Morgunblaðið - 21.12.2001, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 21.12.2001, Qupperneq 33
LISTIR/KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 33 CONOR O’Neill (Keanu Reaves) er reikull og ósjálfstæður maður sem er um það bil að finna tilgang og innri styrk, sem hann hefur ekki áð- ur fundið. Á ólíklegasta stað og með ólíklegasta hópi sem hugsast getur. Conor er íþróttaveðmálafíkill, sem gerir hann ekki beinlínis að fyrirmyndarmanni í augum sam- borgaranna. Hvað sem því líður býðst vinur hans til að hjálpa Conor að greiða niður veðskuldirnar – ef hann tekur að sér þjálfun unglinga- liðs í hafnabolta. Allt í einu er Con- or orðinn leiðtogi ungra harðjaxla í einu versta hverfi Chicagoborgar. Það sem að öllu óbreyttu hefði orðið versta refsing snýst upp í andhverfu sína. Conor fær í fyrsta skipti ögrandi verkefni, sem laðar það besta fram í honum. Hann þarf að bera ábyrgð á öðru en sjálfum sér og gerir sér grein fyrir inni- haldslausum lífsháttum er hann finnur áhuga utangarðsbarnanna, sem rétt skrimta í slömminu. Það kemur engum meira á óvart en Conor sjálfum að hann fer að drag- ast að hinu unga hafnaboltaliði vill- inganna – og áhugasömum kennara þeirra (Diane Lane). Strákpjakk- arnir fara að treysta á að hvíti þjálf- arinn geti gert eitthvað úr þeim, fengið þá til að gleyma hversdags- grámanum um stund, þegar liðið fer að taka upp á því að sigra. Hardballs er byggð á bók Daniels Coyle, Hardball: A Season in the Projects, sem fjallar um reynslu höfundar af íþróttaþjálfun unglinga í hinu illræmda Cabrini-Green- hverfi í Chicago. Einn virtasti yngri kvikmynda- leikari samtímans, Keanu Reeves, hafði ósvikna ánægju af að taka að sér hlutverk Conors. Reeves er ein- staklega óhefðbundinn í hlutverka- vali, hugsar frekar um leikrænan en fjárhagslegan ávinning, a.m.k. stundum, svo framleiðendurnir settu þar í feitt. Reeves var sjálfur ekki ókunnugur íþróttum á ung- lingsárunum, spilaði íshokkí í heimaborg sinni, Toronto. Það nýtt- ist honum vel í hokkímyndinni Youngbloods, á móti Rob Lowe. Leikarar: Keanu Reeves (The Gift, Speed, Matrix), Diane Lane (The Glass House, Chaplin, The Cotton Club), D.B. Sweeney (Gardens of Stone, Memphis Belle, Spawn.) Leikstjóri: Brian Robbins (Varsity Blues, Ready to Rumble). Hvatt til dáða DeWayne Warren og Keanu Reeves í kvikmyndinni Hardball. Laugarásbíó frumsýnir Hardball með Keanu Reeves, Diane Lane, John Hawk- es, D.B. Sweeney. JÓLATEIKNIMYNDIN frá Disney í ár er íburðarmikil og dýr stórmynd um þjóðsöguna um Atlantis, týnda meginlandið, Atlantis: The Lost Empire. Að henni standa mennirnir sem báru m.a. ábyrgð á Hringjaran- um í Notre Dame og Fríðu og dýr- inu, þeir Don Hahn, Gary Trousdale og Kirk Wise. Hátæknivæddir lista- mennirnir fara með áhorfendur í landkönnunarferð til Atlantis, þessa leyndardómsfulla og stórbrotna týnda keisaraveldis, sem hvarf í haf- djúpin blá fyrir árþúsundum. Beitt til þess bæði stafrænni tækni og gömlu góðu handunnu brellunum sem við þekkjum úr eldri teikni- myndum. Aðalpersónan er Máni, ungur og lítt reyndur ævintýramaður sem slæst í hóp landkönnuða sem vilja freista þess að finna hið dulmagnaða Atlantis. Afi Mána hafði löngu áður komist yfir ómetanlega vitneskju um hið horfna land á hafsbotninum. Máni verður því í fararbroddi rann- sóknarleiðangursins, sem, kostaður er af sérvitrum milljarðamæringi. Nú hefst mikið ævintýri sem flyt- ur leiðangursmenn niður á botn sjáv- ar, þar sem þeirra bíður ótrúlegt æv- intýraríki þar sem íbúarnir hugsa og starfa á allt annan hátt en uppi á yf- irborðinu. Þarna ríkir kóngurinn yfir Atlantis, faðir hinnar engilfríðu Kiddu prinsessu; það skyldi þó ekki vera að ástin gerði vart við sig? Disney lagði meiri vinnu í Atlantis en áður hefur þekkst. Vinna við myndina hófst þegar árið 1997, hafði því verið heil fjögur ár í framleiðslu er hún var frumsýnd á þessu ári. Aragrúi hæfileikafólks kom að myndinni, þ.á m. 350 listamenn, teiknarar og tæknimenn. Tónlistin er í höndum James Newton Howard (The Sixth Sense, The Fugitive, Prince of Tides, My Best Friends Wedding) og öll áhöfnin valin úr hópi hinna bestu. Myndin verður sýnd með íslenskri og enskri raddsetn- ingu. Íslenskar leikraddir: Valur Freyr Ein- arsson, Selma Björnsdóttir, Rúrik Har- aldsson, Harald G. Haralds, Pálmi Gestsson, Þórhallur Sigurðsson o.fl. Bandarískar leikraddir: Michael J. Fox, James Garner, Cree Summer, Leonard Nimoy o.fl. Leikstjórar: Kirk Wise, Gary Trousdale (The Hunchback of Notre Dame, Beauty and the Beast). Undraheimur undirdjúpanna Sambíóin í Reykjavík, Keflavík og Ak- ureyri ásamt Háskólabíó frumsýna Atl- antis, teiknimynd með bandarískri og íslenskri raddsetningu Vals Freys Ein- arssonar, Selmu Björnsdóttur, Haralds G. Haralds o.fl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.