Morgunblaðið - 21.12.2001, Síða 4
Fjármálaráðu-
neytið, Ríkisbók-
hald og Ríkiskaup
FULLTRÚAR fjármálaráðu-
neytisins, Ríkisbókhalds og
Ríkiskaupa áttu fund saman í
gær til að fjalla um álit kæru-
nefndar útboðsmála um fram-
kvæmd útboðs á nýjum fjár-
hagskerfum fyrir ríkissjóð og
stofnanir hans sl. sumar. Fjár-
málaráðuneytið var verkkaupi,
Ríkisbókhald hafði umsjón
með útboðinu og Ríkiskaup
framkvæmdi útboðið. Kæru-
nefndin komst að þeirri niður-
stöðu að Ríkiskaup hafi bakað
sér skaðabótaskyldu gagnvart
Nýherja hf., sem kærði útboð-
ið, og nokkrir vankantar verið
á framkvæmd útboðsins. Rík-
iskaup tóku lægsta tilboði upp
á 800 milljónir, sem kom frá
Skýrr, og var það 360 milljón-
um kr. lægra en frá Nýherja.
Baldur Guðlaugsson, ráðu-
neytisstjóri í fjármálaráðu-
neytinu, sagði við Morgunblað-
ið að á fundinum í gær hefði
komið fram að menn væru
ósammála úrskurði kæru-
nefndar og forsendum hans.
Eftir væri að taka ákvarðanir
um frekari viðbrögð og lög-
fræðingar ráðuneytisins
myndu fara rækilega yfir álit
kærunefndarinnar og rök-
stuðning fyrir úrskurðinum,
sem reyndar er ekki talinn
bindandi að því er skaðabóta-
skylduna varðar.
Kærunefnd útboðsmála,
sem starfar sjálfstætt og er
æðsta úrskurðarvald á stjórn-
sýslustigi, heyrði áður undir
fjármálaráðherra. Úrskurðum
hennar er ekki hægt að áfrýja
nema að fara með málið til
dómstóla. Baldur sagði engar
ákvarðanir liggja fyrir.
Hagstæðasta boði tekið
Júlíus S. Ólafsson, forstjóri
Ríkiskaupa, sagðist í samtali
við Morgunblaðið vera ósáttur
við niðurstöðu kærunefndar-
innar, hún hefði komið sér á
óvart. Ríkiskaup hefðu að hans
mati ekki vanrækt útboðs-
skyldu sína og hagstæðasta til-
boðinu hefði verið tekið.
„Það var talsverður munur á
tilboðunum, enda segir nefndin
það vafa undirorpið að hag-
stæðasta boðinu hafi verið tek-
ið. Þar er ekki talað um neina
vissu, sem er sérkennileg
framsetning,“ sagði Júlíus.
Ósammála
niðurstöðu
kæru-
nefndar
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Opið til 22.00
www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
K
R
I
16
21
2
12
/2
00
1
Jólasveinn dagsins
kemur kl. 17.00
GUÐRÚN Olga Stefánsdóttir og Ey-
þór Örn Jónsson útskrifuðust með
láði frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð í gær. Þau Guðrún og
Eyþór hlutu sömu lokaeinkunn, 9,5,
og eru dúxar skólans. Framúrskar-
andi námsárangur er ekki það eina
sem sker þau úr útskriftarhópnum
heldur eru þau bæði að útskrifast
eftir þriggja og hálfs árs nám, eða
einni önn fyrir áætlaða útskrift.
Guðrún Olga sem er rétt orðin 18
ára var yngsti nýstúdentinn sem út-
skrifaður var í gær. Hún braut-
skráðist með fjölda aukaeininga og
hefði í raun getað lokið námi við
skólann síðast liðið vor, en ákvað að
vera önn lengur þar sem henni þótti
„hálfundarlegt að vera bara sautján
ára útskrifuð úr menntaskóla og
skemmtilegra að taka aðeins fleiri
valáfanga,“ eins og hún segir sjálf.
Spurð hver sé lykillinn að svo góð-
um námsárangri vill hún sem
minnst segja en svarar svo af hóg-
værð að það skipti máli að vera sam-
viskusamur og duglegur og sýna
náminu áhuga.
Guðrún Olga hefur auk námsins
verið í forystusveit félagslífs skól-
ans, sat í nemendastjórn og hefur
sungið með skólakórnum. Utan
menntaskólans hefur hún lagt stund
á blokkflautuleik í tónlistarskóla
Reykjavíkur, „og svo er ég líka með
kærasta“.
Þrátt fyrir tímafreka tónlistar-
iðkun og kærastann hefur henni
sóst námið framúrskarandi vel og
útskrifaðist af tveimur brautum,
bæði af náttúrufræði- og eðl-
isfræðibraut með töluvert af um-
frameiningum. Raungreinar liggja
vel við Guðrúnu og hlaut hún við-
urkenningu fyrir góðan árangur í
stærðfræði í útskriftarathöfninni og
verðlaun fyrir framúrskarandi ár-
angur í náttúrufræði. Íslensk tunga
er henni líka ástfólgin og fékk hún
þriðju verðlaun sín fyrir góðan ár-
angur í íslensku. Guðrún Olga segist
stefna á raungreinanám í framtíð-
inni en enn sé ekki fullákveðið
hvaða fag verði fyrir valinu.
