Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ STEINUNN Krist- jánsdóttir formaður stjórnar Reykjavíkur- Akademíunnar og Odd- ný Mjöll Arnardóttir framkvæmdastjóri aka- demíunnar gagrýndu nýlega í blaðagreinum á þessum vettvangi út- hlutunarstefnu Vísinda- sjóðs. Gagnrýnin beind- ist meðal annars að nýjum öndvegisstyrkj- um sjóðsins auk ákvörðunar Rannsókn- arráðs að miða upphæð- ir verkefnastyrkja við ákveðnar upphæðir sem eru í öllum tilvikum lægri en árslaun við rannsóknastörf. Það er rétt að sjálfstætt starfandi fræðimenn geta ekki unnið fulla vinnu við rannsóknir á verkefna- styrkjunum einum saman. Slíkir styrkir krefjast mótframlags stofn- unar eða fyrirtækis eða annarra styrkja til að brúa bilið. Sem betur fer veitir Vísindasjóður þó einnig á ann- an tug rannsóknastöðustyrkja, hvern þeirra til þriggja ára. Þessir styrkir eru hlutfallslega flestir á sviðum hug- og félagsvísinda. Vísindasjóður hefur rýrnað mjög undanfarin ár sé hann mældur í árs- verkum. Ein ástæða breyttrar úthlut- unarstefnu er tilraun Rannsóknar- ráðs til að bregðast við hinum auknum launakostnaði styrkþega. Það eru einkum tveir hópar sem þiggja laun sín úr Vísindasjóði, ann- ars vegar sjálfstætt starfandi fræðimenn, hins vegar stúdentar og aðstoðarmenn við rann- sóknir háskólakennara og sérfræðinga á rann- sóknastofnunum. Með- alstyrkir úr sjóðnum hafa ekki náð einni milljón króna undanfar- in ár þótt meðalupphæð umsókna hafi verið rúmlega tvöföld sú upp- hæð. Þannig hafa styrk- irnir einungis hrokkið fyrir hluta árslauna. Með óbreyttri úthlutunarstefnu hefðu styrkir Vísindasjóðs greitt enn lægra hlutfall árslauna en hingað til. Breytingarnar fækka vissulega styrkjunum, en munu í áföngum tryggja allt að 10 öndvegisstyrki sem miða má við tvenn árslaun ungra vís- indamanna að jafnaði. Þær hækka væntanlega einnig meðalstyrk til verkefna. Opinberar rannsóknastofnanir og háskólastofnanir, hafa í flestum til- vikum litla sem enga fjárveitingu um- fram laun vísindamannsins til að kosta grunnrannsóknaverkefni. Starfsmenn þeirra eru því háðir um- sóknum í sjóði á borð við Vísindasjóð í samkeppni við aðra vísindamenn til að geta sinnt skyldu sinni. Þetta á til dæmis við um þær stofnanir Háskóla Íslands sem eru vígi grunnrannsókna í raunvísindum á Íslandi, Raunvís- indastofnun og Líffræðistofnun. Án verkefnastyrkja úr samkeppnissjóð- um yrðu kennarar og sérfræðingar sem þar vinna að stunda vinnu sína án stúdenta eða aðstoðarmanna við rannsóknirnar. Í mörgum tilvikum er það ekki hægt, í flestum tilvikum ekki raunhæft og sjaldnast er það líklegt til árangurs. Því er krafa Steinunnar Kristjánsdóttur um að Vísindasjóður styrki fyrst og fremst grunnrann- sóknir í hug- og félagsvísindum ekki raunhæf og reyndar dálítið þröngsýn. Sjóðurinn verður að styrkja allar grunnrannsóknir í fremstu röð þar sem þeim verður best fyrir komið þannig að styrkveitingin stuðli að sem mestum gæðum rannsóknanna. Eg er ekki í nokkrum vafa að oft er rannsóknum í hug- og félagsvísindum ágætlega borgið með því að styrkja hæfa sjálfstætt starfandi fræðimenn sem sækja í samkeppni við háskóla- kennara til dæmis. En í öðrum rann- sóknum er vogarafl styrkveitinganna mest þegar þær greiða fyrir myndun rannsóknahópa. Þetta á til dæmis við um jarðvísindi og tilraunavísindi. Öndvegisstyrkir Vísindasjóðs eru ætlaðir til verkefna sem skara framúr og