Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Gunnar BragiKjartansson
fæddist í Reykjavík
28. febrúar 1957.
Hann lést 15. nóvem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans eru Ingi-
björg Einarsdóttir, f.
26.5. 1926, og Kjart-
an Helgason, f. 10.6.
1922. Systkini Gunn-
ars Braga eru: 1)
Björg, f. 6.5. 1950,
sonur hennar er
Kjartan Sigurðsson,
f. 5.10. 1975, í sam-
búð með Rósu Páls-
dóttur, f. 11.4. 1968, dóttir þeirra
er Kamilla Björg, f. 7.12. 1998. 2)
Ólína Ben, f. 4.7. 1951, gift Guð-
jóni Ben Sigurðssyni, f. 4.8. 1947.
3) Einar Helgi, f. 22.12. 1952,
kvæntur Rakel Salóme Robert-
son, f. 8.1. 1976, dóttir þeirra er
Sara Fönn, f. 4.8. 1995. Hálfsystir
Gunnar Braga er Kristín Kjart-
ansdóttir, f. 25.4. 1947, gift Sam-
eh Salieh Issa, f. 14.1. 1943, börn
þeirra eru: a) Sameh Vala, f. 7.4.
1969, gift Izzat, dóttir þeirra er
Yasmin Dajani Izzat, f. 27.12.
2000, þau búa í Quatar við Persa-
flóa; b) Nadia f. 26.2. 1973, við
nám í Arizona. c) Salah, f. 17.12.
1978, býr Houston í
Texas; og d) Selma,
f. 2.3. 1985. Gunnar
Bragi var í sambúð
með Ragnheiði
Skarphéðinsdóttur,
Rúrí, f. 15.6. 1964.
Dóttir þeirra er
Hildur Imma, f. 7.6.
1987. Sambýliskona
hans er Hugrún
Auður Jónsdóttir, f.
30.10. 1960. Dóttir
þeirra er Aðalheið-
ur Björg, f. 11.10.
1996.
Eftir skyldunám í
Vogaskóla hóf Gunnar Bragi nám
í múraraiðn, tók síðan próf í mat-
seld og hóf störf hjá Hafskipum á
dekki og í eldhúsi, þar til félagið
hætti starfsemi sinni. Hann vann
á ferðaskrifstofu þar til hann hóf
störf hjá Samskipum og var á
Dísarfellinu þegar það sökk und-
an suðvesturströnd Íslands. Var
hann einn þeirra er björguðust
eftir tveggja tíma volk í sjó.
Gunnar Bragi stundaði sjó eftir
það á fiskiskipum frá Hafnarfirði
og Akranesi þar til hann veiktist.
Útför Gunnars Braga fer fram
frá Langholtskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Elsku pabbi minn. Það er svo erf-
itt að geta ekki haldið lengur utan
um þig og knúsað þig og verið í fang-
inu á þér.
Mér þykir svo rosalega mikið
vænt um þig, elsku pabbi minn. Ég
veit að þér líður miklu betur þar sem
þú ert núna og mér finnst gott að þú
kvelst ekki lengur, en ég mun sakna
þín alla mína ævi.
Ég vildi að þú værir hjá mér núna
og við færum að veiða eins og við
ætluðum að gera þegar þér batnaði.
Þú varst alltaf svo jákvæður og dug-
legur og þrjóskan í þér hjálpaði þér
svo mikið með að komast áfram í líf-
inu.
Það var svo gaman þegar við fór-
um að veiða saman og þegar við fór-
um í labbitúra í náttúrunni og þegar
við spiluðum og horfðum á fótbolta-
leikina saman. Hvað þú gargaðir af
gleði þegar Manchester United
skoraði, það var svo gaman að sjá þig
glaðan.
Elsku pabbi, vertu alltaf hjá mér,
þá líður mér vel. Ég elska þig, pabbi
minn, hafðu það gott þar sem þú ert
núna og njóttu þess að geta farið til
Hollands eins og þú vildir svo mikið.
Ekki hafa áhyggjur af mér, það eru
allir svo góðir við mig. Ég held áfram
að hitta Magga Jó og Tóta og Valda
fyrir þig og alla vini þína. Þeir eru
svo góðir vinir og eru svo góðir við
mig. Kjartan frændi og Rósa eru
alltaf hjá mér og hjálpa mér eins og
þú baðst Kjarra um. Ég passa Að-
alheiði Björgu fyrir þig og ég heim-
sæki hana nógu oft, litla dúllan okkar
er svo falleg. Ég verð hjá henni eins
mikið og ég get. Og ég passa ömmu
Immu líka og alla í fjölskyldunni.
