Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 39 ✝ Alfa JennýGestsdóttir fæddist á Lækjar- bakka á Árskógs- strönd í Eyjafirði 6. september 1944. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 11. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Kristjana Steinunn Ingimund- ardóttir, f. 4. ágúst 1903, d. 8. febrúar 1990, húsmóðir og verkakona frá Hlíð í Garði, og Gestur Sölvason, f. 17. sept. 1896, d. 21. okt. 1954, frá Litla-Árskógssandi. Alfa Jenný var yngst í röð sjö systkina. Hin eru í aldursröð: Magnús Ragnar, f. 11. júní 1927, d. og Karl Jónasson, f. 19. febr. 1909, d. 14. apríl 1980, véla- og renni- smiður frá Rimakoti Landeyjum. Börn Jennýjar og Magnúsar eru: 1) Magnea Inga, f. 13. desember 1963, gangavörður, búsett í Kefla- vík, maki Þorsteinn Magnússon, f. 5. okt. 1961, bílstjóri. Börn þeirra eru: Magnús Sverrir, f. 22. sept. 1982, Þorsteinn, f. 24. des. 1988, og Jenný, f. 19. sept. 1991. 2) Karl, f. 28. apríl 1968, bílstjóri, búsettur í Sandgerði. Barn hans er: Krist- jana Björg, f. 11. janúar 1995. 3) Kristjana, f. 16. júlí 1980, dag- mamma, búsett í Keflavík, maki Elías Sigvarðarson, f. 19. mars 1973, trésmiður. Börn þeirra eru: Guðríður Elísabet, f. 15. mars 1999, og Magnús Ægir, f. 16. mars 2001. Fyrir átti Karl Magnús son- inn Ægi, f. 13. mars 1959, d. 19. apríl 1990. Útför Jennýjar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Hólmbergskirkjugarði í Keflavík. 22. sept. 1962, Odd- geir, f. 24. sept. 1930, d. 12. desember 1995, Gestur Bergvin, f. 12. apríl 1933, d. 29. mars 1959, Líney Hulda, f. 3. nóv. 1935, d. 19. júlí 1998, Vordís Inga, f. 28. maí 1938, d. 10. ágúst 1998, og Oddný Sigríður, f. 14. sept. 1940, leikskólastjóri, búsett í Garðabæ. Árið 1962 hóf Jenný búskap með eftirlif- andi manni sínum, Karli Magnúsi Karl- syni, f. 6. mars 1939, Baadermanni frá Stokkseyri. Foreldrar hans voru Aðalheiður Gestsdóttir, hús- móðir, f. 15. okt. 1907, d. 8. apríl 1997, frá Pálshúsum á Stokkseyri, Það eru komin rúm tuttugu ár síð- an ég kynntist Jenný, en þá vorum við Inga að slá okkur upp rétt innan við tvítugt. Allan þennan tíma hefur Jenný verið mér sem móðir og alltaf hægt að leita til hennar með allt sem við þurftum hjálp með og það stóð aldrei á því hjá henni. Hún skilur eftir sig stórt sár í hjörtum okkar allra sem aldrei grær. Hver hefði trúað því að hún svona hraust eins og hún var alltaf myndi kveðja svona snögglega. Hennar líf snerist meira og minna um börnin og barnabörnin hennar sem hún var svo stolt af. Það verður skrít- ið að fá hana ekki í heimsókn með Magga eins og þau gerðu svo oft, en samrýndari hjón er erfitt að finna. Þau unnu nánast alltaf saman og eyddu sínum frístundum saman. Missir Magga tengdaföður míns og vinar er mikill og sár. Lífið hjá Jenný breyttist mikið þann 18. september þegar hún slas- aðist illa á hendi og var hún ekki far- inn að vinna aftur og ekki víst hvort hún myndi vinna meira. Síðan byrj- uðu veikindin í desember og allir héldu að þetta væri bara flensa eða röngum lyfjum um að kenna, en svo var ekki. Þessi hræðilegi sjúkdómur tók sér svo rækilega bólfestu í henni að ekki var við neitt ráðið og lést hún síðan langt fyrir aldur fram þann 11. janúar. Kæra Jenný ég kveð þig nú og þakka þér fyrir allt, Ég bið algóðan guð að styrkja okk- ur öll á þessari sorgarstundu. Þinn tengdasonur Þorsteinn. Ég hef augu mín til fjallanna. Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. (Davíðssálmur 121.) Skyndileg veikindi Jennýjar syst- ur minnar komu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Miðvikudaginn 2. janúar var hún flutt fársjúk á Landspítalann í Foss- vogi til rannsóknar og rúmri viku seinna var hún öll. Jenný greindist með illkynja æxli. Með miklum söknuði kveð ég hjart- kæra systur mína. Hún var yngst okkar sjö systkina og eru sex nú látin. Það hefur verið skammt stórra högga á milli í fjöldskyldum okkar síðustu árin. Jenný ólst upp í Sandgerði frá níu mánaða aldri og bjó þar alla sína ævi. Mjög ung fór hún að vinna við fisk- vinnslu eins og algengt var á þessum árum á Suðurnesjum. Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann á Hall- ormsstað 1959–1960. Hún hóf búskap með eftirlifandi manni sínum í Sand- gerði 1962 og bjó þar til dauðadags. Alla sína starfsævi starfaði hún við fiskvinnslu, lengst af í Sandgerði, en seinni ár í Keflavík eða þar til hún slasaðist mjög alvarlega á handlegg 18. sept. síðastliðinn er hún var við vinnu. Jenný var harðdugleg og ósér- hlífin kona og kærði sig ekki um vor- kunnsemi. Mér var sagt að eftir slysið í Kefla- vík í haust, þegar búið var að losa handlegginn frá færibandinu, hefði hún tekið undir hann með heilu hend- inni og strunsað óstudd út í bíl, hún þurfti sko enga hjálp. Þetta minnti mig óneitanlega á móður okkar. Ekk- ert nema dugnaður og harka. Jenný var ákaflega létt og kát í lund og mik- ill húmoristi, en ef hún reiddist veru- lega gat setið lengi í henni. Hún var ekki allra en mjög trygg vinum sín- um. Fjölskyldan var henni allt. Maggi og Jenný voru ákaflega sam- rýnd og veit ég að missir hans, barna þeirra og barnabarna er mikill. Ég held að það hafi varla liðið sá dagur að þau litu ekki inn hjá dætrum sín- um í Keflavík til að líta á barnabörn- in, en sonur þeirra bjó heima hjá þeim í Sandgerði. Á nýársdag hélt hún matarboð fyrir börnin, barna- börnin og tengdabörnin, þó svo að hún stæði varla í fæturna. Hún sagði við mig eitt kvöldið er ég sat hjá henni uppi á spítala. „Odda ekki veit ég hvernig ég fór að þessu en mikið er ég fegin að hafa getað þetta.“ Maggi og Jenný störfuðu nær alltaf hjá sama fyrirtækinu og urðu því samferða í og úr vinnu í gegnum árin. Þau stefndu að því síðustu árin að flytja til Keflavíkur, bæði vegna dætranna og fjölskyldna þeirra og einnig vegna vinnunnar, þar sem enga vinnu var lengur fyrir þau að fá í Sandgerði. Það er mikið tómarúm og söknuður í hjarta mínu. Mestur er þó söknuðurinn og missirinn hjá eigin- manni Jennýjar, börnum, barnabörn- um og tengdabörnum. Ég bið Drottin að hugga þau og styrkja um ókomin ár. Blessuð sé minning hennar. Oddný S. Gestsdóttir. Góður Guð, þig bið ég nú þú gefir mér mína barnatrú. Ef kallar þú mig á þinn fund, þá komið er að kveðjustund. (Höf. ók.) Mig langar með fáum línum að kveðja kæra frænku mína, Ölfu Jenn- ýju Gestsdóttur, sem ég kallaði oftast Jennu, eins og margir aðrir. Við vor- um systkinadætur. En