Morgunblaðið - 21.12.2001, Page 38

Morgunblaðið - 21.12.2001, Page 38
LISTIR 38 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKÁLDSÖGUR Amy Tan hafa allar fjallað um togstreitu tveggja menningarheima, þess kínverska og þess bandaríska, og ekki laust við að maður spyrji sig hversu lengi er hægt að halda þessu áfram. Og svarið er auðvitað: Al- veg endalaust. Það er ekki bara svo að Amy Tan sé einstakur sagnameistari heldur á hún rætur í hinni æv- intýralegu kínversku sagnaþjóð. Þjóð sem hefur lík- lega þolað stórtækari þjóðfélagsbreytingar en aðrar þjóðir á 20. öldinni, með harm- leikjum og fórnum sem á köflum virðast ofurmannleg. Og í hverri sögu reynir Amy Tan á þanþol hverrar mannlegrar taugar sem með les- andanum býr. Svo er einnig í nýj- ustu skáldsögu henn- ar, Dóttir beinagræð- arans. Þar segir frá Ruth, konu um fer- tugt, sem er föst í einhvers konar gildru á framabraut sinni í Banda- ríkjunum. Hún skilgreinir sig sem bandaríska og hefur engan sér- stakan áhuga á sögu formæðra sinna; finnst hún í besta falli óljós og ruglingsleg og móðirin byrði. Hún gerir sér engan veginn grein fyrir því að gildran sem hún er föst í er hluti af þessari sögu og verður ekki leyst nema hún kynni sér hana. Gildran er það sem móð- ir hennar kallar bölvun sem hvílir yfir ættinni. Móðir Ruth, LuLing, hefur skráð söguna niður og þegar sú gamla fer að tapa minninu og bera á borð staðhæfingar sem Ruth finnst ekki geta staðist fer hún að blaða í því sem móðir hennar hefur skráð. Í þeirri sögu er LuLing stöðugt að leita að nafni móður sinnar, sem hún sjálf kallaði Bestu frænku og var dóttir beinagræðara í litlu þorpi skammt frá Peking. Besta frænka kom úr heimi alda- gamalla kínverskra hefða en fékk frjálslegt uppeldi og menntun hjá föður sínum. Hann var auðvitað varaður við þessu frjálslyndi, það væri ekki gott veganesti fyrir dótt- ur hans, en hann lét allt slíkt hjal sem vind um eyru þjóta. Og auð- vitað var það ekki frjálslyndi hans sem varð upphafið að harmsögu hennar, heldur fordómarnir og þröngsýnin sem aðrir voru haldnir af. En í kínversku samfélagi höfðu viðvörunarraddirnar rétt fyrir sér. Smám saman kom þó önnur skýring í ljós. Sú átti sér upphaf í þeim beinum sem beina- græðarinn notaði í læknisstörfum sínum og dró Besta frænka þá ályktun að þeim fylgdi bölvun. Hún sá hvaða afleiðingar sú bölvun hafði fyrir föð- ur hennar og hana sjálfa og vildi afstýra því að hún eyðilegði líf LuLing, sem fæðist inn í hina aldagömlu kínversku arfleifð, en fullorðnast inn í þær þjóðfélagsbreytingar sem verða með alls konar komm- únismum – og kemst um síðir til Bandaríkjanna, þar sem dóttir hennar, Ruth, fæðist. Sú Ruth sem ætlar sér að snúa baki við arfleifð sinni og vera al-bandarísk, allt þar til arfleifðin eltir hana uppi og neyðir hana hreinlega til að horf- ast í augu við sjálfa sig. Sagan er sögð bæði af Ruth og LuLing og þræðirnir svo snilld- arlega vel ofnir saman að minnir helst á mynd af gena-keðju. Minn- ingin um harminn, óttann, viljann og þrautseigjuna er svo sterk að það er eins og hver ný kynslóð fæðist með hana í blóðinu. Skiln- ingsleysið á milli kynslóðanna er þó nánast óyfirstíganlegt, vegna þess að þær eru að takast á við ólíkar þjóðfélagsgerðir, ólíkt stjórnmálaumhverfi, ólíkt gildis- mat – og umfram allt ólíkt tungu- mál. Það er undirstrikað rækilega, þegar Ruth þarf að fá gamlan Kín- verja, sem les mandarísku, til að þýða fyrir sig það sem móðir hennar hefur skráð. Þótt hún geti bjargað sér á mandarínsku hefur hún aldrei nennt að læra ritunar- hátt hennar, aldrei hirt um að skilja og læra þann hugarheim sem