Morgunblaðið - 22.11.2001, Side 53
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 53
Hluthafafundur verður haldinn í Opnum kerfum hf., Reykjavík,
fimmtudaginn 29. nóvember 2001 kl. 16.00.
Fundarstaður: Opin kerfi, Höfðabakka 9, jarðhæð.
Dagskrá:
• Tillaga stjórnar félagsins um nýja heimild til aukningar hlutafjár í
félaginu um allt að 30.000.000 krónur að nafnverði, sem stjórninni
verði heimilað að ráðstafa á gengi sem stjórnin ákveður til kaupa
á öðru félagi. Í tillögunni felst einnig að hluthafar falli frá forkaupsrétti
að þessum aukningarhlutum.
• Tillaga stjórnar félagsins um heimild til kaupa á hlutafé í félaginu
sjálfu allt að þrjátíu milljónir króna að nafnverði, á gengi sem stjórn
félagsins samþykkir.
• Tillaga stjórnar félagsins um nýja heimild til að afla allt að
500.000.000 króna með útgáfu og sölu nýs hlutafjár, á gengi
sem stjórn félagsins ákvarði. Í tillögunni felst einnig að hluthafar
falli frá forkaupsrétti að þessum aukningarhlutum. Heimildin gildi
frá og með 1. janúar 2003 og til 31. desember 2004. Aukningin
verði aðeins notuð í því skyni að standa við skuldbindingar félagsins
um verðmæti hluta félagsins í tengslum við kaup á öðrum félögum.
Tillögur þessar ásamt gögnum sem áskilin eru í 2. mgr. 33. gr. laga
nr. 2/1995 um hlutafélög liggja frammi á skrifstofu félagsins viku
fyrir fundinn.
Stjórn Opinna kerfa hf.
Hluthafafundur
EFTIRFARANDI ályktun um
snemmómskoðun var samþykkt á
landsþingi Þroskahjálpar:
„Landssamtökin Þroskahjálp
telja að framfarir í læknavísindum
eigi að þjóna lífinu og stuðla að
bættri heilsu, aukinni velferð og
hamingju allra þegna.
Samtökin hafa fylgst með þeirri
þróun sem orðið hefur innan erfða-
rannsókna og fósturgreiningar, þar
sem miklu hugviti og fjármunum
hefur verið varið í að þróa fjöl-
breyttar aðferðir til að finna frávik í
litningum. Engum vafa er undirorp-
ið að tilgangurinn er fyrst og fremst
sá að gefa sem flestum foreldrum
tækifæri á að ljúka meðgöngu með
fóstureyðingu ef um frávik er að
ræða.
Það viðhorf sem er að baki þess-
um rannsóknum er ekki til þess fall-
ið að auka virðingu fyrir fólki með
fötlun, sem hefur sama rétt til lífsins
og aðrir. Sérstaklega á þetta við um
fólk með litningafrávik eins og
Downs-heilkenni. Vandi fólks með
Downs-heilkenni nú á dögum er
fyrst og fremst félagslegur vegna
lægri greindar en ekki læknisfræði-
legur. Þeir sem eru með Downs-heil-
kenni eru ekki sjúkir einstaklingar.
Landssamtökin Þroskahjálp telja
það ekki verkefni heilbrigðisyfir-
valda að leita að einstaklingum með
lága greind í móðurkviði.
Þeir sem vilja að öllum verðandi
mæðrum verði gert kleift að vita
snemma á meðgöngu hvort þær
gangi með fóstur með litningafrávik
hafa sagt, að vanda verði til óhlut-
drægrar ráðgjafar. Leiða má rök að
því að forsendur slíkrar ráðgjafar
séu ekki til staðar þar sem leitin
sjálf sé gildishlaðin. Það viðhorf að
samfélagið eigi að vera á varðbergi
gegn því að slík börn fæðist bendir
til fordóma gagnvart þeim. Hætt er
við að ráðgjöfin taki alltaf mið af
þessum viðhorfum og lífssýn.
Framtíð einstaklings með Downs-
heilkenni er óljósari en fósturs án
litningafráviks. Greindardreifing
þeirra er meiri en ófatlaðra barna og
ýmsir samfélagslegir þættir svo sem
skóla- og félagsmálakerfi hafa meiri
áhrif á líf þeirra en ófatlaðra barna.
Ekki er sjálfgefið að heilbrigðis-
starfsmenn séu best til þess fallnir
að skipuleggja og veita ráðgjöf um
hugsanlega framtíð þessara barna.
Landssamtökin Þroskahjálp álíta
að snemmómskoðun fyrir allar
þungaðar konur til að leita að litn-
ingafrávikum varði manngildið í
okkar þjóðfélagi. Samtökin telja af-
ar óeðlilegt að heilbrigðisstarfs-
menn einir eigi að ákvarða slíka
hluti. Þau skora á þjóðkjörna full-
trúa að móta stefnu í þessum mál-
um. Brýnt er að höfð verði samvinna
við hagsmunasamtök fólks með
þroskahömlun eins og tilmæli al-
þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar
(WHO) gerir ráð fyrir.“
Ályktun frá landsþingi Þroskahjálpar um snemmómskoðun
Framfarir í læknavís-
indum þjóni lífinu
STJÓRN Svalanna, félags fyrrver-
andi og núverandi flugfreyja, af-
henti nýlega Barna- og unglinga-
geðdeild v/Dalbraut ýmis tæki að
gjöf sem koma þar að góðum not-
um. Kaupin á gjöfunum fjármagna
Svölurnar með sölu á jólakortum,
segir í fréttatilkynningu.
