Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 31 landi af Norðurlöndunum. Um fimmta hvert barn innan við fimm ára lenti í slysi og fjórða hvert barn á aldrinum 10 til 14 ára. Fylgjast þarf með áhættuþáttum Guðjón Magnússon, rektor Heilsuverndarháskólans í Gauta- borg, fjallaði um lýðheilsu sem hann sagði t.d. hafa verið skil- greinda þannig að hún snerist um vísindi og list þess að forðast sjúkdóma, lengja líf og bæta heilsufar með aðgerðum þjóð- félagsins. Guðjón sagði dánaror- sakir gefa vitneskju um fortíðina, sjúkdómatíðni um nútíðina en áhættuþættir bentu til framtíð- arinnar. Sagði hann brýnt að leggja áherslu á þá með því að mæla þá stöðugt og fylgjast með breytingum. Taldi hann of mikið um skammtímaherferðir og nefndi sem dæmi um góðan ár- angur langtímaherferðar að Sví- um hefði tekist að draga mjög úr umferðarslysum. Árin 1975 til 2000 hefði þeim fækkað árlega úr 1.200 í 600 þrátt fyrir aukna bíla- eign, meiri umferð og fleiri öku- menn. Þar hefði þverfaglegt átak skilað árangri, ekki væri hægt að benda á eitt svið eða aðgerð sem hefði fært Svíum þennan árang- ur. Guðjón minnti á að ungbarna- dauði á Íslandi væri með því al- lægsta sem gerðist í heiminum en sá árangur tapaðist allur á fyrstu fimm æviárum barna vegna slysa. Sagði hann nauðsyn- legt við umfjöllun áhættuþátta að vanda val viðfangsefna, hafa markhópa og markmið skýr og samhæfa aðgerðir. Liðsheildin skipti einnig máli, þar yrðu að koma til heilbrigðisstarfsfólk og stofnanir, félagasamtök og skólar en einnig fjölmiðlar og stjórn- völd. Smitsjúkdómar vaxandi vandamál Haraldur Briem sóttvarna- læknir fjallaði um smitsjúkdóma. Sagði hann farsóttir af völdum þeirra vera mestu áhrifavalda lýðheilsu. Árangursrík barátta gegn smitsjúkdómum hefði um- fram annað bætt lýðheilsuna. Hann sagði mestu skaðvaldana vera bráðar lungnabólgur, fæð- inga- og nýburasjúkdóma, iðra- sóttir, alnæmi, þunglyndi, hjarta- og æðasjúkdóma og malaríu. Haraldur kvað mikla fólksþéttni í framtíðinni, fólksflutninga, mannlega hegðun og alþjóðleg viðskipti með matvæli geta greitt götu nýrra sýkinga á ýmsan hátt. Þær gætu komið um öndunarveg, með fæðu um meltingarveg, kyn- mökum, blóði og blóðhlutum, nál- arstungum og sýkla- og eitur- efnavopnum. Í lokin sagði Haraldur að smit- sjúkdómar væru vaxandi vanda- mál á heimsvísu. Þeir myndu fá vaxandi vægi í utanríkisstefnu landsins og nefndi sem dæmi þátt Íslendinga í heilbrigðis- og forvarnaverkefni í Eystrasalts- löndunum. Á dagskrá læknadaga í dag er m.a. málþing um greiningu og meðferð þunglyndis og ofvirkn- iröskunar í ungbörnum og ung- lingum. Einnig málþing um erfðaráðgjöf og um meðferð á krabbameini í ristli og enda- þarmi. Flutt verða líka erindi um þvaglegavanda kvenna, nýjungar í getnaðarvörnum og um bólu- setningu ferðamanna. á slysa- arnir og náttúru- r á slysa- nn sagði arf vera þar yrði rtekning. Íslands avörnum fræðinga ætti einn- ökuskóla kóla en talna frá lys væru ndamálið érlendis. lys kost- illjarða á em létust eldis þar æmust á i mesta era á Ís- andspítala við Hringbraut tnaður banka ðir, ndir um ngar. joto@mbl.is t í notk- ð þau til sár væri hvar að- hvort mnu- damál. kna geta tæki g til rt þeir n. Svipað ðandi m Ingi- ti starfs- ið sem ið á dag- st færri ið/Þorkell másjár- yrum. - ALLT frá því Lára MargrétRagnarsdóttir fór fyrst áþing 1991 hefur húnstarfað í Íslandsdeild Evrópuráðsins og er nú formaður deildarinnar. Hún gegndi einnig starfi varaforseta Evrópuráðsþings- ins 1998-2001, á sæti í stjórnmála- nefnd og sérlegum starfshópi Evr- ópuráðsþingsins í málefnum Tsjetsjníu. Hún er nú formaður fé- lags-, heilbrigðis- og fjölskyldumála- nefndar ráðsins, var