Sundkappi og björgunar-
sveitarmaður
Eyþór, sem útskrifaðist af eðl-
isfræðibraut, hlaut einnig verðlaun
fyrir framúrskarandi árangur í
stærðfræði og efnafræði. Við út-
skriftina minntist rektor skólans,
Lárus H. Bjarnason, á raun-
greinaeinkunnir Eyþórs, en í gegn-
um alla skólagönguna hafa ein-
tómar tíur sést í raungreinum á
einkunnaspjaldinu utan einu sinni
því í fyrsta efnafræðiáfanganum
fékk hann 9 „og ákvað að taka mig á
eftir það,“ segir Eyþór aðspurður
um árangurinn. Hann þakkar góðri
skipulagningu námsárangur sinn og
segist í raun aldrei hafa lært með
háar einkunnir að markmiði heldur
hafi fróðleiksfýsnin ráðið för. „Ég
hef yfirleitt bara lært fyrir sjálfan
mig, til þess að kunna en ekkert ver-
ið að spá í tölurnar,“ segir Egill.
Líkt og Guðrún Olga er Egill stór-
tækur utan veggja skólans þar sem
hann æfði sund af kappi. „Já, ég hef
nú haft sitthvað fleira að gera en
læra og nú er ég kominn á kaf í
björgunarsveitarstarf,“ segir Egill.
Aðspurður um framtíðaráætlanir
segist hann enn ekki hafa tekið
ákvörðun um hvaða nám verði fyrir
valinu en hann hyggst hefja há-
skólanám næsta haust.
Morgunblaðið/Sverrir
Guðrún Olga Stefánsdóttir og Eyþór Örn Jónsson eru dúxar Menntaskólans við Hamrahlíð.
Framúr-
skarandi
námsár-
angur ný-
stúdenta
Dúxar Mennta-
skólans við
Hamrahlíð
SAMBANDI íslenskra sveitarfélaga
og Kennarasambandi Íslands tókst
ekki í gær að leysa ágreining sem
risið hefur um forsendur kjara-
samnings tónlistarskólakennara.
Engu að síður hefur í dag verið boð-
aður fundur í launanefndinni þar
sem kjarasamningurinn verður tek-
inn til umfjöllunar. Hugsanlega
verða greidd atkvæði um hann á
fundinum.
Tónlistarskólakennarar sam-
þykktu um miðjan desember kjara-
samning sem þeir gerðu við launa-
nefnd sveitarfélaganna eftir
mánaðarlangt verkfall. Launanefnd-
in hefur hins vegar ekki enn greitt
atkvæði um samninginn og verkfall-
inu hefur formlega ekki verið aflýst,
en því var frestað til 4. janúar.
Eftir að launanefndinni barst
vitneskja um að lögmaður KÍ hefði
unnið greinargerð um forsendur
kjarasamnings grunnskólakennara,
þar sem segir að einstaklingsbundin
ráðningarkjör verði ekki afnumin
með gerð kjarasamnings, ákvað hún
að fresta afgreiðslu samningsins.
Nefndin taldi að með greinargerð
lögmannsins hefði skapast það mik-
ill vafi um hvort ákvæði kjarasamn-
ingsins, um að allar viðbótar-
greiðslur féllu niður með nýja
samningnum, að ekki væri forsvar-
anlegt að samþykkja hann að óat-
huguðu máli.
Sigurður Óli Kolbeinsson, lög-
fræðingur Sambands íslenskra
sveitarfélaga, sagði í gær að ekki
hefði tekist að leysa málið þrátt fyr-
ir ítarlega yfirlegu. Hins vegar hefði
málið verið leyst gagnvart tónlistar-
skólakennurum á Akureyri og Akra-
nesi, en þeir sömdu sér. Tónlistar-
skólakennarar á Akureyri gætu
valið um að halda sínum viðbótar-
kjörum að viðbættri almennri pró-
sentuhækkun eða að taka laun eftir
nýju launakerfi í samræmi við
ákvæði kjarasamningsins. Hann
sagði að Félag tónlistarskólakenn-
ara hefði hafnað þessari leið.
Ágreiningur um forsendur samnings tónlistarskólakennara óleystur
Fundur boðaður í launa-
nefnd sveitarfélaga
TUTTUGU og eins árs maður, sem
losnar úr gæsluvarðhaldi í dag, hefur
játað að hafa stjakað við manni sem
féll í kjölfarið fram af svölum á ann-
arri hæð fjölbýlishúss við Yrsufell
aðfaranótt sunnudags. Maðurinn
höfuðkúpubrotnaði við fallið og var
um tíma haldið sofandi í öndunarvél.
Vafi leikur á því hvort um ásetning
eða óviljaverknað hafi verið að ræða
en vitni að atburðinum hafa staðfest
að komið hafi til átaka milli mann-
anna á svölunum sem lauk með fyrr-
greindum hætti.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu hefur maðurinn játað að hafa,
eftir nokkrar stympingar, stjakað
við manninum sem féll í kjölfarið
fram af svölunum. Maðurinn segist á
hinn bóginn ekki hafa ætlað að
hrinda honum fram af svölunum.
Tveir menn handteknir
Íbúar í húsinu höfðu tilkynnt lög-
reglu um háreysti en þegar lögreglu
bar að hafði maðurinn fallið af svöl-
unum og lá á steinsteyptri stétt, um
4–5 metra fyrir neðan svalirnar.
Hörður Jóhannesson yfirlögreglu-
þjónn sagði ekki tímabært að svara
því hvort maðurinn yrði kærður fyrir
að hafa hrint manninum viljandi eða
fyrir gáleysi.
Maðurinn, sem losnar úr haldi í
dag, var handtekinn á sunnudag
ásamt manni um þrítugt sem var
sleppt að loknum yfirheyrslum. Lög-
reglan fór fram á gæsluvarðhald
fram til 28. desember nk. en dómurin
taldi féllst einungis á gæsluvarðhald
til 21. desember á grundvelli rann-
sóknarhagsmuna.
Óvíst að um ásetning
hafi verið að ræða
Játar að hafa stjakað við manni sem féll
fram af svölum íbúðar við Yrsufell