Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 15 ÁRNI Sigfússon og fjölskylda eru að undirbúa flutning til Reykjanes- bæjar þar sem hann verður í fram- boði. Þau hafa selt hús sitt í Reykja- vík og keypt í Keflavík. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ samþykkti samhljóða á fundi sínum fyrir skömmu að bjóða Árna Sigfússon, fyrrverandi framkvæmdastjóra, borgarfulltrúa og borgarstjóra í Reykjavík, fram í fyrsta sæti lista síns við bæjarstjórn- arkosningarnar í maí og að hann verði jafnframt bæjarstjóraefni sjálfstæðismanna. Ellert Eiríksson, sem lengi hefur verið bæjarstjóri, gefur sem kunnugt er ekki kost á sér áfram. Aðdragandinn að þessari ákvörð- un hefur verið töluverður, þótt hann hafi lengi vel ekki farið hátt. „Ég stóð frammi fyrir þremur áhuga- verðum verkefnum þegar fyrir lá að ég léti af störfum hjá Aco-Tækni- vali. Eitt var erlendis, í Bandaríkj- unum, annað í höfuðborginni og það þriðja var framboð í Reykjanesbæ. Þorsteinn Erlingsson bæjarfulltrúi hafði upphaflega samband við mig til að velta þessum möguleika upp. Ég ræddi við Ellert bæjarstjóra og fleiri bæjarfulltrúa og hugleiddi þetta nokkuð. Stjórn fulltrúaráðsins ákvað síðan að leita formlega eftir því hvort ég vildi fara fyrir listanum og ég ákvað að verða við því. Ég lagði áherslu á að einhugur væri meðal sjálfstæðisfólks gagnvart þessu og það var staðfest á fundi fulltrúaráðsins í síðustu viku,“ segir Árni. Hann segist strax hafa séð að verkefnið væri áhugavert. „Nám mitt í stjórnun og opinberri stjórn- sýslu snerist að hluta um stjórnun sveitarfélaga. Ég hef verið í stjórn- málum frá unga aldri og hef aflað mér töluverðrar reynslu í borg- armálunum og hef haft áhuga á stjórnun fyrirtækja.“ Eftirsóknarverður bæjarbragur En Árni viðurkennir að ákvörð- unin hafi einnig verið erfið. Það hafi verið mikil ákvörðun að fara frá góðu heimili á góðum stað og með börnin úr góðum skólum. Þessi ákvörðun hafi hins vegar verið tekin sameiginlega af fjölskyldunni. Hann telur að sú staðreynd að hann hafi verið að íhuga atvinnutilboð frá Bandaríkjunum hafi létt ákvörð- unina, þau hafi þar með verið farin að hugsa um möguleikann á flutn- ingi. Þá segir hann að Bryndís hafi verkefni hjá varnarliðinu, samhliða rekstri sínum í Reykjavík, og sé þess vegna tvo daga í viku á Keflavík- urflugvelli. Breytingin sé því ekki eins mikil fyrir hana og annars hefði getað orðið. „Þegar menn leiddu mig inn í þetta samfélag suður frá, sýndu mér möguleikana þar, sagði reynslan mér að hér væri tækifæri sem ég gæti ekki sleppt. Við þetta bættist að ég hef fundið fyrir góðum hug bæjarbúa í minn garð. Sjálfstæð- ismenn hafa verið einhuga í sínum ákvörðunum og ég hef heyrt frá fjölda einstaklinga sem hafa boðið okkur velkomin. Það er sérstakt og sýnir að þarna er bæjarbragur sem okkur finnst eftirsóknarverður,“ segir Árni. Árni Sigfússon telur ekki að það verði mikið átak að setja sig inn í málefni Reykjanesbæjar. Hann þekki til allra helstu málaflokkanna úr fyrri störfum sínum fyrir Reykja- víkurborg og í fyrirtækjarekstri. Grunnurinn sé sá sami. „Út frá menntun minni lít ég kannski til samfélaga á annan hátt en sumir aðrir. Landrými ræður