Hafðu það gott.
Þín dóttir,
Hildur Imma.
Nú þegar hann Gunnar Bragi
minn er farin frá okkur sitjum við
hér eftir og finnst ekki allt réttlátt í
þessu lífi. Hann sem hafði svo mik-
inn lífsvilja og lífsgleði. Alltaf var
hann hrókur alls fagnaðar þar sem
hann kom. Ekki þýddi að vera í fýlu í
návist Gunnars Braga. Það var bara
ekki hægt annað en að hlæja og vera
kátur í kring um hann og hann gerði
í því að vera öðruvísi en annað fólk,
til dæmis með því að klæða sig öðru-
vísi, þá gerði hann það og hafði mjög
gaman af. Traustur vinur var hann
enda vinamargur sem sýndi sig þeg-
ar hann átti ekki heimangengt vegna
veikinda sinna þá komu vinir hans
bara til hans heim og héldu honum
félagsskap þar. Þegar við bjuggum
fyrir norðan sló hann oft á þráðinn í
sveitina bara til að spjalla og að sjálf-
sögðu til að reyna að æsa frænku
sína svolítið upp. Ekki ætla ég að
segja að honum hafi ekki tekist það.
Seinna þegar veikindin ágerðust þá
sendi hann bara sms skilaboð á með-
an hann hafði heilsu til þess.
Ég ólst upp í Sandgerði en hann í
Hafnarfirði fyrst og síðan í Reykja-
vík. Mæður okkar eru systur og þess
vegna alltaf verið mikill samgangur
á milli. Ég var eina barn foreldra
minna til þrettán ára aldurs enda
kærkomið þegar þau systkinin Björg
og Gunnar Bragi komu til okkar í
heimsókn og voru stundum nokkra
daga í einu. Gunnar Bragi átti tvær
dætur Hildi Immu sem nú í dag er
orðin 14 ára og Aðalheiði Björgu sem
er 5 ára. Hann sá ekki sólina fyrir
þeim. Hildur Imma var mikil pabba-
stelpa, enda sótti hún mjög mikið til
hans eftir að móðir hennar og hann
slitu samvistum Það var líka sérstak-
lega gott samband á milli Rúrýar
(móður Hildar Immu), hennar fólks
og Gunnars Braga. Hildur Imma
naut góðs af þessu sambandi og hann
í sínum veikindum, því þau voru dug-
leg að hafa samband og koma. Að-
alheiður Björg er enn svo ung. Hún
bjó miklu lengra í burtu frá pabba
sínum og gat þess vegna ekki hlaup-
ið til hans þegar henni sýndist svo
eins og stóra systir.
Fyrir um það bil fjórum árum var
Gunnar Bragi til sjós á Dísarfellinu.
Þegar skipið fór niður milli Íslands
og Færeyja var hann um borð og
þurfti ásamt öðrum skipverjum að
bíða í sjónum í um það bil tvo tíma
eftir björgun. Fljótlega eftir það fer
heilsu hans að hraka. Hann fer að
hafa særindi í hálsi og fer aftur og
aftur til læknis en ekkert fannst að
honum. Tveimur árum seinna grein-
ist hann með krabbamein í hálsi. Eft-
ir þetta fer heilsu hans verulega að
hraka og eitt tók við af öðru. Ég dáð-
ist að því hvað hann var alltaf bjart-
sýnn sama á hverju dundi á sjúk-
dómsgöngu hans. Hann tók öllu af
stökustu ró og kvartaði aldrei. Það
er sárt að horfa á eftir svo ungum
frænda sínum og vini. Við erum öll
slegin og okkur vantar orð. Elsku
Hildur Imma, Aðalheiður Björg,
Imma, Kjartan, Björg, Ólína, Einar
Helgi, Kjartan Sig., og fjölskyldur.
Missir ykkar er mikill og megi góður
Guð styrkja ykkur í sorg ykkar.
Ykkar
Þorbjörg.
Hann elsku Gunnar Bragi minn er
dáinn. Hann var yngsti bróðir henn-
ar mömmu. Ég á bágt með að trúa
þessu ennþá. Þetta er óréttlátt. Ég
veit að þegar þetta verður að raun-
veruleika þá á ég eftir að sakna hans
mjög mikið. Hann var svo skemmti-
legur. Hann var sautján ára þegar
ég fæddist. Þá bjó hann hjá ömmu og
afa og ég var systursonurinn sem
hann dekraði alveg upp úr skónum.
