Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra telur að fákeppni á matvörumarkaði sé meðal skýringa á því að verð á neysluvörum hér á landi er í mörgum tilvikum hærra en í sam- anburðarlöndum í Evrópu. Skv. niðurstöðum könnunar, sem Morgunblaðið stóð fyrir ásamt ASÍ á verði algengra neysluvara á Íslandi og í nokkrum ESB-löndum, sem greint var frá í blaðinu í gær, er verð hér á landi að jafnaði mun hærra en í evrulöndunum. Af þeim sautján vöru- flokkum og tegundum sem spurt var um í könnuninni, kemur Ísland dýrast út í tólf tilvikum og nær aldrei að vera með lægsta vöruverðið. Aðspurð hvaða skýringar hún teldi vera á þessum verðmun sagði Val- gerður að þær gætu verið nokkrar, ,,en við vitum að hér er fákeppni á matvörumarkaði og könnun Sam- keppnisstofnunar á síðasta ári leiddi það í ljós að þegar samþjöppun átti sér stað, hækkaði álagning,“ sagði hún og bætti við að þetta væru engar getgátur lengur heldur lægi þessi staðreynd fyrir. Unnið að smíði reglna sem bæti siðferðið á markaðinum Valgerður var þá spurð hvað væri til ráða. Benti hún á að starfi Sam- keppnisstofnunar að þessum málum væri ekki lokið. ,,Það voru uppi ýmsar vísbendingar um athæfi, sem ekki er samkvæmt lögum og Samkeppnis- stofnun er væntanlega að vinna í því. Rætt um gerð verðkannana á fleiri stigum verðmyndunar Þeir eru einnig að vinna að hug- myndum sem ég beindi til þeirra um að koma á siðareglum á þessum markaði, í líkingu við reglur sem aðr- ar þjóðir hafa tekið upp, t.d. Bretar. Þær miða að því að bæta siðferðið en þar virðist vera pottur brotinn ef marka má a.m.k. ýmsar sögur sem eru á kreiki,“ segir Valgerður. Fram kom í máli Valgerðar að hún hefði nýlega efnt til fundar í ráðu- neytinu með fulltrúum af matvöru- markaði, frá ASÍ og Hagstofunni. ,,Þar var rætt hvort framkvæmanlegt væri að gera verðkannanir á fleiri stigum verðmyndunarinnar og að með því geti menn áttað sig betur á hvar slysin verða, því einhvers staðar eiga þau sér stað,“ segir hún. ,,Auðvitað má vera að í ákveðnum tilfellum sé ekkert við því að segja þótt verð sé hærra hér en einhvers staðar annars staðar en þegar þetta er svona almennt, leyfir maður sér að álykta að það sé eitthvað óeðlilegt á ferðinni sem bæta megi úr,“ sagði Valgerður. Viðskiptaráðherra um könnun sem sýnir hærra verð á Íslandi en í evrulöndum Við vitum að hér er fá- keppni á matvörumarkaði FORSTJÓRI Baugs, Jón Ásgeir Jó- hannesson, vísar því á bug að fyrir- tækið hafi verið að hækka verð á mat- vöru í sínum verslunum, innfluttri sem innlendri, umfram verðbólgu- þróun og gengisbreytingar. Gengis- breytingar hafi ekki náð út í verðlag matvöru, að hans mati. Bendir Jón Ásgeir m.a. á að afkomutölur Baugs sýni að matvaran skili ekki miklum hagnaði. Þannig hafi 130 milljóna hagnaður orðið af 25 milljarða veltu Baugs fyrstu níu mánuði síðasta árs. Jón Ásgeir segir 12 mánaða uppgjör- ið, sem birt verður í dag, einnig end- urspegla þetta. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að sumar algengar innfluttar matvör- ur hafi hækkað meira en sem nemur verðbólgu og breytingu á gengi krón- unnar. Einföldun að skella skuldinni á smásalana „Við höfum ekki verið að hækka verð á matvælum umfram verðbólgu- þróun,“ segir Jón Ásgeir. Hann telur að ekki verði hægt að fá „vitræna“ umræðu um verðlagsmál nema að komið verði á fót heildsöluvísitölu til samanburðar við smásöluvísitöluna. Væri hún til staðar nú væri umræðan að beinast gegn öðrum en smásölun- um. „Við höfum ítrekað verið að biðja Hagstofuna að setja á heildsöluvísi- tölu, sem er þekkt fyrirbæri erlendis. Hún gefur til kynna hvernig verð- lagsþróun er næstu mánuði fram í tímann. Viðtökurnar hafa verið dræmar, einnig hjá heildsölum. Það er alltaf mjög þægilegt að benda á smásalana, þeir eru síðasti aðilinn gagnvart neytendum. Stjórnmála- menn hafa t.d. ekki horft á það hvað breska pundið og danska krónan hafa styrkst gagnvart íslensku krónunni, en þetta eru þær myntir sem við kaupum einkum okkar erlendu mat- vöru í. Hækkanir á aðföngum til inn- lendra framleiðenda hafa einnig kom- ið til þannig að það er mikil einföldun að skella skuldinni alfarið á smásal- ana. Það er óþolandi þegar stjórn- málamenn sletta slíku fram og koma með engin rök, það er óábyrgt og ekki sanngjarnt,“ segir Jón Ásgeir og vísar þar m.a. til ummæla viðskipta- ráðherra í fjölmiðlum. Breytingar á gengi skila sér beint út í verðlagið Hannes Karlsson, rekstrarstjóri Samkaupa hf. og Matbæjar, segist al- veg geta tekið undir það að hækk- anirnar hafi verið glórulausar. „Menn mega hins vegar ekki gleyma því hver forsenda hækkananna er, þ.e.a.s. breytingar á gengi krónunnar fyrst og fremst. Sú breyting skýrir hækkanirnar að mjög miklu leyti auk mikillar hækkunar á vísitölu. Hvað okkur snertir get ég bent á könnun sem DV gerði um daginn en í henni kemur fram að verð í Samkaupsbúð- unum hækkaði minnst milli ára eða um 9% og verð í Nettó-búðunum hækkaði um 15%. Þannig að þær hækkanir eru í engu samræmi við þær hækkanir sem fjallað er um í Morgunblaðinu. Hins vegar hafa stærstu aðilarnir á markaðinum lang- mestu áhrifin á verðið, þ.e. Baugur og Kaupás. Í könnun DV má sjá að það hafa verið glórulausar hækkanir í þeim verslunum sem þessi fyrirtæki reka. Það er langt í frá að þessar verðhækkanir hafi gengið jafnt yfir línuna. Það er alveg ljóst að þær verslanir sem við erum að reka hafa ekki valdið þessum hækkunum, svar- anna verður að leita hjá öðrum.“ Gísli Sigurbergsson í Fjarðarkaup- um segist álíta að Fjarðarkaup hafi ekki hækkað verð umfram það sem geti talist eðlilegar hækkanir ef horft sé fram hjá gengisbreytingum. „Menn verða að horfast í augu við það að breytingar á gengi skila sér beint út í verðlagið og oft með margfeldis- áhrifum, heildsöluverð hefur hækk- að, flutningskostnaður og launin líka. Í könnun DV kemur fram að verðið hjá okkur hefur hækkað um 10% á milli ára. Sú könnun segir kannski alla söguna en í henni eru þó tíu liðir sem vega þungt í innkaupum fjöl- skyldna. Á sama tíma hækkaði verð í verslunum 11–11 um 26%, hjá Hag- kaup um 16% og um 18% í verslunum Bónus. Bilið á milli okkar og margra annarra verslana hefur verið að aukast, t.d. milli okkar og Hag- kaups.“ Gísli segist telja að Fjarðarkaup hafi einfaldlega fylgt þróun á verði í heildsölu. Og í mörgum tilvikum hafi verð frá heildsölunum ekki hækkað í takt við breytingar á gengi þannig að segja megi að breyting á gengi hafi ekki að fullu skilað sér út í verðlagið. Ásmundur Stefánsson, stjórnarfor- maður Kaupáss, sagðist ekki geta tjáð sig um verðlagningu á einstökum matvöruflokkum í verslunum Kaupáss og ekki náðist í Ingimar Jónsson, forstjóra Kaupáss. Talsmenn stórmarkaða segja gengisbreytingar helstu orsök matvöruhækkana Forstjóri Baugs kallar eftir heild- söluvísitölu VÖRUSÝNINGIN Kínverskir dagar var form- lega opnuð í Laugardalshöll í gær. Stefán S. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ís- lensk-kínverska viðskiptaráðsins, segir að sýn- ingunni hafi strax verið vel tekið á fyrsta degi. Fjölmargt athyglisvert sé að sjá á sýningunni sem stendur yfir til 20. janúar. Tólf kínversk fyrirtæki kynna framleiðslu og/ eða þjónustu sína á Kínverskum dögum. Kynntar eru meðal annars skipasmíðar og raftækjaiðn- aður, járnvörur, textíliiðnaður, gúmmíiðnaður, listmunir, ferðaþjónusta og bjór. Tónlistarmenn leika þjóðlega kínverska tónlist á sýningunni. Að Kínverskum dögum standa útflutnings- og alþjóða verslunarráð Kína í samstarfi við Íslensk- kínverska viðskiptaráðið, Kínversk-íslenska menningarfélagið, Viðskiptaþjónustu utanrík- isráðuneytisins og Útflutningsráð Íslands. Morgunblaðið/Ásdís Frá opnun Kínverskra daga: Wang Ronghua, sendiherra Kína á Íslandi, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Ma Yue, varaformaður verslunarráðs Kína, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Stefán S. Guðjónsson, frá Íslensk-kínverska viðskiptaráðinu. Kínverskir dagar hófust í gær FYRSTI stjórnarfundur Fjarlækn- ingastofnunar Íslands ses. var hald- inn á Ísafirði í gær en Ísafjarðarbær hafði frumkvæðið að stofnun Fjar- lækningastofnunarinnar nýverið. Tilgangurinn með stofnuninni er að fá fyrirtæki og stofnanir til að vinna að fjarlækningum á Vestfjörð- um, í samvinnu við heilbrigðisstofn- anir í Ísafjarðarbæ, en Fjarlækn- ingastofnunin er sjálfstæð stofnun. Hallgrímur Kjartansson, yfir- læknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði og stjórnarformaður stofn- unarinnar, segir að gert sé ráð fyrir að starfsemin hefjist fljótlega en rætt hafi verið um væntanleg og möguleg verkefni. Fjarlækn- ingar á Vest- fjörðum TRUFLANIR hafa verið á netsam- bandi Símans við útlönd á ákveðnum tímapunktum vegna svokallaðra „denial-of-service“ árása á tölvukerfi fyrirtækisins. Að sögn Heiðrúnar Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa Sím- ans, er erfitt að verjast slíkum árás- um sem koma frá mörgum tölvum um allan heim. Tölvurnar sem valda truflununum eru sýktar af vírus sem berst m.a. í tölvupósti og verður virkur á ákveðnum tíma og ræðst þá á netþjóninn sem tölvan er tengd við. Heiðrún segir að menn telji að árásin komi frá tölvum saklausra notenda sem hafi sjálfir fengið vírusinn í tölvupósti eða forritum. „Í fyrrakvöld datt sambandið við útlönd niður rétt um tólfleytið og kom síðan aftur en datt aftur niður um eittleytið í fyrrinótt, en síðan var það búið. Þetta eru truflanir á sam- bandinu og þetta er búið að vera svona í nokkra daga. Það er erfitt að koma alveg í veg fyrir þetta og við vitum að aðrir aðilar hafa átt í erf- iðleikum líka. Það er ekki útilokað að þetta komi fyrir aftur en við erum að byggja upp varnir gegn þessu,“ segir Heiðrún. Vírus gerir árás á netkerfi Símans Olli trufl- unum á sambandi við útlönd ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.