Barna- og unglingageð-
deild fær góða gjöf
SAMSTARFSNEFND um Norður-
landafræðslu erlendis, sem starfar á
vegum Norrænu ráðherranefndar-
innar í Kaupmannahöfn, gengst fyr-
ir fjórum málþingum um Norður-
lönd, sögu, samfélög og menningu, í
Japan í lok nóvember og byrjun des-
ember. Fyrsta málþingið verður í
Wasedaháskólanum 26. nóvember,
27. nóvember verður haldið málþing
í Tokaiháskóla, 30. nóvember í
sænska sendiráðinu í Tokyo og 3.
desember í Osakaháskóla fyrir er-
lend fræði.
Gefinn hefur verið út bæklingur á
japönsku til kynningar á málþing-
unum. Tarja Halonen, forseti Finn-
lands ritar þar inngangsorð.
Finnar eru í forsæti í norrænni
samvinnu á þessu ári og Finnlands-
forseti er mjög áfram um norrænt
samstarf.
Norræn sendiráð í Japan og há-
skólarnir þrír hafa aðstoðað nefnd-
ina við að undirbúa málþingin. Sas-
akawasjóðurinn hefur veitt styrk til
að fjármagna þátttöku Íslands í mál-
þingunum.
Úlfar Bragason, forstöðumaður
Stofnunar Sigurðar Nordals, sem
sæti á í samstarfsnefndinni um
Norðurlandafræðslu erlendis, og
Anna-Maija Raanamo, finnskur
fulltrúi í nefndinni og formaður
hennar, hafa haft vanda af skipu-
lagningu málþinganna af hálfu
nefndarinnar.
Málþingið fer fram á ensku en er-
indin verða túlkuð jafnharðan á jap-
önsku.
Málþing
í Japan
NÁMSKEIÐ um spítalasýking-
ar og varnir við þeim verður
haldið hjá Endurmenntun HÍ
dagana 26. – 29. nóvember. Far-
ið verður í greiningu spítalasýk-
inga, faraldsfræðilegar rann-
sóknir og leiðir til að takmarka
útbreiðslu sýklastofna sem
myndað hafa ónæmi.
Umsjón með námskeiðinu
hefur Martha Ásdís Hjálmars-
dóttir meinatæknir og lektor við
Tækniskóla Íslands. Meðal fyr-
irlesara eru Hjördís Harðar-
dóttir, Magnús Gottfreðsson,
Karl G. Kristinsson, Ása Atla-
dóttir, Linn Getz, Guðrún Sig-
mundsdóttir og Þorsteinn Blön-
dal.
Frekari upplýsingar um dag-
skrá námskeiðsins eru á vefsíð-
unum www.endurmenntun.is.
Varnir við spít-
alasýkingum
STYRKTARSJÓÐURINN 12. sept-
ember – CCI-International heldur
tónleikana í Háskólabíói laugardag-
inn 24. nóvember kl. 21. Hljómsveit-
in Simply Led www.simplyled.net.
frá Bretlandi leikur eingöngu lög eft-
ir Led Zeppelin á tónleikum.
Allur ágóði af tónleikum verður
gefinn Götusmiðjunni sem rekur
meðferðarheimili að Árvöllum á
Kjalarnesi. Háskólabíó lánar stóra
salinn, Hótel Reykjavík gefur hljóm-
sveitinni gistinguna og Samskip
flytja sendiferðabifreið þeirra með
hljóðfærunum endurgjaldslaust.
Tónleikarnir eru fyrsta verkefni
Styrktarsjóðsins. Miðaverð er 2.000
kr.
Tónleikar í anda
Led Zeppelin
JÓLAMERKI Thorvaldsensfélags-
ins er komið út. Félagið hefur
gefið út jólamerki um áratuga
skeið. Mynd Daða Guðbjörnsson,
Jólakettir, prýðir kortið að þessu
sinni.
Allur ágóði af sölu merkjanna í
ár fer til Barnadeildar Landspít-
alans í Fossvogi og Barna- og
unglingageðdeildar Landspítalans.
Jólamerkin eru til sölu á öllum
pósthúsum landsins, í Thorvald-
sensbasarnum, Austurstræti 4, og
hjá félagskonum. Á heimasíðu fé-
lagsins www.thorvaldsens.is er
hægt að skoða jólamerkin. Einnig
er hægt að panta jólamerki á net-
fangi, thorvaldsens@isl.is.
Jólamerki
Thorvald-
sensfélagsins
KÓR Snælandsskóla hefur gefið út
jólakort til styrktar starfi kórsins.
Kortið prýðir mósaíkmynd sem
ber heitið Jólanótt og er eftir kór-
félaga, Sigríði Rún Siggeirsdóttur.
Í hverjum pakka eru 10 kort og
kostar pakkinn kr. 500. Kortin eru til
sölu hjá kórfélögum, á skrifstofu
Snælandsskóla í Kópavogi, og í
Kvöldskóla Kópavogs.
Jólakort Kórs
Snælandsskóla
GENGI
GJALDMIÐLA mbl.is