Oft fór hann með mig í bæinn og
keypti föt handa mér sem mömmu
mundi aldrei hafa dottið í hug að
kaupa á mig. Alltaf horfði ég öfund-
araugum á hermannastígvélin hans
og alltaf fór ég í þau þegar færi
gafst, þó þau væru svolítið stór á
mig.
Ég er eina barn mömmu minnar
svo þegar Gunnar Bragi og Rúrý
eignuðust Hildi Immu fannst mér ég
hafa eignast systur. Gunnar Bragi
hafði mjög gaman af því að veiða á
stöng og bauð mér oft með í veiði-
túrana. Mest gaman fannst mér þó
þegar við vorum saman til sjós. Það
var skemmtun allan daginn í bók-
staflegri merkingu. Ekkert leiðin-
legt í vinnunni. Mér finnst erfitt að
geta ekki verið við jarðarförina hans
en hugur minn verður hjá ykkur á
meðan. Elsku Hildur Imma, Aðal-
heiður Björg, amma, afi, mamma,
Ólína, og Einar Helgi, Guð styrki
ykkur í ykkar miklu sorg. Mig lang-
ar að lokum að senda ykkur þetta
vers.
Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf
son sinn eingetinn til að hver sem á hann
trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.
(Jóhannes 3:16.)
Ykkar
Kjartan.
Á einn eða annan hátt glímum við
öll við spurninguna miklu um tilgang
lífsins. Slíkt íhugunarefni sækir sér-
staklega að okkur þegar dauðinn
knýr dyra og hrifsar ættingja, ástvin
eða kunningja frá okkur og skilur þá,
sem eftir lifa, í sárum. Þannig er það
í dag.
Enn einu sinni fellur maður frá á
besta aldri. Gunnar Bragi frændi var
aðeins 44 ára gamall þegar hann
varð að láta í minni pokann fyrir
skæðum og miskunnarlausum sjúk-
dómi langt um aldur fram. Það eru
um tvö ár síðan hann greindist með
krabbamein í hálsi sem svo breiddist
til annarra líffæra. Það var með ólík-
indum að sjá þennan hrausta, dug-
lega mann berjast við ofureflið í
þessari ójöfnu baráttu. En það var
sama hversu líkaminn þjáðist og lét á
sjá, ekki var að finna bilbug á Gunn-
ari Braga. Líklegt er þó að á hljóðum
kvalastundum hafi hann haft efa-
semdir um að sigra í þessari baráttu
og gert sér grein fyrir hvert stefndi.
En það er eitt að vita að leikurinn er
tapaður og svo annað að leggja upp
laupana því það var ekki í orðaforða
frænda. Það hefur þó valdið honum
ósegjanlegri sálarkvöl að geta ekki
séð sig fylgjast með uppvexti dætra
sinna eins og honum þótti vænt um
þær enda var hann sérstaklega
barngóður sem sást svo vel í sam-
skiptunum við litla frænda, Kjartan.
Það er mikill sjónarsviptir af þess-
um þróttmikla, lífsglaða og litríka
manni sem þó var einstaklega til-
finninganæmur og mátti ekkert
aumt sjá. Hann var sannur vinur lít-
ilmagnans. Í dag er Gunnar Bragi
kvaddur hinstu kveðju af ungum
dætrum, foreldrum, systkinum, ætt-
ingjum og vinum. Mikill er missir
okkar allra.
Elsku Hildur Imma, Aðalheiður
Björg, Imma og Kjartan, systkini og
aðrir sem hann syrgja: Það er bæn
okkar og ósk til Guðs að lífsgleði
Gunnars Braga, dugnaður og kjark-
ur verði okkur öllum, sem eftir lifum,
fordæmi og huggun. Minning um
góðan og heilsteyptan dreng mun
lengi lifa.
Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig
mun lifa þótt hann deyi.
(Jóh. 11. 25.)
Einar Valgeir og
Karen Elizabeth.
Enn fækkar í áhöfn Hafskips og
nú síðast hefur einn af okkar hress-
ustu félögum, Gunnar Bragi Kjart-
ansson, kvatt þennan heim og haldið
á fund eilífðarinnar. Gunnar Bragi
sigldi um heimsins höf á ýmsum
skipum Hafskips hf. fram til þess
tíma er skipafélagið steytti á skeri í
pólitísku fárviðri sem gekk yfir þjóð-
félagið. Hann var lengst af á m/s
Laxá og þótti ætíð vinsæll meðal
starfsfólks félagsins bæði til sjós og
lands. Það sem einkenndi Gunnar
var að hann var mikill baráttumaður
og byltingarsinni með hjarta úr gulli.
