Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Elsku Ingibjörg, Hreiðar og Leon Örn. Ég trúi ekki að þetta hafi gerst. Þú ert víst farin og ekki verður aft- ur snúið. En ég bið þig að fylgja okkur. Þingeyri er lömuð. Það eru svo margar spurningar sem enginn getur svarað, svo mikið af og, ef og af hverju, þetta eru spurningar sem að- eins þú og Hreiðar getið svarað. Ég man ekki hvað við vorum gaml- ar þegar við hittumst fyrst en ungar vorum við, það er á hreinu. Við vor- um eins og samlokur, samrýndustu tvíburasystur sem til eru. Við vorum alltaf saman og ef ekki, þá var stríð við mömmur okkar um að fá að vera saman. Við gerðum mikið af okkur saman. Allar ferðirnar upp á Mýrarfell, ég man sérstaklega eftir því þegar við fórum upp og það var svo mikill snjór að þú og Þórdís komust ekki niður og Torfi kom á snjósleðanum til að ná í ykkur, svo renndum við okkur rest- ina. Þá vorum við skammaðar enn einu sinni. Við áttum margar góðar stundir saman. Manstu þegar við fengum útilegudelluna og tjölduðum frammi í árdal, þar sem brjálaða nautið var, og við brenndum brauðið og þú fékkst svo í magann að við þurftum að hlaupa á harðaspretti heim til að koma þér á klósettið. Svo er það skólagangan á Núpi, þvílíkur tími. Hvað ætli það sé sem stendur mest upp úr þar? Látum okkur nú sjá; jú þegar við stóðum alltaf saman í öllu, enginn vissi betur en við og enginn gat betur. Svo tíminn þegar nýir krakkar komu í skólann, fyrst Sandra og Bjarki, við vorum rosaleg- ar leiðinlegar við Söndru en svo batn- aði það þegar Heiðar og Ívar komu. Þá vorum við alltaf að stríða þeim, sérstaklega á sögunum þeirra, en svo endaði allt vel. Svo skutlustríðið okk- ✝ Hjónin Ingibjörg Edda Guð-mundsdóttir, f. 11. desember 1981, og Hreiðar Snær Línason, f. 29. júní 1979, og litli sonur þeirra Leon Örn, f. 27. maí 2000, létust af slysförum föstudaginn 4. janúar síðastliðinn og fór útför þeirra fram frá Þingeyrarkirkju 12. jan- úar. ar við strákana í skólanum, liðið okk- ar hét „for sale“ en við vissum ekkert hvað það þýddi, en vitum betur í seinni tíð. Öll skiptin þegar við fórum með vélsleða í skólann og þurftum að gista, þú varst oftast hjá ömmu þinni en við hin niðri í skóla hjá Eddu og Valda. Hvernig fórum við að því að vera svona samrýndar? En svo full- ornuðumst við báðar, þú fórst til Ak- ureyrar og kláraðir skólann þar, og ég á Þingeyri. Það var í fyrsta skiptið sem við vorum svona lengi í burtu hvor frá annarri. Þú komst bara heim á sumrin, við vorum í unglingavinn- unni eitt sumar. Það var sumarið sem þið Hreiðar kynntust. Manstu þegar það gerðist, þú varst nýkomin til Þingeyrar og maður vissi ekki hvar maður hafði þig. Þá sástu Hreiðar og ákvaðst að þú ætlaðir að fá hann. Og það gerðir þú. Við höfðum verið á rúntinum til sjö um morguninn eða þar til bíllinn stoppaði vegna bens- ínskorts. Og fórum heim til hans að horfa á einhvern landsleik, annað- hvort handbolta eða fótbolta. Þú ljómaðir þar sem þú lást við hliðina á honum. Eins næstu daga, þú sást ekkert annað en Hreiðar, Hreiðar og aftur Hreiðar. Svo byrjuðuð þið sam- an og fóruð suður um veturinn. Hreiðar var að læra rafvirkjun, þú varðst svo ólétt að Antoni Lína og þið komuð heim. Mér fannst Anton Líni eftirmynd föður síns en nú sér maður ykkur bæði í honum. Svo leið ekki langur tími þar til þú varst aftur ólétt og þá að Leon Erni, sem