Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 59
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 59
OUTLET 10
+++merki fyrir minna+++
Faxafeni 10, s. 533 1710
Opið
mán.-fös. 12-18
laugardag 11-16
50-80% lægra verð
GERÐU
GÓÐ KA
UP
InWear kápur frá 6.900
Morgan buxur -- 1.900
Diesel gallabuxur -- 2.900
Nicegirl jakkar -- 4.900
Exxem skór -- 990
Shellys stígvél -- 4.900
Billi bi stígvél -- 4.900
Kjólar -- 2.900
Levis bolir -- 990
Peysur -- 1.900
á merkjavöru og t ískufatnaði
Ný sending frá:
Öll jakkaföt 9.900
Parks skyrtur 990
Marco bindi 990
Hudson skór 990
Fila úlpur 3.500
Matinique úlpur 6.900
CAT skór 2.900
Dæmi:
SMASH
GEIRFUGLARNIR
Útgáfutónleikar kl. 22
á diskinum Tímafiskurinn
Enginn aðgangseyrir
Vesturgötu 2, sími 551 8900
Kl. 20:00
Í fyrsta sinn
í Íslandssögunni!
Heil skipshöfn
gefur út geisladisk!
Útgáfutónleikar
togaraáhafnarinnar á
Mánabergi frá Ólafsfirði
á geisladiskinum
Roðlaust og Beinlaust
EKKI er langt síðan Íslendingar
hissuðu sig yfir því hvað Bandaríkja-
menn æstu sig yfir textunum hans
Eminem; hann væri svo sem ekkert
sérlega kræsilegur, en engin ástæða
til að vera að ritskoða hann. Þar kom
því vel á vonda þegar XXX Rottweil-
erhundar hófu upp sína raust því ekki
voru menn seinir á sér að ritskoða
texta sveitarinnar til að gera lögin út-
varpstæk.
Það má svo sem skilja það að fólki
hitni um eyrun þeg-
ar þeir Rottweiler-
hundar láta í sér
heyra því ekki er
bara að þeir séu
sóðalega klæmnir,
heldur eru þeir
hreint frábærlega dónalegir, siðblind-
ir og upp fullir með guðlasti og ég veit
ekki hvað ... þvílík veisla! Sjá til að
mynda þennan bút úr „Bent nálgast“
þar sem Bent fer á kostum:
„Ég er Hann, Ég er Jahve, Jah, ég
er fokking Óðinn ... Ég skapaði heim-
inn á sjö dögum og eyði honum á jafn-
mörgum / náttúrhamfarir á fyrsta
degi og engisprettur á öðrum / þriðja,
fjórða, fimmta sjötta bæti á ykkur
kvölunum / kem svo sjálfur á sjöunda
degi til að ráða ykkur af dögunum.“
Hljóðsmalamennska á skífunni er
víða innblásin, laga/textabútar valdir
til að undirstrika inntak versanna,
eins og til að mynda þegar BlazRoca
missir sig í montinu („Abraham gat
Ísak / og Ísak gat Jakob / Jakob gat
ekki neitt / svo í dag trúir fólk á Blaz“)
og undirleikurinn vitnar í rokk-
óperuna vemmilegu um Jesú.
Annað gott dæmi er af hinu bráð-
hlægilega „Ég elska fólk“ („Ég elska
fólk / eins dauði er annars brauð bók-
staflega / þetta er bara fólk ekki til-
finningavera / ekki kalla mig skrímsli
kallaðu mig sælkera“), þar sem Mikki
refur sér um að gefa rétta stemmn-
ingu. Það er reyndar sérstakt fagn-
aðarefni hvernig þeir félagar vitna í
lög og stemmur sem allir þekkja;
Dýrin í Hálsaskógi, „Hí á þig“, þar
sem Ómar Ragnarsson leggur þeim
lið, „Guttavísur“ / Halla og Ladda í
„Skuggalaginu“ og svo má telja.
Lögin á disknum eldast misvel og
þannig er kynningarlag sveitarinnar
orðið frekar þreytt nú þegar og væri
gjörsamlega óþolandi ef ekki væri
góður sprettur hjá Bent og skemmti-
legar sneiðar BlazRoca á enskurapp-
ið, „„Rappa á ensku fyrir heiminn“
hvað er það? hahaha / 10 eintök seld
undir borðið“. Dissið á pósarana er
líka þreytt og Top eða bottom brand-
arinn í „Við erum Top“ þreytist fljótt;
manni finnst hljóðbútarnir úr þætt-
inum flækjast fyrir textanum. Aðeins
er líka farið að slá í „XXX“ þó línan
„fokk þú og þitt krú“ sé snilld, skora á
menn að leggja hana á minnið og nota
við tækifæri. Samsetning á því lagi er
líka verulega skemmtileg, skipulögð
óreiða sem gengur bráðvel upp.
Margir hafa spreytt sig á rappi hér
á landi og sumum tekist bráðvel upp.
Flestir hafa þó verið að rappa á ensku
og það er ekki fyrr en Sesar A reið á
vaðið fyrir stuttu að íslensk rappút-
gáfa hefst, þar sem menn eru að
rappa á íslensku um íslenskan veru-
leika.
Það verður að segja eins og er að
með því að rappa á íslensku og af slík-
um krafti taka Rottweilerhundarnir
samkeppnina í nefið; fyrsta sveitin
sem hefur eitthvað segja og segir það
því á íslensku. Víst eru þeir klám-
fengnir, siðspilltir, dónalegir og óþol-
andi á köflum, en það er eðli rappsins.
Tónlist
Þvílík veisla!
XXX Rottweilerhundar
XXX Rottweilerhundar
Dennis
XXX Rottweilerhundar, fyrsti diskur sam-
nefndrar sveitar. Hljómsveitina skipa þeir
Erpur Eyvindarson, sem kallar sig Blaz-
Roca, og Ágúst Bent Sigurbertsson sem
sjá um rappið, Lúðvík Páll Lúðvíksson,
kallaður Lúlli, sem vinnur útsetningar, og
Eiríkur Ástþór Ragnarsson, kallaður
Eiki eða Dj Gummó, sem er plötusnúður
sveitarinnar.
Ýmsir gestir koma við sögu á plötunni
þar á meðal Mezzías og Sesar A. Textar
eftir þá BlazRoca og Bent. Dennis gefur
út.
Árni Matthíasson
Morgunblaðið/Arnaldur
Frá upptökum á laginu „Hí á þig“ í
Stúdíói Sýrlandi í sumar þar sem Óm-
ar Ragnarsson lagði Hundunum lið.
Teppi á stigaganga
Ármúla 23, sími 533 5060 DILBERT
mbl.is