Hetjan hans var byltingarmaðurinn
Che Guevara, sem eitt sinn var
hægri hönd Kastrós. Gunnar þoldi
illa tilgerð í mannlegum samskipt-
um.
Hann var einstaklega raungóður
og hjálpsamur drengur, sem reyndi
ekki að skjóta sér undan ábyrgð eða
verkefnum sem biðu úrlausnar.
Gunnar var dugnaðarforkur sem
stóð vel fyrir sínu og meira en það að
mati samstarfsfólks hans. Ef eitt-
hvað gekk illa sagði hann oft stund-
arhátt: „Gunni Bragi allt í lagi“ og
gekk í að leysa málið. Þá hafði hann
einn stóran kost, en hann var sá að
vera yfirhöfuð alltaf í góðu skapi og
sjá ætíð spaugilegar hliðar á öllum
málum.
Með Gunnari Braga er genginn
góður drengur, sem var traustur
liðsmaður í Hafskipsáhöfninni. Fyrr-
verandi samstarfsfólk hjá Hafskip
kveður hann með sorg í hjarta, en
minningar um góðan lifa. Við send-
um fjölskyldu hans okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur á sorgar-
stundu.
Fyrrverandi starfsfólk
Hafskips hf.
Til grafar er borinn í dag Gunnar
Bragi Kjartansson. Ég kynntist hon-
um fyrir allmörgum árum þegar
hann starfaði á ferðaskrifstofu föð-
urs síns, Kjartans Helgasonar.
Vinnustaður þeirra feðga var ekki
bara ferðaskrifa, þar var eins konar
sagnamiðstöð. Þangað komu margir
til að spjalla um landsins gagn og
nauðsynjar og fræðast um menn og
málefni fyrri tíðar en Kjartan faðir
hans er hafsjór af fróðleik um menn,
ættir, störf og hvaðeina sem til um-
ræðu var hverju sinni. Gunnar Bragi
hafði numið mikinn fróðleik af föður
sínum og tók þátt í umræðum af
þeim krafti og orðkynngi sem ein-
kenndi hann. Hann var röskur mað-
ur til verka og lá best á honum þegar
hann fékk vandasöm verk, ekki síst
varðandi hinn svokallaða fargjalda-
frumskóg flugfélaga, en þann frum-
skóg hafði hann kannað betur en
flestir sem ég þekki.
Gunnar Bragi var skapmaður,
fljóthuga og forkur til þeirra verka
sem hann tók sér fyrir hendur en
hann var umfram allt í okkar sam-
skiptum glaðsinna og skemmtilegur
og blésu frá honum ferskir vindar og
hressandi. Eina ferð fór ég með hon-
um til útlanda en þar var hann að
reka erindi ferðaskrifstofu þeirra
feðga, þá kom vel í ljós hve fróður
hann var um sögu þjóða, bæði fjær
og nær í tíma. Var sú ferð mér bæði
til fróðleiks og mikillar ánægju.
Eftir að starfsemi ferðaskrifstof-
unnar var hætt vann Gunnar Bragi
við störf í byggingariðnaði og við sjó-
mennsku en hann var háseti á ms.
Dísarfelli þegar það fórst í vondu
veðri í mars 1997.
Sú raun að berjast fyrir lífi sínu í
ólgandi vetrarsjóum og vita ekki um
afdrif sumra félaga sinna skilur eftir
djúp spor, ég held að Gunnar Bragi
hafi aldrei orðið samur eftir þessa
þrekraun.
Þeim sem hafa öra lund eins og
Gunnar Bragi er fátt nauðsynlegra
en eiga sér skjól og geta verið með
sjálfum sér. Það skjól átti hann við
íslensku fjallavötnin. Hann axlaði
gjarna skinn sín og veiðistöng og
hélt á vit náttúrunnar og naut kyrrð-
ar og fegurðar. Veiðisögurnar voru
sagðar af þeirri orðkynngi og þeim
leiftrandi áhuga og honum einum var
lagið.
En sjaldan er ein báran stök, það
var ekki nóg að berjast fyrir lífi sínu í
ólgandi úthafsöldum því nokkru
seinna fékk Gunnar Bragi krabba-
mein, þann illvíga sjúkdóm, sem
hafði að lokum sigur yfir lífinu þrátt
fyrir hetjulega baráttu hans.
Um leið og ég kveð vin minn
Gunnar Braga sendum við Margrét
fjölskyldu hans okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Baldur Jónasson.
