Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 35
gsmálin í
hvað sem
eiflu, að
á Íslandi
kissjóður
um styrkt
st af því
ðursveiflu
öluverðan
Við bú-
stöðu að
rynnka á
g höfum
n mjög
ella hefði
m.a. kleift
agabreyt-
á prjón-
um hluta
n þá telj-
verði að
hvað sem
ð umfang
helst til
rir minn
da áfram
fum. Það
ð fara of
en sá ár-
t.d. með
l,“ segir
garnar
útlit fyrir
versni á
em minni
til vegna
g mikilla
a geiran-
tekjum.
f mikil og
afgreiðslu
kvarðanir
n afgang
agafrum-
rtu sam-
nkans?
að. En að
abankinn
ví að árið
í leyti að
mningum
á þessu
afgreidd
ir ákveð-
dunum og
ugðist á
ið um líf-
sem hafa
arasamn-
æli snúist
eiðslur og
gvinnuna,
undir líf-
Ekkert í
mundan á
að lang-
m ríkisins
æsta ári
fyrirsjá-
rðist hins
umfram-
g á næsta
ki að það
séu efni til að draga þá ályktun.
Hitt er svo annað mál að það
þarf auðvitað að spyrna við fót-
um. Allir sem eru að sækja í rík-
issjóð og þeir sem bera ábyrgð á
fjármálum ríkissjóðs, þ.m.t.
þingmeirihluti ríkisstjórnarinn-
ar, þurfa að gera sér grein fyrir
því, að við þessar aðstæður er
mjög nauðsynlegt að falla frá út-
gjaldabeiðnum og fresta málum.
Það er aldrei skortur á tillögum
um góð mál, en nú er staðan sú
að slíkt verður að bíða betri
tíma. Menn verða einfaldlega að
vera vandfýsnari á slík mál.
Þessu hafa samráðherrar mínir
og þingmenn stjórnarflokkanna
sýnt góðan skilning. Við höfum
frestað framlagningu og gildis-
töku ýmissa frumvarpa, sem þeir
hafa verið með á prjónunum og
sömuleiðis höfum við ýtt á undan
okkur ýmsum framkvæmdum,
sem ella hefði þótt rétt að ráðast
í,“ segir Geir.
Jarðgöngum
skotið á frest
Komið hefur fram að ákveðið
hefur verið að skjóta jarðganga-
gerð á frest, þannig að framlög til
Vegagerðarinnar verða tæplega
hálfum öðrum milljarði lægri á
árinu 2002 en kveðið er á um í
vegaáætlun. Fjármálaráðherra
var spurður um þetta.
„Samgönguráðherra hefur sýnt
mikinn skilning á nauðsyn þess að
fresta vegaframkvæmdum frá því
sem ráðgert er í vegaáætlun. Það
má þó benda á að eftir sem áður
er gert ráð fyrir aukningu í vega-
málum á næsta ári miðað við yf-
irstandandi ár. En það er ljóst að
það verður um einhverja frestun
að ræða, til dæmis á jarðgöng-
unum fyrir norðan og austan frá
því sem upphaflegar vonir manna
stóðu til. Það verður þó ekki
meira en svo að það er gert ráð
fyrir að byrjað verði á a.m.k. öðr-
um þeirra á næsta ári ef fjár-
mögnunin skilar sér, en hug-
myndin er sú að fjármagna
jarðgöngin með hluta af
einkavæðingartekjum
ríkissjóðs. Þetta tvennt
hangir því saman.“
– Margir hafa lýst
ánægju með fyrirhug-
aðar skattabreytingar
sem koma til framkvæmda á
næsta og þarnæsta ári. Seðla-
bankinn hefur þó bent á að æski-
legt sé, miðað við ríkjandi að-
stæður, að hækka aðra skatta
meira til mótvægis eða skera nið-
ur ríkisútgjöld, sérstaklega vegna
ársins 2002.
„Þetta sjónarmið heyrist, en
hafa ber í huga að tekjuáhrifin
koma ekki fram fyrr en 2003.
Hins vegar þarf að skoða hvaða
skatta við erum að glíma hér við.