formaður þinga- og almannatengslanefndar 1994-1997 og er fyrsti Íslendingur- inn sem gegnir formennsku í fasta- nefnd Evrópuráðsins. Undanfarin tvö ár hefur Lára Margrét starfað ötullega að málefn- um Tsjetsjníu og heimsótt héraðið í þrígang á vegum Evrópuráðsins. Hún segir málefni Tsjetsjena hafa verið til umræðu á þingum ráðsins frá því Rússar gerðust aðilar að því 1996. Á þessum tíma var fyrra stríð- inu í Tsjetsjníu að ljúka, en síðar brýst aftur út styrjöld. Er sendi- nefnd Dúmunnar mætti á Evrópu- ráðsþing í janúar 2000 voru háværar raddir uppi um að reka Rússa úr ráðinu ellegar aðhafast á einhvern annan hátt í málinu. „Þingið sam- þykkti kjörbréf Dúmunnar, en án þess að sendinefndin hefði atkvæð- isrétt. Við það gerðist sá sögulegi at- burður að þingmenn Dúmunnar yf- irgáfu þingsalinn,“ rifjar Lára upp. Þá var ákveðið að skipa sérstaka sendinefnd til að kanna aðstæður í Tsjetsjníu. Fyrstu beinu afskipti Láru af málinu voru er hún fór með sendinefndinni til Tsjetsjníu í byrjun árs 2000. „Það var afdrifarík og erfið ferð. Við fórum til Grosní sem hafði verið hertekin aðeins nokkrum dög- um áður. Borgin var algerlega í rúst. Það heyrðist ekki einu sinni í rott- um, hvað þá í fuglum,“ lýsir Lára. Mikið áunnist í Tsjetsjníu Ástandið var svo rætt á aprílþingi þar sem hörmulegu ástandi héraðs- ins var lýst. „Við lögðum fram kröf- ur um ráðstafanir sem Rússar þyrftu að gera til að þeir fengju aftur eðlilega stöðu innan þingsins, en lítið gerðist.“ Sendinefndin fór aftur til Tsjetsjníu í september 2000, en þá hafði Evrópuráðið opnað skrifstofur í bænum Znamenskoye. Þar hafa nú í tvö og hálft ár starfað þrír sérfræð- ingar Evrópuráðsins sem skrá kvartanir og athugasemdir vegna mannshvarfa og ýmissa voðaverka. „Í þessari heimsókn sáum við að markviss og nauðsynleg upplýsinga- öflun um atburðina hefur gengið eft- ir. Verið var að undirbúa dómstóla og koma að einhverju marki á lögum og rétti í héraðinu.“ Í kjölfar heim- sóknarinnar var rússnesku sendi- nefndinni veittur aftur atkvæðisrétt- ur á þingi Evrópuráðsins. Á síðasta ári var stofnuð samstarfsnefnd Dúmunnar og Evrópuráðsins um frið Tsjetsjníu og er þetta í fyrsta skipti sem ráðið tekur að sér slíkt hlutverk. Í september sl. var haldin ráðstefna í Strassborg með Tsjetsj- enum og fundað í Moskvu. Í kjölfarið lögðu Tsjetsjenar fram tillögur að lausn mála. Í þriðja sinn hélt Lára ásamt sendinefndinni til Tsjetsjníu fyrir jól þar sem staða mála var met- in á nýjan leik. „Það er vissulega kominn skriður á aðgerðir sem við óskuðum eftir og munum við ræða árangurinn á þinginu í næstu viku. Að mínu mati er þó ekki takmarkinu náð fyllilega. Ég vil leggja áherslu á að gríðarlega mikilvægt starf hefur verið unnið í Tsjetsjníu.“ Lára segir ferðirnar til Tsjetsjníu hafa verið krefjandi. Sendinefndin hefur viðkomu í Moskvu á þessum ferðalögum og fundar þar með ráða- mönnum og öðrum sem tengjast starfinu. Frá Moskvu er flogið að leikinn fyrir hendi. Ég hef oft verið flutnings- og framsögumaður og skilaði m.a. skýrslu til þingsins um óhefðbundnar lækningar fyrir tveimur árum sem samþykkt var einróma. Nú liggur fyrir í heilbrigð- isnefnd alþingis þingsályktunartil- laga um sama mál.“ Hugmyndabanki Lára Margrét segir að líta megi á þingið sem hugmyndabanka er hafi mikil áhrif á ýmis málefni. „Að því mér var tjáð fyrir nokkru sýndi gróf- leg könnun að rekja megi um 30% þýskra laga beinlínis til hugmynda þingsins. Einnig byggir Evrópu- sambandið, í öðrum lögum en þeim sem snerta fjármálasviðið, mikið á hugmyndum Evrópuráðsþingsins. Evrópuráðið hefur því haft mikil áhrif, þótt það hafi ekki alltaf verið pólitískt sýnilegt.