eru líkleg til að skila íslenskum rannsóknum í fremstu röð á viðkom- andi fræðasviði. Þetta er í raun eina krafan sem gildir um styrkina, en hún er vitanlega ströng. Rannsóknarráð telur að styrkirnir komi sér best ef um er að ræða samstarf hóps um verkefni sem felur í sér menntun meistara- eða doktorsnema. Ekkert hindrar að sjálfstætt starfandi vís- indamenn tali þátt í slíku samstarfi, en það auðvitað líklegt að hópurinn verði sterkari ef styrkurinn þarf ekki að standa straum af öllum kostnaði verkefnisins. Allt er þetta metið með gæði verkefnis og færni umsækjenda efst í huga. Það er því mjög ofmælt hjá báðum fulltrúum Reykjavík- urAkademíunnar að viðmiðanir Rannsóknarráðs varðandi öndvegis- styrkina útiloki aðra en háskólastofn- anir og stöndugustu fyrirtæki lands- ins. Styrkirnir gætu einmitt stuðlað að samstarfi sjálfstætt starfandi fræðimanna við þessa aðila. Endurskoðun laga um rannsókna- starf á Íslandi er komin á lokastig. Þar er gert ráð fyrir að nýr rann- sóknasjóður muni styðja grunnrann- sóknir og hagnýtar rannsóknir. Steinunn og Oddný Mjöll virðast telja að fyrirhugaður rannsóknasjóður muni hvorki styrkja rannsóknir sem stundaðar eru á opinberum rann- sóknastofnunum né háskólastofnun- um. Telja þær jafnframt að áherslur núverandi Rannsóknarráðs gangi þvert á hugmyndir menntamálaráð- herra í væntanlegum lögum. Svo er ekki. Sjóðurinn mun styrkja rann- sóknir einstaklinga og rannsókna- hópa sem starfa sjálfstætt eða í fyr- irtækjum, stofnunum og háskólum. Megintilgang laganna tel eg vera að tryggja að hæfni umsækjenda til að leysa verkefnin samkvæmt mati á menntun þeirra, reynslu og fyrri ár- angri; vísindaleg gæði umsókna og aðstaða umsækjenda til að ná settu marki liggi ávallt til grundvallar vís- indalegu mati á umsóknunum. Ráð- herrann sagði einmitt við kynningu öndvegisstyrkja Vísindasjóðs að hann teldi Rannsóknarráð vera á réttri braut í nýjum áherslum sínum. Eg fullvissa forsvarsmenn Reykja- víkurAkademíunnar og aðra um að ráðið hefur freistað þess í vinnu við áherslur sínar undanfarið ár að und- irbyggja fagleg og vönduð vinnu- brögð sem nýskipan rannsóknamála á Íslandi mun taka mið af. Úthlutunarstefna Vísindasjóðs Hafliði Pétur Gíslason Styrkúthlutanir Gert er ráð fyrir að nýr rannsóknasjóður, segir Hafliði Pétur Gíslason, muni styðja grunn- rannsóknir og hagnýtar rannsóknir. Höfundur er prófessor í eðlisfræði og formaður Rannsóknarráðs Íslands. EITT af því sem ég hef þurft að sinna í starfi mínu sem lögmað- ur, er að gæta réttar borgara gagnvart lög- reglu. Á síðasta ári einu voru greidd úr ríkis- sjóði til skrifstofu minn- ar nokkur hundruð þús- und í formi skaðabóta og gjafsóknarlauna vegna réttarbrota lög- reglunnar í Reykjavík og ég er aðeins einn af mörgum lögmönnum hér í borg, sem hafa þurft að sinna þessum málflokki. Sem stendur rek ég fyrir dómstólum tvö mál, sem varða sama og er kröfu- gerð í öðru þeirra yfir 10 milljónir. Hitt varðar hald, sem lagt var á skot- vopn og fylgibúnað þann 1. október 1999. Refsimáli sem tengdist þessum hlutum lauk í febrúar 2000, en samt var hlutunum ekki skilað. Því var bor- ið við, að byssuskápur, sem eigandinn hafði keypt væri ekki samþykktur af lögreglu, þeirri sömu lögreglu og hélt eignunum. Meðan svo stæði á væri ekki hægt að aflétta haldi. Samt lá fyrir að engar reglur höfðu verið sett- ar um, hvernig slíkir skápar ættu að vera. Það var ekki fyrr en í byrjun árs 2001, er eigandi munanna var fluttur í annað lögregluumdæmi að lögregla þar tók út skápinn. Samt var engu skilað. Hæstiréttur lét í ljós það álit sitt 27. september s.l., að ekki væru lengur skilyrði til að halda hlutunum, en samt heldur lögregla þeim enn, er þetta er skrifað. