Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 ✝ Guðrún Hlíf Guð-jónsdóttir fædd- ist í Ási í Ásahreppi í Rangárvallasýslu 9. desember 1914. Hún andaðist á Landspít- ala 9. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Jónsson, bóndi í Ási, f. 9. júlí 1878, d. 2. júní 1965, og kona hans Ingi- ríður Eiríksdóttir, f. 14. desember 1884, d. 18. desember 1972. Systkini Guð- rúnar voru: Hermann, f. 13. des- ember 1911, Eiríkur, f. 2. febrúar 1913, d. 31. ágúst 1988, Ingveld- ur, f. 5. apríl 1918, og Jón Hauk- ur, f. 12. júlí 1920, d. 14. október 2001. Guðrún ólst upp í föðurhúsum og vann þar að öllum hefðbundnum sveitastörfum þar til hún fluttist til Reykjavíkur. Hún starfaði á prjóna- stofunni Hlín uns hún fluttist aftur að Ási og bjó þar til dauðadags. Guðrún var fé- lagslynd kona og nutu Ungmenna- félag Ásahrepps, kirkjukórinn og kvenfélagið Framtíðin lengst starfskrafta hennar. Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Kær vinkona og afasystir barna minna hefur kvatt mánuði eftir 87 ára afmæli sitt. Öllu lífi fylgir dauði. Af tilvist Gunnu heyrði ég fyrst er ég var barn að aldri þegar hún og móðursystur mínar unnu saman á prjónastofunni Hlín í Reykjavík. Frá því fyrsta að ég kom í fjölskyld- una tók hún mér opnum örmum og seinna börnum mínum. Gunna gift- ist ekki né átti börn, en börn systk- ina hennar og þeirra börn voru hennar fjölskylda. Það var mikið áfall fyrir hana þegar bróðir hennar Eiríkur lést en hún stóð fyrir búi hans. Einnig þeg- ar jarðskjálftarnir riðu yfir árið 2000 og lögðu ættaróðalið Ás nán- ast í rúst. Þá þurfti hún að flytja í nýrra hús sem Eiríkur lét byggja og við kölluðum Nýja húsið. Það hafði verið athvarf okkar yngra fólksins í mörg ár og Nýja húsið reyndist notalegt hús. Ófáar stundirnar áttum við sam- an í eldhúsinu í Ási þar sem vel var gert við okkur í mat og drykk en mikil formfesta var í heimilishaldi þar á bæ; hádegismatur kl. 12, kaffi kl. 15, þar sem sú regla var höfð að brauð og álegg var ávallt á undan sætabrauði, og ekki má gleyma hin- um sívinsælu flatkökum og klein- um. Sannarlega var hún dugnaðar- forkur, hún Gunna. Gekk í öll úti- verk ef þurfti mannskap. Áttatíu ára henti hún heyböggum, 15–20 kílóa, af færibandinu og inn í hlöðu, eða raðaði böggum sem komu af færibandinu í hlöðuna sem var enn erfiðara starf. Borgarbörnin horfðu með aðdáun á frænku sína sem svo að kvöldi bauð jafnvel í steik og sveskjugraut með rjóma og ís á eft- ir. Fyrir framan bæinn í Ási var matjurtagarður sem Gunna hafði mikla ánægju af. Á haustin fórum við klyfjuð heim úr sveitinni með kartöflur og gulrætur í poka og rifsberjagel í krukkum. Til síðasta dags hélt hún fullri andlegri heilsu, fylgdist vel með öll- um ættingjum sínum, mundi afmæli flestra og því fylgdi símhringing með afmæliskveðjum. Trúlega var enginn eins viðbúinn kallinu og hún sjálf en fráfall henn- ar bar að með nokkuð skjótum hætti. Síðustu árin voru henni lík- legast erfið; nokkrar innlagnir á sjúkrahús síðasta ár og missir yngsta bróður, Jóns Hauks, sem lést í október 2001. Gunna var ekki ýkja mannblend- in en ávallt kát í góðra vina hópi og mikill gestgjafi. Heimilið í Ási var þekkt fyrir myndarskap og háttvísi. Þar var búið við góðan efnahag á mæli- kvarða þess tíma. Ás er landnáms- jörð og hefur sama fjölskyldan búið þar síðan árið 1909. Þau systkinin nutu þeirrar gæfu að alast upp á menningarheimili í sveit og hlutu flest skólagöngu í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Gunna