var nú miklu líkari þér, en Hreiðar átti hann nú líka, það sást alveg. Það má segja að þú hafir gjörsamlega lifað fyrir þá báða og Hreiðar. Svo er það giftingin þín, þú varst 19 ára og alveg yndisleg þar sem þú komst hlaupandi að kirkj- unni með brúðarkjólinn vafinn undir hendinni. Eftir að hafa orðið að segja má of sein í þína eigin athöfn gekkst þú inn gólfið svo yndisleg og falleg að tár féllu á mörgum andlitum í kirkj- unni, en það fylgir víst smáspenna og sást það á þér og Hreiðari. Ekki hefði það hvarflað að mér að þú myndir gifta þig svona snemma en þetta var greinilega vilji ykkar og Guðs. Þú vonandi veist að mér mun alltaf þykja vænt um þig, hvort sem þú ert hér eða annars staðar. En þetta er hlutur sem þú áttir að vita og ég varð bara að segja það. Ég gat ekki trúað þessu fyrr en í bænastundinni sem haldin var fyrir ykkur, þegar mamma þín kom inn með Anton Lína í fanginu. Þá fyrst varð mér ljóst að þetta hafði virki- lega gerst. Þið voruð virkilega farin. En af hverju get ég ekki skilið til- ganginn, þetta er ekki eins og það á að vera. Það er svo mikið sem við átt- um eftir að gera. Ég er búin að reyna að vera sterk en það er svo erfitt, þú ert(varst) eina æskuvinkona mín. Þú áttir eftir að sjá minn mann, mitt brúðkaup og mín börn en þú fórst bara á undan mér, ég átti eftir að kveðja þig, hvenær á ég að gera það? Ég á eftir að sakna þín rosalega alla mína ævi og hugsa mikið um þig. Ég mun varðveita minningu ykkar í hjarta mínu, sem og Anton Lína. Ást- arkveðja, Marý. INGIBJÖRG EDDA GUÐMUNDS- DÓTTIR, HREIÐAR SNÆR LÍNASON OG LEON ÖRN HREIÐARSSON Okkur langar að minnast Jóns Braga- sonar, sem meðal okk- ar vinanna var kallaður Kisi. Það var um 1964 að við ásamt nokkrum krökkum fórum að vera um helgar í Jósefsdal, skíða- skála Ármanns. Þar kynntumst við Kisa. Hans áhugamál var ekki ein- ungis að vera á skíðum, heldur hafði hann einnig mikinn áhuga fyrir traktornum sem notaður var sem skíðalyfta og ljósavélinni í skálanum. Ekki skipti hann máli þó hann yrði allur löðrandi í olíu, meðan við hin settum stretchbuxurnar okkar í brot undir dýnuna svo þær væru eins og nýpressaðar að morgni. Þetta fannst okkar manni óþarfa pjatt. Það myndaðist með okkur krökk- unum góður vinskapur og var farið í Dalinn um hverja helgi og flesta aðra frídaga öll unglingsárin. Þar var Kisi hrókur alls fagnaðar. Hann var svo stór hluti af samfélaginu í Jósepsdal að flestir sem þangað komu muna eftir honum. Hann var mikill grallari og með sinn skemmtilega húmor lífgaði hann tilveruna. Einnig eigum við skemmtilegar minningar frá sjálfboðaliðsvinnunni sem unnin var á haustin. Þá var verið að mála, laga vélar og skemmta sér. Þar var hann fremstur í flokki. Kisi var mikill Ármenningur og vann á þessum árum mikið og óeig- ingjarnt starf fyrir Skíðadeild Ár- manns. Það ber að þakka, um leið sendum við fjölskyldu Jóns samúð- arkveðjur. Áslaug og Auður. JÓN BRAGASON ✝ Jón Bragasonfæddist 23. sept- ember 1952. Hann lést á heimili sínu 8. