Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 49
KAFFIHÚSIÐ Ömmukaffi í Aust-
urstræti 20 verður opið fimmtu-
dagskvöldið 22. nóvember. Þá verð-
ur lúxuskvöld með ljúfum
veitingum og gospeltónlist. Hinn
eini sanni Þorvaldur Halldórsson
mun gleðja gesti og gangandi í mið-
borginni með sinni kraftmiklu
rödd. Ömmukaffi verður opnað kl.
20. Það eru allir velkomnir að njóta
lofgjörðarinnar í óvenju vinalegu
kaffihúsi.
Ömmukaffi og miðborgarstarf
KFUM&K.
Safnaðarstarf
í Dómkirkjunni
UNDANFARIN ár hefur fé-
lagsstarf eldra fólks farið fram í
safnaðarheimili Dómkirkjunnar á
fimmtudögum. Saman hefur komið
hópur fólks, dagskrá farið eftir efn-
um og ástæðum og stundum farnar
ferðir. Á morgun, fimmtudag, verð-
ur farið til Hafnarfjarðar, Karmel-
klaustrið heimsótt og þaðan haldið
í Hafnarfjarðarkirkju og að lokinni
heimsókn í kirkjuna gengið yfir í
safnaðarheimilið og þegnar veit-
ingar. Farið er frá safnaðarheimili
Dómkirkjunnar kl. 14 og komið aft-
ur um kl. 16.30 Nokkur sæti eru
laus. Skráning er í síma 562-2755.
Dómkirkjan.
Gospeltónlist
á Ömmukaffi
Morgunblaðið/Jim Smart
Dómkirkjan í Reykjavík.
Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa
kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghóp-
ur undir stjórn organista. Biblíulestur og
fræðsla í safnaðarheimili Áskirkju kl. 20 í
umsjá sóknarprests. Orð postulans, „allt
megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrk-
an gjörir,“ höfð að leiðarljósi við íhugun
orða ritningarinnar. Árni Bergur Sigur-
björnsson.
Bústaðakirkja: Foreldramorgunn kl. 10–
12.
Dómkirkjan: Opið hús í safnaðarheim-
ilinu kl. 14–16. Kaffi og með því á vægu
verði. Ýmsar uppákomur.
Hallgrímskirkja: Kyrrðarstund kl. 12.
Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir
stundina.
Háteigskirkja: Foreldramorgunn kl. 10.
Stúlknakór kl. 16.30 fyrir stúlkur fæddar
1989 og eldri. Stjórnandi Birna Björns-
dóttir. Íhugun kl. 19. Taizé-messa kl. 20.
(Ath. breyttan tíma).
Laugarneskirkja: Morgunbænir kl. 6.45–
7.05. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunn-
ar Gunnarsson leikur á orgelið kl. 12–
12.10. Léttur málsverður í safnaðar-
heimili að stundinni lokinni. Einfalt, fljót-
legt og innihaldsríkt. (Sjá síðu 650 í
Textavarpi)
Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorg-
unn.
Fræðsla og umræður. Kristin siðfræði og
fósturgreining (snemmómskoðun,
hnakkaþykktarmæling, legvatnsást-
unga). Svala Sigríður Thomsen djákni
flytur
erindi og stjórnar umræðum. Söngstund
með Jóni Stefánssyni organista.
Neskirkja: Nedó kl. 17. Unglingaklúbbur
fyrir Dómkirkju og Neskirkju fyrir 8. bekk.
Nedó kl. 20 fyrir 9. bekk og eldri. Umsjón
Bolli og Sveinn.
Félagstarf aldraðra laugardaginn 24. nóv-
ember kl. 14. Þórhallur Sigurðsson leik-
stjóri og nokkrir leikarar Þjóðleikhússins
kynna leikritið „Vatn lífsins“ með stuttum
leikatriðum. Borinn verður fram léttur
málsverður. Þeir sem ætla að neyta mat-
arins þurfa að tilkynnna þátttöku sína til
skrifstofu kirkjunnar í síma 511 1560.
Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson.