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna engum þingmanni hefur þótt ástæða til að leita upplýsinga um um- fang útgjalda ríkisins vegna bótamála á lögregluna í Reykjavík, en eins og allir vita er fjárveitingavaldið hjá Al- þingi. Getur það staðist til lengdar að embætti sem þetta geti verið með op- inn tékka á ríkissjóð, án þess að leitað sé endurkröfu á þá starfsmenn, sem tjóni valda í störfum sínum? Það kom vel á vondan, að ég skyldi lenda í útistöðum við lögreglu vegna persónulegra mála. Ég bý í friðsælu hverfi í vesturbænum og í góðri sátt við íbúa þar að því er ég tel. Starfs- menn á dagheimili við sömu götu hafa hins vegar lengi haft horn í síðu minni og kvartað til lögreglu undan skráðri vélsleðakerru, sem ég á og geymi á sameigin- legu stæði okkar íbú- anna. Dagheimilið hefur til umráða 11 bílastæði, en vill hafa þau auð fyrir viðskiptavini, en leggja undir sig öll sameigin- legu stæðin á daginn og þá er kerran fyrir. Ein- hver hefur komið þeirri firru í höfuðið á for- stöðukonunni, að kerr- ur mættu ekki vera í bílastæðum. Í mars árið 2000 var settur aðvör- unarmiði á kerru mína frá hreinsun- ardeild gatnamálastjóra og mér tjáð, að kerran yrði fjarlægð og vísað í heil- brigðisreglugerð og mengunarvarn- arreglugerð. Ég ritaði bréf til lög- reglu og gatnamálastjóra og benti á að mengunarvarnarreglugerðin væri ekki til, en hin fjallaði um úrgang. Ekkert svarbréf fékk ég, en þann 31. október s.l. var annar miði límdur á kerru mína frá lögreglu og gatna- málastjóra og mér nú tilkynnt með vísan til lögreglusamþykktar, að kerran yrði fjarlægð sama dag. Þar sem ég áleit að öll þessi skaða- bótamál mín gegn ríkissjóði vegna lögreglunnar í Reykjavík væru vegna þess að limirnir dönsuðu ekki eftir höfðinu áleit ég rétt að fara með mál mitt beint í æðstu yfirstjórn og hafði samband við varalögreglustjóra, sem er löglærður. Hann lét kanna málið og hafði fyrir því að lesa tvö bréf frá mér, þar sem ég reifaði lögfræðileg rök fyrir rétti mínum og varaði við fyrirhugaðri valdníðslu lögreglunnar. Hann tilkynnti mér svo munnlega að kerrur yrðu fjarlægar, en sendi mér ekki skriflegan rökstuðning fyrir þeirri ákvörðun, sem ég gæti borið undir æðra stjórnvald og neitaði reyndar að upplýsa, hvort aðgerðirn- ar væru á vegum lögreglu eða gatna- málastjóra og spurði svo hverjum ég ætlaði að stefna. Nú vill svo til að frá 1993 hafa verið í gildi stjórnsýslulög um rétt borgar- anna gagnvart stjórnvöldum. Lög- regla hefur í málinu brotið allar regl- ur þessara laga gagnvart mér, nema andmælaréttinn, sem ég tók mér sjálfur. Ætli gatnamálastjóri að koma að málinu brýtur hann allar megin- reglurnar. Hver er svo mergurinn málsins og hvað segir lögreglusamþykktin? Jú aðild að kærumálum vegna bílastæða eiga íbúar einir. Þannig geta starfs- menn nálægra húsa ekki sigað lög- reglu á íbúa, sem nýta sameiginleg bílastæði. Þá segir í 19. greininni að lögregla geti bannað stöðu hjólhýsa, báta og þess háttar tækja á götum og almennum bifreiðastæðum. Bann sem þetta þarf auðvitað