Morgunblaðið - 21.12.2001, Page 15
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 15
SKIPSTJÓRA- OG
STÝRIMANNAFÉLAG NORÐLENDINGA
FUNDARBOÐ
Félagsmenn Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga!
Munið aðalfundinn í Skipagötu 14, 4. hæð, (Fiðlaranum),
föstudaginn 28. desember 2001, sem hefst kl. 14:00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Í fundarlok verður kynning Radíómiðunar hf. á nýjungum í
tækjum og hugbúnaði.
Stjórn Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga
BÖRN í grunnskólum hafa síðustu
daga haldið svonefnd litlu jól í skól-
unum og þar eru börnin í Brekku-
skóla á Akureyri engin undantekn-
ing. Að þessu sinni var bryddað upp
á þeirri nýjung að öll börnin, um
550 talsins, hittust í Íþróttahöllinni
þar sem þau gengu kringum
jólatré.
Jólasveinar komu í heimsókn,
börnunum, einkum þeim yngri, til
ómældrar ánægju, en sam-
verustundinni lauk með því að öll
börnin sungu saman „Heims um
ból“.
Morgunblaðið/Kristján
Jólasveinarnir létu sig ekki vanta á jólaball Brekkuskóla.
Litlu jólin í Brekkuskóla
ALLS bárust 47 umsóknir um starf
verkefnastjóra kynningar- og upp-
lýsingamála hjá Akureyrarbæ en
umsóknarfrestur rann út nýlega.
Um er að ræða nýtt starf á þjón-
ustusviði, sem greinilega er mikill
áhugi fyrir.
Umsækjendur um stöðuna eru
þessir: Anna Hildur Hildibrands-
dóttir, Bretlandi, Atli Freyr Sæv-
arsson, Reykjavík, Árni Árnason,
Bretlandi, Áslaug Magnúsdóttir,
Akureyri, Ásta Ásmundsdóttir, Ak-
ureyri, Björn Sigurður Lárusson,
Akranesi, Einar Björn Erlingsson,
Reykjavík, Eiríkur Bj. Björgvins-
son, Akureyri, Eygló Þóra Harð-
ardóttir, Reykjavík, Eyjólfur Kol-
beinn Eyjólfsson, Reykjavík, Fjóla
Stefansdóttir, Danmörku, Gestur
Einar Jónasson, Akureyri, Guðrún
Hulda Eyþórsdóttir, Kópavogi,
Gunnvör Karlsdóttir, Akureyri,
Gunnþóra Kristín Ingvadóttir, Ak-
ureyri, Halldór Arinbjarnarson,
Akureyri, Halldór Bachmann
Reykjavík, Haraldur Ingólfsson,
Akureyri, Heiðar Ingi Svansson,
Kópavogi, Inga Huld Sigurðardótt-
ir, Skotlandi, Ingunn Bjarnadóttir,
Sauðárkróki, Jóhann Jónsson,
Hrísey, Jón Halldór Guðmundsson,
Garðabæ, Jón Heiðar Rúnarsson,
Akureyri, Jón Heiðar Þorsteinsson,
Reykjavík, Kjartan Emil Sigurðs-
son, Bretlandi, Kristín Sóley
Björnsdóttir, Svíþjóð, Kristján J.
Kristjánsson, Akureyri, Kristrún
Lind Birgisdóttir, Hafnarfirði,
Magnús Gehringer Akureyri,
María Rúnarsdóttir, Reykjavík,
Ómar Kristinsson, Akureyri, Ottó
Biering Ottósson, Akureyri, Óskar
Sigurðsson, Kópavogi, Óttar Gaut-
ur Erlingsson, Akureyri, Pétur
Arnar Pétursson, Blönduósi, Ragn-
ar Hólm Ragnarsson, Reykjavík,
Sigrún Björk Jakobsdóttir, Akur-
eyri, Sigrún Inga Hansen Akureyri,
Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, Bessa-
staðahreppi, Sigurður Bjarki
Magnússon, Bandaríkjunum, Val-
dís Björk Þorsteinsdóttir, Akur-
eyri, Valdís Viðarsdóttir, Akureyri,
Vilhjálmur Árnason, Reykjavík,
Þorbjörg Jóhannsdóttir, Akureyri,
Þórhallur V. Einarsson, Akureyri,
Ægir Dagsson, Akureyri.
Verkefnastjóri kynningar- og
upplýsingamála hjá Akureyrarbæ
47 umsóknir
um stöðuna
NÝVERIÐ var ýtt úr vör verkefni á
frystitogurum Samherja sem geng-
ur út á að hirða alla þorskhausa sem
til falla við vinnsluna. Þeir eru frystir
um borð og þegar í land er komið
fara þeir til vinnslu í hausaþurrkun
félagsins á Hjalteyri og Dalvík.
Einnig hafa hausarnir verið fluttir út
frosnir.
Birgir Össurason, sölu- og mark-
aðsstjóri Samherja, sagði menn líta á
þetta sem stórt skref í þá átt að full-
nýta aflann á togurunum. Þá skapist
með þessu meiri vinna í hausaþurrk-
uninni og aukin verðmæti. Birgir
leggur áherslu á að nokkurn tíma
geti tekið að þreifa sig áfram með
heppilegasta fyrirkomulagið, t.d.
varðandi geymslu á hausunum um
borð og fleira í þeim dúr.
Verulegt magn
Um verulegt magn er að ræða og
mikilvægt upp á framhaldið að vel
takist til þannig að verkefnið reynist
arðbært.
Birgir sagði sjávarútvegsfyrir-
tæki á borð við Samherja eiga allt
undir því að auðlindin gefi sem mest
af sér og að gengið sé um hana með
skynsamlegum hætti. Innan Sam-
herja sé jafnan kappkostað að ryðja
brautina með nýjungar og framþró-
un innan sjávarútvegsins og sé litið á
þetta verkefni sem lið í því.