Reykjavíkurprófastsdæmi og Leik-
mannaskóli kirkjunnar: Boðið verður upp
á Biblíulestra þar sem tekin verða fyrir
ákveðin þemu í Biblíunni og þau sett í
samhengi við prédikunartexta kirkjuárs-
ins. Sjö dagsverk. Fjallað verður um
sköpun heimsins samkvæmt fyrstu
Mósebók. Átta skipti í Breiðholtskirkju kl.
20–2. Kennari: Dr. Sigurjón Árni Eyjólfs-
son héraðsprestur.
Árbæjarkirkja: Barnakóraæfing kl. 17–
18.
Breiðholtskirkja: Mömmumorgunn föstu-
dag kl. 10–12.
Digraneskirkja: Leikfimi ÍAK kl. 11.15.
Bænastund kl. 12. Fyrirbænaefnum má
koma til kirkjuvarða. Léttar hádegisverð-
ur eftir stundina. Alfa II kl. 19. Kvöldverð-
ur, fræðsla og helgistund.
Fella- og Hólakirkja: Helgistund og Bibl-
íulestur í Gerðubergi kl. 10.30–12 í um-
sjón Lilju djákna. Starf fyrir 9–10 ára
stúlkur kl. 17.
Grafarvogskirkja: Foreldramorgnar kl.
10–12. Fræðandi og skemmtilegar sam-
verustundir og ýmiss konar fyrirlestrar.
Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir
börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla fyrir
7–9 ára börn, kl. 17.30–8,0. Æskulýðs-
félag í Grafarvogskirkju fyrir 8.–. bekk, kl.
20–22.
Hjallakirkja: Kirkjuprakkarar kl. 16.30.
Kópavogskirkja: Starf með eldri borgur-
um í dag, kl. 14.30–16.30 í safnaðar-
heimilinu Borgum. Kyrrðar- og bæna-
stund kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma
til sóknarprests eða kirkjuvarðar.
Seljakirkja: KFUM fundur fyrir stráka á
aldrinum 9–12 ára kl. 16.30.
Vídalínskirkja. Umræðu- og leshópur
starfar í safnaðarheimilinu kl. 20–21.
Biblíu- og trúfræðsla fyrir alla. Kyrrðar-
stund í kirkjunni kl. 21. Ath. breyttan
tíma. Tónlist, ritningarlestur, hugleiðing
og fyrirbænir. Bænarefnum má koma til
presta kirkjunnar og djákna. Hressing í
safnaðarheimili eftir stundina. Allir vel-
komnir.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir
10–2 ára kl. 17–8.30.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung
börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn-
aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið
hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimili
Strandbergs, Vonarhöfn, frá kl. 17–
18.30.
Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 10–12
ára börn (TTT) í dag kl 17. Foreldrastund
kl. 13–15. Kjörið tækifæri fyrir heima-
vinnandi foreldra með ung börn að koma
saman og eiga skemmtilega samveru í
safnaðarheimili kirkjunnar.
Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Var-
márskóla á fimmtudögum frá kl. 13.15–
14.30.
Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl.
20.
Landakirkja: Kl. 10. Mömmumorgunn.
Fróðlegt spjall og uppbyggjandi samfélag
foreldra með ungbörn.
Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúning-
ur í Kirkjulundi
kl. 14.30–15.10, 8. MK í Heiðarskóla.
kl. 15.15–15.55, 8. SV í Heiðarskóla.
KFUM, Holtavegi 28.
Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel-
komnir.
Ytri-Njarðvíkurkirkja Biblíulestrar
fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20. í
umsjá Ástríðar Helgu Sigurðardóttur guð-
fræðings. Farið verður í Jóhannesarguð-
spjall. Fyrirbænasamvera fimmtudaginn
22. nóvember kl. 19. Fyrirbænarefnum
er hægt að koma áleiðis að morgni
fimmtudagsins milli kl.10–12 í síma 421
5013. Spilakvöld aldraðra fimmtudaginn
22. nóvember kl. 20.
