Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 53 Hluthafafundur verður haldinn í Opnum kerfum hf., Reykjavík, fimmtudaginn 29. nóvember 2001 kl. 16.00. Fundarstaður: Opin kerfi, Höfðabakka 9, jarðhæð. Dagskrá: • Tillaga stjórnar félagsins um nýja heimild til aukningar hlutafjár í félaginu um allt að 30.000.000 krónur að nafnverði, sem stjórninni verði heimilað að ráðstafa á gengi sem stjórnin ákveður til kaupa á öðru félagi. Í tillögunni felst einnig að hluthafar falli frá forkaupsrétti að þessum aukningarhlutum. • Tillaga stjórnar félagsins um heimild til kaupa á hlutafé í félaginu sjálfu allt að þrjátíu milljónir króna að nafnverði, á gengi sem stjórn félagsins samþykkir. • Tillaga stjórnar félagsins um nýja heimild til að afla allt að 500.000.000 króna með útgáfu og sölu nýs hlutafjár, á gengi sem stjórn félagsins ákvarði. Í tillögunni felst einnig að hluthafar falli frá forkaupsrétti að þessum aukningarhlutum. Heimildin gildi frá og með 1. janúar 2003 og til 31. desember 2004. Aukningin verði aðeins notuð í því skyni að standa við skuldbindingar félagsins um verðmæti hluta félagsins í tengslum við kaup á öðrum félögum. Tillögur þessar ásamt gögnum sem áskilin eru í 2. mgr. 33. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir fundinn. Stjórn Opinna kerfa hf. Hluthafafundur EFTIRFARANDI ályktun um snemmómskoðun var samþykkt á landsþingi Þroskahjálpar: „Landssamtökin Þroskahjálp telja að framfarir í læknavísindum eigi að þjóna lífinu og stuðla að bættri heilsu, aukinni velferð og hamingju allra þegna. Samtökin hafa fylgst með þeirri þróun sem orðið hefur innan erfða- rannsókna og fósturgreiningar, þar sem miklu hugviti og fjármunum hefur verið varið í að þróa fjöl- breyttar aðferðir til að finna frávik í litningum. Engum vafa er undirorp- ið að tilgangurinn er fyrst og fremst sá að gefa sem flestum foreldrum tækifæri á að ljúka meðgöngu með fóstureyðingu ef um frávik er að ræða. Það viðhorf sem er að baki þess- um rannsóknum er ekki til þess fall- ið að auka virðingu fyrir fólki með fötlun, sem hefur sama rétt til lífsins og aðrir. Sérstaklega á þetta við um fólk með litningafrávik eins og Downs-heilkenni. Vandi fólks með Downs-heilkenni nú á dögum er fyrst og fremst félagslegur vegna lægri greindar en ekki læknisfræði- legur. Þeir sem eru með Downs-heil- kenni eru ekki sjúkir einstaklingar. Landssamtökin Þroskahjálp telja það ekki verkefni heilbrigðisyfir- valda að leita að einstaklingum með lága greind í móðurkviði. Þeir sem vilja að öllum verðandi mæðrum verði gert kleift að vita snemma á meðgöngu hvort þær gangi með fóstur með litningafrávik hafa sagt, að vanda verði til óhlut- drægrar ráðgjafar. Leiða má rök að því að forsendur slíkrar ráðgjafar séu ekki til staðar þar sem leitin sjálf sé gildishlaðin. Það viðhorf að samfélagið eigi að vera á varðbergi gegn því að slík börn fæðist bendir til fordóma gagnvart þeim. Hætt er við að ráðgjöfin taki alltaf mið af þessum viðhorfum og lífssýn. Framtíð einstaklings með Downs- heilkenni er óljósari en fósturs án litningafráviks. Greindardreifing þeirra er meiri en ófatlaðra barna og ýmsir samfélagslegir þættir svo sem skóla- og félagsmálakerfi hafa meiri áhrif á líf þeirra en ófatlaðra barna. Ekki er sjálfgefið að heilbrigðis- starfsmenn séu best til þess fallnir að skipuleggja og veita ráðgjöf um hugsanlega framtíð þessara barna. Landssamtökin Þroskahjálp álíta að snemmómskoðun fyrir allar þungaðar konur til að leita að litn- ingafrávikum varði manngildið í okkar þjóðfélagi. Samtökin telja af- ar óeðlilegt að heilbrigðisstarfs- menn einir eigi að ákvarða slíka hluti. Þau skora á þjóðkjörna full- trúa að móta stefnu í þessum mál- um. Brýnt er að höfð verði samvinna við hagsmunasamtök fólks með þroskahömlun eins og tilmæli al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) gerir ráð fyrir.