Stærsti þátturinn er tekjuskattur
fyrirtækja og þá verða menn að
hafa í huga að skattstofninn, sem
hann leggst á, þ.e. hagnaður fyr-
irtækja, er afar kvikur. Hann
hreyfist og breytist með tilliti til
aðstæðna og er ekki ein föst
stærð, eins og mörgum hættir til
að gefa sér fyrirfram þegar þeir
fara að reikna þetta. Við teljum
að þessi breyting muni stækka
skattstofninn af ýmsum ástæðum,
bæði hjá núverandi fyrirtækjum
og einnig vegna nýrra sem til
koma, innlendra sem flytja heim
og erlendra sem hingað kunna að
koma. Þess vegna er ekki hægt að
reikna það eins og einfalda þríliðu
hvað tekjutapið kunni að verða.
Við gerum ráð fyrir að það verði
heilmikil jákvæð áhrif af þessum
breytingum, en það getur enginn
fullyrt um, hver þau verða ná-
kvæmlega. Þarna er um að ræða
flókið samspil ýmissa þátta í hag-
kerfinu og ég tel að Seðlabankinn
sé fullhefðbundinn í útreikningum
sínum á þessu dæmi,“ svarar
Geir.
Skattalagafrumvarpið er nú til
meðferðar á Alþingi og er verið
að fara yfir umsagnir sem borist
hafa. „Það hafa margir sent þing-
nefndinni umsagnir um frumvarp-
ið og það þarf að fara vel yfir
þær. Sumstaðar er þar að finna
ágætar ábendingar um tæknileg-
ar breytingar eða annað sem bet-
ur mætti fara. Annað snýr meira
að pólitískum atriðum sem þyrfti
þá að taka sérstakar ákvarðanir
um, en ég sé ekki annað en að
þetta frumvarp verði að lögum
fyrir áramót og í aðalatriðum eins
og við lögðum það fyrir,“ segir
Geir.
Telur harðorða ályktun ASÍ
bera vott um skammsýni
– Miðstjórn ASÍ gagnrýndi fyr-
irhugaðar skattabreytingar í
ályktun í gær og hótar því jafn-
framt að verkalýðshreyfingin
muni beita sér af fullum þunga
gegn því að áhrifum af tekjusam-
drætti ríkissjóðs verði mætt með
niðurskurði í velferðarkerfinu.
Auknum skattaálögum
á almenning verði um-
svifalaust mætt með
launahækkunarkröf-
um. Hver eru við-
brögð þín við þessari
ályktun ASÍ?
„Ég er undrandi á þessari
harðorðu yfirlýsingu og tel að hún
beri vott um nokkra skammsýni.
Skattaaðgerðir í þágu atvinnulífs-
ins munu einnig gagnast launþeg-
um þegar fram í sækir og eru
beinlínis hugsaðar til þess. En
ASÍ hefur skilað ítarlegri umsögn
til þingsins um skattafrumvarpið
og við munum fara vel yfir þá
gagnrýni sem þar er að finna,“
segir fjármálaráðherra.
m ríkisútgjöld við fjárlagaafgreiðslu
Morgunblaðið/Ásdís
am að draga úr ríkisumsvifum. Það er hins vegar óábyrgt að fara of geyst í slíkar
angur sem náðst hefur, t.d. með einkavæðingu, er mikill,“ segir Geir H. Haarde.
Árangur
einkavæð-
ingar
er mikill
omfr@mbl.is
FUNDUR Vladímírs Pútíns
Rússlandsforseta og George W.
Bush Bandaríkjaforseta í Texas
sýnir að mikil umskipti hafa orð-
ið í samskiptum þessara stóru og
voldugu ríkja. Stækkun NATO
er samt enn málefni sem full
þörf er á að leiða til lykta.
Smáríki eins og Eistland hafa
aldrei getað litið á varnarmál
sem aukaatriði. Þau hafa kapp-
kostað á umliðnum öldum að
hljóta hentugan sess í heimsskip-
aninni til að halda velli. Þegar
þau hafa verið ein á báti hefur
það ávallt endað með ósköpum.
Forgangsmál Eistlendinga er
núna að tryggja fullveldi sitt með
því að vera í bandalagi með þjóð-
um sem hafa sömu hugsjónir.
Eistlendingar reyndu alla 20.