Safnaðarstarf
KIRKJUSTARF
Bridsfélag Borgarfjarðar
Mánudaginn 19. nóvember var
spilað þriðja og næst síðasta kvöldið
í Opna Borgarfjarðarmótinu. Úrslit
urðu sem hér segir:
Sveinbjörn Eyjólfsson – Lárus Péturss. 45
Kristján Axelsson – Örn Einarsson 35
Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 23
Þórhallur Bjarnas. – Brynjólfur Guðm. 20
Fyrir síðasta kvöldið er staða
efstu para:
Sveinbjörn Eyjólfsson – Lárus Péturss. 116
Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 108
Kristján Axelsson – Örn Einarsson 79
Guðný Guðjónsdóttir og
Hrafnhildur Skúladóttir
Íslandsmeistarar
Tuttugu og eitt par tók þátt í Ís-
landsmóti kvenna í tvímenningi, sem
var spilað um helgina. Mótið var
ótrúlega jafnt og ólíklegt að hæsta
skor á Íslandsmóti hafi verið lægri
en nú eða 53,4 %.
Lokastaðan:
Guðný Guðjónsd. – Hrafnhildur Skúlad. 71
Grethe Iversen – Anna Guðlaug Nielsen 64
Hulda Hjálmarsd – Sigríður Eyjólfsd. 56
Bryndís Þorsteinsd – María Haraldsd. 53
Þóranna Pálsd – Ragna Briem 48
Sigurvegararnir í Íslandsmóti kvenna. Frá vinstri: Grethe Íversen, Anna Guðlaug Nielsen, Íslandsmeistararnir
Hrafnhildur Skúladóttir og Guðný Guðjónsdóttir, Hulda Hjálmarsdóttir og Sigríður Eyjólfsdóttir.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Félag eldri borgara
í Kópavogi
Mjög góð þátttaka var í tvímenn-
ingnum þriðjudaginn 13. nóvember
eða 28 pör. Spilaður var Mitchell að
venju og urðu úrslit þessi í N/S:
Einar Markúss. - Steindór Árnason 380
Anton Sigurðss. - Hannes Ingibergss. 373
Guðm. Þórðarson - Magnús Þorsteinss. 355
Eysteinn Einarss. - Kristján Ólafss. 355
Hæsta skorin á A/V vængnum var
þessi:
Hreinn Hjartarson - Ragnar Björnss. 403
Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 393
Hörður Davíðss. - Einar Einarsson 365
Þátttakan sl. föstudag var slakari
eða 18 pör. Þá urðu úrslit þessi í N/S:
Jón Pálmason - Ólafur Ingimundars. 257
Eysteinn Einarss. - Jón Stefánss. 242
Magnús Oddsson - Guðjón Kristjánss. 235
Hæsta skorin í A/V:
Auðunn Guðmundss. - Bragi Björnss. 246
Bragi Salomonss. - Magnús Jósefss. 239
Ingibj. Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 234
Meðalskor á þriðjudag var 312 en
á föstudag 216.
Risaskor í Greifamótinu
á Akureyri
Greifamótið í hraðsveitakeppni
hófst sl. þriðjudag hjá Bridsfélagi
Akureyrar og taka 8 sveitir þátt.
Sveit Reynis Helgasonar leiðir með
miklum yfirburðum en með Reyni
spila Örlygur Örlygsson, Pétur Guð-
jónsson og Anton Haraldsson. Þann-
ig er staðan nú:
Sv. Reynis 314
Sv. Sveins Pálssonar 267
Sv. Sveins Stefánssonar 256
Sv. Gylfa Pálssonar 250
Sv. Ragnheiðar Haraldsd. 250
Miðlungur er 252 og má á því sjá
hve yfirburðir efstu sveitarinnar eru
miklir. Mótið mun standa yfir til 11.
nóvember nk. en einnig er spilað á
sunnudagskvöldum hjá BA og eru
allir velkomnir. Spilað er í Hamri.
Gullsmárabrids
Eldri borgarar spiluðu tvímenn-
ing á 11 borðum í Gullsmára 13
mánudaginn 19. nóvember sl. Miðl-
ungur 220. Beztum árangri náðu:
NS
Guðmundur Pálss. – Kristinn Guðm. 283
Bragi Melax – Árni Gunnarsson 275
Þórhallur Árnas. – Þormóður Stefánss. 243
AV
Sigurður Kristj. – Halldór Kristinss. 260
Helga Helgad. – Þórhildur Magnúsd. 250
Hinrik Lárusson – Haukur Bjarnason 234
Eldri borgarar úr Gjábakka og
Gullsmára mætast í sveitakeppni
laugardaginn 24. nóvember. Keppn-
in hefst stundvíslega kl. 13.