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnar- fjarðarkirkju 17. jan- úar. Það var ævintýralegt að þekkja Kisa. Við systurnar vorum svo lukkulegar að fá að kynnast honum í gegn- um dóttur hans Betty. Þær voru ófáar helg- arnar sem við eyddum hjá Kisa og Betty. Og þá var allt mögulegt; byggja hús í stofunni úr öllu sem til var, fara í sólbað úti á þaki eða fara á rúntinn upp að Hvaleyrarvatni. Það var ekkert ómögulegt og allt sem okkur datt í hug var framkvæmanlegt. Kisi var óendanlega þolinmóður við þetta stelpuger og alltaf tilbúinn að að- stoða okkur við hverja vitleysuna á fætur annarri. Eitthvert sinn fengum við þá flugu í höfuðið að nota lök til að tjalda inni í stofu. Þá kom Kisi og okkur til hjálp- ar og bætti um betur, því hann náði bara í nagla og negldi lökin upp eins og við vildum hafa þau. Þá var komið hið fínasta tjald. Ef við fengum að gista var ómiss- andi að fá Kisa til að segja okkur draugasögu, sem var nú ekki svo sjaldan. Seinna störfuðum við systurnar svo með Kisa í skátunum. Hann var alltaf tilbúinn að leggja lið á þeim vettvangi. Kisi kom sífellt á óvart og kannski ekki síst þegar hann mætti á skáta- mót í Svíþjóð síðastliðið sumar. Margir hér heima fylgdust vel með þeim íslensku skátum sem þar voru í gegnum síma og Internet en Kisi bætti um betur og heimsótti okkur til Svíþjóðar. Við kveðjum nú þennan góða mann að sinni og varðveitum minn- ingarnar um hann. Elsku Betty og Sigurþór, við biðj- um góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Harpa Hrönn og Erna Mjöll. Kveðja frá Vinnustofu Skálatúns Okkur er ljúft að minnast sam- starfskonu okkar og vinkonu Maríu Kristínar Hreinsdóttur. Hún starf- aði á vinnustofunni í fjölda ára. Hún var fjölhæfur starfsmaður, mjög handlagin og fljót að tileinka sér nýja hluti. Það sem einkenndi Maríu var áhugi og umhyggja hennar fyrir fólki, sérstaklega börnum. Hún spurði iðulega frétta af fjölskyldu okkar og vinum og bað fyrir kveðjur. Hún vildi vita að öllum liði vel. Glað- legar teikningar af fólki spruttu fram í pásunum sem stundum voru ekki nógu langar til að klára lista- MARÍA KRISTÍN HREINSDÓTTIR ✝ María KristínHreinsdóttir fæddist hinn 1. febr- úar 1962. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudag- inn 11. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Auður Samúelsdóttir og Hreinn Níelsen. Systkini Maríu eru Garðar Hreinsson, Guðmundur Bragi Jóhannsson, óskírð Jóhannsdóttir, látin, Grétar Sverrisson, Reynir Sverrisson og Sigurður Rúnar Sverrisson. María fluttist árið 1968 á Skála- túnsheimilið í Mosfellsbæ. Útför Maríu fer fram frá Lága- fellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. verkin. Þau gaf hún vinum sínum og sam- starfsfólki. María hafði yndi af tónlist og við eigum eftir að minnast hennar syngjandi af lífi og sál við vinnu sína. Elsku María, þín verður sárt saknað á vinnustofunni, enn er erfitt að trúa því að við heyrum þig ekki heilsa okkur á morgnana á þinn hlýlega hátt. Við vottum bræðrum Maríu og öllum í Norð- ur- og Austurhlíð okkar dýpstu samúð. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Maja, vinkona mín, er farin frá mér og okkur öllum sem hún lét sér svo annt um og sýndi í verki með ást- úð sinni og símtölum. En þegar ég hugsa um Maju þá hugsa ég líka um Garðar, því þau systkinin virtust skilja hvort annað á einstakan hátt. Síðasta heimsókn hennar til mín var stutt en ánægju- leg við kertaljós og söng barnanna frá Vestmanna, og hún söng með. Svo strauk hún Daisy og hringdi fá- ein símtöl. En það reyndist henni af- drifaríkt er hún yfirgaf heimili okkar hjóna því þá fótbrotnaði hún og var lögð inn á spítala. Í kjölfarið veiktist hún af lungnabólgu. 