Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 49 KAFFIHÚSIÐ Ömmukaffi í Aust- urstræti 20 verður opið fimmtu- dagskvöldið 22. nóvember. Þá verð- ur lúxuskvöld með ljúfum veitingum og gospeltónlist. Hinn eini sanni Þorvaldur Halldórsson mun gleðja gesti og gangandi í mið- borginni með sinni kraftmiklu rödd. Ömmukaffi verður opnað kl. 20. Það eru allir velkomnir að njóta lofgjörðarinnar í óvenju vinalegu kaffihúsi. Ömmukaffi og miðborgarstarf KFUM&K. Safnaðarstarf í Dómkirkjunni UNDANFARIN ár hefur fé- lagsstarf eldra fólks farið fram í safnaðarheimili Dómkirkjunnar á fimmtudögum. Saman hefur komið hópur fólks, dagskrá farið eftir efn- um og ástæðum og stundum farnar ferðir. Á morgun, fimmtudag, verð- ur farið til Hafnarfjarðar, Karmel- klaustrið heimsótt og þaðan haldið í Hafnarfjarðarkirkju og að lokinni heimsókn í kirkjuna gengið yfir í safnaðarheimilið og þegnar veit- ingar. Farið er frá safnaðarheimili Dómkirkjunnar kl. 14 og komið aft- ur um kl. 16.30 Nokkur sæti eru laus. Skráning er í síma 562-2755. Dómkirkjan. Gospeltónlist á Ömmukaffi Morgunblaðið/Jim Smart Dómkirkjan í Reykjavík. Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghóp- ur undir stjórn organista. Biblíulestur og fræðsla í safnaðarheimili Áskirkju kl. 20 í umsjá sóknarprests. Orð postulans, „allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrk- an gjörir,“ höfð að leiðarljósi við íhugun orða ritningarinnar. Árni Bergur Sigur- björnsson. Bústaðakirkja: Foreldramorgunn kl. 10– 12. Dómkirkjan: Opið hús í safnaðarheim- ilinu kl. 14–16. Kaffi og með því á vægu verði. Ýmsar uppákomur. Hallgrímskirkja: Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja: Foreldramorgunn kl. 10. Stúlknakór kl. 16.30 fyrir stúlkur fæddar 1989 og eldri. Stjórnandi Birna Björns- dóttir. Íhugun kl. 19. Taizé-messa kl. 20. (Ath. breyttan tíma). Laugarneskirkja: Morgunbænir kl. 6.45– 7.05. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunn- ar Gunnarsson leikur á orgelið kl. 12– 12.10. Léttur málsverður í safnaðar- heimili að stundinni lokinni. Einfalt, fljót- legt og innihaldsríkt. (Sjá síðu 650 í Textavarpi) Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorg- unn. Fræðsla og umræður. Kristin siðfræði og fósturgreining (snemmómskoðun, hnakkaþykktarmæling, legvatnsást- unga). Svala Sigríður Thomsen djákni flytur erindi og stjórnar umræðum. Söngstund með Jóni Stefánssyni organista. Neskirkja: Nedó kl. 17. Unglingaklúbbur fyrir Dómkirkju og Neskirkju fyrir 8. bekk. Nedó kl. 20 fyrir 9. bekk og eldri. Umsjón Bolli og Sveinn. Félagstarf aldraðra laugardaginn 24. nóv- ember kl. 14. Þórhallur Sigurðsson leik- stjóri og nokkrir leikarar Þjóðleikhússins kynna leikritið „Vatn lífsins“ með stuttum leikatriðum. Borinn verður fram léttur málsverður. Þeir sem ætla að neyta mat- arins þurfa að tilkynnna þátttöku sína til skrifstofu kirkjunnar í síma 511 1560. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Reykjavíkurprófastsdæmi og Leik- mannaskóli kirkjunnar: Boðið verður upp á Biblíulestra þar sem tekin verða fyrir ákveðin þemu í Biblíunni og þau sett í samhengi við prédikunartexta kirkjuárs- ins. Sjö dagsverk. Fjallað verður um sköpun heimsins samkvæmt fyrstu Mósebók. Átta skipti í Breiðholtskirkju kl. 20–2. Kennari: Dr. Sigurjón Árni Eyjólfs- son héraðsprestur. Árbæjarkirkja: Barnakóraæfing kl. 17– 18. Breiðholtskirkja: Mömmumorgunn föstu- dag kl. 10–12. Digraneskirkja: Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12. Fyrirbænaefnum má koma til kirkjuvarða. Léttar hádegisverð- ur eftir stundina. Alfa II kl. 19. Kvöldverð- ur, fræðsla og helgistund. Fella- og Hólakirkja: Helgistund og Bibl- íulestur í Gerðubergi kl. 10.30–12 í um- sjón Lilju djákna. Starf fyrir 9–10 ára stúlkur kl. 17. Grafarvogskirkja: Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar sam- verustundir og ýmiss konar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla fyrir 7–9 ára börn, kl. 17.30–8,0. Æskulýðs- félag í Grafarvogskirkju fyrir 8.