Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Frá Hrafnagilsskóla Kennari óskast til forfallakennslu sem fyrst. Einnig kemur til greina að ráða stuðningsfulltrúa. Frá áramótum til vors vantar okkur einnig tónmenntakennara (a.m.k. 2/3 starf) til að leysa af í forföllum. Upplýsingar gefa skólastjóri og aðstoðarskólastjóri í síma 463 1137. Handmáluð eplabörn sími 462 2900 Blómin í bænum VINNA við uppsetningu á nýrri stólalyftu í Hlíðarfjalli við Ak- ureyri gengur vel og samkvæmt áætlun, að sögn Guðmundar Karls Jónssonar forstöðumanns Skíða- staða. Búið er að reisa lyft- umöstrin og vinna við lokafrágang í fullum gangi. Stefnt er að því að vígja mannvirkið um miðjan næsta mánuð. Akureyrarbær festi fyrr á árinu kaup á nýrri fjögurra sæta stóla- lyftu af Doppelmayr gerð, sem leysir af hólmi gamla tveggja sæta stólalyftu. Nýja lyftan sem er ein sú fullkomnasta og afkastamesta hér á landi, flytur um 2.000 manns á klst. en sú gamla, sem tekin hef- ur verið niður flutti „aðeins“ um 450 manns á klst. Drifhjólið er engin smásmíði, tæpir 5 metrar í þvermál og um 5 tonn að þyngd. Heildarkostnaður við lyftuna og uppsetningu hennar er um 160 milljónir króna. Enn hefur ekki snjóað mikið í Hlíðarfjalli en í gærmorgun var þar þó töluverð ofankoma. Guð- mundur Karl sagðist bjartsýnn á að hægt yrði að fara á skíði fljót- lega og hann sagðist reyndar þeg- ar hafa lagt inn snjópöntun á hjá veðurguðunum. Með tilkomu nýju lyftunnar batnar aðstaðan í Hlíð- arfjalli til mikilla muna og þar á bæ gætir töluverðrar eftirvænt- ingar fyrir komandi skíðavertíð. Síðasta vetur var slegið met í Hlíðarfjalli en þá var þar opið í um 140 daga en gamla metið var frá árinu 1978 en þá var opið í 130 daga. Skíðafólk gat verið á skíðum vel fram í maímánuð síðastliðin, auk þess sem skíðalandsliðið í alpagreinum var þar við æfingar í byrjun júní, við ágætar aðstæður. Uppsetning á nýrri stólalyftu gengur vel Morgunblaðið/Kristján TÖLUVERT uppistand varð vegna dagskrár í Dalvíkurskóla sl. föstudag í tengslum við Dag íslenskrar tungu. Að sögn Önnu Baldvinu Jóhannes- dóttur skólastjóra mætti verkfalls- vörður frá tónlistarkennurum í skól- ann með látum og stöðvaði dagskrána. „Hér birtist verkfalls- vörður sem ruddist inn í sal með dónaskap og yfirgangi og stuðaði bæði börn og fullorðna.“ Anna Baldvina sagði að dagskráin í skólanum hefði verið þrískipt og um það leyti sem hún var að byrja hefði skólastjóri Tónlistarskólans á Dalvík haft samband og óskað eftir því að nemdur Tónlistarskólans flyttu ekki tónlist við þetta tækifæri þar sem þeir mættu ekki spila á opinberum vett- vangi nema undir handleiðslu kenn- ara sinna. Anna Baldvina sagðist hafa orðið við þessari beiðni – í óþökk barna, foreldra og kennara sem þarna voru. „Ég vissi svo ekki annað en að allt væri í lagi. Ég þurfti svo að bregða mér frá en þegar ég kom til baka var komið að elstu krökkunum með sína stund en þá var allt orðið vitlaust á svæðinu. Þá hafði birst hér verkfalls- vörður, karlmaður frá Akureyri, sem ruddist inn í salinn fullan af nemend- um og kennurum með miklum dóna- skap og ruddagangi. Verkfallsvörður- inn vildi fá að vita hvort nemendur Tónlistarskólans væru að flytja þarna tónlist. Þar sem við höfðum ekki lista yfir þá nemendur, tók hann þá ákvörðun á staðnum að það yrði engin tónlist flutt, ekkert hljóðfæri snert, auk þess sem ekki mætti syngja.“ Anna Baldvina sagði að þarna hefðu unglingar skólans ætlað að nota potta og pönnur til að flytja sitt verk sem þau hefðu samið á þessum degi en sú uppákoma féll einnig undir þetta bann verkfallsvarðarins. Fékk alla upp á móti sér „Hann gerði þetta á þann hátt að hann fékk alla upp á móti sér og sín- um. Einnig átti hann tal við mig, að- stoðarskólastjórann og tvo kennara og sýndi okkur mikinn dónaskap. Á sama tíma var hringt frá Skólastjóra- félagi Íslands, sem hafði fengið til- kynningu um verkfallsbrot í Dalvík- urskóla. Þannig að það var býsna fjörugt hér þessa stund. Eftir að haft var samband suður, við mann í samn- inganefnd tónlistarkennara, var verk- fallsvörðurinn kallaður í burtu.