býr að baki þessu stórbrotna tungumáli og þar með lykilinn að eigin lífi og framtíð. En Dóttir beinagræðarans er ekki bara einföld saga um sam- skipti móður og dóttur. Hún er saga þjóðar í heila öld, saga þeirra sem þurfa að yfirgefa sína móð- urjörð, saga kvenna, saga leynd- armála og hálfkveðinna vísna, þar sem skömmin og sársaukinn eiga sér rætur í hjátrú og örlagahyggju – sem virka svo kannski eins og hver annar einfeldningsháttur og hvunndagsatburðir í nýja heimin- um vestræna. Mikið væri dásam- legt ef til væru fleiri höfundar eins og Amy Tan, sem hafa það að ævi- starfi að skrá niður sögu og lífs- baráttu kynslóða sem eru að hverfa. Þó ekki væri nema barátt- una fyrir því að fá að vera mann- eskja á tímum sem slíkt brýtur í bága við ríkjandi öfl og gildismat. Dóttir beinagræðarans er dýrð- leg saga og gefur fyrr bókum Amy Tan síður en svo eftir. Og þýðing Önnu Maríu Hilmarsdóttur er hreint afbragð. Málfar er hnökra- laust og hvað úrvinnslu setninga yfir á íslensku varðar, þá bregður hvergi skugga á. Eigi að síður er þýðandinn mjög trúr stíl og and- rúmslofti sögunnar, svo það tapast ekkert við færsluna á milli tungu- mála. Það skiptir hreint engu máli hvort hún er lesin á ensku eða ís- lensku að því leytinu. Hins vegar er alltaf skemmti- legra að lesa bækur á sínu eigin tungumáli ef vel tekst til – eins og í þessu tilfelli. Gildran í blóðinu BÆKUR Skáldsaga Höfundur: Amy Tan. Þýðandi: Anna María Hilmarsdóttir. Útgefandi: Vaka-Helgafell. 405 bls. DÓTTIR BEINAGRÆÐARANS Súsanna Svavarsdóttir SALMAN Rushdie er sennilega þekktasti samtímahöfundur ver- aldar. Hann hefur skrifað ferða- sögur, smásögur og skáldsögur sem flestar hafa hlotið lof í gegnum tíðina, bókin Midnight’s Children hlaut m.a. Book- er-verðlaunin sem besta Book- er-verðlaunabók frá upphafi og sögur hans hafa verið þýddar á fjölda tungumála. Frægð hans og alþjóðlegt mikilvægi stafar þó ekki beinlínis af bókmenntalegum af- rekum, sem þó eru umtalsverð, heldur var Rushdie ýtt í brenni- depil alþjóðastjórnmála þegar klerkastjórnin í Íran kvað upp dauðadóm yfir höfundinum árið 1989 sökum meintra helgispjalla í bókinni Söngvar satans. Deilurnar umhverfis Rushdie urðu táknræn- ar fyrir menningarlegan árekstur austurs og vesturs og hann sjálfur annað og meira en farsæll rithöf- undur. Þess vegna er óhætt að segja að nærvera Rushdies sé áberandi langt utan bókmenntaheimsins, hann er orðinn merkingarfræðileg- ur fjársjóður sem fjölmargir hópar hafa reynt að merkja sér síðan dómurinn var kveðinn upp; en um leið og hann er píslarvottur hins frjálsa texta hefur lífi hans að sumu leyti svipað til vondra spæjarasagna – hann birtist á sviði með rokkstjörnum frammi fyrir tugum þúsunda tónleikagesta sam- hliða því sem leyni- þjónusta Breta vakt- aði hvert hans fótmál. Hann var ekki aðeins dauðadæmdur heldur var hann líka heims- frægur. Hann varð menningarleg súper- stjarna í lífshættu og tók þannig jafnvel eig- in skáldskap fram í æsileika. Það er því óhætt að segja að fáum bókum fylgi jafnmikill far- angur og skáldsögu eftir Rushdie, og það sem reyndar hefur gert hans síðustu verk svo afskap- lega áhugaverð er meðvitund Rushdies um þessa stöðu sína. Auk þess er hann í skáldskap sínum ferðalangur um fjarlæg lönd sam- tímis því sem hann merkir sér sama veruleika og lesandinn þekk- ir. Hann er mikilvæg rödd fjöl- menningar en poppkúltúrinn sem Rushdie hefur umvafið sig þekkir engin landamæri; hann reisir verk sín úr textabrotum og menning- arbrotum – úr hámenningu, lág- menningu, jaðarmenningu og sögulegri menningu, skáldaðri menningu og öllu þar á milli – og