Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 1
14. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 18. JANÚAR 2002 SJÖ féllu í gærkvöldi þegar palest- ínskur árásarmaður skaut af sjálf- virkum riffli inn í samkomusal í borginni Hadera í Norður-Ísrael. Tilræðismaðurinn var sjálfur meðal þeirra er féllu. Hinir sex voru Ísrael- ar. Að minnsta kosti 34 særðust, að því er talsmaður lögreglunnar sagði. Palestínsk samtök, Al Aqsa-her- deildirnar, lýstu sig ábyrg fyrir til- ræðinu. Útvarp ísraelska hersins sagði að árásarmaðurinn hafi reynt að sprengja sprengjur, sem hann hafi haft festar á sig, í anddyri samkomu- salarins, eftir að hafa látið kúlnahríð- ina dynja á fólkinu í salnum. Örygg- isverðir hafi skotið manninn áður en honum tókst að sprengja sprengj- urnar. Al Aqsa-herdeildirnar tengjast Fatah-samtökum Yassers Arafats, forseta heimastjórnar Palestínu- manna, og í tilkynningu frá herdeild- unum í gærkvöldi sagði að árásin hefði verið hefnd fyrir fall Raeds Karmis, leiðtoga deildanna, í bænum Tulkarem á Vesturbakkanum fyrr í vikunni. Karmi féll í sprengjuárás sem margir telja að Ísraelar hafi staðið að. Ísraelsk stjórnvöld sögðu í gær- kvöldi að tilræðið í Hadera væri sök Arafats, sem hefði ekki gert nóg til þess að leysa upp samtök herskárra Palestínumanna. „Við teljum að Ar- afat og heimastjórn Palestínumanna beri ábyrgðina vegna þess að við höf- um beðið og krafist og hvatt Arafat til að aðhafast eitthvað gegn hryðju- verkasamtökum og ráðast til atlögu gegn þeim en hann hefur ekki gert það,“ sagði Arieh Meckel, talsmaður Ísraelsstjórnar, í samtali við AFP. Þetta er fyrsta tilræði herskárra Palestínumanna síðan Arafat flutti sjónvarpsávarp í síðasta mánuði þar sem hann hvatti Palestínumenn til að virða vopnahlé. PFLP hefur í hótunum Vopnaði armur Alþýðufylkingar fyrir frelsi Palestínu (PFLP) hafði í gær í hótunum við palestínska ör- yggisfulltrúa er handtóku leiðtoga fylkingarinnar fyrr í vikunni. Var fulltrúunum sagt að handtaka ekki fleiri herskáa Palestínumenn. Aðvöruninni var sérstaklega beint til yfirmanns leyniþjónustunnar á Vesturbakkanum og lögreglustjór- ans í Ramallah, sem var sagt að „hætta að handtaka meðlimi okkar og leiðtoga, ella mun armur okkar ná þeim, hversu vel varðir sem þeir kunna að vera“. Arafat situr enn í herkví á skrif- stofum sínum í Ramallah, þar sem Ísraelar neita að leyfa honum að fara þaðan. Ísraelar hafa sagt að Arafat fái hvergi að fara fyrr en hann hlutist til um handtöku Palestínumannanna er beri ábyrgð á morðinu á Rehavam Zeevi, fyrrverandi ferðamálaráð- herra Ísraels, í október sl. Morðið á Zeevi var hefnd fyrir morðið á fyrr- verandi leiðtoga PFLP sem Ísraelar réðu af dögum í ágúst. Sjö manns féllu í tilræði í Ísrael Ísraelsstjórn segir að við Arafat sé að sakast Jerúsalem, Nablus á Vesturbakkanum. AP, AFP. MIKINN mannfjölda dreif að í gær þar sem Boeing 737-þota indónesíska flugfélagsins Garuda sat í fljótinu Gengawan Solo á eynni Jövu, en þotan nauðlenti á fljótinu í fyrradag. Einn fórst, en sextíu voru um borð. Sjö eru al- varlega slasaðir. Hreyflar vél- arinnar og hægri vængur brotn- uðu af í lendingunni, en fljótið er um einn metri á dýpt á þessu svæði. Ekki er ljóst hvað olli slys- inu, en mikið úrhelli var er slysið átti sér stað. Einn farþeganna, Reni Sukrowati, lýsti því hvernig hún hefði setið föst í sæti sínu þegar vatn byrjaði að flæða inn í vélina eftir lendinguna. Hún sagðist hafa falið öðrum farþega sjö mánaða dóttur sína og beðið hann að bjarga lífi hennar. „Það var blóð alls staðar. Það eina sem ég gat hugsað um var að bjarga henni.