Morgunblaðið - 21.12.2001, Síða 22

Morgunblaðið - 21.12.2001, Síða 22
LANDIÐ 22 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ KVENFÉLAG Selfoss hélt nýlega sinn árlega jólagjafafund þar sem fé- lagið afhenti aðilum á Selfossi og víð- ar jólagjafir af ýmsu tagi. Að þessu sinni fengu heimili fatl- aðra í Lambhaga 48, Árvegi 8, Vall- holti 9 og Vinnustofan Gagnheiði geisladiska frá kvenfélagskonum. Heilbrigðisstofnunin á Selfossi fékk þrjú gervijólatré að verðmæti 46 þúsund krónur, Kvennaathvarfið fékk 25 þúsund krónur, félagsmið- stöð unglinga á Selfossi fékk nokkr- ar gerðir af spilum og samlokugrill og Lögreglan á Selfossi fékk framlag til að þjálfa fíkniefnahund, sem nem- ur fæði hundsins Fernis í eitt ár, kr. 120 þúsund. Að lokinni afhendingu gjafanna var viðstöddum að vanda boðið upp á gott kvenfélagskaffi. Fíkniefnahundurinn fékk frítt fæði í eitt ár Morgunblaðið/Sig. Jóns Kvenfélagskonur ásamt þiggjendum gjafanna. Selfoss ÞAÐ ríkti mikil spenna þegar hin árlega Megamix-keppni var haldin hér í bænum. Megamix er samheiti yfir keppni í mörgum greinum. Keppt var í kökuskreytingum, stutt- myndagerð, hárgreiðslu, förðun, hönnun og valdar bestu fyrirsæt- urnar. Fyrir keppni var nemendum boðið upp á námskeið í förðun og hárgreiðslu, til að gefa sem flestum tækifæri á að vera með. Keppni þessi er samvinnuverkefni fé- lagsmiðstöðvarinnar Skjálftaskjóls og Grunnskólans. Það eru þrír kennarar við skól- ann sem stýra félagsmiðstöðinni í vetur, þau Guðríður Aadnegaard, Kristín Sigfúsdóttir og Yngvi Karl Jónsson og er samvinna við skólann náin. Keppnin var mjög spennandi og skemmtilegt að sjá hvað krakk- arnir voru hugmyndaríkir og skap- andi. Þessi kvöldstund var krökk- unum til mikils sóma og það er ekki hægt að segja annað en að framtíðin brosi við þessum glæsilegu ung- mennum sem sýndu svo sannarlega á sér nýja og skemmtilega hlið. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Hamingjusamir sigurvegarar með verðlaunin sem þeir hlutu. Hæfileikamiklir krakkar Kynnar kvöldsins, þau Þórhild- ur og Zophanias Friðrik. Hveragerði SNUÐRA og Tuðra komu í Safna- húsið og fluttu „Jólarósir“ fyrir börn- in. Góð mæting var á sýningarnar tvær, sem voru fyrir og eftir hádegi, og lætur nærri að flest börn á leik- skólaaldri í Borgarnesi hafi mætt, því ekið var með börnin frá leikskólanum í Safnahúsið. Möguleikhúsið stendur fyrir sýningum á Jólarósunum. Leik- konurnar Ingibjörg Stefánsdóttir og Lára Sveinsdóttir leika þær systur Snuðru og Tuðru. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Snuðra og Tuðra í Borgarnesi Borgarnes HÉRAÐSBÓKASAFN og héraðs- skjalasafn Austur-Húnvetninga svo og aðalverslun og byggingavöru- verslun Kaupfélags Húnvetninga (KH) fengu viðurkenningar fyrir gott aðgengi hreyfihamlaðra eftir verulegar lagfæringar. Viðurkenn- ingarnar sem veittar eru af Sjálfs- björg, landssambandi fatlaðra, voru afhentar á Blönduósi á degi fatlaðra af gjaldkera Sjálfsbjargar í A-Húna- vatnssýslu, Guðfinnu Einarsdóttur. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Guðfinna Einarsdóttir gjaldkeri er hér með fulltrúum þeirra sem við- urkenningar hlutu fyrir gott aðgengi. F.v.: Guðfinna, Lúðvík Vilhelms- son kaupfélagsstjóri, Bryndís Guðjónsdóttir, framkvstj. héraðsnefndar A-Hún., og Lárus B. Jónsson, deildarstjóri í byggingavörudeild KH. Viðurkenningar fyrir gott aðgengi Blönduós NEMENDUR í 3. bekk grunnskól- ans í Ólafsvík fengu óvænta heim- sókn inn í kennslustund nú um mán- aðamótin. Þar var á ferð slökkviliðsstjórinn í Snæfellsbæ, Jón Þór Lúðvíksson, mættur í slökkvi- liðsbúningi með reykgrímu. Vakti þetta mikla kátínu viðstaddra. Börnin fengu síðan fræðslu hjá slökkviliðsstjóranum í brunavörn- um og um hvernig mætti fyrir- byggja eldsvoða á heimilum nú um jólin. Sagði Jón Þór börnunum að þau ættu að vera eins konar slökkvi- liðsstjórar á sínu heimili og passa að jólaskreytingar skapi ekki eld- hættu. Eins skyldu börnin athuga hvort slökkvitæki væri ekki örugg- lega til á heimilinu. Eftir að slökkviliðsstjórinn hafði frætt börnin um eldvarnir og svarað spurningum komu fulltrúar Lions- klúbbanna á staðnum og færðu börnunum litabók sem hefur líka að geyma grunnupplýsingar um eld- varnir. Að því búnu fengu öll börnin að skoða slökkviliðsbílinn og svo fór slökkviliðsstjórinn með hópinn í smárúnt um bæinn. Börnin frædd um brunavarnir Ólafsvík Morgunblaðið/Elín Una Jónsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.