fyllir skáldverk sín af vísunum, skírskotunum, umskrifunum og endursköpunum á svo breiðu sviði að fáir höfundar komast með tærn- ar þar sem samtímavitund Rushd- ies hefur hælana: frá græna skrímslinu Hulk til James Joyce; í verkum Rushdies úir allt og grúir af ólíkum textum og frásagn- artöfrum. Og næst nýjasta skáldsaga Rushdies, The Ground Beneath her Feet, sem nýkomin er út í þýðingu Árna Óskarssonar sem Jörðin undir fótum hennar, flaggar öllum þessum einkennum, að viðbættum gítar- sólóum og rokkriffum, svo mjög að þeim lesendum sem ekki eru þeim mun betur að sér í poppsögu liðinna áratuga, goðsög- um liðinna árþúsunda og listmenn- ingu aldarinnar þykir væntanlega nóg um allt írafárið í textanum. Segir hér sögu rokkhjónanna Ormusar og Vínu sem saman mynda vinsælustu rokksveit allra tíma, VTO. Vinsælli en Bítlarnir, stærri en Rolling Stones, VTO lagði heiminn að fótum sér í röð ódauðlegra söngva og risavaxinna tónleikaferðalaga. Eitt þeirra þekktasta lag, The Ground Be- neath Her Feet, varð einmitt vin- sælt nýverið í flutningi írsku rokk- hljómsveitarinnar U2 en að mati Bono, söngvara sveitarinnar, var þar einmitt á ferðinni fallegasti ástarsöngur sem hann hafði kynnst. Er einhver farinn að vera ringlaður? Gott. Þetta er kannski besta dæmið um náin tengsl Rushdies við afþreyingar- og poppkúltúr samtímans. Írska sveitin U2 (sem er til) flutti nýver- ið lag eftir VTO (sem er ekki til) á útgefinni plötu þar sem textinn er eignaður Rushdie. Hann, hins veg- ar, lagði Ormusi lagið fyrst til í skáldsögu þessari, en í henni er einmitt að finna endalausa leiki og misjafnlega stórvægilegar breyt- ingar á því sem gerst hefur í vest- rænni menningu síðustu áratuga. Lou Reed er til, en hann er kona. Árið 1989 hvarf vesturströnd Mexíkó í gríðarlegum jarðskjálfta. Kennedy var ekki myrtur í Dallas og Nixon varð aldrei forseti. Pönk- ið kom fram, en rann ekki undan rifjum McLarens og Westwood heldur kunningjafólks Ormusar. Í veruleika bókarinnar heitir Fakt- orían hans Warhols Slaughter- house 22, og skeytir hann þannig saman í eitt þeim Vonnegut og Heller. Ósamræmið milli veruleikans sem Rushdie lýsir og heimsins sem við lifum í er reyndar einn af mik- ilvægustu þráðum verksins, báðir eru til og listsköpun Ormusar á rætur að rekja til þeirrar vitn- eskju, sem hann einn býr að, að heimarnir séu tveir, og kannski fleiri, að þeir séu ósamræmanlegir og séu um það bil að lenda í árekstri þar sem annar mun verða undir og deyja. Jarðskjálftum fjölgar sífellt eftir sem líður á öld- ina og eru, að mati Ormusar, áþreifanlegur vitnisburður um dauðastríð heimsins. Jarðskjálft- ana má líka sjá sem sprengikraft menningarinnar og þjóðlífsins sem Rushdie lýsir í bókinni, en eins og oft áður, ekki síst í Hinsta and- varpi márans, sem einnig var þýdd af Árna Óskarssyni, birtist sagan okkur sem marglita bútasaums- teppi; allt iðar af mannlífi og hvert einasta götuhorn á sér sögu ef að- eins er skyggnst undir yfirborðið því nútíðin hylur aldrei fullkom- lega fortíðina í verkum Rushdies. Í rauninni er óþarfi að lýsa söguþræðinum í skýrari dráttum. Flétta er hugtak sem ég hef á til- finningunni að hafi aldrei vakið áhuga Rushdies, og skáldsagan sem er til umfjöllunar hér er enn eitt dæmið um það. Ein saga kallar á aðra, líf kallast á við önnur líf, ekkert er sértækt eða aðskilið, allt tengist í hringiðu frásagnarinnar. Skáldsagan sem hér birtist ís- lenskum lesendum er mikið verk, að mörgu leyti fyrirmyndarverk, Rushdie reynir við svo margt, set- ur markið svo hátt, að þó honum fatist stundum flugið er hið gríð- arlega rými þessarar skáldsögu