“ Anna Baldvina sagði að tilkynning- in um að þörf væri á verkfallsverði í skólann hefði komið frá Eiríki Steph- ensen, fyrir orð Hlínar Torfadóttur, skólastjóra Tónlistarskóla Dalvíkur, en að þau hefðu verið saman á fundi þarna um morguninn. „Eftir að ég hafði stöðvað tónlistarflutninginn óskaði ég eftir því við Hlín að hún kæmi í skólann til að ræða við reiða kennara og sár börn. Það var túlkað á þann hátt á þessum fundi að ástæða þótti að senda verkfallsvörð í skólann. Það hefði alveg getað gengið ef mað- urinn hefði hagað sér öðruvísi. Þetta var allt mjög leiðinlegt af því að við vorum ekki að fremja neitt verkfalls- brot,“ sagði Anna Baldvina. Verkfallsvörðurinn fékk röng skilaboð Hlín Torfadóttir, skólastjóri Tón- listarskóla Dalvíkur, sagði að skóla- stjóri Dalvíkurskóla hefði leitað eftir því að hún kæmi til viðræðna við kennara skólans, þar sem viðbrögðin væru slík. Sjálf hefði hún ekki haft tök á að fara á staðinn og því hefði verið ákveðið að senda mann á staðinn til viðræðna og til að útskýra sjónarmið tónlistarkennara. Hlín sagði að sá að- ili hefði fengið röng skilaboð og sagði miður hvernig fór. Að öðru leyti vísaði hún á Eirík G. Stephensen, skóla- stjóra Tónlistarskóla Eyjafjarðar og stjórnarmann í Félagi tónlistarkenn- ara. Eiríkur sagði að þegar hann hefði frétt af því að óánægja væri á meðal kennara á Dalvík vegna þess að tón- listarnemar mættu ekki koma fram á skólaskemmtun grunnskólans hefði hann haft samband við verkfalls- stjórn tónlistarkennara á Norður- landi og óskað eftir því að einhver yrði sendur á staðinn til að kanna aðstæð- ur og skýra málið fyrir viðstöddum. „Þetta eru eðlileg viðbrögð þó að skólastjóri grunnskólans hafi verið búinn að tilkynna að hann hefði stöðv- að allan tónlistarflutning þeirra.“ Eiríkur sagði að verkfallsvörðurinn hefði fengið þau skilaboð að grunur væri að um verkfallsbrot gæti verið að ræða á Dalvík. „Hann bregst þann- ig við að stöðva allan tónlistarflutning þar til sannað hefur verið hvort um tónlistarnema sé að ræða og lítum við svo á að grunnskólinn eigi að sjá um að þær upplýsingar séu til staðar ef um efasemdir er að ræða. Verkfalls- vörður veit ekki hvort tónlistarnemar eru flytjendur þegar hann kemur á staðinn og er eðlilegt að hann stöðvi allan tónlistarflutning þar til hið rétta kemur í ljós. Það er nóg að einn með- limur í hljómsveit sé í tónlistarnámi til að um verkfallsbrot sé að ræða,“ sagði Eiríkur. „Ruddist inn í sal með dónaskap og yfirgangi“ Verkfallsvörður tónlistarkennara stöðvaði tónlistarflutning nemenda í Dalvíkurskóla SVEITARSTJÓRN Eyjajarðarsveit- ar samþykkti á fundi sínum í fyrra- kvöld ályktun vegna kjaradeilu tón- listarkennara og sveitarfélaga. Þar segir að tónlistarkennsla hafi um ára- bil verið frekar rýr í skólastarfi víða á landsbyggðinni, en breyting orðið þar á síðustu ár. Mörg sveitarfélög leggi nú metnað sinn í að auka þennan þátt í menntun og uppeldi barna og ung- linga. Tónlistarskólarnir hafi laðað til sín fólk sem lagt hafi sitt af mörkum til að efla almennt tónlistarlíf í sveit- arfélögunum og styrkt grunninn að fjölbreyttara menningar- og félagslífi. „Tónlistarskólarnir gegna því ekki eingöngu skólahlutverki heldur jafn- framt hlutverki menningarstofnunar sem stuðlar að vexti og viðgangi sam- félagsins í víðara samhengi,“ segir í ályktun sveitarstjórnar Eyjafjarðar- sveitar. Telur hún að áframhaldandi kjara- deila stefni tónlistarkennslu og tón- listaruppeldi, ekki síst á landsbyggð- inni í alvarlega hættu og skorar því á aðila málsins að setjast þegar að samningaborðinu og leita allra ráða til að leiða deiluna til lykta með farsæl- um hætti. Leitað verði leiða til að leysa deiluna farsællega Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar um kjaradeilu VIÐBÓTARFJÁRMAGN sem heil- brigðisráðuneytið hefur lagt Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri, FSA, til vegna gerviliðaaðgerða gerir að verkum að