“ Evrópuráðið skiptist annars veg- ar í þing og hins vegar í ráðherra- nefnd, en Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra var formaður ráðherranefndarinnar 1999. „Því miður er ekki eins mikil samvinna á milli þessara tveggja afla eins og ég myndi vilja sjá,“ segir Lára. „Auð- vitað er alltaf einhver munur á áhersluatriðum þings og embættis- manna ríkisstjórna, en samt tel ég að aukið samstarf yrði til góðs.“ Lára hefur frá ársbyrjun í fyrra verið formaður félags-, heilbrigðis- og fjölskyldumálanefndar Evrópu- ráðsþingsins. Í nefndinni sitja 76 nefndarmenn og fellur félagsmála- sáttmáli Evrópuráðsins m.a. undir nefndina sem er einna stærst nefnda ráðsins. Undir formennsku Láru hafa ýmis stór mál verið tekin fyrir í nefndinni, s.s. úttekt á mansali og fá- tækt í Evrópu. Í næstu viku verður rædd á þinginu skýrsla um félagsleg áhrif eiturlyfjanotkunar og viðbrögð við þeim. Sú skýrsla hefur þegar vakið athygli. Lára hefur fylgst vel með þróun mála á Balkanskaga með ýmsum hætti. „Þegar Rússar gengu í ráðið var búið að samþykkja inngöngu Slóvena, en Króatar mættu tölu- verðum mótbyr. Ég taldi að þar sem Rússum hefði verið veitt aðild væri ekki stætt á að neita Króötum.“ Lára fór í heimsókn þangað í haust í sérlegu boði króatíska þings- ins og sagði greinilegt að það væri metið við Íslendinga að hafa tekið upp hanskann fyrir Króatíu. Árið 1997 var hún eftirlitsmaður við sveitarstjórnakosningar í Bosníu- Hersegóvínu og skilaði skýrslu um niðurstöðurnar. Nokkrum mánuð- um fyrir innrásina í Kosovo fór hún svo í eftirlit á vegum ráðsins til Alb- aníu. „Það var mjög áhugavert að koma þangað. Við komum í lok nóv- ember og kuldinn var gríðarlegur. Það voru hvergi rúður fyrir glugg- um, börn gengu um berfætt í slydd- unni og sjúklingar lágu berskjaldað- ir fyrir veðri. Það sem mér fannst alvarlegast var hversu Albanir voru ráðalausir. Þeir gátu ekki hugsað sér framtíðina öðruvísi en að einhver leiddi þá inn í hana.“ Ein lúðrasveit? Lára Margrét segir að mikilvæg- ur hluti starfs hennar felist í því að ræða við fólk og hlusta á mismun- andi skoðanir og gildismat. „Með vinnu minni í Evrópuráðinu hef ég fengið gríðarlega mikla innsýn yfir stöðu mála í Evrópu. Við sjáum t.d. á hvaða stigi þróun lýðræðis er í álf- unni, hvernig þróun efnahagsmála er og gæti hugsanlega orðið. Maður fær dýpri skilning á því hvað hug- takið Evrópa, séð frá sjónarhóli Evrópuráðsins, snýst um. Við erum að mörgu leyti að skoða mjög ólíka menningarheima. Að mínu mati mun taka langan tíma þar til þessir menningarheimar geta gengið í takt eins og ein lúðrasveit.“ Mannréttindasáttmáli Evrópu er einn af hornsteinum Evrópuráðsins. „Ég hef haft áhyggjur af því að Evrópusambandið sé að byggja upp mannréttindadómstól þegar og Mannréttindadómstóll Evrópu, sem er sjálfstæður dómstóll á vegum Evrópuráðsins, er fyrir hendi. Ég hef ítrekað varað við því að til verði tveir samhliða dómstólar og jafnvel að nýi dómstóllinn gæti orðið þeim eldri æðri innan ESB. Ég hef fengið svör á þá vegu að mannréttinda- grein ESB taki fullkomlega mið af Evrópuráðsdómstólnum. En ég vil fá endanlega tryggingu fyrir því að nýi dómstóllinn verði ekki æðri þeim eldri, einhvers staðar verður úr- skurðarvaldið að vera. Við bendum líka á það að í Evrópuráðinu eru mun fleiri ríki heldur en í Evrópu- sambandinu. Að hafa þing sem getur rætt um Evrópu sem heild er nauð- synlegt, það er svo margt sem við íbúar álfunnar eigum sameiginlegt og er ómetanlegt. Ég tel það því brýna nauðsyn að Evrópuráðið haldi vægi sínu.