Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ TÍU þúsund laxaseiði voru nýlega örmerkt hjá Norðurlaxi, en það gerðu Eydís Njarðardóttir, umsjónarmaður örmerkinga hjá Veiðimálastofn- un, og samstarfsmaður hennar Jorge Fernandez sjávarlíffræðingur. Seiði þessi eiga að fara til Sæsilfurs í Mjóa- firði, en alls er ætlunin að merkja 60 þúsund seiði sem stöðin kaupir frá þremur eldisstöðv- um. Merking seiðanna fer þannig fram að fyrst eru þau svæfð með phenoxyetanoli sem sett er út í vatnið, síðan eru þau veiðiuggaklippt og loks er skotið málmflís í efri skolt sem hefur að geyma sérstakt númer fyrir hvert seiði. Veiði- uggaklippingin er til þess að vita hvaða laxar hafa örmerki og hvaða laxar hafa þau ekki. Örmerki hafa verið notuð til að merkja lax hér á landi allt frá árinu 1974 og til þess er notuð lít- il merkivél sem er bandarísk hönnun. Hvert ör- merki er 1 mm á lengd og 0,3 mm í þvermál. Kosturinn við örmerki er sá að þau er hægt að nota á mjög litla fiska og merkið hefur engin áhrif á lífslíkur fisksins þar sem því er skotið inn í fituvefinn og því myndast engin ígerð út frá þessari litlu flís sem hefur að geyma sérstakt númer fyrir hvern einstakling. Um er að ræða númerakerfi þar sem Ísland hefur sérstakt landsnúmer og því er hægt að vita frá hvaða landi laxar eru. Að sögn Guðna Guðbergssonar hjá Veiðimála- stofnun hafa merkingar laxa gefið mikilsverðar upplýsingar um endurheimtur, farleiðir og villur milli áa. Laxar merktir á Íslandi hafa m.a. kom- ið fram í úthafsveiðum í sjó sem og laxar frá öðrum löndum því víða er fiskur merktur með- fram ströndum Atlantshafsins. Þá segir Guðni einnig að merkingar séu m.a. til þess að finna út vöxt fisksins með því að bera saman stærð við merkingu og endurheimtu auk þess sem sjá megi afföll og í sumum tilfellum fá forsendur til útreikninga á stofnstærðum. Örmerkingar laxa sem settir eru í eldiskvíar eru viðhafðar til þess að fylgjast með því hvort laxar sleppi úr kvíum og ef slíkt gerist ættu jafnframt að fást upplýsingar um hvar þeir heimtast og í hve miklum mæli. Gert er ráð fyrir að ákveðinn fjöldi laxa sé merktur í hverri kví. Þeir sem veiða merkta laxa þurfa að skila inn merkjum til Veiðimálastofnunar ásamt upplýs- ingum um lengd, þyngd og veiðistað og nafni veiðimanns. Verði menn varir við veiðiugga- klippta laxa í afla þarf að skera efri skoltinn af þeim við auga og koma til Veiðimálastofnunar til aflestrar. Þar sem örmerkið er segulmagnað er notað málmleitartæki til að finna merkið og ná því úr, en af því er síðan lesið undir smásjá. Þeir sem skila inn merkjum af laxi fá sendar upplýsingar um sleppistað viðkomandi fisks, en auk þess eru nokkrir dregnir út úr þeirra hópi sem skila merkjum og hefur Veiðimálastofnun veitt viðkomandi veglegar viðurkenningar fyrir. Eydís Njarðardóttir hefur unnið að merk- ingum í tíu ár og lætur vel af því starfi, en Jorge Fernandez, sem ættaður er frá Spáni, er að vinna að meistaragráðu í sjávarlíffræði og merk- ir seiði í hlutastarfi hjá Veiðimálastofnun. Norðurlax hefur á undanförnum árum lagt mikið upp úr því að örmerkja seiði sem fara í Laxá og þannig hafa fengist mikilsverðar upp- lýsingar um endurheimturnar. Örmerkingar á seið- um hjá Norðurlaxi Laxamýri Morgunblaðið/Atli Vigfússon Hér er verið að setja málmflísina í seiðið þeg- ar það er sett á hvolf við tækið. Eydís Njarð- ardóttir að störfum. UNGMENNAFÉLAGIÐ Ásinn á Norður-Héraði hélt félagsvist nú í janúar. Þar voru góð verðlaun í boði, allt bók- arverðlaun. Spilað var á 24 borðum en verðlaun eru veitt til karla og kvenna í tveimur flokk- um. Annars vegar til spil- ara 14 ára og yngri, hins vegar til 15 ára og eldri. Þetta er lofsvert framtak og eykur áhuga yngra fólksins á að vera með, þótt oft megi ekki á milli sjá hvorum aldursflokknum gengur betur í spilamennskunni. Oft eru ungu krakkarnir með fleiri slagi en þeir fullorðnu þegar upp er staðið. Á myndinni eru þær stöllur Díana Mjöll Björgvinsdóttir og Kar- itas Hvönn Baldursdóttir með verð- launin sem þær hlutu á félagsvist Ássins. Ungir og aldnir spiluðu félagsvist Norður-Hérað KÓR Stykkishólmskirkju bauð bæjarbúum til tónleika sunnudag- inn 13. janúar. Kórinn hafði stefnt á að halda tónleikana 1. desem- ber, en af því gat ekki orðið. Söngdagskráin bar merki þess. Yfirskrift tónleikanna var „Ís- lands er það lag“ og var