Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 47 Funahöfða 1 www.notadirbilar.is Vantar bíla, fellihýsi, tjaldvagna og vélsleða á skrá. Amc Cherokee Laredo 4.0l árg. 99, ekinn 28, svartur, leður, ssk., sóll., álf. Verð 3.850.000. Áhv. 2.150.000. Gullmoli. M. Benz 190e sport árg. 92, ekinn 158 þ., v-rauður, ssk., álf. Verð 930.000 þ. Áhv. lán 300.000. Ath. skipti. Daewoo Musso tdi, nýsk. 8/2000, ekinn 38 þ., silfur, ssk., 33“dekk. Verð 2.950.000. Áhv. 2.350.000. Ath. skipti. VW Transporter westvalía húsbíll, árg. 85, ek- inn 118 þ., 5 g., v-rauður, mjög góðar innrétt- ingar, innfl. 99. Verð 1.290.000. ATH! HÖFUM KAUPANDA AÐ HÚSBÍLL Á VERÐINU 1.500 TIL 2.500. Lexus is 200 sport, nýsk. 6/2000, ekinn 29 þ., kóngablár, ssk., leður, sóll., spol. Tilboðsverð 2.690.000. Ath. skipti. ATH! Eigum líka 2001, ek- inn 12 þ. Verð 3.080.000 þ. MMC Pajero disel, nýsk. 6/1996, ekinn 118 þ., ssk., silfur/tvílitur, álf. Verð 1.950.000. ath. skipti. MMC Lancer stw glxi 4wd, nýsk. 9/99, ekinn 66 þ., 5 g., v-rauður, álfe. Verð 1.270.000, tilboð 940.000 þ. Nissan Terrano II LUXURY TDI NÝSK. 7/2000, EKINN 22 Þ. SVARTUR, SSK., 33“ O.FL. VERÐ 3.490.000. ATH. SKIPTI. Opel Zafira 1,8 comfortline, nýsk. 5/2001, ek- inn 5 þ., silfur, 5 g., 7 manna. Verð 2.090.000. Áhv. 1.390.000 þ. Ath. skipti. s e m e n d u r s p e g l a r þ i n n s m e k k ra ð e in in g a r Mán. - Fös. 10.00 - 18.00 • Laugard. 11.00 - 16.00 • Sunnud. 13.00 - 16.00 t m h u s g o g n . i s OPIÐ: Falleg stofa Úrval fallegra raðeininga úr kirsuberjavið á sérstöku tilboðsverði! Höfum opnað sýningarpláss fyrir stakar og útlitsgallaðar vörur á efri hæðinni. Allt vörur sem seljast með verulegum afslætti. Komið og gerið góð kaup! Tilboð 69.000kr. Verð áður: 95.200 kr. Tilboð 59.000kr. Verð áður: 77.400 kr. br. 250, h. 220 br. 190, h. 220 N O N N I O G M A N N I • N M 0 5 1 2 8 / si a. is HEILSUDAGAR Gauja litla í Vetr- argarði Smáralindar verða laugar- daginn 19. janúar kl. 10–18 og sunnu- daginn 20. janúar kl. 12–18. Gestir geta m.a. látið mæla blóð- þrýsting og fitu, fengið ráð um holl- ara mataræði og kynnt sér ýmsar heilsuvörur og þjónustu. Fyrirtæki sem kynna starfsemi sína eru m.a: Heilsugarður Gauja litla, World Class, Össur, Lýsi hf., Norðurmjólk, Osta- og smjörsalan og Vífilfell. Getspakir geta giskað á hve margir cheerios-pakkar eru í cheer- ios-bílnum og eru verðlaun í boði Nathan & Olsen. Á dagskrá á morgun er m.a. morg- unleikfimi, upphitun í umsjón Dísu í World Class kl. 10.30, danssýningar verða klukkan 14.30 og 15.30 í umsjón Yesmine, kl. 16.30 verður spinning í umsjón Sverris frá World Class. Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi mætir á svæði. Á sunnudag kl. 14 og 16 verður jógaspuni í umsjón Gauja litla og kl. 15 jóga og styrktaræfingar í umsjón Sirrýjar, segir í fréttatil- kynningu. Ráðstefna um offitu barna og unglinga Ráðstefna verður haldin í Smára- bíói, Smáralind, laugardaginn 19. jan- úar kl. 11–14. Á ráðstefnunni verður fjallað um heilsufar, hollustu og holdafar frá ýmsum sjónarhornum. Erindi flytja: Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, Geir Gunnarsson læknir, Guð- mundur Björnsson endurhæfingar- læknir, Þorkell Guðbrandsson læknir, Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur, Teodóra Reynis- dóttir skólahjúkrunarfræðingur og Guðjón Sigmundsson (Gaui litli). Fundarstjóri verður Anna Björg Aradóttir, verkefnastjóri gæða- og lýðheilsusviðs hjá Landlæknisemb- ætti Íslands, segir í fréttatilkynn- ingu. Heilsudagar í Vetrar- garði Smáralindar Í TILEFNI af alþjóðadegi krabbameinssjúkra barna 15. janúar gaf Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) kennslu- og leikstofu Barnaspítala Hringsins þrjár tölvur, eina fullkomna heimilis- tölvu og tvær leikjatölvur ásamt tölvuleikjum. Í fréttatilkynn- ingu frá SKB segir að brýn þörf hafi verið á að endurnýja kennslutölvu barna á deildinni „og víst er að þessar gjafir munu nýtast krabbameinssjúkum börnum sem og öðrum börnum sjúkrahússins vel“. 