Morgunblaðið - 22.11.2001, Side 51

Morgunblaðið - 22.11.2001, Side 51
ÁSDÍS Kristinsdóttir, Elín Hanna Jónsdóttir og Hildur Inga Þor- steinsdóttir hlutu námsstyrki Orkuveitu Reykjavíkur til kvenna er stunda verkfræði- eða tækni- nám. Styrkur er nú veittur í fimmta sinn og er liður í jafnréttisáætlun Orkuveitunnar og er stofnað til hans í þeim tilgangi að stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- eða karlastörf. Þá kveður jafnréttisáætlun Reykjavíkurborg- ar á um að fjölga beri konum í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum hjá Reykjavíkurborg. Með því að veita konum sem stunda nám í raungreinum sérstaka námsstyrki leggur Orkuveitan sín lóð á vog- arskálarnar til þess að svo megi verða, segir í fréttatilkynningu. Dómnefnd, skipuð Jónu Gróu Sigurðardóttur, Helga Hjörvar og Hildi Jónsdóttur, valdi þrjár stúlk- ur, en 45 sóttu um. Hver fékk 150 þúsund krónur. Styrkumsóknirnar bera með sér að þær stúlkur sem velja þessar námsbrautir eru nær undantekn- ingarlaust framúrskarandi náms- menn sem eiga einkar glæsilegan námsferil að baki. Sérstaka athygli vekur að auk góðs námsárangurs sýna margar þeirra frábæra frammistöðu í öðrum greinum, svo sem í listum, íþróttum eða á fé- lagssviði. Styrkveitingin fór fram í Tjarn- arbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 16. nóvember. Hlutu námsstyrk Orkuveitunnar FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 51 Lögmenn — lögfræðingar Laust húsnæði Með samstarf í huga leitum við að ungum og dugmiklum lögmanni sem vill gerast leigutaki að einu herbergi í húsnæði skrifstofunnar í Húsi verslunarinnar á 2. hæð. Um er að ræða vandað húsnæði með afnotum af kaffistofu og fundarherbergi auk móttöku með símaþjónustu. Lögfræðiþjónustan, sími 520 5588, Ingólfur Hjartarson, hrl., Kristján Ólafsson, hrl., Sigurður Sigurjónsson, hrl. Umhverfis- og tæknisvið Byggingadeild Útboð Bókasafn Hafnarfjarðar á Strandgötu 1 Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í bóka- safnsbúnað fyrir starfsemi Bókasafns Hafnar- fjarðar í nýinnréttuðu húsnæði á Strandgötu 1, Hafnarfirði. Verkið miðast við fullfrágenginn og uppsettan búnað og felur m.a. í sér að útvega og setja upp t.d. hillubúnað/hillustæður, gryfjur, skrif- plötur, bókavagna, afgreiðsluborð og fleira. Húsnæðið fyrir bókasafnsbúnaðinn er á fjórum hæðum og er alls brúttó um 1.519 m². Verkinu skal vera að fullu lokið 18. febrúar 2002. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu umhverfis- og tæknisviðs, Strandgötu 8—10, Hafnarfirði, frá og með fimmtudeginum 22. nóvember. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 4. desember 2001, kl. 11:00. Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði. TIL SÖLU SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 5  18211228  Br. Landsst. 6001112219 VIII I.O.O.F. 11  18211228½  Et. 2 - Fr. Í kvöld kl. 20 Lofgjörðarsam- koma, Turid og Knut stjórna. Kristilegt hjálparstarf Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20.00. Mikill söngur og vitnisburðir. Ræðumaður Arnór Már Másson. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is . Fimir fætur, félag foreldra barna með klumbufætur stendur fyrir jólabingói sunnu- daginn 25. nóvember kl. 14.00 í sal Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66, Reykjavík. Boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur. Fjölmennum nú og höldum fé- laginu lifandi. Nýir félagsmenn sem og aðrir stuðningsaðilar sérstaklega velkomnir. Stjórnin. Aðaldeild KFUM, Holtavegi 28 Fundur í kvöld kl. 20.00. Kristin trúarleg mótun. Efni: Guðmundur Einarsson kennari. Upphafsorð: Sigurjón Heiðarsson. Hugleiðing: Guð- mundur Ingi Leifsson skólastjóri. Allir karlmenn velkomnir. Sunnudagur 25. nóvember Gönguferð út í buskann. Fararstjóri: Gunnar Hólm Hjálm- arsson. Brottför: BSÍ kl. 13:00. Helgin 30. nóv.—2. des. Aðventuferð í Bása. Farar- stjórar: Anna Soffía Óskarsdóttir og Lovísa Christiansen. Helgin 8.—9. desember Aðventuferð jeppadeildar í Bása. Fararstjórar: Guðmundur Eiríksson og Guðrún Inga. Áramót 30. des.