“ Ályktun frá landsþingi Þroskahjálpar um snemmómskoðun Framfarir í læknavís- indum þjóni lífinu STJÓRN Svalanna, félags fyrrver- andi og núverandi flugfreyja, af- henti nýlega Barna- og unglinga- geðdeild v/Dalbraut ýmis tæki að gjöf sem koma þar að góðum not- um. Kaupin á gjöfunum fjármagna Svölurnar með sölu á jólakortum, segir í fréttatilkynningu. Barna- og unglingageð- deild fær góða gjöf SAMSTARFSNEFND um Norður- landafræðslu erlendis, sem starfar á vegum Norrænu ráðherranefndar- innar í Kaupmannahöfn, gengst fyr- ir fjórum málþingum um Norður- lönd, sögu, samfélög og menningu, í Japan í lok nóvember og byrjun des- ember. Fyrsta málþingið verður í Wasedaháskólanum 26. nóvember, 27. nóvember verður haldið málþing í Tokaiháskóla, 30. nóvember í sænska sendiráðinu í Tokyo og 3. desember í Osakaháskóla fyrir er- lend fræði. Gefinn hefur verið út bæklingur á japönsku til kynningar á málþing- unum. Tarja Halonen, forseti Finn- lands ritar þar inngangsorð. Finnar eru í forsæti í norrænni samvinnu á þessu ári og Finnlands- forseti er mjög áfram um norrænt samstarf. Norræn sendiráð í Japan og há- skólarnir þrír hafa aðstoðað nefnd- ina við að undirbúa málþingin. Sas- akawasjóðurinn hefur veitt styrk til að fjármagna þátttöku Íslands í mál- þingunum. Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals, sem sæti á í samstarfsnefndinni um Norðurlandafræðslu erlendis, og Anna-Maija Raanamo, finnskur fulltrúi í nefndinni og formaður hennar, hafa haft vanda af skipu- lagningu málþinganna af hálfu nefndarinnar. Málþingið fer fram á ensku en er- indin verða túlkuð jafnharðan á jap- önsku. Málþing í Japan NÁMSKEIÐ um spítalasýking- ar og varnir við þeim verður haldið hjá Endurmenntun HÍ dagana 26. – 29. nóvember. Far- ið verður í greiningu spítalasýk- inga, faraldsfræðilegar rann- sóknir og leiðir til að takmarka útbreiðslu sýklastofna sem myndað hafa ónæmi. Umsjón með námskeiðinu hefur Martha Ásdís Hjálmars- dóttir meinatæknir og lektor við Tækniskóla Íslands. Meðal fyr- irlesara eru Hjördís Harðar- dóttir, Magnús Gottfreðsson, Karl G. Kristinsson, Ása Atla- dóttir, Linn Getz, Guðrún Sig- mundsdóttir og Þorsteinn Blön- dal. Frekari upplýsingar um dag- skrá námskeiðsins eru á vefsíð- unum www.endurmenntun.is. Varnir við spít- alasýkingum STYRKTARSJÓÐURINN 12. sept- ember – CCI-International heldur tónleikana í Háskólabíói laugardag- inn 24. nóvember kl. 21. Hljómsveit- in Simply Led www.simplyled.net. frá Bretlandi leikur eingöngu lög eft- ir Led Zeppelin á tónleikum. Allur ágóði af tónleikum verður gefinn Götusmiðjunni sem rekur meðferðarheimili að Árvöllum á Kjalarnesi. Háskólabíó lánar stóra salinn, Hótel Reykjavík gefur hljóm- sveitinni gistinguna og Samskip flytja sendiferðabifreið þeirra með hljóðfærunum endurgjaldslaust. Tónleikarnir eru fyrsta verkefni Styrktarsjóðsins. Miðaverð er 2.000 kr. Tónleikar í anda Led Zeppelin JÓLAMERKI Thorvaldsensfélags- ins er komið út. Félagið hefur gefið út jólamerki um áratuga skeið. Mynd Daða Guðbjörnsson, Jólakettir, prýðir kortið að þessu sinni. Allur ágóði af sölu merkjanna í ár fer til Barnadeildar Landspít- alans í Fossvogi og Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Jólamerkin eru til sölu á öllum pósthúsum landsins, í Thorvald- sensbasarnum, Austurstræti 4, og hjá félagskonum. Á heimasíðu fé- lagsins www.thorvaldsens.is er hægt að skoða jólamerkin. Einnig er hægt að panta jólamerki á net- fangi, thorvaldsens@isl.is. Jólamerki Thorvald- sensfélagsins KÓR Snælandsskóla hefur gefið út jólakort til styrktar starfi kórsins. Kortið prýðir mósaíkmynd sem ber heitið Jólanótt og er eftir kór- félaga, Sigríði Rún Siggeirsdóttur. Í hverjum pakka eru 10 kort og kostar pakkinn kr. 500. Kortin eru til sölu hjá kórfélögum, á skrifstofu Snælandsskóla í Kópavogi, og í Kvöldskóla Kópavogs. Jólakort Kórs Snælandsskóla GENGI GJALDMIÐLA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.