Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 51
ÁSDÍS Kristinsdóttir, Elín Hanna Jónsdóttir og Hildur Inga Þor- steinsdóttir hlutu námsstyrki Orkuveitu Reykjavíkur til kvenna er stunda verkfræði- eða tækni- nám. Styrkur er nú veittur í fimmta sinn og er liður í jafnréttisáætlun Orkuveitunnar og er stofnað til hans í þeim tilgangi að stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- eða karlastörf. Þá kveður jafnréttisáætlun Reykjavíkurborg- ar á um að fjölga beri konum í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum hjá Reykjavíkurborg. Með því að veita konum sem stunda nám í raungreinum sérstaka námsstyrki leggur Orkuveitan sín lóð á vog- arskálarnar til þess að svo megi verða, segir í fréttatilkynningu. Dómnefnd, skipuð Jónu Gróu Sigurðardóttur, Helga Hjörvar og Hildi Jónsdóttur, valdi þrjár stúlk- ur, en 45 sóttu um. Hver fékk 150 þúsund krónur. Styrkumsóknirnar bera með sér að þær stúlkur sem velja þessar námsbrautir eru nær undantekn- ingarlaust framúrskarandi náms- menn sem eiga einkar glæsilegan námsferil að baki. Sérstaka athygli vekur að auk góðs námsárangurs sýna margar þeirra frábæra frammistöðu í öðrum greinum, svo sem í listum, íþróttum eða á fé- lagssviði. Styrkveitingin fór fram í Tjarn- arbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 16. nóvember. Hlutu námsstyrk Orkuveitunnar FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 51 Lögmenn — lögfræðingar Laust húsnæði Með samstarf í huga leitum við að ungum og dugmiklum lögmanni sem vill gerast leigutaki að einu herbergi í húsnæði skrifstofunnar í Húsi verslunarinnar á 2. hæð. Um er að ræða vandað húsnæði með afnotum af kaffistofu og fundarherbergi auk móttöku með símaþjónustu. Lögfræðiþjónustan, sími 520 5588, Ingólfur Hjartarson, hrl., Kristján Ólafsson, hrl., Sigurður Sigurjónsson, hrl. Umhverfis- og tæknisvið Byggingadeild Útboð Bókasafn Hafnarfjarðar á Strandgötu 1 Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í bóka- safnsbúnað fyrir starfsemi Bókasafns Hafnar- fjarðar í nýinnréttuðu húsnæði á Strandgötu 1, Hafnarfirði. Verkið miðast við fullfrágenginn og uppsettan búnað og felur m.a. í sér að útvega og setja upp t.d. hillubúnað/hillustæður, gryfjur, skrif- plötur, bókavagna, afgreiðsluborð og fleira. Húsnæðið fyrir bókasafnsbúnaðinn er á fjórum hæðum og er alls brúttó um 1.519 m². Verkinu skal vera að fullu lokið 18. febrúar 2002. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu umhverfis- og tæknisviðs, Strandgötu 8—10, Hafnarfirði, frá og með fimmtudeginum 22. nóvember. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 4. desember 2001, kl. 11:00. Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði. TIL SÖLU SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 5  18211228  Br. Landsst. 6001112219 VIII I.O.O.F. 11  18211228½  Et. 2 - Fr. Í kvöld kl. 20 Lofgjörðarsam- koma, Turid og Knut stjórna. Kristilegt hjálparstarf Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20.00. Mikill söngur og vitnisburðir. Ræðumaður Arnór Már Másson. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is . Fimir fætur, félag foreldra barna með klumbufætur stendur fyrir jólabingói sunnu- daginn 25. nóvember kl. 14.00 í sal Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66, Reykjavík. Boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur. Fjölmennum nú og höldum fé- laginu lifandi. Nýir félagsmenn sem og aðrir stuðningsaðilar sérstaklega velkomnir. Stjórnin. Aðaldeild KFUM, Holtavegi 28 Fundur í kvöld kl. 20.00. Kristin trúarleg mótun. Efni: Guðmundur Einarsson kennari. Upphafsorð: Sigurjón Heiðarsson. Hugleiðing: Guð- mundur Ingi Leifsson skólastjóri. Allir karlmenn velkomnir. Sunnudagur 25. nóvember Gönguferð út í buskann. Fararstjóri: Gunnar Hólm Hjálm- arsson. Brottför: BSÍ kl. 13:00. Helgin 30. nóv.—2. des. Aðventuferð í Bása. Farar- stjórar: Anna Soffía Óskarsdóttir og Lovísa Christiansen. Helgin 8.—9. desember Aðventuferð jeppadeildar í Bása. Fararstjórar: Guðmundur Eiríksson og Guðrún Inga. Áramót 30. des.