“ Evrópa endar ekki í Austur-Berlín „Takmarkaðir fjármunir Evrópu- ráðsins valda mér áhyggjum. Til við- bótar fastagreiðslum aðildarríkj- anna sem staðið hafa í stað lagði Halldór Ásgrímsson það til sem for- maður ráðherraráðs Evrópuráðsins að lönd veittu fé að auki til sérverk- efna og er það nú gert. Samt sem áð- ur finnst mér gríðarleg þörf á að ráð- ið fái fjármagn sem nemur stækkun þess.“ Lára Margrét segir starfsemi Evrópuráðsins hafa breyst að mörgu leyti síðan hún hóf störf inn- an þess þótt höfuðmarkmiðin séu ætíð þau sömu, þ.e. að standa vörð um frið og mannréttindi í álfunni. „Þingið er orðið mun virkara og öfl- ugra, starfið víðtækara og flóknara.“ Hún segir störf sín í þágu Evr- ópuráðsins hafa verið gefandi en oft og tíðum erfið. „Að starfa við kosn- inga- eða friðareftirlit er heilmikil vinna og krefjandi. En það er jafn- framt dýrmæt reynsla að starfa í Evrópuráðinu. Það fæst við nánast allt sem er manninum viðkomandi, öll litbrigði lífs í álfunni og höfum það hugfast að Evrópa endar ekki í Austur-Berlín eins og mörgum fannst áður. Stefnumótun að mál- efnum Evrópu allrar fer fram í Evr- ópuráðinu.“ landamærum Tsjetsjníu þaðan sem tekin er herþyrla er flytur sendi- nefndina milli áfangastaða. „Það er mjög erfitt að horfa upp á hörmung- ar annarra við þessar aðstæður. Fólk sem þú gætir við eðlilegar að- stæður allt eins búist við að mæta á götu í Reykjavík.“ Evrópuráðið er stofnað 1949. Árið 1989 voru 22 ríki í ráðinu, en nú eru aðildarríkin orðin 43. Í íslensku sendinefndinni eru þrír þingmenn, en alls eru þingmenn og varaþing- menn ráðsins um 600. Evrópuráðið hefur það að meginmarkmiði að efla frið og mannréttindi innan aðildar- ríkjanna, en stefna þess hefur einnig haft áhrif á heimsvísu. En hvert er hlutverk íslensks þingmanns í Evrópuráðinu og hvernig getur hann haft áhrif? „Allir þingmenn ráðsins geta haft áhrif á þinginu og með því að vera virkir þátttakendur. Íslenskur þing- maður vinnur samkvæmt eigin sannfæringu, en auðvitað ber hann keim af því stjórnmálaafli sem hann aðhyllist. Hver þingmaður hefur mjög breiðan vettvang til að koma fram sem einstaklingur með eigin skoðanir, fyrir hönd sinnar nefndar eða lands síns.“ Íslenska sendinefndin sýnileg „Að mínu mati er ómetanlegt hvað við þingmenn getum haft mikil áhrif á samevrópsk mál. Á undanförnum árum hefur íslenska sendinefndin verið gríðarlega sýnileg á þinginu og við höfum lagt mikið á vogarskálarn- ar. Samvinna sendinefndar okkar hefur verið með miklum ágætum og eigum við í núverandi nefnd afar gott samstarf. Nú skipa nefndina auk mín Margrét Frímannsdóttir og Ólafur Örn Haraldsson.“ Fyrsta málið sem Lára tók að sér sem þingmaður Evrópuráðsins snéri að börnum í Chernobyl árið 1992. „Ég fékk til liðs við mig bæði íslenska og erlenda sérfræðinga. Ég lagði fram það mat mitt að aukin tíðni krabbameins í skjaldkirtli hjá börnum á þessu svæði væri vegna slyssins í Chernobyl og skilaði skýrslu um málið. Alþjóðakjarn- orkustofnunin neitaði hins vegar á þessum tíma að nokkurt samband væri þarna á milli. Ég tók þetta mál svo upp aftur nokkrum árum síðar og varð niðurstaðan að Alþjóða- kjarnorkustofnunin hefði haft rangt fyrir sér. Þingmaður verður að vera mjög fylginn sér, en ef hann hefur þekkinguna og rökin, þá er mögu- Lára Margrét Ragnarsdóttir er formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins Staðið vörð um frið og mannréttindi Morgunblaðið/Ásdís Lára Margrét Ragnarsdóttir hefur starfað á vegum ráðsins í áratug. Lára Margrét Ragnarsdóttir þingkona hefur í starfi sínu fyrir Evrópuráðið kynnst hörmungum Tsjetsjníu og fleiri landa álfunnar. Með ötulli vinnu sendinefndar á vegum ráðsins, sem Lára á sæti í, hefur þó miðað áfram í átt til friðar og aukinna mannréttinda í héraðinu sem og víðar í Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.