250.000 börn greinast ár- lega með krabbamein Alþjóðasamtök krabbameins- sjúkra barna, ICCCPO, skipu- leggja alþjóðadaginn, en félög frá 43 löndum eiga aðild að sam- tökunum. Í fréttatilkynningunni kemur fram að markmiðið með alþjóðadeginum sé að hvert að- ildarfélag fái tækifæri til að kynna málstað krabbameins- sjúkra barna í heimalandi sínu. Þá er lögð áhersla á að vekja at- hygli heimsbyggðarinnar á þeirri staðreynd að árlega greinast 250.000 börn með krabbamein um allan heim. Að- eins 20% þeirra hafa aðgang að fullnægjandi læknismeðferð og lyfjum. Ef öll krabbameinssjúk börn í heiminum fengju sam- svarandi meðferð og í boði er í vestrænum þjóðfélögum væri hægt að bjarga lífi rúmlega 100.000 barna á hverju ári. Gáfu Barnaspít- ala Hrings- ins tölvur Alþjóðadagur krabba- meinssjúkra barna ALÞJÓÐAHREYFINGIN Save the Children Alliance hefur hrundið af stað fjársöfnun til handa nauðstödd- um börnum, í samstarfi við Radisson SAS hótelin í Evrópu. Söfnunarbaukum Save the Children Alliance hefur verið komið fyrir í gestamóttöku Radisson SAS Hótel Sögu og Radisson SAS Hótel Íslands og er þar tekið á móti öllum tegundum gjaldmiðla, einnig göml- um frá þeim ríkjum sem eiga aðild að myntbandalagi Evrópu. Fjársöfnun- inni lýkur 15. febrúar, segir í frétta- tilkynningu. Fjársöfnun Barnaheilla og Radisson SAS ELÍSABET Gunnarsdóttir arkitekt heldur fyrirlestur í Alliance Franç- aise í JL-húsinu við Hringbraut 121, 3. hæð, í dag, föstudaginn 18. janúar, kl. 20.30. Efni fyrirlestrarins er: Evrópsk áhrif í íslenskri byggingarlist og mótun bæja. Leitast verður við að varpa ljósi á þau áhrif sem mótað hafa íslenska byggingarlist í þéttbýli frá upphafi og til okkar daga. Elísabet lærði arkitektúr í Skot- landi og Frakklandi á árunum 1979– 88 og hefur rekið eigin teiknistofu á Ísafirði frá 1988. Að fyrirlestri loknum fara fram umræður og fyrirspurnir. Fyrirlest- urinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Hann verður fluttur á frönsku og þýddur jafnóðum á íslensku, segir í frétta- tilkynningu. Evrópsk áhrif í íslenskri byggingarlist SVÆÐISFÉLAG Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs Akra- nesi og nærsveitum efnir til fé- lagsfundar á Café 15, Akranesi, sunnudaginn 20. janúar kl. 10. Aðalefni fundarins er framboð á Akranesi í sveitarstjórnarkosning- um að vori, inntaka nýrra félaga, kosning uppstillingarnefndar og starfið framundan, segir í frétt frá stjórn VG Akranesi og nærsveit- um. Fundur um fram- boð VG á Akranesi LEIKSKÓLINN Arnarborg, Mar- íubakka 1, er fyrsti leikskólinn í Breiðholti, segir í fréttatilkynningu. Hann hóf starfsemi 20. janúar 1972. Í tilefni 30 ára afmælisins verður opið hús í Arnarborg laugardaginn 19. janúar kl. 13–15. Börn, starfs- fólk og foreldrar bjóða alla vel- komna. Opið hús í Arnarborg FJÖGURRA metra löngum álstiga, sem stóð við veðurskilti á norð- anverðri Vatnaleið, var stolið að- faranótt miðvikudags og lýsir lög- reglan á Stykkishólmi eftir upp- lýsingum um hvar hann er niður- kominn. Stiginn er í eigu Vegagerðarinn- ar en menn frá stofnuninni höfðu unnið að uppsetningu á veðurskilt- inu sem mun sýna hitastig og vind- styrk á Vatnaleiðinni. Stiga stolið frá Vegagerðinni MOGGABÚÐIN mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.