Íslandsmót (h)eldri
og yngri spilara
Íslandsmót yngri spilara í tví-
menningi verður haldið 24.–25. nóv. Í
flokki yngri spilara eru þátttakendur
fæddir 1. jan. 1977 eða síðar. Þátt-
taka er ókeypis.
Íslandsmót (h)eldri spilara í tví-
menningi verður einnig spilað sömu
helgina. Lágmarksaldur er 50 ár og
samanlagður aldur parsins minnst
110 ár.
Bæði mótin eru spiluð í Hreyfils-
húsinu v/Grensásveg og byrja á
laugardag kl. 11. Keppnisstjóri er
Eiríkur Hjaltason. Skráning í s. 587
9360 eða bridge@bridge.is
HINN 17. nóvember sl. voru 95 ár
liðin frá því að Haraldur Böðv-
arsson, þá 17 ára gamall, hóf út-
gerð á sexæringnum Helgu Maríu. Í
tilefni dagsins var opið hús á Akra-
nesi fyrir alla þá er áhuga höfðu á
að kynna sér sögu og starfsemi
elsta starfandi útgerðarfyrirtækis
landsins, Haraldar Böðvarssonar
hf. Á sjötta hundrað manns heim-
sóttu fyrirtækið í tilefni dagsins,
segir í fréttatilkynningu.
Haraldur
Böðvarsson
hf. 95 ára
Tveir forkólfar úr verkalýðshreyfingunni komu í heimsókn, f.v. Bjarn-
fríður Leósdóttir, Haraldur Sturlaugsson forstjóri og Herdís Ólafsdóttir.
HEIMDALLUR, félag ungra sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, heldur op-
inn spjallfund um persónufrelsi á
stríðstímum í Kofa Tómasar frænda,
Laugavegi 2, fimmtudagskvöldið 22.
nóvember, kl. 20.30. Fjallað verður
um spurningarnar hvort réttlætan-
legt sé að skerða frelsi einstakling-
anna í þágu öryggis og hversu langt
ríkisvaldið megi ganga í þeim efnum?
Gestir fundarins verða: Karl
Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgun-
blaðsins, Tómas Ingi Olrich, formað-
ur utanríkismálanefndar alþingis og
Hörður H. Helgason, lögfræðingur
Persónuverndar. Allir velkomnir,
segir í fréttatilkynningu.
Opinn fundur hjá
Heimdalli
SAMSKIP hafa nú öðru sinni lagt
fram eina milljón króna í styrk til
þeirra lögreglumanna á Íslandi sem
hafa fíkniefnamál sem sérsvið. Fyr-
irtækið lagði fram sömu styrkfjár-
hæð í október á síðasta ári. Við það
tækifæri var stofnaður Kynningar-
og menntunarsjóður Samskipa hf.
sem hefur það markmið að efla
menntun og þjálfun lögreglumanna
sem sinna ávana- og fíkniefnamálum.
Sjóðnum bárust strax í upphafi all-
margar umsóknir. „Það er von for-
vígismanna Samskipa að sjóðurinn
verði til þess að styrkja íslenska lög-
reglu og að hann efli hana í barátt-
unni gegn útbreiðslu ávana- og fíkni-
efna hér á landi,“ segir í frétt frá
Samskipum.
Kynningar- og menntunarsjóður
Samskipa hf. er í vörslu lögreglu-
stjóraembættisins.
Samskip styrkja
fíknivarnir
lögreglunnar
LAUF, samtök áhugafólks um floga-
veiki, verður með fræðslufund, í dag,
fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20,
að Hátúni 10b, kaffistofu á jarðhæð.
Helena Breiðfjörð fjallar um sjálf-
styrkingu unglinga, einelti o.fl. Hún
svarar fyrirspurnum að fyrirlestri
loknum, segir í fréttatilkynningu.
Fræðslufundur
hjá LAUF