Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... VÍKVERJA fannst hálfömurlegtað sjá myndina af útitaflinu við Lækjargötu í Morgunblaðinu í gær. Vatn stóð á taflinu vegna stíflaðs nið- urfalls og það var nú eiginlega of- rausn að segja að það líktist tjörn; drullupollur í hjarta borgarinnar fer nær því að lýsa raunverulegu ástandi. Víkverja er spurn: Á Reykjavíkur- borg ekki að sjá um að þessu mann- virki sé sýndur tilhlýðilegur sómi? Á sínum tíma urðu harðar deilur um gerð útitaflsins, bæði kostnaðinn við það – en það þótti mjög dýrt – og um þann verknað að leggja grasblettinn framan við Bernhöftstorfuna undir það. Fylgjendur taflsins (þ.á m. for- verar flokkanna, sem mynda núver- andi borgarstjórnarmeirihluta) sögðu að taflið yrði prýði miðborg- arinnar, enda væri til þess vandað. Þarna mætti halda útiskákmót á góð- viðrisdögum og svo gæti almenning- ur teflt, bæði á stóra taflborðinu og á litlu borðunum í kring. x x x NÚ ER svo komið að útitafliðbreytist öðru hvoru í drullupoll, þar sem ýmislegt misaðlaðandi drasl flýtur, litlu taflborðin eru útkrotuð og búið að brjóta plötuna af einu þeirra og „taflmennirnir eru sjaldan hafðir uppi við núorðið heldur geymdir í geymslu á vegum Kjarvalsstaða“, að því er segir í frétt blaðsins í gær. Ein ástæðan fyrir því að taflmennirnir hafa lítið verið notaðir mun reyndar vera sú að þeir þykja bæði þungir og of fínir til að leyfa almenningi að tefla með þá. Rætt hefur verið um að fá aðra léttari og ódýrari til hversdags- brúks, en ekkert hefur orðið úr því. Þetta finnst Víkverja í meira lagi hörmulegt ástand og langt frá þeim göfugu áformum, sem lagt var upp með og áttu að sæma mikilli skák- þjóð. Kannski er bara bezt að færa blettinn við Bernhöftstorfuna í fyrra horf og moka og tyrfa yfir taflið, ef borgin getur ekki séð sóma sinn í að halda því við. Forseti Skáksam- bandsins situr í borgarstjórn – varla finnst honum að þetta eigi að við- gangast? x x x ÞAÐ ER reyndar víðar, sem fariðer að falla á framkvæmdir sem áttu að fegra miðbæinn. Ingólfstorg er t.d. farið að láta á sjá eftir nokk- urra ára tilveru, enda finnst Víkverja því ekki hafa verið sinnt sem skyldi að halda við t.d. bekkjum og hand- riðum, sem upphaflega voru skínandi fín og stíflökkuð en eru nú bara grá og flögnuð. Það þarf einfaldlega að nostra við hlutina og tryggja þeim gott viðhald til að viðhalda fallegu yf- irbragði – ekki sízt í miðborginni, þar sem kófdrukknir nátthrafnar skeyta stundum skapi sínu á eigum almenn- ings. x x x VISSULEGA gerist þó margtgott í miðbænum. Svo Víkverji endi nú á jákvæðu nótunum vill hann t.d. benda fólki á að fá sér göngutúr um Grjótaþorpið og skoða hvílík um- skipti hafa orðið þar á nokkrum ár- um. Fyrir u.þ.b. 20 árum var þorpið hálfgert „slömm“ og húsin máttu flest muna fífil sinn fegri. Nú hafa ný- ir eigendur gert þau nánast öll upp og borgin hefur lagt sitt á móti með því að helluleggja götur og stíga. Skemmst er frá því að segja að Vík- verja finnst Grjótaþorpið nú orðið augnayndi og borgarprýði. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 framan á hálsi, 8 logar, 9 brúkar, 10 eyktamark, 11 verða óljósari, 13 mátturinn, 15 gljálausa, 18 rok, 21 útlim, 22 dökkt, 23 gufa, 24 ferða- dóts. LÓÐRÉTT: 2 andstaða, 3 ílát, 4 þekkja, 5 smá, 6 loðskinn, 7 andvari, 12 veiðarfæri, 14 lengdareining, 15 tala, 16 fugl, 17 hindra, 18 karlfugl, 19 snákur, 20 mannvíg. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 eyrir, 4 eldur, 7 gæfur, 8 mátum, 9 und, 11 ansa, 13 maur, 14 ginna, 15 megn, 17 nagg, 20 gat, 22 terta, 23 játar, 24 reisa, 25 norpi. Lóðrétt: 1 eygja, 2 rófan, 3 rýru, 4 eymd, 5 dotta, 6 rím- ur, 10 nenna, 12 agn, 13 man, 15 mítur, 16 gerpi, 18 aft- ur, 19 gerði, 20 gata, 21 tjón. K r o s s g á t a Jóga fyrir eldri borgara SIGRÚN spurði í Velvak- anda 15. janúar sl. hvar væri að finna jóga fyrir eldri borgara hér í Reykjavíkur- borg. Nú er nýhafið nám- skeið fyrir eldri borgara hjá Guðjóni Bergmann í Ár- múla 38. Námskeiðið er ekki fullt þannig að Sigrún er vel- komin sem og aðrir áhuga- samir. Nánari upplýsingar fást í síma 690-1818 eða á www.gbergmann.is. Rauðará fær fimm stjörnur ÞAÐ er góð tilfinning að koma heim að kvöldi eftir vel heppnað kvöld, hafa borðað góðan mat, notið frá- bærrar þjónustu og finna að allt er gert til að kvöldið verði sem fullkomnast. Þetta fengum við þrenn hjón að reyna þegar við fór- um út að borða á Rauðará, notalegu veitingahúsi við Rauðarárstíg. Samverkandi þættir höfðu áhrif á að kvöldið varð gríðarlega vel heppnað og er það ekki síst því að þakka hve fullkomin þjónustan var. Staðurinn er hlýlegur og um leið og við komum þangað vorum við umvafin yndislegu starfs- fólki sem vildi allt fyrir okk- ur gera. Ég nefndi það við kokkinn, eftir að hafa borð- að nánast yfir mig af ljúf- fengum mat, að ég myndi hringja í Velvakanda því allt of oft er kvartað yfir þjón- ustu. Sjaldnar heyrast já- kvæðu raddirnar. En ég mæli fyrir munn okkar sem vorum saman þetta kvöld að þessi staður bregst ekki þegar maður vill gera sér dagamun með vinum. Við gefum því Rauðará fimm stjörnur. Innilegar þakkir fyrir okkur. Tapað/fundið Bíllyklar töpuðust BÍLLYKLAR töpuðust í miðbæ Reykjavíkur föstu- daginn 4. janúar sl. Lykl- arnir hanga á svartri fjar- stýringu og á kippunni eru samtals þrír lyklar. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Jóhann í síma 864-4484. Fundarlaun. Gullarmband tap- aðist á Akureyri GULLARMBAND með þrem hengjum tapaðist á Akureyri í október sl. Gæti hafa tapast á Pollinum eða þar í nágrenninu. Armband- ið hefur mikið tilfinninga- legt gildi fyrir eigandann. Skilvís finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 690-8792. Kvenhringur í óskilum KVENHRINGUR fannst í miðbæ Reykjavíkur í des- ember. Upplýsingar gefur Erna í síma 557-1854 eftir kl. 18. Gullarmband tapaðist FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 11. janúar sl. tapaðist gull- armband í miðbæ Reykja- víkur. Ef einhver hefur fundið það er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að hafa samband í síma 862- 6408. Dýrahald Villimey er týnd VILLIMEY er hvít og grá læða, með bleika ól, tvær bjöllur og merkimiða í hólk á ólinni. Hún er eyrnamerkt og var að flytja í Hlíðarnar en þaðan hvarf hún. Hún er því ókunnug staðháttum og gæti leynst hvar sem er. Hennar er sárt saknað og allir sem geta veitt upplýs- ingar eru beðnir um að hafa samband í síma: 698-5442, 562-9996, 567-2878 eða 587- 2868. Fundarlaun í boði. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÉG sá í sjónvarpinu viðtal við hæstvirtan fjár- málaráðherra varðandi verðbólgudrauginn, sem núna er að rumska. Ég heyrði ekki betur en að hann kenndi hækkunum á matvöru og þess háttar um vaxandi verðbólgu, og þar þyrfti að taka til hendinni. „Ríkið ætti þar enga sök á.