—1. jan. Fögnum nýju ári í Básum Farar- stjóri: Vignir Jónsson. www.utivist.is Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Krakkaklúbbur kl. 17.00. Fjölskyldubænastund kl. 18.30. Hlaðborð og samfélag kl. 19.00. Biblíufræðslan fellur niður í kvöld, en Benedikt Jóhannsson heldur áfram kennslu um Heilag- an anda næstkomandi fimmtu- dag kl. 20.00. Ath. Á morgun föstudag kl. 20 verður samkoma með Johnny Foglander frá Livets Ord í Sví- þjóð svo og á laugardags- kvöldið, á laugardag verður hann með frábæra kennslu frá kl. 10.00 til 15.00. Allir hjartanlega velkomnir. R A Ð A U G L Ý S I N G A R TILBOÐ / ÚTBOÐ stjórn um verkfallið og áhrif þess lögðu fulltrúar Neslistans fram eft- irfarandi tilllögu: „Bæjarstjórn Seltjarnarness skorar á samningsaðila í kjaradeilu tónlistarskólakennara að leita allra leiða til að leysa deilu tónlistarskóla- kennara og Launanefndar sveitarfé- laga sem fyrst, svo tryggja megi að starfsemi tónlistarskóla komist í eðlilegt horf. Með samningum við grunnskólakennara á síðasta ári voru lagðar skýrar línur sem eðlilegt er að kjör tónlistarskóla taki mið af. Bæjarstjóra er falið að hafa sam- band við Launanefnd sveitarfélaga og koma þessum sjónarmiðum bæj- arstjórnar Seltjarnarness á fram- færi.“ Tillagan var samþykkt samhljóða. FJÖLMENNI var á fundi bæjar- stjórnar Seltjarnarness 14. nóvem- ber sl. Á fundinn mættu tónlistar- kennarar, foreldrar og tónlistarnemendur sem hafa verið í verkfalli frá 22. október. Steinunn Birna Ragnarsdóttir af- henti bæjarstjórn Seltjarnarness áskorun fyrir hönd verkfallsstjórnar Félags tónlistarskólakennara og Fé- lags íslenskra hljómlistarmanna. Áskorunin var á þessa leið: „Félag tónlistarskólakennara og Félag hljómlistarmanna skora á bæjarstjórn Seltjarnarness að stuðla að því að samið verði við tónlistar- skólakennara hið fyrsta og að þeim verði tryggð sambærileg laun og öðrum kennurum.“ Eftir stuttar umræður í bæjar- Skora á samningsaðila að leysa kjaradeilu tónlistarskólakennara Fullkomnaðu verkið með þakrennukerfi þakrennukerfi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Fagm enns ka í fyrir rúmi Söluaðilar um land allt SNERRUÚTGÁFAN ehf. hefur sent frá sér ný jólasveinaspil með teikningum af öllum íslensku jóla- sveinunum eftir Selmu Jóns- dóttur. Einnig er í hverjum pakka söguágrip um jólasveinana á ís- lensku, ensku og þýsku, eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing. Spilin eru fáanleg víða um land. Jólasveina- spil frá Snerru- útgáfunni LAGNAKERFAMIÐSTÖÐ Íslands verður opnuð við hátíðlega athöfn, laugardaginn 24. nóvember, kl. 14, af ráðherrunum Birni Bjarnasyni og Valgerði Sverrisdóttur auk Björns Karlssonar, brunamálastjóra ríkis- ins og Alfreðs Þorsteinssonar, stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur og Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar formanns Lagnakerfa- miðstöðvar Íslands. 25. ágúst 1999 stofnuðu eftirtaldir aðilar sjálfseignarstofnunina Lagna- kerfamiðstöð Íslands: Lagnafélag Íslands, Samband íslenskra sveitar- félaga, Háskóli Íslands, Tækniskóli Íslands, Rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins, Iðntæknistofnun Íslands, Samtök iðnaðarins, Sam- band iðnmenntaskóla (Iðnmennt) Brunamálastofnun Íslands. Hlutverk lagnakerfamiðstöðvar- innar er að vera starfsvettvangur þeirra er vinna við rannsóknir og fræðslu í lagnaiðnaði. Að leggja til húsnæði, tæki og búnað sem notaður er við fræðslu og rannsóknir. Markmið lagnakerfamiðstöðvar- innar er að stuðla að rannsóknum, þróun, stöðlun og tæknilegum um- bótum í lagnatækni og samhæfa rannsóknir á lagnakerfum í landinu. Að efla kennslu og þjálfun á sviði lagnakerfa í skólum landsins á fram- haldskóla- og háskólastigi og að veita aðstöðu fyrir endurmenntun iðnaðarmanna og hönnuða. Til þess að uppfylla hlutverk og markmið stöðvarinnar verður komið upp hvers kyns lagnakerfum og hlut- um þeirra til þess að mæta sem best kennslu- og rannsóknarþörf allra þátttakenda stöðvarinnar, segir í fréttatilkynningu. Lagnakerfamiðstöð Íslands opnuð FÉLAG um átjándu aldar fræði heldur málþing laugardaginn 24. nóvember í sal Þjóðarbókhlöðunnar á 2. hæð, kl. 13.30. Erindi halda: Þorsteinn Vil- hjálmsson, Páll Halldórsson, Þór Jakobsson, Sigurður Steinþórsson, Fundarstjóri verður Guðrún Ing- ólfsdóttir. Málþingið er öllum opið. Málþing um vísindi á 18. öld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.