fleiri slíkar aðgerðir verða gerðar í ár en á því síðasta. Fjár- magnið er eingöngu vegna efnis- kostnaðar, en mannskapur, húsnæði og aðstaða er til staðar. Þorvaldur Ingvarsson, lækninga- forstjóri FSA, sagði að nú stefndi í að gerðar yrðu 150 gerviliðaaðgerðir í ár, eða um 30 fleiri en í fyrra. Unnt yrði að gera 200 til 250 gervi- liðaaðgerir á ári hverju ef deildin væri rekin á fullum afköstum allt árið. Ár- viss væri að yfir sumarmánuðina hægði hins vegar á starfsemi sjukra- húsanna. Þorvaldur sagði að fyrir hendi væru góð aðstaða og mannskapur, þannig að ánægjulegt væri að fé hefði fengist til að hægt væri að nýta það sem fyrir er og létta á þann hátt á bið- listum eftir gerviliðaaðgerðum. „Við erum fullkomlega í stakk búin til að taka þátt í að leysa þau vanda- mál sem við blasa hvað varðar landið í heild. Það gildir ekki bara um gervi- liðaaðgerðirnar, heldur má þarna líka nefna t.d. almennar skurðlækningar og kvensjúkdóma,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði að erlendar samanburð- arrannsóknir hefðu leitt í ljós að ár- angur á FSA væri síst verri en annars staðar. „Við teljum okkur því geta sýnt fram á með vísindalegum hætti að við gerum þessar aðgerðir jafnvel og aðrir,“ sagði Þorvaldur. Fleiri íbúar Suðvesturlands en áður í aðgerð norður Júlíus Gestsson, forstöðulæknir á bæklunar- og slysadeild FSA, sagði að í september síðastliðnum hefði allt útlit verið fyrir að dregið yrði saman hvað varðar þennan þátt í starfsemi deildarinnar. Fjárveiting heilbrigðis- ráðuneytisins hefði gert að verkum að nú væri unnt að halda gerviliðaað- gerðunum áfram og fleiri slíkar að- gerðir yrðu gerðar í ár en í fyrra. Þörf fyrir gerviliðaaðgerðir er brýn en alls eru um 500 manns á landinu öllu á biðlista eftir aðgerðum. Þar af eru um 60 á biðlista FSA. Júlíus sagði að bróðurpartur þeirra, sem biðu eftir gerviliðaaðgerðum, byggi á suðvest- urhorni landsins. Um 15% þeirra sem þar búa hafa á síðustu árum sótt þessa þjónustu til Akureyrar, en að sögn Júlíusar er hlutfallið á bilinu 20– 25% í ár, þannig að þeim íbúum þessa landshlutar sem sækja læknisþjón- ustu norður hefur fjölgað umtalsvert. „Við höfðum gert samdráttaráætl- un fyrir starfsemina í haust, en það er ánægjulegt að viðbótarfjármagn fékkst og við getum tekið þátt í að létta á biðlistunum,“ sagði Júlíus, en að jafnaði eru gerðar 5 gerviliðaað- gerðir á viku á bæklunardeild FSA. Aðgerðum fjölgar umtals- vert milli ára Viðbótarfjármagn til FSA vegna gerviliðaaðgerða SEX tilboð frá fjórum fyrirtækjum bárust í tölvuþjónustu fyrir Akur- eyrarbæ. Skyggnir átti lægsta til- boðið en fyrirtækið bauð um 41,5 milljónir króna fyrir fjögurra ára tímabil. Skrín átti næstlægsta tilboðið, tæpar 48 milljónir króna, en Anza sendi inn þrjú tilboð á bilinu 48,6–59 milljónir króna. Þá bauð Þekking – Tristan um 55 milljónir króna. Bæj- arráð samþykkti á síðasta fundi sín- um að ganga til viðræðna við lægst- bjóðanda. Fyrirtækin fjögur sendu einnig inn tilboð í tölvuþjónustu Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri en bæjarráð samþykkti að fresta samn- ingsgerð vegna hennar. Gunnar Frí- mannsson, verkefnastjóri hjá Akur- eyrarbæ, sagði að þar sem rekstur Heilsugæslustöðvarinnar væri sam- starfsverkefni bæjarins og heil- brigðisráðuneytisins þyrfti að leita samráðs við ráðuneytið áður en til ákvörðunar kemur. Skyggnir átti einnig lægsta tilboðið í tölvuþjón- ustu Heilsugæslustöðvarinnar, rúm- ar 7 milljónir króna, sem er mun lægri upphæð en hin fyrirtækin buðu. Anza hefur haft tölvuþjónustu Akureyrarbæjar með höndum síð- astliðið ár. Gunnar sagði að ekki hefði verið um að ræða óánægju með þjónustu Anza heldur hefði rekstrarfyrirkomulagi þjónustunnar verið breytt verulega og ýmsir þættir verið teknir inn sem ekki voru í útboðinu í fyrra. Því hefði bæjarráð talið ástæðu til þess að bjóða verkið út á nýjan leik. Skyggnir bauð lægst Útboð á tölvuþjónustu fyrir Akureyrarbæ og Heilsugæslustöðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.