“ Inn um bréfalúguna hjá mér kom núna í byrjun þessa árs gluggapóstur með rukkun um bifreiða- gjald fyrir tímabilið 1. jan – 30. júní 2002 að upphæð 10.952 kr. Í ljósi orða fjár- málaráðherra fletti ég upp bifreiðagjaldinu fyrir 1. júlí – 31. des 2001. Sá seðill hljóðaði uppá 9.960kr. Þarna er um að ræða um 10% hækkun frá síðustu rukkun. Þegar ég spurði fjármálaráðuneytið um hverju þetta sætti, var svarið að þetta hefði verið ákveðið í svokölluðum bandormi og þar með væri þetta allt klappað og klárt. Ég spyr hvort ekki sé tímabært að hæstvirt rík- isstjórn fari nú að taka til í eigin ranni bæði hvað álögur og þjónustugjöld varðar, svo og það sem þeim ber að standa skil á til þegnanna lögum sam- kvæmt. Helgi K. Hjálmsson kt. 240829-2749 Er „ríkið“ eins saklaust af verðbólgunni og það vill láta í veðri vaka? Skipin Reykjavíkurhöfn: Mána- foss, Olga og Björn RE koma í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 leik- fimi og vinnustofa, kl. 12.45 dans, kl. 13 bók- band, kl. 14 bingó. Jóga- námskeið hefst þriðju- daginn 22. janúar og verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17. Um er að ræða átta tíma, lág- marksfjöldi er 10 manns. Skráning afgreiðslu í s. 562-2571. Þorrablót verður haldið föstudag- inn 1. febrúar, húsið opn- að kl. 18 með fordrykk, þorrahlaðborð, borðhald hefst kl. 18.30 gestur kvöldsins Ingibjörg Sól- rún borgarstjóri. Flosi Ólafsson flytur gam- anmál. Karlakvartett syngur, Hjördís Geirs leikur fyrir dansi, að- gangsmiði gildir sem happdrætti. Skráning í Aflagranda, s. 562-2571, fyrir miðvikudaginn 30. janúar. Allir velkomnir. Árskógar 4. Kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Allar upplýsingar í síma 535- 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–12 bókband, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 17 fótaaðgerð, kl. 13 glerlist, kl. 13.30 fé- lagsvist. Þorrablót verð- ur föstudaginn 1. febr- úar. Þorrahlaðborð hefst kl. 17, salurinn opnaður kl. 16.30. Ómar Ragn- arsson skemmtir við undirleik Hauks Heiðars Ingólfssonar, Ágústa Sigrún Ágústsdóttir syngur við undirleik Sváfnis Sigurðssonar, Ragnar Leví og félagar leika fyrir dansi. Skrán- ing í s. 568-5052 fyrir föstudaginn 1. febrúar. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og fönd- ur. Kóræfingar hjá Vorboð- um, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömr- um fimmtudaga kl. 17– 19. Jóga á föstudögum kl. 11. Púttkennsla í íþrótta- húsinu kl. 11 á sunnu- dögum. Uppl. hjá Svan- hildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fót- anudd, s. 566-8060 kl. 8– 16. Félag eldri borgara á Suðurnesjum, boðið verður upp á sparidaga á Hótel Örk dagana 14.– 19. april. Áhugasamir hafi samband við ferða- nefnd sem fyrst. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9 opin handa- vinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Bingó spilað í Gullsmára 13, í dag kl. 14. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 10. 30 guðþjónusta, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13. „Opið hús“, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Föst. kl. 9 snyrtinámskeið kl. 11 dans. Nokkur pláss laus í Postulínsmálun og Trésmíði. Skráning á þorrablótið sem fyrst. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Myndlist kl. 13, bridge kl. 13.30. Sæludagar á Örkinni 3.