við vorum ekki aðeins frænkur. Við vorum líka góðar vinkonur og nágrannar síðustu áratugina, eftir að Jenna og Maggi fluttust til Sandgerðis frá Hafnar- firði. Árin sem við unnum saman hjá Miðnesi urðu líka mörg, um eða yfir þrjátíu. Jenna var ákaflega dugleg og samviskusöm, við hvað sem hún vann. Dugnaðurinn kom líka fram í öðru en vinnu, hún var dugleg að heimsækja mig. Við sátum þá saman í eldhúsinu á Uppsölum yfir kaffibolla, seinni árin kannski á litla sólpallinum í góðu veðri, og það var létt yfir okk- ur. Síðast heimsótti hún mig um miðj- an desember, rétt áður en ég datt og lenti inni á sjúkrahúsi. Hún var þá glöð og kát eins og hún átti að sér. Jenna var alltaf tilbúin til að aðstoða. Hún hringdi til mín rétt fyrir jól, eftir að ég kom heim af sjúkrahúsinu, og bauðst til að sitja hjá mér ef Geiri, maðurinn minn, færi á sjó eða eitt- hvað langt. Þannig var Jenna. Sjálf var hún frá vinnu, í fyrsta skiptið í mörg ár, eftir að hafa handleggs- brotnað í vinnunni. Kveðjuorðin okk- ar voru oftast stutt og laggóð: „Við sjáumst.“ Þau notuðum við þegar við kvöddumst á tröppunum á Uppsölum um miðjan desember. Það verður bið á því að kveðjuorðin rætist. Maggi og Jenna eignuðust þrjú börn. Nokkur barnabörn eru líka komin. Jenna lét sér mjög annt um fjölskyldu sína. Kæri Maggi, Inga, Magga, Steini, Kolli, Kristjana, Elli og barnabörnin, megi góður guð gefa ykkur styrk í sorginni. Elsa. ALFA JENNÝ GESTSDÓTTIR Allt leitar guðs í alheimi, sérhvert smáblóm og síungt líf. Máttug er hönd hins milda föður, án hans værum við ekki neitt. Þig vil ég kveðja með þúsund óskum um gæfu og gleði í góðu lífi. Lýsi þér ávallt ljúfir englar. HRAFNHILDUR A. GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ HrafnhildurAuður Guð- mundsdóttir fædd- ist í Reykjavík 2. mars 1959. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. nóvember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 5. desember. Far þú í friði á framtíðarbraut. (Aðalsteinn Herbertsson.) Hrafnhildur. Ég mátti til að senda þér smákveðju. Það er ég viss um að nú líður þér vel, því nú ertu loksins laus við sjúkdóma og fleiri erfiðleika. Í raun og veru þekktumst við ekki nema í um það bil 16 mánuði, en á þessu tímabili hafðir þú oft þörf fyrir að tala við einhvern sem gat hlust- að og þú sagðir mér svo fjölmargt úr lífi þínu að mér finnst næstum eins og ég hafi þekkt þig mjög lengi og mér varð líka strax ljóst að þarna var góð sál og mér finnst það dýrmæt lífsreynsla að hafa fengið að kynnast þér. Svo vil ég senda börnum þínum, foreldrum, systkinum og vinum, mínar bestu samúðarkveðjur. Aðalsteinn. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. $      0    6 $; > ( !  5@A        , %      - 6   2## 7-       !    )##  1" 14"(+  (("&"(4"# /-  3        -    -     -    2 %  ; 14"1( 34(  B#  0"(+ C ""(+ 94""$+1(("  "& '  ""(+ 9( "" ((" "" '  ""(+  "0(9+((" "%(" ""(+ > ""((" (>!   ""((" 6+""%(0"6+"(+  C3"&  ""(+  ""3  "(("  !"! "# 8   +       -  +   3       % 3%      -             -  - ==236 2 6  2 2'  B  ( ?('#  +"6+"(("  '!  + ; 6+"(+ 3 "  ((" $6+"(+ %  "( D 6+"((" ""  9!  (+  6+"(+  ' " +&  !"! " !"!"! "#
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.