að liggja fyrir og brot gegn stöðubanni er auðvitað bara sekt eins og menn vita. Lög- reglustjóri hefur þó heimild til að fjar- lægja bifreiðar, sem standa án skrán- ingarnúmera á götum og almennum bifreiðastæðum. Kerra mín er með skráningarnúmeri og ekki í almennu bifreiðastæði, en samt á að fjarlægja hana og ég sem hélt að eignarréttur væri einhvers virði. Úrræði mín verða auðvitað þau að taka sambærilega kerru á leigu með- an ég er sviptur vörslum og kostn- aður af slíku er auðvitað hluti skaða- bótakrafna eins og þeir þekkja, sem fengið hafa bílaleigubíl hjá trygginga- félagi, meðan bifreið er í viðgerð. Eftir að ég hef fengið vörslur eign- ar minnar aftur með aðstoð dómstóla og eftir atvikum sýslumanns, verð ég enn á ný að sækja skaðabætur í rík- issjóð og nú fyrir mig og það verður alla vega ekki sagt að ég hafi ekki reynt allt til að svo þyrfti ekki að fara. Hvað kosta glöp lögreglu ríkissjóð? Ólafur Sigurgeirsson Kærumál Frá ’93 hafa verið í gildi stjórnsýslulög, segir Ólafur Sigurgeirsson, um rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. ÍSLENSKIR flug- umferðarstjórar eru veruleikafirrtir, sagði ráðherrann á sjón- varpsskjánum, þungur á brún. Ýmsir hafa sjálfsagt kinkað kolli heima í stofu enda fleiri en flugumferðar- stjórar svo veruleika- firrtir að trúa því og treysta sem frá lands- feðrum kemur. Það var líka nokkuð til í fullyrðingu ráð- herrans. Íslenskir flugumferðarstjórar voru veruleikafirrtir eins og dæmin sanna.  Flugumferðarstjórar trúðu því að yfirlýsingar ráðherra í ríkisstjórn Íslands væru meira en orðin tóm og að þeir myndu semja um út- færslu á eigin tillögum.  Þeir trúðu því að ráðherrar í rík- isstjórn landsins færu ekki vilj- andi með rangfærslur um launa- kjör flugumferðarstjóra í þeim tilgangi að snúa almenningsáliti í landinu gegn þeim.  Þeir trúðu því að íslenska rétt- arríkið leyfði þeim að beita lög- bundnum réttindum sínum í kjarabaráttu á sama hátt og öðr- um stéttarfélögum.  Þeir trúðu því að lögvarin lýðrétt- indi þeirra takmörkuðust ekki af tekjum þeirra eða af samúð al- mennings.  Þeir trúðu því að ráðherrar í rík- isstjórn Íslands tækju drengskap- arheit sitt að stjórnarskránni há- tíðlega.  Þeir trúðu því að forystumenn stjórnarandstöðu á Alþingi myndu mótmæla ofbeldi stjórn- valda gagnvart starfsstétt þeirra.  Þeir trúðu því að heildarsamtök verkalýðs í landinu myndu túlka aðför stjórnvalda að lög- bundnum réttindum flugumferðarstjóra sem aðför að eigin réttindum og mót- mæla. Íslenskir flugum- ferðarstjórar voru veruleikafirrtir en þeim var kippt harka- lega inn í hinn íslenska veruleika þar sem stjórnvöld notfæra sér ógnvænlega atburði erlendis sem afsökun til að brjóta lögbundin réttindi einnar starfsstéttar og höfða í leiðinni til samúðar almenn- ings. Íslenskir flugumferðarstjórar eru enn svo veruleikafirrtir að þeir treysta því að ríkisstjórn lýðveld- isins, með stuðningi Alþingis, breyti rétt en láti ekki stefnu sína gagn- vart einstökum starfsstéttum ráðast af pólitískri hagkvæmni og tilfinn- ingasjónarmiðum. Af veruleika- firringu Loftur Jóhannsson Höfundur er flugumferðarstjóri og formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar Flugumferðarstjórar trúðu ekki, segir Loftur Jóhannsson, að ráð- herrar færu viljandi með rangfærslur um launakjör þeirra ÍÞRÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.