allt efnið íslenskt bæði ljóð og lög. Mikið var um þjóðlög og ættjarð- arsöngva. Þá kom fram barnakór- ar Stykkishólms og sungu lög með kórnum og eins sjálfstætt. Nokkur fermingarbörn lásu kvæði inn á milli sönglaganna. Stjórnandi kórs Stykkishólms- kirkju er Sigrún Jónsdóttir og hefur hún starfað í Stykkishólmi frá árinu 1996. Hún æfir einnig barnakórana sem í eru yfir 40 börn á skólaaldri Kórinn vildi með þessum tón- leikum leggja lið söfnun fyrir nýju orgeli í Stykkishólmskirkju. Orgelið í kirkjunni er átta radda orgel af gerðinni Walther. Það var alveg verk Víkings Jóhann- sonar að safna fyrir því orgeli á þeim tíma. Það var smíðað fyrir kirkjuna í Þýskalandi og tekið í notkun árið 1958. Orgelið hafði síðan vistaskipti er nýja kirkjan í Stykkishólmi var tekin í notkun árið 1990. Áhugi er fyrir því hjá kór Stykkishólmskirkju að fá í kirkjuna stærra orgel. Slíkt hljóð- færi kostar mikla peninga og er langt í að það takmark náist, en eitt er víst að með fyrstu skref- unum styttist leiðin. Tónleikarnir voru góð skemmt- un og vel sóttir. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Kór Stykkishólmskirkju og barnakórar Stykkishólms buðu upp á fjölbreytta söngdagskrá á tónleikunum. Kirkju- kórinn safnar fyrir orgeli Stykkishólmur KJÖRDÆMISRÁÐ Vinstri grænna í hinu nýja norðvestur- kjördæmi var stofnað á Hólma- vík laugardaginn 12. janúar. Þingmenn flokksins, þau Krist- ín Halldórsdóttir, Jón Bjarna- son og Ögmundur Jónasson, hafa notað tækifærið og heim- sótt sveitarstjórnir í Stranda- sýslu. Létu þau vel af ferðinni og töldu þetta bæði gagnlega og skemmtilega fundi. Sveitarstjórn Kaldrananes- hrepps kom til fundar við þing- mennina í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Vildu þau kynna sér áherslur heimamanna og hvað sveitar- stjórnarmenn í Kaldrananes- hreppi hafa til málanna að leggja. Hildur Traustadóttir, Borg- arfirði, var kjörin formaður kjördæmisráðsins og með henni í aðalstjórn Gunnar Sig- urðsson, Bolungarvík, og Þór- arinn Magnússon, Skagafirði. Varamenn: Gunnlaugur Har- aldsson, Akranesi, Eva Sigur- björnsdóttir, Djúpuvík, og Úlf- ar Sveinsson, Skagafirði. Birkir Friðbertsson, Súgandafirði, og Kjartan Ágústsson, Ísafirði, voru kjörnir skoðunarmenn reikninga. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir Þingmennirnir Jón Bjarna- son, Kristín Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Þingmenn VG á ferð um Strandir Drangsnes BIRGIR Olgeirsson kylfingur var kjörinn íþróttamaður ársins 2001 í Bolungarvík og er þetta annað árið í röð sem hann hampar þeim titli. Kjörinu var lýst í hófi sem íþrótta- ráð Bolungarvíkur efndi til af þessu tilefni en auk útnefningar íþrótta- manns ársins voru ungu og efnilegu íþróttafólki í Bolungarvík veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur á íþróttasviðinu – samtals voru veitt- ar 18 viðurkenningar. Birgir hefur lagt mikla rækt við íþrótt sína undanfarin ár og er nú á hverju ári að uppskera árangur sem færir hann sífellt nær því að standa meðal þeirra bestu á landinu. Birgir náði að lækka forgjöf sína á sl. ári úr 15,2 í 10,8, sem þykir mjög góður árangur. Árangur Birgis á fjölmörgum mótum á Vestfjörðum var einstak- lega góður og einnig náði hann góð- um árangri á Landsmóti GSÍ. Birgir var kjörinn golfari ársins hjá Golfklúbbi Bolungarvíkur með miklum yfirburðum. Það var Ólafur Kristjánsson, bæj- arstjóri Bolungarvíkur, sem lýsti kjöri íþróttamanns ársins og afhenti honum veglegan farandbikar og við- urkenningarskjal. Eftirtaldir einstaklingar fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur: Í knattspyrnu: Pétur Jónsson, Vera Dögg Snorradóttir, Hafsteinn Þór Jóhannsson, Karitas Sigurlaug Ingi- marsdóttir, Óttar Kristinn Bjarna- son, Guðbjörg Stefanía Hafþórsdótt- ir, Gunnar Már Elíasson og Andri Rúnar Bjarnason. Fyrir árangur í sundi: Ragnar Högni Guðmundsson, Guðrún Krist- ín Bjarnadóttir, Alberta Alberts- dóttir, Brynja Dagmar Jakobsdóttir og Elsa Jónsdóttir. Fyrir árangur í golfi: Tómas Rún- ar Sölvason, Kristinn Gauti Einars- son Gunnar Már Elíasson og Birgir Olgeirsson. Þá fékk Sveinbjörn Kristjánsson viðurkenningu fyrir góðan árangur í kajakróðri. Birgir íþróttamaður ársins Ljósmynd/Gunnar Hallsson Birgir Olgeirsson, íþróttamaður ársins 2001 í Bolungarvík. Bolungarvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.