Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna Reykjavíkurakademíunnar Viljum vekja umræður Reykjavíkurakadem-ían efnir til rann-sóknarstefnu í húsnæði sínu á Hring- braut 121 í dag klukkan 15–18. Í fréttatilkynningu kemur fram að meginum- ræðuefnið sé framlagðar tillögur um endurskipu- lagningu á rannsóknar- málum hér á landi. Stein- unn Kristjánsdóttir er formaður Reykjavík- urakademíunnar frá apríl í fyrra og svaraði hún nokkrum spurningum Morgunblaðsins.“ – Hvað er Reykjavík- urakademían? „Reykjavíkurakadem- ían var stofnuð sem félag sjálfstætt starfandi fræði- manna árið 1997. Eitt helsta markmiðið með stofnun- inni var að útvega háskólamennt- uðum sameiginlega starfsað- stöðu, en sífellt fleiri fræðimenn kjósa frekar að vinna sjálfstætt að rannsóknum og fræðastörfum í stað þess að starfa innan bund- inna ramma háskólanna. Síðla árs 1998 opnaði félagið fræðasetur, með fræðimannaskrifstofum, fundaaðstöðu og ráðstefnusal, á fjórðu hæð í JL-húsinu við Hring- braut 121 í Reykjavík. Skömmu eftir að fræðasetrið var opnað fluttust þar inn tíu sjálfstætt starfandi fræðimenn og hefur þeim fjölgað ört síðan. Í dag vinna þar innanhúss að jafnaði 65 einstaklingar eða stofnanir að fræðastörfum aðallega á sviði hug- og félagsvísinda, auk félaga- samtaka á sviði fræða og vís- inda.“ – Hver eru helstu verkefni hennar og áherslur? „Tilgangurinn með stofnun Reykjavíkurakademíunnar var að hvetja og örva háskólamenntaða fræðimenn til starfa og rann- sókna á sameiginlegum starfs- vettvangi. Í Akademíunni deila fræðimenn uppgötvunum sínum hver með öðrum og efna til sam- starfs um nýjar hugmyndir og verkefni, auk þess sem þeir sam- nýta þar aðstöðu af ýmsu tagi. Markmiðið er jafnframt að Aka- demían verði lifandi umræðuvett- vangur um fræðileg efni og sam- tímamál. Hún hefur staðið fyrir ýmsum ráðstefnum með innlend- um og erlendum fyrirlesurum, málstofum, auk reglulegra dög- urðarfunda og hádegisfyrirlestra þar sem tekin eru fyrir ýmis mál- efni sem eru í brennidepli hverju sinni. Akademían stendur fyrir útgáfu tveggja ritraða. Önnur ber heitið Atvik, en hin Íslensk menn- ing. Í Atvikum eru kynntar hug- myndir og rannsóknir með þýð- ingum og frumsömdum textum í smáritum, en ritröðin hefur verið nýtt til kennslu við hérlendar há- skólastofnanir. Íslensk menning er gefin út í samstarfi við Hið ís- lenska bókmenntafélag. Síðasta bók ritraðarinnar, Íslenska þjóð- ríkið – uppruni og endimörk eftir Guð- mund Hálfdánarson, vakti mikla athygli. Akademían er jafn- framt aðili að vefritinu Kistunni, vettvangi menningar, fræða og lista á Netinu, í sam- vinnu við Hugvísindastofnun Ís- lands. Loks hefur Akademían staðið að mörgum þverfaglegum námskeiðum í samvinnu við End- urmenntunarstofnun HÍ.“ – Hvert er efni Rannsóknar- stefnunar? „Fyrirsjáanlegar eru miklar breytingar á umhverfi rann- sókna- og vísindastarfs á Íslandi. Menntamálaráðherra hefur þeg- ar kynnt tillögur sínar að fyrir- huguðum breytingum en þær fela í sér gagngera endurskoðun á skipulagi þessa málaflokks. Í til- lögunum er gert ráð fyrir því að færa stefnumótun í rannsóknum til nýs Rannsóknarráðs Íslands undir formennsku forsætisráð- herra, sem í sitji ráðherrar, vís- indamenn og fulltrúar atvinnulífs. Er