var mikil dama, alltaf vel klædd og vel til höfð. Hún spurði okkur yngra fólkið hvaða litir færu best saman og hrósaði okkur ef við vorum fín. Þegar ég fékk að tala við Gunnu í þráðlausan síma, mikið veika á gjörgæsludeild Landspítalans sól- arhring áður en hún lést, var það henni líkt að spyrja hvað væri að frétta af okkur. Ég fékk lítið að frétta af hennar líðan nema frá hjúkrunarfræðingi, því sjálfsvor- kunn eða væl tamdi hún sér ekki. Nú verður enginn í Ási en þín verður sárt saknað og minningin um þig lifir áfram. Sá sem ræður blessi minninguna um Guðrúnu Hlíf, vinkonu mína. Þín Ólöf (Lóla). Okkur systkinabörnin langar í fá- einum orðum að minnast kærrar frænku okkar Guðrúnar H. Guð- jónsdóttur sem við ávallt kölluðum Gunnu. Gunna var fædd í Ási og ólst þar upp við hefðbundin sveitastörf á mannmörgu heimili. Fyrstu minn- ingar okkar um hana eru frá þeim tíma þegar hún starfaði og bjó í Reykjavík en þangað flutti hún frá Ási um tvítugt. Allan þann tíma sem hún dvaldi í Reykjavík vann hún á prjónastofunni Hlín við Skólavörðustíg. Hún bjó fyrstu árin á Þórsgötu en flutti síðar á Skóla- vörðustíg og átti heimili sitt í sama húsi og prjónastofan var. Þangað komum við oft í heimsóknir enda fengum við höfðinglegar og skemmtilegar móttökur sem við krakkarnir kunnum svo sannarlega að meta. Gunna tók okkur öllum opnum örmum og fengum við ávallt alla hennar athygli. Hún giftist aldrei og eignaðist ekki börn sjálf og þess vegna nutum við systkina- börnin enn frekar kærleika hennar og umhyggju. Vegna breyttra heimilisaðstæðna í Ási kom það í hennar hlut að flytj- ast aftur heim á æskuheimilið og annast aldraða foreldra sína og sjá um heimilishald ásamt Eiríki bróð- ur sínum. Gunna var einstaklega ósérhlífin og mikill dugnaðarforkur til allra starfa en jafnframt vandvirk og vann öll sín verk af mikilli alúð. Hún flíkaði ekki tilfinningum sínum og var hógvær gagnvart sjálfri sér en setti þarfir annarra frekar í önd- vegi en sínar eigin. Hún var fé- lagslynd og tók virkan þátt í störf- um Ungmennafélags Ásahrepps, kvenfélagsins Framtíðarinnar og eins starfaði hún í kirkjukórnum. Eftir lát ömmu og afa bjó hún áfram með Eiríki bróður sínum og verður upp frá þeim tíma fastur punktur í tilveru okkar í Ási enda dvöldum við þar langdvölum öll sumur sem börn og unglingar. Minningar okkar um Gunnu eru ekki síst tengdar störfum hennar í eldhúsinu enda gerði hún heimsins bestu flatkökur, kleinur og pönnu- kökur. Það var ósjaldan sem hún stakk að okkur kleinupoka eða flat- kökum þegar farið var til Reykja- víkur. Í framhaldi af því er gaman að minnast þeirrar reglu hennar að ávallt skyldum við fyrst fá okkur smurt brauð og hollustu áður en sætabrauðið tæki við. Þetta sýnir vel umhyggju hennar í okkar garð því við skildum ekki alltaf „holl- ustu-regluna“ hennar sem börn en þegar við síðar eignuðumst okkar eigin þá skildum við betur hvað bjó að baki. Gunna var ótrúlega minnug á afmælisdaga ættingja og vina sinna og það brást ekki að alltaf fengum við hringingu frá henni á slíkum dögum. Hún var mikil smekkmanneskja sem endurspegl- aðist í natni hennar við heimilið og eins fylgdist hún vel með fatatísku hvers tíma og gerði sér far um að vera ávallt vel til höfð. Þessi áhugi hennar á fötum og fatatísku fylgdi henni til hinstu stundar. Árið 1988 féll Eiríkur bróðir hennar frá og varð hún þá ein til heimilis í Ási. Haukur bróðir henn- ar dvaldi mikið þar eftir lát Eiríks og stundaði ýmis útistörf. Hann