–. bekk, kl. 20–22. Hjallakirkja: Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Kópavogskirkja: Starf með eldri borgur- um í dag, kl. 14.30–16.30 í safnaðar- heimilinu Borgum. Kyrrðar- og bæna- stund kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja: KFUM fundur fyrir stráka á aldrinum 9–12 ára kl. 16.30. Vídalínskirkja. Umræðu- og leshópur starfar í safnaðarheimilinu kl. 20–21. Biblíu- og trúfræðsla fyrir alla. Kyrrðar- stund í kirkjunni kl. 21. Ath. breyttan tíma. Tónlist, ritningarlestur, hugleiðing og fyrirbænir. Bænarefnum má koma til presta kirkjunnar og djákna. Hressing í safnaðarheimili eftir stundina. Allir vel- komnir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10–2 ára kl. 17–8.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimili Strandbergs, Vonarhöfn, frá kl. 17– 18.30. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn (TTT) í dag kl 17. Foreldrastund kl. 13–15. Kjörið tækifæri fyrir heima- vinnandi foreldra með ung börn að koma saman og eiga skemmtilega samveru í safnaðarheimili kirkjunnar. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Var- márskóla á fimmtudögum frá kl. 13.15– 14.30. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Landakirkja: Kl. 10. Mömmumorgunn. Fróðlegt spjall og uppbyggjandi samfélag foreldra með ungbörn. Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúning- ur í Kirkjulundi kl. 14.30–15.10, 8. MK í Heiðarskóla. kl. 15.15–15.55, 8. SV í Heiðarskóla. KFUM, Holtavegi 28. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Ytri-Njarðvíkurkirkja Biblíulestrar fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20. í umsjá Ástríðar Helgu Sigurðardóttur guð- fræðings. Farið verður í Jóhannesarguð- spjall. Fyrirbænasamvera fimmtudaginn 22. nóvember kl. 19. Fyrirbænarefnum er hægt að koma áleiðis að morgni fimmtudagsins milli kl.10–12 í síma 421 5013. Spilakvöld aldraðra fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 19. nóvember var spilað þriðja og næst síðasta kvöldið í Opna Borgarfjarðarmótinu. Úrslit urðu sem hér segir: Sveinbjörn Eyjólfsson – Lárus Péturss. 45 Kristján Axelsson – Örn Einarsson 35 Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 23 Þórhallur Bjarnas. – Brynjólfur Guðm. 20 Fyrir síðasta kvöldið er staða efstu para: Sveinbjörn Eyjólfsson – Lárus Péturss. 116 Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 108 Kristján Axelsson – Örn Einarsson 79 Guðný Guðjónsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir Íslandsmeistarar Tuttugu og eitt par tók þátt í Ís- landsmóti kvenna í tvímenningi, sem var spilað um helgina. Mótið var ótrúlega jafnt og ólíklegt að hæsta skor á Íslandsmóti hafi verið lægri en nú eða 53,4 %. Lokastaðan: Guðný Guðjónsd. – Hrafnhildur Skúlad. 71 Grethe Iversen – Anna Guðlaug Nielsen 64 Hulda Hjálmarsd – Sigríður Eyjólfsd. 56 Bryndís Þorsteinsd – María Haraldsd. 53 Þóranna Pálsd – Ragna Briem 48 Sigurvegararnir í Íslandsmóti kvenna. Frá vinstri: Grethe Íversen, Anna Guðlaug Nielsen, Íslandsmeistararnir Hrafnhildur Skúladóttir og Guðný Guðjónsdóttir, Hulda Hjálmarsdóttir og Sigríður Eyjólfsdóttir. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Kópavogi Mjög góð þátttaka var í tvímenn- ingnum þriðjudaginn 13. nóvember eða 28 pör. Spilaður var Mitchell að venju og urðu úrslit þessi í N/S: Einar Markúss. - Steindór Árnason 380 Anton Sigurðss. - Hannes Ingibergss. 373 Guðm. Þórðarson - Magnús Þorsteinss. 355 Eysteinn Einarss. - Kristján Ólafss. 355 Hæsta skorin á A/V vængnum var þessi: Hreinn Hjartarson - Ragnar Björnss. 403 Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 393 Hörður Davíðss. - Einar Einarsson 365 Þátttakan sl. föstudag var slakari eða 18 pör. Þá urðu úrslit þessi í N/S: Jón Pálmason - Ólafur Ingimundars. 257 Eysteinn Einarss. - Jón Stefánss. 242 Magnús Oddsson - Guðjón Kristjánss. 235 Hæsta skorin í A/V: Auðunn Guðmundss. - Bragi Björnss. 246 Bragi Salomonss. - Magnús Jósefss. 239 Ingibj. Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 234 Meðalskor á þriðjudag var 312 en á föstudag 216. Risaskor í Greifamótinu á Akureyri Greifamótið í hraðsveitakeppni hófst sl. þriðjudag hjá Bridsfélagi Akureyrar og taka 8 sveitir þátt. Sveit Reynis Helgasonar leiðir með miklum yfirburðum en með Reyni spila Örlygur Örlygsson, Pétur Guð- jónsson og Anton Haraldsson. Þann- ig er staðan nú: Sv. Reynis 314 Sv. Sveins Pálssonar 267 Sv. Sveins Stefánssonar 256 Sv. Gylfa Pálssonar 250 Sv. Ragnheiðar Haraldsd. 250 Miðlungur er 252 og má á því sjá hve yfirburðir efstu sveitarinnar eru miklir. Mótið mun standa yfir til 11. nóvember nk. en einnig er spilað á sunnudagskvöldum hjá BA og eru allir velkomnir. Spilað er í Hamri. Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenn- ing á 11 borðum í Gullsmára 13 mánudaginn 19. nóvember sl. Miðl- ungur 220. Beztum árangri náðu: NS Guðmundur Pálss. – Kristinn Guðm. 283 Bragi Melax – Árni Gunnarsson 275 Þórhallur Árnas. – Þormóður Stefánss. 243 AV Sigurður Kristj. – Halldór Kristinss. 260 Helga Helgad. – Þórhildur Magnúsd. 250 Hinrik Lárusson – Haukur Bjarnason 234 Eldri borgarar úr Gjábakka og Gullsmára mætast í sveitakeppni laugardaginn 24. nóvember. Keppn- in hefst stundvíslega kl. 13. Íslandsmót (h)eldri og yngri spilara Íslandsmót yngri spilara í tví- menningi verður haldið 24.–25. nóv. Í flokki yngri spilara eru þátttakendur fæddir 1. jan. 1977 eða síðar. Þátt- taka er ókeypis. Íslandsmót (h)eldri spilara í tví- menningi verður einnig spilað sömu helgina. Lágmarksaldur er 50 ár og samanlagður aldur parsins minnst 110 ár. Bæði mótin eru spiluð í Hreyfils- húsinu v/Grensásveg og byrja á laugardag kl. 11. Keppnisstjóri er Eiríkur Hjaltason. Skráning í s. 587 9360 eða bridge@bridge.is HINN 17. nóvember sl. voru 95 ár liðin frá því að Haraldur Böðv- arsson, þá 17 ára gamall, hóf út- gerð á sexæringnum Helgu Maríu. Í tilefni dagsins var opið hús á Akra- nesi fyrir alla þá er áhuga höfðu á að kynna sér sögu og starfsemi elsta starfandi útgerðarfyrirtækis landsins, Haraldar Böðvarssonar hf. Á sjötta hundrað manns heim- sóttu fyrirtækið í tilefni dagsins, segir í fréttatilkynningu. Haraldur Böðvarsson hf. 95 ára Tveir forkólfar úr verkalýðshreyfingunni komu í heimsókn, f.v. Bjarn- fríður Leósdóttir, Haraldur Sturlaugsson forstjóri og Herdís Ólafsdóttir. HEIMDALLUR, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, heldur op- inn spjallfund um persónufrelsi á stríðstímum í Kofa Tómasar frænda, Laugavegi 2, fimmtudagskvöldið 22. nóvember, kl. 20.30. Fjallað verður um spurningarnar hvort réttlætan- legt sé að skerða frelsi einstakling- anna í þágu öryggis og hversu langt ríkisvaldið megi ganga í þeim efnum? Gestir fundarins verða: Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgun- blaðsins, Tómas Ingi Olrich, formað- ur utanríkismálanefndar alþingis og Hörður H. Helgason, lögfræðingur Persónuverndar. Allir velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Opinn fundur hjá Heimdalli SAMSKIP hafa nú öðru sinni lagt fram eina milljón króna í styrk til þeirra lögreglumanna á Íslandi sem hafa fíkniefnamál sem sérsvið. Fyr- irtækið lagði fram sömu styrkfjár- hæð í október á síðasta ári. Við það tækifæri var stofnaður Kynningar- og menntunarsjóður Samskipa hf. sem hefur það markmið að efla menntun og þjálfun lögreglumanna sem sinna ávana- og fíkniefnamálum. Sjóðnum bárust strax í upphafi all- margar umsóknir. „Það er von for- vígismanna Samskipa að sjóðurinn verði til þess að styrkja íslenska lög- reglu og að hann efli hana í barátt- unni gegn útbreiðslu ávana- og fíkni- efna hér á landi,“ segir í frétt frá Samskipum. Kynningar- og menntunarsjóður Samskipa hf. er í vörslu lögreglu- stjóraembættisins. Samskip styrkja fíknivarnir lögreglunnar LAUF, samtök áhugafólks um floga- veiki, verður með fræðslufund, í dag, fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20, að Hátúni 10b, kaffistofu á jarðhæð. Helena Breiðfjörð fjallar um sjálf- styrkingu unglinga, einelti o.fl. Hún svarar fyrirspurnum að fyrirlestri loknum, segir í fréttatilkynningu. Fræðslufundur hjá LAUF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.