Birgir sagði einnig að fleiri fyrir-
tæki væru með svipuð verkefni í
gangi. Þetta kemur fram á heima-
síðu Samherja.
Verkefni á frystitogurum Samherja ýtt úr vör
Togarar komi með alla
þorskhausa að landi
FÉLAGSMÁLARÁÐ Akureyrar
hefur veitt Kvennasambandi Ak-
ureyrar viðurkenningarvott fyrir
fórnfúst starf í þágu þeirra sem
minna mega sín.
Oktavía Jóhannesdóttir, formað-
ur félagsmálaráðs, sagði að sú hefð
hefði skapast að ráðið veitti fé-
lagasamtökum eða einstaklingum
viðurkenningu fyrir gott starf að
félagsmálum og að þessu sinni hefði
verið ákveðið að veita Kvenna-
sambandi Akureyrar viðurkenn-
inguna. „Okkur þykir mikið til þess
koma hvað þið eruð reiðubúnar að
leggja mikið á ykkur fyrir bæj-
arfélagið og íbúa þess,“ sagði Okt-
avía við kvenfélagskonur, sem hún
sagði brautryðjendur í mann-
úðarmálum og líknarstarfi.
Morgunblaðið/Kristján
Oktavía Jóhannesdóttir, formaður félagsmálaráðs, t.v., ásamt fulltrúum
Kvennasambands Akureyrar, Halldóru Stefánsdóttur, Guðrúnu Sigurð-
ardóttur og Þórunni Sigurbjörnsdóttur.
Kvennasambandið
fær viðurkenningu
GUNNAR Ragnars fyrrverandi for-
stjóri Útgerðarfélags Akureyringa
hf. hefur verið ráðinn fjármálastjóri
Íþróttabandalags Akureyrar. Gunn-
ar var í hópi 6 umsækjenda.
Gunnar þekkir vel innviði ÍBA en
hann var formaður bandalagsins í
fimm ár, fram til ársins 1994.
Markmiðið með ráðningu fjár-
málastjóra ÍBA er m.a. að auka eft-
irlit með fjármálum íþróttafélaganna
á Akureyri og veita þeim fjárhags-
lega ráðgjöf vegna reksturs alls
starfs íþróttahreyfingarinnar í bæn-
um. Eins og fram hefur komið hafa
stóru íþróttafélögin í bænum, KA,
Þór og Golfklúbbur Akureyrar, átt í
fjárhagsvandræðum og þurfti bær-
inn að koma þar að málum.
Fjármálastjóri ÍBA
Gunnar Ragn-
ars ráðinn
STUTT helgistund verður í Akur-
eyrarkirkju kl. 11 að morgni Þor-
káksmessu. Sigrún Arna Arngríms-
dóttir messósópran syngur
Sekvensíu úr Þorlákstíðum og
stendur fyrir almennum söng. Björn
Steinar Sólbergsson leikur á orgelið.
Akureyrarkirkja
Helgistund á
Þorláksmessu
STJÓRN Norðurorku samþykkti á
fundi sínum í vikunni að leggja til við
bæjarstjórn Akureyrar, að hún taki
afstöðu til þess að Norðurorku verði
breytt í hlutafélag. Jafnframt var
forstjóra fyrirtækisins falið að hefja
nú þegar vinnu að væntanlegri
breytingu á rekstrarformi fyrirtæk-
isins og er stefnt að því að ljúka
þeirri vinnu innan þriggja mánaða.
Norðurorka varð til við samein-
ingu Rafveitu Akureyrar og Hita- og
vatnsveitu Akureyrar. Þá samþykkti
stjórn Norðurorku tillögu forstjóra
um að honum verði falið ásamt for-
manni stjórnar að ræða við Sigurð J.
Sigurðsson forseta bæjarstjórnar
Akureyrar um starf deildarstjóra
fjármáladeildar Norðurorku en Sig-
urður var einn 27 umsækjenda um
stöðuna.
Fjárhagsáætlun Norðurorku fyrir
næsta ár var einnig lögð fram og
samþykkt í stjórn fyrirtækisins í vik-
unni. Þar kemur m.a. fram að rekstr-
artekjur eru áætlaðar rúmar 1.200
milljónir króna og rekstrargjöld
rúmar 1.150 milljónir króna.
Norðurorku verði
breytt í hlutafélag
NÚ á aðventunni kom níræð kona í
heimsókn til prófastsins í Laufási og
færði Laufáskirkju að gjöf 50 nýjar
sálmabækur. Andvirði þessarar gjaf-
ar er um 100 þúsund krónur.
Þessi gafmilda kona heitir Bryn-
hildur Björnsdóttir, frá Pálsgerði í
Grýtubakkahreppi, nú til heimilis í
Norðurgötu 34 á Akureyri.
Brynhildur hefur alltaf borið hlýj-
an hug til Laufáskirkju, sem var
hennar sóknarkirkja í bernsku.
Brynhildur varð níræð 22. júlí sl. og
býr ein og sér um sig sjálf. Hún
missti mann sinn, Ingjald Pétursson,
árið 1961.
Gjöf Brynhildar til Laufáskirkju er
minningargjöf um foreldra hennar,
hjónin Björn Árnason (1882–1967) og
Guðrúnu Sumarrós Sölvadóttur
(1878–1963).
Björn og kona hans tóku við búi í
Pálsgerði árið 1909 og bjuggu þar í 24
ár. Þau eignuðust fimm börn. Björn
var organisti í Laufáskirkju um ára-
bil og var einnig lengi í sóknarnefnd.
Laufáskirkju færðar
sálmabækur að gjöf♦ ♦ ♦