var ólatur við að keyra Gunnu og hjálpa henni við ýmsar útréttingar. Þetta var ein af forsendum þess að Gunna gat dvalist áfram í Ási en lífið í sveitinni var henni allt. Hún tengd- ist sveitinni og æskuheimili sínu sérstaklega sterkum böndum og það reyndist henni því ákaflega erf- ið lífsreynsla þegar jarðskjálftarnir í júní árið 2000 neyddu hana til að flytja úr því húsi sem hún fæddist og ólst upp í og tók það mikið á hana. Hún tók þessu samt af miklu æðruleysi og það var þó huggun harmi gegn að geta flutt í „nýja“ húsið á staðnum og geta dvalið þar áfram á æskuslóðum sínum. Það er táknrænt að Gunna og Haukur veiktust bæði í ágúst sl. og áttu ekki afturkvæmt að Ási eftir það. Jafnframt var það ósk þeirra beggja að fá sína hinstu hvíld í kirkjugarðinum í Ási og hvíla þar við hlið foreldra sinna og bróður. Að leiðarlokum þökkum við Gunnu af heilum hug fyrir kærleika hennar og hjálp í okkar garð. Blessuð sé minning hennar. Guðjón, Guðríður, Gústaf, Jónas og fjölskyldur. Alin upp við afl og fjör, er það fagur leikur: Hermann, Guðrún, Eiríkur Ingveldur, Jón Haukur. Guðrún Hlíf Guðjónsdóttir hefur lokið sínu dagverki, kvatt okkur og lagt í ferð sína til Austursins eilífa. Gunnu sá ég fyrst seint í ágústmán- uði 1972 er ég kom fyrst í Ás. Eftir því sem árin liðu og ég kynntist henni betur kom skýrt fram hvers konar kostamanneskja hún var. Hún var ætíð blíð á manninn, af- burða kurteis og með eindæmum hjálpleg og nákvæm. Aldrei féll frá henni styggðaryrði um nokkra manneskju, henni var svo eðlilegt að sjá það jákvæða í fari hvers og eins. Ekki oft, en þó nokkrum sinn- um, sinnti ég smáerindum fyrir Gunnu og voru það ætíð ljúf spor að ganga því í hvert eitt sinn var eins og ég hefði unnið stórvirki. Hún var óspör á að hrósa fólki í kringum sig og fá það til þess að finna til sín, finna að tilvist þess skipti máli. Sjálfsagt deildi ég með fleirum mörgum ánægjustundum í eldhús- inu í Ási, þar sem hún bar fram, á svipstundu, mikil veisluföng, annað kom ekki til greina. Ef leiðir okkar lágu saman úti, þar sem ég var að snudda, í Ási var ekki við annað komandi en að líta inn og fá eitt- hvað í gogginn. Alltaf þótti mér athygli vert hversu vel Gunna var inni í öllum landsmálum. Hún fylgdist mjög vel með fréttum og ekki leyndi sér að hún hafði mjög mótaðar skoðanir á ýmsum málum, þótt hún bæri þær ekki á borð. Hún hélt þeim út af fyrir sig. Kristin trú var henni mik- ils virði og tryggur förunautur henni í lífinu. Ekki var hægt að finna fyrir því að Gunna gerði stór- ar eða miklar kröfur til lífsins, þol- inmæði og nægjusemi voru hennar dyggðir. Oft kom upp í spjalli okk- ar, yfir kaffibolla, söngur og leyndi sér ekki að af söng og tónlist hafði hún mikið yndi enda söngmann- eskja sjálf til margra ára. Nú síðustu árin var heilsu hennar farið að hraka og fannst mér eft- irtektarvert hversu vel hún sætti sig við það ástand sem ríkir í heil- brigðiskerfinu. Hún átti í fórum sín- um allan þann skilning sem þörf var á vegna þessa. Gunna var stór hluti af mannlífinu sem myndaðist vegna nálægðar Ásbæjanna og gerði okk- ur öll ríkari sem kynntumst henni. Henni þakka ég samfylgdina og óska henni góðrar ferðar. Vanda- mönnum sendum við Arnheiður okkar innilegustu samúðarkveðjur. Jakob. S. Þórarinsson, Selfossi. GUÐRÚN HLÍF GUÐJÓNSDÓTTIR Það var mikill blessaður dagur þegar ég hitti Erling Vilhjálmsson á gangi fyrir framan Samkomuhús- ið á Akureyri í nóvember 1982. Ella á Rauðá, eins og hann var jafnan kallaður, hafði