Morgunblaðið - 21.12.2001, Page 22

Morgunblaðið - 21.12.2001, Page 22
LANDIÐ 22 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ KVENFÉLAG Selfoss hélt nýlega sinn árlega jólagjafafund þar sem fé- lagið afhenti aðilum á Selfossi og víð- ar jólagjafir af ýmsu tagi. Að þessu sinni fengu heimili fatl- aðra í Lambhaga 48, Árvegi 8, Vall- holti 9 og Vinnustofan Gagnheiði geisladiska frá kvenfélagskonum. Heilbrigðisstofnunin á Selfossi fékk þrjú gervijólatré að verðmæti 46 þúsund krónur, Kvennaathvarfið fékk 25 þúsund krónur, félagsmið- stöð unglinga á Selfossi fékk nokkr- ar gerðir af spilum og samlokugrill og Lögreglan á Selfossi fékk framlag til að þjálfa fíkniefnahund, sem nem- ur fæði hundsins Fernis í eitt ár, kr. 120 þúsund. Að lokinni afhendingu gjafanna var viðstöddum að vanda boðið upp á gott kvenfélagskaffi. Fíkniefnahundurinn fékk frítt fæði í eitt ár Morgunblaðið/Sig. Jóns Kvenfélagskonur ásamt þiggjendum gjafanna. Selfoss ÞAÐ ríkti mikil spenna þegar hin árlega Megamix-keppni var haldin hér í bænum. Megamix er samheiti yfir keppni í mörgum greinum. Keppt var í kökuskreytingum, stutt- myndagerð, hárgreiðslu, förðun, hönnun og valdar bestu fyrirsæt- urnar. Fyrir keppni var nemendum boðið upp á námskeið í förðun og hárgreiðslu, til að gefa sem flestum tækifæri á að vera með. Keppni þessi er samvinnuverkefni fé- lagsmiðstöðvarinnar Skjálftaskjóls og Grunnskólans. Það eru þrír kennarar við skól- ann sem stýra félagsmiðstöðinni í vetur, þau Guðríður Aadnegaard, Kristín Sigfúsdóttir og Yngvi Karl Jónsson og er samvinna við skólann náin. Keppnin var mjög spennandi og skemmtilegt að sjá hvað krakk- arnir voru hugmyndaríkir og skap- andi. Þessi kvöldstund var krökk- unum til mikils sóma og það er ekki hægt að segja annað en að framtíðin brosi við þessum glæsilegu ung- mennum sem sýndu svo sannarlega á sér nýja og skemmtilega hlið. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Hamingjusamir sigurvegarar með verðlaunin sem þeir hlutu. Hæfileikamiklir krakkar Kynnar kvöldsins, þau Þórhild- ur og Zophanias Friðrik. Hveragerði SNUÐRA og Tuðra komu í Safna- húsið og fluttu „Jólarósir“ fyrir börn- in. Góð mæting var á sýningarnar tvær, sem voru fyrir og eftir hádegi, og lætur nærri að flest börn á leik- skólaaldri í Borgarnesi hafi mætt, því ekið var með börnin frá leikskólanum í Safnahúsið. Möguleikhúsið stendur fyrir sýningum á Jólarósunum. Leik- konurnar Ingibjörg Stefánsdóttir og Lára Sveinsdóttir leika þær systur Snuðru og Tuðru. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Snuðra og Tuðra í Borgarnesi Borgarnes HÉRAÐSBÓKASAFN og héraðs- skjalasafn Austur-Húnvetninga svo og aðalverslun og byggingavöru- verslun Kaupfélags Húnvetninga (KH) fengu viðurkenningar fyrir gott aðgengi hreyfihamlaðra eftir verulegar lagfæringar. Viðurkenn- ingarnar sem veittar eru af Sjálfs- björg, landssambandi fatlaðra, voru afhentar á Blönduósi á degi fatlaðra af gjaldkera Sjálfsbjargar í A-Húna- vatnssýslu, Guðfinnu Einarsdóttur. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Guðfinna Einarsdóttir gjaldkeri er hér með fulltrúum þeirra sem við- urkenningar hlutu fyrir gott aðgengi. F.v.: Guðfinna, Lúðvík Vilhelms- son kaupfélagsstjóri, Bryndís Guðjónsdóttir, framkvstj. héraðsnefndar A-Hún., og Lárus B. Jónsson, deildarstjóri í byggingavörudeild KH. Viðurkenningar fyrir gott aðgengi Blönduós NEMENDUR í 3. bekk grunnskól- ans í Ólafsvík fengu óvænta heim- sókn inn í kennslustund nú um mán- aðamótin. Þar var á ferð slökkviliðsstjórinn í Snæfellsbæ, Jón Þór Lúðvíksson, mættur í slökkvi- liðsbúningi með reykgrímu. Vakti þetta mikla kátínu viðstaddra. Börnin fengu síðan fræðslu hjá slökkviliðsstjóranum í brunavörn- um og um hvernig mætti fyrir- byggja eldsvoða á heimilum nú um jólin. Sagði Jón Þór börnunum að þau ættu að vera eins konar slökkvi- liðsstjórar á sínu heimili og passa að jólaskreytingar skapi ekki eld- hættu. Eins skyldu börnin athuga hvort slökkvitæki væri ekki örugg- lega til á heimilinu. Eftir að slökkviliðsstjórinn hafði frætt börnin um eldvarnir og svarað spurningum komu fulltrúar Lions- klúbbanna á staðnum og færðu börnunum litabók sem hefur líka að geyma grunnupplýsingar um eld- varnir. Að því búnu fengu öll börnin að skoða slökkviliðsbílinn og svo fór slökkviliðsstjórinn með hópinn í smárúnt um bæinn. Börnin frædd um brunavarnir Ólafsvík Morgunblaðið/Elín Una Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.