“ Sukrowati tókst að losa fætur sína, sem voru fastir milli sætis hennar og sætisins fyrir framan hana, og komast út úr flakinu. Fólk úr nærliggjandi þorpi hafði drifið að og hjálpaði henni í land, þar sem hún fann dóttur sína aftur, lítið meidda. Þotan var á leið frá eynni Lom- bok til borgarinnar Yogyakarta á Jövu og átti um 25 km ófarna er hún hrapaði. Þétt byggð er á svæðinu, og hrósuðu farþegar áhöfn vélarinnar fyrir að hafa lent á fljótinu og forðast nær- liggjandi þorp. Reuters „Blóð alls staðar“ ZORAN Zivkovic, innanríkisráð- herra Júgóslavíu, sagðist í gær ekki hafa neinar vísbendingar um að eitt- hvað væri hæft í fréttum um að Radovan Karadz- ic og Radko Mladic hefðu ver- ið handteknir. „Ég hefði örugg- lega verið látinn vita ef þetta hefði átt sér stað,“ sagði Zivkovic við fréttastofuna AFP í gærkvöldi. Rússneska fréttastofan ITAR- TASS hafði greint frá því að Vojislav Kostunica, forseti Júgóslavíu, hefði sagt fréttastofu í Kosovo að banda- rískir sérsveitarliðar hefðu hand- samað Karadzic og Mladic, sem hafa verið ákærðir fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu í Bosníu- stríðinu 1992–1995. Fréttafulltrúi Kostunicas neitaði því að forsetinn hefði sagt nokkuð í þá veru að mennirnir hefðu verið handteknir. „Þessar upplýsingar eru alrangar,“ sagði fréttafulltrúinn. Orðrómi neitað Belgrad. AFP. Karadzic LÁGSTEMMD fágun ræður nú ferðinni hjá helstu fatahönnuðum heims, sem sýndu verk sín á herra- tískuvikunni er lauk í Mílanó í gær. Þar gat m.a. að líta þennan frakka, hannaðan af Giorgio Armani fyrir haust og vetur 2002–2003. Frétta- skýrendur segja að hönnuðirnir Gucci, Prada, Ralph Lauren, Arm- ani og fleiri hafi snúið baki við til- viljanakenndum stíl – engin óreiða, óhóf eða annarskonar furðutíska. Nú sé kominn tími hinnar lág- stemmdu fágunar, þótt hönnuðirnir túlki klassískan stíl á nútímalegan máta. Reuters Fágunin ræður ferðinni HÉRAÐSDÓMUR í Ósló dæmdi í gær tvo unga nýnasista í fimmtán og sextán ára fangelsi fyrir að myrða 15 ára gamlan þeldökkan pilt í úthverfi borg- arinnar í fyrra. Joe Erling Jahr, 20 ára, og Ole Nicolai Kvisler, 22 ára, stungu Benjamin Herman- sen til bana 26. janúar á síðasta ári, en þeir eru báðir meðlimir í hreyfingu nýnasista. Talið er að morðið hafi verið það fyrsta í Noregi sem rekja megi til kyn- þáttahaturs. Saksóknarar höfðu krafist 21 árs fangelsisdóms yfir tvímenningunum, sem er há- marksrefsing fyrir morð í Nor- egi. Dómar héraðsdómsins voru nokkru vægari, en Jahr hlaut sextán ára fangelsi og Kvisler fimmtán ára fangelsi. Þriðji sak- borningurinn, Veronica Andr- eassen, sem er 18 ára, hlaut þriggja ára fangelsisdóm fyrir að aðstoða Jahr og Kvisler. Bæði saksóknarar og verjendur geta áfrýjað dómunum til hæstaréttar. Hermansen var fæddur í Noregi og hafði búið þar allt sitt líf. Faðir hans er frá Gana og móðir hans norsk. Fáum mán- uðum fyrir morðið hafði hann komið fram í sjónvarpi og talað gegn kynþáttahatri, eftir að ný- nasistar höfðu ráðist á hann á knattspyrnuleik í Danmörku. Gífurleg reiði braust út í Nor- egi eftir morðið og tugir þús- unda manna tóku þátt í mót- mælafundi gegn kynþáttahatri sem haldinn var í kjölfarið. Norskir nýnas- istar dæmdir Ósló. AFP, AP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.