11. janúar sofn- aði hún umkringd ástvinum. Guð geymi Maju mína. Kristín. Gilla mín, mig lang- ar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér samfylgd- ina síðastliðin 29 ár. Ég var reyndar búin að hugsa mér að hringja í þig um jólin og endur- gjalda þar með símtalið frá í fyrra, ég var nefnilega að hugsa um það hvort hún Gilla væri búin að fylla Búrið af jólagjöfum handa fólkinu sínu. Við gerðum oft saman laufa- brauð fyrir jólin, þá sýndir þú mér gjarnan inn í Búrið þitt. Stolt og glöð, full tilhlökkunar yfir að fá fjöl- skylduna til þín á aðfangadags- kvöld, þar sem þú myndir svo af- henda gjafirnar, sem að miklu leyti voru heimatilbúnar, hafði verið snarað fram í saumavélinni. Það sannaðist á þér að sæll er sá sem gefur. Þú hringdir í migt á jólunum í fyrra, það var svo gaman að heyra í þér, þú varst hress og kát eins og venjulega. GÍSLÍNA INGIBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR ✝ Gíslína IngibjörgSigurjónsdóttir fæddist á Norðfirði 5. júlí 1913. Hún lést þar 23. desember síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Norðfjarðarkirkju 5. janúar. Við vorum að rifja upp gömlu góðu dag- ana á „Barnaheim- ilinu“. Þú varst nú að- alstuðpúðinn þar get ég sagt þér og áttir þinn þátt í góðum starfsanda, þú naust þess að gefa okkur að borða, stórum sem smáum, þú varst lista- kokkur og gafst sálina í starfið, enda elskuðu þig allir, bæði börn og fullorðnir. Við sótt- umst eftir því að vera nálægt þér enda varst þú bæði skemmtileg og góð. Þú hafðir frá mörgu að segja. Frá bæj- arlífinu, lífsbaráttunni og ekki síst einkenndi það þig að þú sást skop- legu hliðarnar á tilverunni. Þú bauðst okkur oft heim þar sem við fengum notið gestrisni þinnar og myndarskapar. Það var mikið sung- ið og mikið hlegið og þú varst hrók- ur alls fagnaðar. Ógleymanlegt er afmælið þitt þegar þú varðst sjö- tug, en þá voru æfð uppáhaldslögin þín, Er ég kem heim í Búðardal, Í Hallormsstaðarskógi o.fl. lög og sungið fyrir þig, þú varst glöð með þetta. Við komumst að því, ég og þú, að „Barnaheimilið“ hafi verið góður vinnustaður með góðu og skemmti- legu fólki. Ég held ég geti mælt fyrir munn allra sem nutu návistar þinnar á „Barnaheimilinu“ að lífið hefði ver- ið fátækara án þín, þú gafst okkur svo mikið – með gleði þinni og um- hyggju. –Þú varst okkur sem mamma og amma. Einu sinni sagð- ir þú við eina litla stelpu (hún var að spá í „kellingarnar“) „Ég er kell- ing, hún er kona, hún er stúlka og þú ert stelpa.“ Þetta fannst mér flott. Þú varst með í öllu, bjargaðir meira að segja jólasveinum ef því var að skipta. Elsku Gilla, ég þakka þér sam- fylgdina og allar góðu samveru- stundirnar. Þú varst glæsileg og skemmtileg, með heilsteyptan per- sónuleika, áttir stóran frændgarð og marga vini, sem sakna þín. Samúðarkveðjur til allra þinna barna og fjölskyldna þeirra. Ég læt eitt uppáhaldslagið þitt fylgja hér í lokin með kærri kveðju: Ég heyri fótatak hljóma í næturhúmi og harma það hve lánið reyndist valt. Og hún hvíslar með klökkva í rómi: Ég kveð þig ástin mín nú fyrir fullt og allt. Þarna fer dís minna drauma, þarna fer hamingjan mín, þarna fer hún sem ég þrái, þarna fer ástin mín. Og ég minnist nú okkar liðnu daga og hve ástúðleg hún ávallt reyndist mér og nú hryggð og böl mitt hjarta nagar, hún er farin og með henni gæfan fer. (Ók. höf.) Guðrún Björnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.