Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 51 DAGBÓK Útsala 50% afsláttur Skólavörðustígur 8 Sími: 552 4499 tsalan er hafin Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, 19. janúar, verður Sólbjört Aðalsteins- dóttir sextug. Í tilefni af af- mælinu tekur hún á móti gestum í dag, föstudaginn 18. janúar, frá kl. 20 í Lundi, Lionssal, Auðbrekku 25–27, Kópavogi. 70 ÁRA afmæli. Sjötug-ur er í dag, föstudag- inn 18. janúar, Bergmann Gunnarsson. Hann er bú- settur í Noregi. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú ert hugmyndaríkur, glað- lyndur og sjálfstæður og heldur enn í barnið í sjálfum þér. Vertu viðbúinn miklum og jákvæðum breytingum í lífi þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gamlir vinir skjóta upp koll- inum að nýju. Gleymdu ekki að gamlir vinir hafa mikið gildi vegna minninganna sem þið eigið saman. Naut (20. apríl - 20. maí)  Láttu það ekki koma þér á óvart ef þú færð atvinnutil- boð sem þú hefur þegar hafnað. Aðstæður geta hafa breyst þannig að starfið henti þér betur. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tafir á ferðaáætlunum fara í taugarnar á þér. Huggaðu þig við það að tafirnar eru tímabundnar og að þú munt brátt komast aftur á rétt ról. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Sameign kallar enn einu sinni á samningaviðræður við maka eða vini. Eignir og peningar eru viðkvæmustu umræðuefni fólks. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú gætir rekist á gamlan maka eða elskhuga. Leggðu þig fram við að líta vel út þannig að þér líði betur. Hamingjan er besta hefnd- in. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Tafir og truflanir í vinnunni hægja á þér. Það liggur bet- ur fyrir þér að ljúka eldri verkum en að byrja á ein- hverju nýju. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Gamalt ástarævintýri kem- ur upp í huga þinn í draum- um, minningum eða við end- urfundi. Það er sama hvernig aðstæður eru, fyrsta ástin getur alltaf fengið hjartað til að slá hraðar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Fjölskyldusamkomur og umræður um gömlu góðu dagana eru á döfinni. Fólk kemur saman til að halda í mikilvægar fjölskylduhefðir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reyndu að taka á vanda- málum sem tengjast bílnum þínum. Tafir í umferðinni gætu komið sér illa fyrir þig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gætir fengið tækifæri til að snúa til fyrri starfa. Gerðu ráð fyrir að hitta gamla vinnufélaga. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Minningar úr fortíðinni sækja á þig. Það er líklegt að þú hittir gamlan elshuga eða aðra sem þú hefur ekki hitt lengi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér gæti brugðið við að komast að leyndarmáli úr fortíðinni. Þú þarft ekkert að óttast því þú nýtur verndar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÞRJÚ grönd unnust á flestum borðum í eftir- farandi spili úr níundu umferð Reykjavíkur- mótsins: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁD5 ♥ G1092 ♦ 108 ♣K1054 Vestur Austur ♠ G94 ♠ 1076 ♥ K3 ♥ D865 ♦ DG7 ♦ 9643 ♣98632 ♣ÁD Suður ♠ K832 ♥ Á74 ♦ ÁK52 ♣G7 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 spaðar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Víðast hvar spilaði vestur út í lengsta lit, eða laufi, en þá á sagnhafi til- tölulega létt verk fyrir höndum. Hann getur frí- að tvo slagi á lauf og þar eð spaðinn fellur 3-3 þarf ekki að leita lengra eftir níunda slagnum. En nokkrir snillingar hittu á að betra útspil – tíguldrottningu. Sagnhafi þarf nú að vanda sig verulega til að ná í níu slagi. Á einu borði þróað- ist spilið þannig: Suður gaf fyrsta slaginn, tók næst tígulgosann með ás, fór inn í borð á spaða- drottningu og lét hjarta- gosann rúlla yfir á kóng vesturs. Enn kom vestur með tígul – sjöuna – og suður tók slaginn. Hann spilaði spaða á ásinn og svínaði fyrir hjarta- drottningu. Staðan var nú þessi: Norður ♠ 5 ♥ 92 ♦ – ♣K105 Vestur Austur ♠ G ♠ 10 ♥ – ♥ D8 ♦ – ♦ 9 ♣98632 ♣ÁD Suður ♠ K8 ♥ Á ♦ 5 ♣G7 Ef sagnhafi tekur nú tvo slagi á spaða áður en lengra er haldið, lendir austur í miklum vanda. Tígli má hann auðvitað ekki henda eða lauf- drottningu svo hjartaátt- an er þvingað afkast. En þá tekur sagnhafi á hjartaásinn og sendir austur inn á tígulníu. Síð- asti slagurinn fæst þann- ig á laufkóng. Suður missti af þessari leið – hann tók fyrst á hjartaásinn en þá gat austur hent laufdrottn- ingu í fríspaðnn og lagt upp í lokastöðunni. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT Norðurljós Veit duftsins son nokkra dýrðlegri sýn en drottnanna hásal í rafurloga? Sjá grundu og vog undir gullhvelfdum boga! Hver getur nú unað við spil og vín? Sjálf moldin er hrein eins og mær við lín, mókar í haustsins visnu rósum. Hvert sandkorn í loftsins litum skín, og lækirnir kyssast í silfurósum. Við útheimsins skaut er allt eldur og skraut af iðandi norðurljósum. Frá sjöunda himni að ránar rönd stíga röðlarnir dans fyrir opnum tjöldum, en ljóshafsins öldur, með fjúkandi földum falla og ólga við skuggaströnd. Það er eins og leikið sé huldri hönd hringspil með glitrandi sprotum og baugum. Nú mænir allt dauðlegt á lífsins lönd frá lokuðum brautum, frá myrkum haugum, og hrímklettar stara við hljóðan mar til himins, með kristalsaugum. – – – Einar Benediktsson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Hallgrímskirkju í Saurbæ, 8. september sl., af sr. Bjarna Karlssyni og sr. Jónu Hrönn Bolladóttur. Anna Elísabet Gestsdóttir og Sigurður Grétar Sig- urðsson, Heimili þeirra er á Hvammstangabraut 21. Ljósmyndastofan Nína BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Háteigskirkju 8. september sl. af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni Fríða Kristín Jóhannesdóttir og Guð- mundur Stefán Björnsson. 1. d4 e6 2. c4 b6 3. a3 Bb7 4. Rc3 f5 5. d5 Rf6 6. g3 Ra6 7. Bg2 Rc5 8. Rh3 Bd6 9. O-O Be5 10. Dc2 O-O 11. Hd1 De7 12. Bd2 c6 13. dxe6 dxe6 14. Hab1 Had8 15. b4 Ra6 16. Rf4 Bd4 17. e3 Be5 18. Rd3 Bb8 19. c5 e5 20. e4 Bc8 21. cxb6 axb6 22. Bg5 Kh8 23. exf5 Bxf5 24. Re4 Hc8 25. Hbc1 Da7 26. Bxf6 gxf6 27. De2 c5 28. b5 Bxe4 29. Bxe4 Rc7 Staðan kom upp í banda- ríska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu. Greg- ory Kaidanov (2596) hafði hvítt gegn Jesse Kraai (2442). 30. Rxe5! Rxb5 30... fxe5 gekk ekki upp vegna 31. Hd7 og hvítur vinnur. 31. Hd7 Hc7 32. Rf7+ og svartur gafst upp enda yrði hann mát eftir 32...Hxf7 33. Hd8 + Kg7 34. Dg4+ Kh6 35. Dh4+ Kg7 36. Dxh7#. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1.-2. Larry Christiansen og Nick de Firmian 6 ½ v. af 9 mögu- legum. 3.-8. Boris Kreim- an, Joel Benjamin, Alex Yermolinsky, Alexander Shabalov, Alex Stripunsky og Alexander Ivanov 6 v. Íslandsvinirnir Larry og Nick háðu hraðskákeinvígi um titilinn og bar sá fyrr- nefndi sigur úr býtum og varð þar með bandarískur meistari 2002. Skák Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik.     Bridsfélag Hreyfils Vilhjálmur Sigurðsson og Daníel Sigurðsson sigruðu í aðaltvímenn- ingi félagsins sem lauk sl. mánu- dagskvöld. Hlutu þeir félagar 178 stig yfir meðalskor. Lokastaða efstu para varð annars þessi: Vilhjálmur - Daníel 178 Daníel Halldórss. - Ragnar Björnss. 137 Jón Sigtryggss. - Skafti Björnss. 135 Jón Ingþórss. - Eiður Gunnlaugss. 112 Rúnar Gunnarss. - Jens Jensson 109 Árni M. Björnss. - Hjálmar Pálsson 85 Nk. mánudagskvöld hefst Board- A-Match sveitakeppni. Spilað er í Hreyfilshúsinu, þriðju hæð og hefst keppnin kl. 19.30. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Íslandsmót í parasveitakeppni verður haldið helgina 2.–3. febr- úar. Þetta er fyrsta mótið sem spilað verður í nýju húsnæði Bridssam- bands Íslands, Síðumúla 37, 3. hæð. Fyrirkomulagið verður með sama sniði og undanfarin ár. Spilaðar eru 7 umferðir með 16 spila leikjum og raðað í umferðir með Monrad-fyrir- komulagi. Spilamennska hefst kl. 11.00 báða dagana. Skráning er hafin í s. 587 9360 eða www.bridge.is Bridsfélag Hafnarfjarðar Hinn 14. janúar voru spilaðir síð- ustu tveir leikirnir í aðalsveitakeppni félagsins. Sveit Unnars Atla Guð- mundssonar bar sigur úr býtum eftir harða keppni við sveit Huldu Hjálm- arsdóttur. Í sveit Unnars spiluðu auk Unnars Helgi Guðjón Sam- úelsson, Björn Friðriksson og Elías Ingimarsson. Spiluð eru 16 spil á milli sveita. Lokastaðan: Sveit Unnars Atla Guðmundssonar 179 Sveit Huldu Hjálmarsdóttur 174 Sveit Sigurjóns Harðarsonar 159 Sveit Friðþjófs Einarssonar 145 Mánudaginn 21. janúar hefst fjög- urra kvölda barómeter tvímennings- mót hjá Bridsfélagi Hafnarfjarðar. Spilamennska hefst kl. 19.30 og spil- að er í Álfafelli í íþróttahúsinu við Strandgötu. Allir spilarar velkomnir. Evrópumót para í Belgíu Evrópumótið í parasveitakeppni og paratvímenningi verður haldið í Oostende í Belgíu 16.–22. mars nk. Skráning og allar upplýsingar um mótið á skrifstofu BSÍ. Skrán- ingarfrestur er til 31. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.