því mikið hvaða möguleikar eru til uppbygg- ingar. Reykjanesbær hefur yfir miklu og góðu landi að ráða. Og ef litið er til innviða samfélagsins sést að þar eru frábærlega vel upp byggðir skólar og öflugar hafnir og margvísleg tækifæri í atvinnu- málum. Orkan og alþjóðaflugvöllur skapa einstaka stöðu fyrir Reykja- nesbæ. Staðan er því sterk og góður grunnur til frekari uppbyggingar. Ekki má heldur gleyma því að ég er ekki einn í þessu verkefni. Á list- anum með mér verður gott fólk sem hefur víðtæka þekkingu og hefur sýnt frumkvæði í ýmsum mikil- vægum málaflokkum. Og ég veit ekki betur en að á öðrum framboðs- listum verði einnig fólk með mik- ilvæga þekkingu.“ Ekkert sjálfgefið Þótt Árni sé bæjarstjóraefni sjálf- stæðismanna og sjálfstæðismaður hafi haft það embætti með höndum á undanförnum árum er ekki þar með sagt að hann verði bæjarstjóri eftir næstu kosningar. Til þess þarf Sjálf- stæðisflokkurinn að ná hreinum meirihluta í bæjarstjórninni eða mynda meirihluta með öðrum. Hann tekur það fram að ekki sé rétt að gera ráð fyrir því að sjálf- stæðismenn nái hreinum meirihluta. Þeir hafi unnið fimmta manninn í síðustu kosningum og raunhæfara sé að stefna að því að halda honum en að bæta þeim sjötta við. En bætir því við að enginn afþakki atkvæði. Árni segir að meirihlutasamstarf sjálfstæðismanna og framsókn- armanna hafi verið farsælt en segir eðlilegt að flokkarnir gangi óbundn- ir til næstu kosninga. Hann hefur vakið máls á því að sveitarstjórn- armálin séu þess eðlis að mögu- leikar ættu að vera á víðtækara samstarfi bæjarfulltrúanna um ákvarðanir. Í því sambandi rifjar hann það upp að flokkarnir hafi ver- ið samstiga í uppbyggingu grunn- skólanna í Reykjanesbæ og allir flokkar átt fulltrúa sína í nefnd sem vann að henni. „Ég tel unnt að vinna meira á þeim grunni þegar stór mál eru til meðferðar,“ segir hann. Árni og fjölskylda hans eru að undirbúa flutning til Reykjanes- bæjar. Þau hafa keypt sér hús í Keflavík og selt hús sitt í Reykjavík. „Það er mikilvægt að hafa tekið þetta skref til að sýna að fullur hug- ur fylgir máli.“ Hann segist búast við að fá húsið afhent í mars og eftir það verði þau mikið á báðum stöð- um, þar til skóla ljúki hjá drengj- unum í vor. Hann einbeitir sér að framboðinu í vetur og segist ekki hugsa um hvað taki við ef markmiðin nást ekki að fullu. „Það má öllum vera ljóst að ég hef sett mér það markmið að verða bæjarstjóri. Undirbý mig fyrir það og vinn að því ötullega. Vitaskuld vona ég að það gangi eftir en geri mér grein fyrir því að ekkert er sjálfgefið í því efni. Mig hefur hins vegar aldrei skort verkefni og kvíði ekki framtíðinni, þótt eitthvað kunni að fara öðruvísi en vonast er til. Okkur líkar stöðugt betur við samfélagið. Ég sé ekkert því til fyr- irstöðu að við gætum unnið þaðan að verkefnum okkar og gilti þá einu hvar þau væru. Það er mikill styrk- ur að búa í bæ nærri heimsborgum. Það eykur því möguleikana að búa hér, fremur en að takmarka þá,“ segir Árni Sigfússon. Fullur hugur fylgir máli Morgunblaðið/Ásdís Árni Sigfússon, bæjarstjóraefni sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Reykjanesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.