öldina að ná svipuðu markmiði
en því miður bar sú viðleitni nán-
ast aldrei góðan árangur. Til-
raunir okkar til að forðast átök
við Sovétríkin fyrir síðari heims-
styrjöldina voru dýrkeypt mistök
sem urðu til þess að land okkar
var hernumið í marga áratugi,
kostuðu þúsundir mannslífa og
leiddu til efnahagslegrar vanþró-
unar.
Fyrir áratug fengum við nýtt
tækifæri til að endurheimta sjálf-
stæðið. Eistlendingar þurftu ekki
að velta kostunum lengi fyrir
sér. Sú tilfinning að við tilheyrð-
um Evrópu, vestrænni menn-
ingu, var alltaf það sem fyrst og
fremst réð afstöðu Eistlendinga.
Forgangsmálin í utanríkisstefnu
okkar – aðild að Evrópusam-
bandinu og Atlantshafsbandalag-
inu – eru því eðlilegt val.
Reyndar eru umsóknir okkar
um aðild að Evrópusambandinu
og Atlantshafsbandalaginu sam-
hangandi en ekki andstæð mark-
mið. Evrópusambandið og
NATO eru „tveir helmingar
sömu valhnotunnar“, eins og Ro-
bertson lávarður, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins,
komst að orði. Við erum ekki að-
ilar að þessum bandalögum
vegna Molotov-Ribbentrop sátt-
málans frá 1939 (sáttmála Hit-
lers og Stalíns) og hernáms Sov-
étríkjanna. Þetta var aldrei
frjálst val eistnesku þjóðarinnar.
Ef rás sögunnar hefði verið önn-
ur hefðum við getað verið á með-
al stofnaðila beggja bandalag-
anna.
Samt eru menn hissa á því að
Eistlendingar skuli leggja
áherslu á að ganga í NATO.
Hvers vegna sækjast Eystra-
saltsríkin eftir aðild að Atlants-
hafsbandalaginu? Helsta ástæð-
an er reyndar sú sama og ástæða
þess að ekkert NATO-ríki hefur
ákveðið draga sig út úr banda-
laginu: NATO er bjargföst und-
irstaða öryggis þeirra.
Þótt Eystrasaltsríkin tilheyri
núna alþjóðasamfélaginu er ör-
yggi þeirra enn áhyggjuefni. Við
sækjumst því eftir auknu öryggi
og stöðugleika í heimshluta okk-
ar og lítum á NATO sem bestu
leiðina til að ná þessu markmiði.
Þar að auki hefur aðild að NATO
efnahagslega þýðingu. Hún
myndi bæta stöðu okkar með til-
liti til „áhættumats“ fjárfesta,
eins og gerðist í Póllandi, Ung-
verjalandi og Tékklandi þegar
þau gengu í Atlantshafsbanda-
lagið.
Þrátt fyrir þennan ávinning og
öryggishagsmunina halda sumir
því fram að stækkun NATO
myndi leiða til nýrrar skiptingar
Evrópu. Þar með er gefið í skyn
að halda eigi gömlu skiptingunni.
Auk þess verða ekki dregnar
neinar línur sem skipta Evrópu.
Aðild að NATO er frjálst val
þeirra þjóða sem sækjast eftir
henni og háð samþykki ríkjanna
sem eru fyrir í bandalaginu.
Efasemdarmennirnir segja að
aðild að NATO sé ekki nauðsyn-
leg, innganga í Evrópusamband-
ið nægi. Auðvitað kann aðild að
Evrópusambandinu að veita ör-
yggi að ákveðnu marki því
NATO hlýtur að láta öryggis-
vandamál, sem steðja að Evrópu-
sambandinu, til sín taka. Evr-
ópusambandið sjálft er hins
vegar ekki varnarbandalag eins
og NATO. Með því að tengja að-
ild að þessum tveimur bandalög-
um eins mikið saman og kostur
er verður staða okkar skýrari og
öryggið meira.
Lagt hefur verið til að í stað-
inn fyrir aðild að NATO verði
Eystrasaltsríkin hlutlaus, eins og
Finnland og Svíþjóð. En hlut-
leysi í hefðbundnum skilningi
orðsins er ekki til í Evrópu nú-
tímans. Um hvað á hlutleysið að
snúast? Uppgerðarhlutleysi
skapar þá hættu að Eystrasalts-
ríkin verði cordon sanitaire, smá-
ríki á landamærum stórveldis,
svæði sem kann að vera deilt
um, eða ekkert annað en áhrifa-
svæði sem þau eru innlimuð í
gegn vilja sínum.