Í dag, elsku Gunsó, kveð ég þig í
hinsta sinn. Það er erfitt og sárt að
hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að
heyra í þér aftur. Síðan mamma þín,
sem átti stórt pláss í hjarta þér,
hringdi og tilkynnti andlát þitt er ég
búin að rifja upp margar stundir
með þér og mörg símtöl. Í gegnum
tárin og sársaukann hef ég reynt að
hugsa um stundir sem koma mér til
að brosa og jafnvel hlæja því að svo-
leiðis undirbjóst þú mig undir andlát
þitt. Ég hef reynt að útskýra þetta
fyrir börnunum mínum, sem þú
varst alltaf svo góður og þolinmæð-
ina vantaði aldrei hjá þér. Elsku
Gunsó, það er margt sem þú skilur
eftir hjá mér, bæði sem þú bjóst til
handa mér en þó mikilvægast af öllu
er að þú skildir eftir reynslu, gleði og
góðar tilfinningar. Þú hefur alltaf
hvatt mig áfram í því sem ég hef tek-
ið mér fyrir hendur og ég held áfram
í því með þig mér við hlið. Fólk
þekkti þig fyrir dugnað, eljusemi,
sem tryggan vin og svo mætti lengi
telja. Þegar við gengum í gegnum
veikindi þín fyrst grét ég nánast úr
mér augun og þá huggaðir þú mig,
dæmigert fyrir þig að hugsa alltaf
um aðra. Og enn græt ég en brosi
líka við það að rifja upp stundirnar
með þér sem alltaf gáfu mér mikið.
Ég þakka þér fyrir að hleypa mér að
þér og inn í þitt líf. Oft höfum við
rætt erfið tifinningamál og réttsýnin
var alltaf mjög mikil hjá þér. Þú
varst góður faðir og stráðir birtu og
gleði í kringum stelpurnar þínar sem
voru þér allt. Missir þeirra er mikill.
En eins og við vorum vön að segja
áður en við kvöddumst, segi ég í síð-
asta sinn; Love you (og heyri þig
segja á móti) Love you too.
Ég vil votta fjölskyldu og vinum
Gunnars Braga mína dýpstu samúð
og megi guð styrkja ykkur og leiða í
gegnum þennan mikla missi. Elsku
Gunsó, megi leið þín verða stráð
gleði og birtu. Þín vinkona,
Katla Bjarnadóttir.
Í dag kveð ég góðan vin, Gunnar
Braga eða Gunsó eins og hann var
kallaður. Kæri vinur, ég gæti skrifað
langa grein um það hve heilsteyptur
og góður vinur þú hefur reynst. Ég
ætla að geyma það með mér og á eft-
ir að minnast allra þeirra stunda sem
við áttum saman. Ég og fjölskylda
mún áttum þig alltaf að og þú varst
börnunum okkar alltaf góður og þol-
inmæðin óendanleg. Hjálpsemin
ásamt réttsýni, glaðværð og trygg-
lyndi var það sem einkenndi þig.
Ferðin sem við fórum á Strandir að
veiða er mér ofarlega í huga og er ég
þakklátur fyrir að hafa átt þig sem
vin. Dætur þínar voru þér allt og
munu þær eiga mjög erfiða tíma
framundan þar sem missir þeirra er
mikill. Öllum aðstandendum Gunn-
ars Braga votta ég mína dýpstu sam-
úð og megi æðri máttur ganga ykkur
við hlið í gegnum þessi þungu spor.
Kæri vinur, ég þakka þér fyrir
samfylgdina.
Þinn vinur,
Heiðar Árnason.
Í dag mun ég kveðja kæran vin,
Gunnar Braga eða Gunsó eins og
hann var kallaður. Þær voru örfáar
og allar góðar stundirnar sem við
áttum saman og mun ég minnast
þeirra með bros á vör. Það var alltaf
nóg að gerast í kringum þig og ekki
vantaði kraftinn sem þú lagðir í allt
sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú
varst tryggur vinur og réttlætis-
kenndin var alltaf fyrir hendi hjá
þér. Dætur þínar voru þér allt og
missir þeirra mikill. Það var alltaf
gott að leita til þín og ég er stoltur af
því að hafa átt þig sem vin.
Ég votta aðstandendum Gunnars
Braga mína dýpstu samúð og megi
guð styrkja ykkur í gegnum þessar
erfiðu stundir. Kæri vinur, ég þakka
þér samfylgdina.
Þinn vinur,
Þórður Sigurjónsson.
GUNNAR BRAGI
KJARTANSSON