svo yfirfyllt að á hverri einustu opnu finnst eitthvað við hæfi. Heildarmyndin er kannski ekki skýr en það er auðvelt að fyrirgefa Rushdie. Þýðing Árna er mjög góð, ég ímynda mér að Rushdie sé erfiður höfundur að þýða og hon- um tekst vel til í ýmsum erfiðum dæmum sem ég horfði sérstaklega eftir. Þá fylgir indverskur orðalisti í lokin sem ekki er í frumútgáfunni og kemur sér vel. Heimur á heljarþröm – en rokkið lifir! BÆKUR Skáldsaga Salman Rushdie í þýðingu Árna Óskarssonar Mál og menning 509 blaðsíður. JÖRÐIN UNDIR FÓTUM HENNAR Björn Thor Vilhjálmsson Salman Rushdie ÞAÐ er sorgleg staðreynd hversu lágt sjálfsmat flestar ung- lingsstúlkur hafa og hefur höfund- ur þessarar bókar mikla reynslu af því. Tricia hefur í mörg ár svarað fyrirspurnum unglinga í breskum unglingatímaritum og farið í sjálf- boðavinnu í skóla að uppfræða þá um rétt sinn. Það er oft ótrúlegt hvað ungar stúlkur leggja á sig til þess eins að geðjast öðr- um, og þá oftast ung- um karlmönnum. Þess vegna er þessi bók frekar stíluð á stúlk- ur, en drengir er ekki vandamálalausir og hefðu áreiðanlega gott af því að lesa hana. Tricia ræðir hér öll algengustu vandamál sem unglingsstúlkur geta rambað í á leið sinni að verða konur, og hagkvæmar að- ferðir til að leysa þau. Hún byrjar að ræða hópþrýsting og það að kunna að segja nei við bestu vin- konurnar og kærastana. Samskipti við foreldra eru sjaldan auðveld á þessum árum. Þeir eiga oft sjálfir við vandamál að stríða og mála- miðlun er nauðsynleg til að rata hinn gullna meðalveg í þeim sam- skiptum. Þegar kynhvötin fer að gera vart við sig er auðvelt að rugla saman ást og losta, og ekki síður ást og einmanaleika. Hversu langt á að ganga í kynlífi og hvað vill maður sjálfur? Ótímabær þung- un vill stundum fylgja í kjölfarið. Hvert á að snúa sér? Hvað er til ráða þegar ofbeldi og misnotkun er fyrir að fara í samböndum? Hvern- ig á að taka á tilfinningalegri kúg- un og hræðslu við einmanaleika? Tricia gefur hagnýt ráð og að- ferðir til að ná setja sér takmörk, ná þeim og til að allt falli í réttan farveg og hljóti farsælan endi, auk þess að upplýsa lesendur um rétt sinn. Aftast í bókinni eru síðan upplýsingar um hvar er hægt að leita aðstoðar í slíkum vandræðum á Íslandi. Það er svolítið erfitt að flokka þessa bók. Hún er að vissu leyti handbók, en kannski frekar upplýs- andi fræðirit með mjög persónu- legum tón þar sem talað er beint til lesandans. Inn í umræðuna fléttar Tricia bréfum sem hún hefur fengið. Bréfin eru átakanleg flest, og gera lesandanum auð- veldara að nálgast um- ræðuefnið, tengjast því og skilja það. Hann gerir sér grein fyrir að hann þekkir einhvern sem er í svipaðri klípu, og skilur á harkalegan hátt að það er ekkert rómantískt við flest þessara vandamála. Í lífinu þarf fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig, og taka ábyrgð á eigin tilfinn- ingum. Ef maður elskar sig ekki sjálfur, hver á þá að gera það? Þetta er vel skrifuð bók þar sem ástríða höfundar fyrir vellíðan og velgengni fólks hrífur mann með sér. Það er ekki spurning að þessi bók er bráðnauðsynleg flestum unglingsstúlkum. Þótt þeim takist sjálfum að standa á sínu, þá á ein- hver vinkvenna þeirra við einhver þessara vandamála að stríða. Bókin ætti einnig að hjálpa foreldrum unglingsstúlkna til að komast inn í hugarheim og raunveruleika þeirra. Það er svo auðvelt að gleyma hvernig var að vera ung- lingur. Fræðandi, hrífandi og bráðnauðsynleg BÆKUR Unglingabók eftir Tricia Kreitman. Þýðandi Ragna Sigurðardóttir. Salka 2001. 204 bls. STELPA, STATTU Á ÞÍNU Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.