–8. mars, þorrablót félagsins verður í Hraunseli laug- ardaginn 26. jan. kl. 19, skráning í Hraunseli í síma 555 0142. Sækið miðana mánudaginn 21. jan. kl. 13–16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádeginu. Sunnudagur: Félagsvist kl. 13.30. Verðlaunaaf- hending frá keppninni fyrir jól. Dansleikur kl. 20. Caprí-tríó leikur fyr- ir dansi. Brids fyrir byrjendur hefst í febr- úar. Stjórn Ólafur Lár- usson. Silfurlínan er op- in á mánu- og miðvikudögum kl. 10– 12. Skrifstofan er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Uppl. á skrifstofu FEB. kl. 10–16, s. 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14. brids. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Félagsstarfið, Furu- gerði. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður, kl. 14 messa, prestur sr. Ólafur Jó- hannsson, Furugerð- iskórinn syngur undir stjórn Ingunnar Guð- mundsdóttur. Kaffiveit- ingar eftir messu. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, leikfimi og postu- lín, kl. 12.30 postulín. Fótsnyrting og hár- snyrting. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 boccia, súpa og salatbar í há- deginu í veitingabúð, frá hádegi spilasalur opinn, myndlistarsýning Bryn- dísar Björnsdóttur stendur yfir. Allir vel- komnir. Fimmtudaginn 24. janúar kl. 13.15 verð- ur félagsvist í samstarfi við börn úr Seljaskóla, stjórnandi Eiríkur Sig- fússon, vegleg verðlaun. Allir velkomnir. Upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9. 15 rammavefn- aður, kl. 9.30 málm- og silfursmíði, kl. 13 bók- band. Uppl. í síma 554- 3400. Þorrablót verður í Gjábakka 26. janúar skráning í s. 554-3400. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 10 glerlist. Bingó kl. 14. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 9 handavinna, bútasaumur, kl. 11 spurt og spjallað. Klukkan 14 er spilað bingó. Þorra- blótið verður föstudag- inn 1. febrúar. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 10 boccia. Myndlistarkennsla hefst föstudaginn 1. febrúar leiðbeinandi Hafdís Benediktsdóttir. Uppl. og skráning hjá Birnu og ritara, s. 568-6960. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30 kaffi og dansað í aðalsal. Þorrablót verður fimm- tud. 7. febrúar. Húsið opnað kl. 17. Veislu- stjóri: Gunnar Þorláks- son. Ragnar Páll Ein- arsson verður við hljómborðið. For- drykkur, þorrahlaðborð. Magadansmeyjar koma í heimsókn kl. 19. Skemmtiatriði, KKK syngja, fjöldasöngur og fleira. Hljómsveit Hjör- dísar Geirs leikur fyrir dansi. Aðgangsmiði gild- ir sem happdrætti. Upp- lýsingar og skráning í síma 562-7077. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 leikfimi og fótaað- gerðir, kl. 12.30 leir- mótun, kl. 13.30 bingó. Háteigskirkja – aldr- aðir. Söngur með Jónu, kl. 13.30 vöfflur með kaffinu. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laugardögum. Borgfirðingafélagið í Reykjavík, félagsvist laugardaginn 19. janúar kl. 14 á Suðurlandsbraut 30 í sal Trésmiðafélags- ins, Íslandsbankahúsinu. Allir velkomnir. ITC-samtökin á Íslandi. Námstefna ITC- samtakana verður haldin á Grand Hóteli laugard 19. janúar kl. 11–16. Flutt verða erindi um: verkkvíða og frestunar- áráttu, óhefðbundnar lækningar, frammi- stöðumat og flug í flug- væng. Allir velkomnir. Í dag er föstudagur, 18. janúar, 18. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Faðir, gjör mig nú dýrlegan hjá þér með þeirri dýrð, sem ég hafði hjá þér, áður en heimur varð til. (Jóh. 17, 5.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.