að því stefnt að stefna í vís- indum, rannsóknum og þróun setji svip á almenna stefnu rík- isstjórnarinnar í efnahags- og at- vinnumálum. Tillögur mennta- málaráðherra miðast einnig að því að skilja skýrt á milli tækni- og atvinnuþróunar og vísinda- rannsókna. Hinar fyrirsjáanlegu breytingar í umhverfi vísinda- rannsókna á Íslandi kalla fram ýmsar spurningar sem ætlunin er að reifa á ráðstefnunni, s.s. hverj- ir eru kostir og gallar þess að stjórnmálamenn móti stefnuna í rannsóknum? Hvaða áhrif hefur mótuð rannsóknarstefna á verk- efnaval og vinnubrögð fræðilegra rannsókna á hverjum tíma? Hver er þýðing aðskilnaðar á milli at- vinnuþróunar og rannsókna? Hver er þýðing aðskilnaðar á milli rannsókna opinberra stofn- anna og rannsókna einstaklinga og fyrirtækja þeirra? Hvaða áhrif mun breytt umhverfi vísinda- rannsókna hafa á rannsóknir á Ís- landi? Forsendur fyrir virku fræðslusamfélagi og hvað íslenskt rann- sóknarumhverfi hefur að bjóða vísindamönn- um sem hafa lokið framhaldsnámi?“ – Hvernig verður síðan unnið úr því sem fram kemur á rann- sóknarstefnunni? „Við vonum að við getum með rannsóknarstefnunni vakið upp umræður um málefni sjálfstætt starfandi fræðimanna og um leið haft áhrif á fyrirhugaðar skipu- lagsbreytingar á rannsókna- og vísindastarfi á Íslandi.“ Steinunn Kristjánsdóttir  Steinunn Kristjánsdóttir er fædd á Patreksfirði 13. október 1965. Fil. kand. og fil. mag. í fornleifafræði frá Gautaborg- arháskóla 1993 og 1994. Forstöðumaður Minjasafns Aust- urlands 1995–97 og hóf síðan doktorsnám í fornleifafræði við Gautaborgarháskóla. Stjórnaði verkefninu Mörk heiðni og kristni 1997–2001 og er frkvstjóri Skriðuklaustursrann- sókna frá síðustu áramótum. Er í stjórn Fornleifafræðingafélags Íslands og situr í fornleifanefnd ríkisins. Börn hennar eru Sig- urhjörtur og Helga Valgerður. …hver er þýðing aðskilnaðar? Það gat ekki verið að hríðskotaleiðarar Jónasar væru látnir detta út. STJÓRN Sambands íslenskra sam- vinnufélaga mun taka til athugunar tillögu aðalfundar Kaupfélags Þing- eyinga um að kannaðir verði mögu- leikar á að koma upp Samvinnusafni á Húsavík í samstarfi við Samband íslenskra samvinnufélaga. Söfn á fleiri stöðum á landinu Jóhannes Geir Sigurgeirsson, for- maður stjórnar Sambands íslenskra samvinnufélaga, sagði í samtali við Morgunblaðið að Sambandið hefði ekki mikið bolmagn og hann vissi því ekki hvað yrði. Hins vegar væri skjalasafn SÍS komið til Húsavíkur. Það væri gífurlegt að umfangi og það verkefni væri framundan að fara í gegnum það og flokka. Héraðs- skjalasafn Þingeyinga ætlaði að taka að sér varðveislu á því, en það verk- efni yrði bæði tímafrekt og dýrt. „Við munum hins vegar taka fyrir þetta erindi frá aðalfundinum og skoða hvað er hægt að gera frekar þarna,“ sagði Jóhannes Geir. Hann sagði að á fleiri stöðum á landinu væru söfn af þessu tagi. Á Hvolsvelli væri komið kaupfélaga- safn og á Akureyri hefði Jón Arn- þórsson safnað miklu inn í iðnaðar- safn, sem tengdist rekstri Sambands íslenskra samvinnufélaga á Akur- eyri á sínum tíma og reyndar rekstri Kaupfélags Eyfirðinga líka. Stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga Erindi KÞ verði skoðað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.