginn
eftir.
Stúlkurnar létu sundþjálfara vita
af athæfi mannsins. Starfsfólk
sundlaugarinnar svipaðist um eftir
honum en án árangurs.
Vildi hitta stúlkurnar aftur
Drengurinn sem ræddi við stúlk-
urnar bar vitni fyrir dómnum. Hann
sagðist hafa verið með manninum
umrætt sinn og hefði þetta verið
eina sameiginlega sundferð þeirra.
Maðurinn hefði bent honum á stúlk-
urnar og sagt honum að segja þeim
að hitta manninn í sundlauginni
klukkan fjögur næsta dag. Dreng-
urinn sagðist ekki hafa skilið mann-
inn svo að hann ætti sjálfur að leika
við stúlkurnar, eins og maðurinn
hélt fram fyrir dómi, heldur svo að
maðurinn vildi sjálfur hitta þær.
Við ákvörðun refsingar var litið
til þess að stúlkurnar voru fremur
ungar þegar atburðurinn átti sér
stað. Maðurinn hafði ekki áður hlot-
ið refsingu, svo vitað sé og þótti
refsing hans hæfileg 60.000 krónur.
Til vara kemur 14 daga fangelsi. Þá
var honum gert að greiða 50.000
krónur í málsvarnarlaun til skipaðs
verjanda, Jóhannesar A. Sævars-
sonar.
Guðrún Sesselja Arnardóttir sótti
málið. Valtýr Sigurðsson héraðs-
dómari kvað upp dóminn.
Beraði kynfæri sín
fyrir ungum stúlkum
Dæmdur til greiðslu sextíu þúsunda króna sektar