—1. jan. Fögnum nýju ári í Básum Farar- stjóri: Vignir Jónsson. www.utivist.is Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Krakkaklúbbur kl. 17.00. Fjölskyldubænastund kl. 18.30. Hlaðborð og samfélag kl. 19.00. Biblíufræðslan fellur niður í kvöld, en Benedikt Jóhannsson heldur áfram kennslu um Heilag- an anda næstkomandi fimmtu- dag kl. 20.00. Ath. Á morgun föstudag kl. 20 verður samkoma með Johnny Foglander frá Livets Ord í Sví- þjóð svo og á laugardags- kvöldið, á laugardag verður hann með frábæra kennslu frá kl. 10.00 til 15.00. Allir hjartanlega velkomnir. R A Ð A U G L Ý S I N G A R TILBOÐ / ÚTBOÐ stjórn um verkfallið og áhrif þess lögðu fulltrúar Neslistans fram eft- irfarandi tilllögu: „Bæjarstjórn Seltjarnarness skorar á samningsaðila í kjaradeilu tónlistarskólakennara að leita allra leiða til að leysa deilu tónlistarskóla- kennara og Launanefndar sveitarfé- laga sem fyrst, svo tryggja megi að starfsemi tónlistarskóla komist í eðlilegt horf. Með samningum við grunnskólakennara á síðasta ári voru lagðar skýrar línur sem eðlilegt er að kjör tónlistarskóla taki mið af. Bæjarstjóra er falið að hafa sam- band við Launanefnd sveitarfélaga og koma þessum sjónarmiðum bæj- arstjórnar Seltjarnarness á fram- færi.“ Tillagan var samþykkt samhljóða. FJÖLMENNI var á fundi bæjar- stjórnar Seltjarnarness 14. nóvem- ber sl. Á fundinn mættu tónlistar- kennarar, foreldrar og tónlistarnemendur sem hafa verið í verkfalli frá 22. október. Steinunn Birna Ragnarsdóttir af- henti bæjarstjórn Seltjarnarness áskorun fyrir hönd verkfallsstjórnar Félags tónlistarskólakennara og Fé- lags íslenskra hljómlistarmanna. Áskorunin var á þessa leið: „Félag tónlistarskólakennara og Félag hljómlistarmanna skora á bæjarstjórn Seltjarnarness að stuðla að því að samið verði við tónlistar- skólakennara hið fyrsta og að þeim verði tryggð sambærileg laun og öðrum kennurum.“ Eftir stuttar umræður í bæjar- Skora á samningsaðila að leysa kjaradeilu tónlistarskólakennara Fullkomnaðu verkið með þakrennukerfi þakrennukerfi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Fagm enns ka í fyrir rúmi Söluaðilar um land allt SNERRUÚTGÁFAN ehf. hefur sent frá sér ný jólasveinaspil með teikningum af öllum íslensku jóla- sveinunum eftir Selmu Jóns- dóttur. Einnig er í hverjum pakka söguágrip um jólasveinana á ís- lensku, ensku og þýsku, eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing. Spilin eru fáanleg víða um land. Jólasveina- spil frá Snerru- útgáfunni LAGNAKERFAMIÐSTÖÐ Íslands verður opnuð við hátíðlega athöfn, laugardaginn 24. nóvember, kl. 14, af ráðherrunum Birni Bjarnasyni og Valgerði Sverrisdóttur auk Björns Karlssonar, brunamálastjóra ríkis- ins og Alfreðs Þorsteinssonar, stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur og Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar formanns Lagnakerfa- miðstöðvar Íslands. 25. ágúst 1999 stofnuðu eftirtaldir aðilar sjálfseignarstofnunina Lagna- kerfamiðstöð Íslands: Lagnafélag Íslands, Samband íslenskra sveitar- félaga, Háskóli Íslands, Tækniskóli Íslands, Rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins, Iðntæknistofnun Íslands, Samtök iðnaðarins, Sam- band iðnmenntaskóla (Iðnmennt) Brunamálastofnun Íslands. Hlutverk lagnakerfamiðstöðvar- innar er að vera starfsvettvangur þeirra er vinna við rannsóknir og fræðslu í lagnaiðnaði. Að leggja til húsnæði, tæki og búnað sem notaður er við fræðslu og rannsóknir. Markmið lagnakerfamiðstöðvar- innar er að stuðla að rannsóknum, þróun, stöðlun og tæknilegum um- bótum í lagnatækni og samhæfa rannsóknir á lagnakerfum í landinu. Að efla kennslu og þjálfun á sviði lagnakerfa í skólum landsins á fram- haldskóla- og háskólastigi og að veita aðstöðu fyrir endurmenntun iðnaðarmanna og hönnuða. Til þess að uppfylla hlutverk og markmið stöðvarinnar verður komið upp hvers kyns lagnakerfum og hlut- um þeirra til þess að mæta sem best kennslu- og rannsóknarþörf allra þátttakenda stöðvarinnar, segir í fréttatilkynningu. Lagnakerfamiðstöð Íslands opnuð FÉLAG um átjándu aldar fræði heldur málþing laugardaginn 24. nóvember í sal Þjóðarbókhlöðunnar á 2. hæð, kl. 13.30. Erindi halda: Þorsteinn Vil- hjálmsson, Páll Halldórsson, Þór Jakobsson, Sigurður Steinþórsson, Fundarstjóri verður Guðrún Ing- ólfsdóttir. Málþingið er öllum opið. Málþing um vísindi á 18. öld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.