Sumir segja að sé hlutleysi og
aðild að Evrópusambandinu ekki
raunhæfir kostir í öryggismálum
eigi Eystrasaltsríkin að sækjast
eftir öryggistryggingum frá
NATO án þess að ganga í banda-
lagið. Við fyrstu sýn virðist þetta
góður kostur og hugsanlega
veita okkur öryggi án endur-
gjalds af okkar hálfu. Slíkar
tryggingar myndu hins vegar
breyta Eystrasaltsríkjunum úr
gerendum í alþjóðasamskiptum í
þolendur.
Sem sagnfræðingur þekki ég
þær hættur sem fylgja þessum
kosti. Á öldinni sem leið trúðu
Eistlendingar á öryggistrygging-
ar en Finnar ekki. Finnar biðu
ósigur í blóðugu stríði við Sov-
étríkin en héldu sjálfstæðinu. Við
völdum frið en misstum sjálf-
stæðið. Þegar við berum saman
manntjónið í Finnlandi og Eist-
landi alla 20. öldina er ljóst að
með því að forðast átök og sam-
þykkja haldlausar öryggistrygg-
ingar urðu Eistlendingar fyrir
meira tjóni hlutfallslega en Finn-
ar.
Þetta er ástæða þess að trú
okkar á sameiginlegu öryggi er
svo sterk og þess að við skiljum
þörfina á því að vera ekki aðeins
„þiggjendur“ í öryggismálum
heldur einnig þátttakendur í því
að stuðla að öryggi. Eistlend-
ingar hafa í mörg ár tekið þátt í
ýmsum friðargæsluverkefnum og
þótt framlag okkar virðist lítið er
það meira miðað við höfðatölu en
flestra annarra þjóða. Þannig að
við gegnum hlutverki „fyrir-
vinnu“ í öryggismálum jafnvel
áður en við gerumst þiggjendur.
Jafnvel þótt svarið við spurn-
ingunni um hvort Eystrasalts-
löndin eigi að fá aðild að NATO
verði jákvætt á enn eftir að
svara því hvenær þau eiga að
ganga í bandalagið. Þetta ætti að
ráðast á leiðtogafundi NATO í
Prag í febrúar. Ef til vill halda
einhverjir því fram að svo um-
deilt mál eigi ekki að vera á dag-
skrá á þessum óvissutímum. Það
kann að virðast raunsætt mat.
En það væri eins og að fresta því
að fara til tannlæknis. Vanda-
málið mun aðeins versna.
Aðild að varnarbandalagi er
mikilvægasta fullveldisákvörðun
hvers ríkis. Önnur ríki eiga ekki
að hafa neitunarvald í slíkum
málum og þau eiga ekki vera háð
þáttum í samspili stjórnmála og
landafræði. Verði ríki neitað um
frelsi til að velja sér bandamenn
á landa- og sagnfræðilegum
grundvelli skapar það öryggis-
tómarúm. Í Evrópu þýðir þetta
svæði óstöðugleika.
Ákvörðun um að veita Eystra-
saltsríkjunum aðild að NATO
krefst einurðar og pólitísks vilja
af hálfu aðildarríkja bandalags-
ins. Við þurfum einnig að ljúka
heimavinnu okkar og vera undir
það búin að ganga í bandalagið.
Sem aðilar að Atlantshafsbanda-
laginu verða Eystrasaltsríkin
skýr sönnun þess að NATO
snýst ekki um stríð og yfirgang,
heldur frið, lýðræði og stöðug-
leika.
NATO og
Eystrasaltsríkin
Reuters
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Vladímír Pútín, forseti
Rússlands, er þeir komu fram í skóla í Crawford í Texas.
eftir Mart Laar
Verði ríki neitað um
frelsi til að velja sér
bandamenn á land-
og sagnfræðilegum
grundvelli skapar
það öryggistóma-
rúm.
Mart Laar er forsætisráðherra
Eistlands.
© Project Syndicate.