ég þekkt í gegnum árin. Foreldrar mínir höfðu sett bú sitt saman á Rauðá kringum 1920 og var góður kunningsskapur með þeim og Rauðárfólki alla tíð. Þarna við Samkomuhúsið spjölluðum við og það kom á daginn að Elli var að hjálpa kunningjafólki sínu við end- urbætur á íbúð hér í innbænum. Ég vissi að Elli var þjóðhagi, völundur í höndunum og eftirsóttur til margs- konar smíðavinnu langt út fyrir sína sveit. Ég færði það í tal við ERLINGUR VILHJÁLMSSON ✝ Erlingur Vil-hjálmsson fædd- ist á Rauðá í Ljósa- vatnshreppi í S-Þing- eyjarsýslu 10. júlí 1941 og bjó þar alla tíð. Hann lést á heim- ili sínu 8. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Friðrik Vilhjálmur Grímsson smiður frá Rauðá og Hólmfríður Hall- dórsdóttir frá Stöng í Mývatnssveit. Systkini Erlings eru Grímur Vilhjálms- son, Þórhildur Vilhjálmsdóttir, Hreinn Vilhjálmsson og fóstur- bróðir hans er Kormákur Jóns- son. Útför Erlings fer fram frá Ljósavatnskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. hann hvort hann væri ekki fáanlegur að koma í leiktjaldasmíði hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Hann taldi það ekki fráleitt, en skýrði mér frá því að hann væri ekki að öllu leyti kóngsins lausamaður þar sem hann byggi félagsbúi með bróður sínum Grími. En það liðu ekki margir dagar þar til Elli var kominn og byrjaður að vinna á smíðaverkstæði LA. Og það hefur hann gert allflesta vetur frá þeim tíma. Stundum vann hann fyrir okkur meira og minna allan veturinn, stundum í einu verkefni og fyrir kom að hann var kallaður í nokkra daga til að gera frumsýningu mögu- lega. Fyrsta stóra verkefnið sem Elli bar ábyrgð á sem yfirsmiður, var leikmyndin í My Fair Lady. Þá kom vel í ljós hverslags afbragðs- maður Elli var. Smiður af Guðs náð, útsjónarsamur og nýtinn með af- brigðum. Flóknustu vandamál leysti hann af hendi á undraverðan hátt og fyrir kom, ef leikmynda- hönnuðir áttu í tæknilegum vanda, að leitað var til Ella. Og oftar en ekki fann hann viðunandi lausn. Flókna útfærslu átti hann auðvelt með að einfalda og leysa á ódýrari hátt en í upphafi var gert ráð fyrir, án þess það kæmi niður á gæðum eða notagildi. Hann hamaðist aldrei við smíðarnar en var alltaf að og vannst vel, bað ógjarnan um aðstoð enda vanastur því að bjarga sér sjálfur. Á upphafsárum Ella hjá LA var vélakostur til smíða ekki upp á marga fiska og undruðust margir hvernig hann gat bjargað sér, til dæmis að renna „pílára“ í handrið í hjólsöginni. Öllum geðjaðist vel að Ella. Hann var þægilegur í umgengni, afskipalaus um annarra hagi, grandvar í orðum og prúðmenni hið mesta. Hann hafði gaman af því að rökræða um landsins gagn og nauð- synjar og lét aldrei hlut sinn fyrir neinum. Nú er þúsundþjalasmiður- inn fallinn. Hann var að vinna fyrir okkur nokkra daga nú eftir áramót- in. Það síðasta sem hann gerði var að smíða „himnastiga“ í leiksýn- inguna Slava, sem frumsýnd verður 25. þessa mánaðar. Hann lauk því verki á sunnudagskvöld 6. janúar og ók þá heim að Rauðá. Þegar hann kvaddi, hvarflaði ekki að nokkrum manni að þar væri síðasta kveðjan. Aðfaranótt þriðjudagsins áttunda var hann burtkallaður úr þessum heimi á hljóðlátan hátt. Leikfélag Akureyrar þakkar Ella öll hans störf í gegnum árin. Við sjáum á eftir góðum dreng og miklum hag- leiksmanni. Við sendum systkinum Ella, ættingjum og vinum innileg- ustu samúðarkveðjur. Hafðu þökk fyrir allt, kæri vinur. Fyrir hönd LA, Þráinn Karlsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.