Morgunblaðið - 18.01.2002, Side 30

Morgunblaðið - 18.01.2002, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. K OMIÐ verður á fót á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi sér- stakri móttöku fyrir sjúklinga með brjóstverk samkvæmt nýrri hug- myndafræði innan bráðamóttöku, kostnaður við blóðbankastarf- semi hefur margfaldast síðustu árin og mun halda áfram að vaxa og koma þarf á námskeiðum í slysavörnum við læknadeild. Þetta var meðal þess sem rætt var á fundum læknadaga í fyrra- dag. Davíð O. Arnar, læknir á bráðamóttöku á lyflækningasviði Landspítala við Hringbraut, fjallaði um móttöku og flokkun sjúklinga með brjóstverk. Hann segir brjóstverk vera eina al- gengustu ástæðu fyrir komu fólks á bráðamóttökur. Árlega koma um 5 þúsund manns á bráðamóttökur Landspítala vegna hjartavandamála og segir hann helming þeirra koma vegna brjóstverkja. Hann sagði dæmi- gerðan hjartaverk vera fyrir miðju brjósti með leiðni uppí háls, kjálka og vinstri handlegg. Komi slíkur verkur gjarnan við líkamlegt álag, geðshræringu eða eftir stóra máltíð. Einnig kæmu áhættuþættir til svo sem ætt- arsaga, hækkuðblóðfita, reyking- ar, sykursýki og háþrýstingur. Hann sagði brýnt að greina eða útiloka kransæðasjúkdóm sem fyrst eftir að sjúklingar leituðu læknis. Oft töf á viðbrögðum vegna brjóstverks Davíð sagði oft verða töf á við- brögðum við brjóstverk, einna lengsta vegna sjúklingsins sjálfs. Það gæti verið vegna vanþekk- ingar eða afneitunar hans en síð- an væri stundum töf við flutning á sjúkrahús þótt það væri sjaldn- ast í þéttbýli. Hann sagði reynt að hafa töfina á sjúkrahúsi sem stysta. Um leið og sjúklingur kæmi væri tekið hjartalínurit þannig að niðurstöður lægju fyr- ir innan 10 mínútna. Þá lægi yf- irleitt ljóst fyrir hvort verkur stafaði frá hjartanu eða væri af öðrum orsökum og hægt að hefja meðferð í samræmi við það. Nýleg hugmyndafræði er að baki sérstakri móttöku fyrir brjóstverkjasjúklinga. Er ráð- gert að slík móttaka verði komin í gagnið á Landspítala við Hring- braut um næstu mánaðamót. Sagði Davíð markvissa móttöku, flokkun og meðferð gefa betri ár- angur með því að tekin væru upp stöðluð vinnubrögð. Vitnaði hann til rannsókna í Bandaríkjunum þar sem fram kom að um 4% sjúklinga með brjóstverk væru send heim án frekari meðhöndl- unar kæmu þeir á almenna bráðamóttöku. Kæmu þeir hins vegar á brjóstverkjamóttöku minnkaði þetta hlutfall í 2%. Sagði hann rannsóknir einnig sýna að þessi aðferð drægi úr kostnaði og fækkaði innlögnum á legudeild. Dýrari rekstur vegna krafna um öryggi Sveinn Guðmundsson, yfir- læknir Blóðbankans, ræddi um öryggi blóðhluta og sagði hann kröfur síðustu ára um aukið ör- yggi hafa haft í för með sér margföldun á kostnaði við rekst- ur blóðbanka. Kæmi hann til af auknum kröfum um skimun blóðs fyrir ýmsum sjúkdómum sem væri réttlætanlegt en stundum yrði að meta hlutfall milli áhættu og ávinnings. Árlegan kostnað Blóðbankans sagði hann vera 300 til 400 milljónir króna. Á miðju síðasta ári var Blóðbankinn gerð- ur að sérstakri rekstrareiningu og segir Sveinn nú unnt að kostnaðargreina betur en áður alla starfsemina. Sveinn sagði að yrði t.d. tekin upp aukin hvítkornasíun vegna Creutzfeld-Jakobs sjúkdóms myndi kostnaður aukast á ári um 40 til 60 milljónir króna. Kvaðst hann hafa ritað heilbrigðisyfir- völdum til að spyrja hvort taka ætti upp slíka skimun en svar hefur ekki borist. Sagði Sveinn kostnað bankans aukast um 10– 15% við hverja viðbótar-skimun- araðferð. Námskeið í slysavörnum í skóla Á málþingi um lýðheilsu var m.a. rætt um heilsuvernd á vinnustað, geðheilsu, hjarta- vernd, krabbamein, slysavarnir og smitsjúkdóma. Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir á deild, ræddi um slysava spurði hvort slys væru lögmál og hvort áherslur varnir væru réttar. Han þekkingu og fræðslusta lykilatriði slysavarna og að koma til sífelld endur Brýnt væri að Háskóli tæki upp námskeið í slysa fyrir lækna, hjúkrunarf og sjúkraþjálfara. Það æ ig við um iðnskóla og ö og fleiri deildir hásk læknadeild. Brynjólfur vitnaði til t Bandaríkjunum um að sl þar helsta heilbrigðisvan og svo væri einnig h Sagði hann áætlað að sl uðu samfélagið um 30 mi ári. Sagði hann flesta se af völdum slysa og ofbe deyja áður en þeir kæ sjúkrahús. Hann sagði slysatíðni meðal barna ve Móttöku fyrir sjúklinga með brjóstverk komið upp á La Síaukinn kost við starf blóðb Fjölmörg erindi, verklegar vinnubú hádegisverðarfundir og samræðufun voru á læknadögum í fyrradag. Jóhannes Tómasson hlýddi á efni u kransæðasjúkdóma, lýðheilsu og sýki Læknadögum lýkur í dag. MEÐAL umfjöllunarefna á Læknadögum Fræðslustofnunar lækna og framhaldsmennt- unarráðs Háskóla Íslands voru vinnubúðir um augnskoðun og eyrnaskoðun. Þar tóku læknarnir Elínborg Guðmundsdóttir, sér- fræðingur í augnlækningum, og Ingibjörg Hinriksdóttir, sérfræð- ingur í háls-, nef- og eyrnalækn- ingum, á móti nokkrum starfs- bræðrum og kynntu þeim notkun tækja við skoðun eyrna og augna. Elínborg sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa sýnt læknum hvernig nota mætti smásjá til að skoða augu en slík tæki eru á mörgum heilsugæslustöðvum. Sagði hún brýnt að læknar kynnu með þau að fara og æfðust un þeirra. Þeir gætu notað dæmis til að kanna hvort s á hornhimnu, hvort og þá skotahlutur væri í auga, h sjúklingur væri með lithim bólgu eða önnur augnvand Sagði hún heilsugæslulæk betur ákvarðað með slíku hvort senda þyrfti sjúkling augnsérfræðings eða hvor gætu sjálfir leyst vandann var uppi á teningnum varð smásjárskoðun á eyra sem björg Hinriksdóttir kynnt bræðrum sínum. Námskei þetta hefur ekki áður veri skrá læknadaga og komus að en vildu. Morgunblaði Elínborg Guðmundsdóttir augnlæknir sýnir hér notkun á sm tæki til augnskoðana. Einnig var kynnt tæki til skoðunar á ey Kynntu skoðun á augum og eyr- um með smásjá AÐ MAKA KRÓKINN Verð á innfluttri matvöru hefur ímörgum tilvikum hækkað tals-vert meira en verðbólgustigið í landinu og gengislækkun krónunnar hefur gefið tilefni til síðastliðna tólf mánuði. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að áberandi er hve innflutt þurrvara hef- ur hækkað undanfarið ár. Sem dæmi má nefna að hrísgrjón hafa á einu ári hækkað um 38,5%, sykur um 27,6% og svona mætti lengi telja. Ávextir hafa einnig hækkað mikið eða um 29,3%. Þar eru ber fremst í flokki en enginn liður vísitölunnar hefur hækkað eins mikið á síðustu árum og ber. Frá því í janúar 1998 hefur verð á berjum hækkað um 84,9%. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 21,4%. Þó svo að ber vegi ekki mikið í vísitölunni þá er ekki einungis hægt að einblína á hækkun vísitölu neysluverðs og áhrifin á vísitölubundin lán lands- manna heldur verður að hafa í huga áhrifin á buddu neytenda þegar kemur að innkaupum. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna samkomulags ASÍ og SA frá því um miðjan desember sl. kemur fram að ríkisstjórnin mun í samræmi við til- lögur nefndar fulltrúa stjórnvalda, að- ila vinnumarkaðarins og bænda beita sér fyrir því að tollar á grænmeti verði felldir niður á nokkrum mikilvægum afurðum og í öðrum tilvikum lækkaðir verulega. Í staðinn verða m.a. teknar upp beingreiðslur til framleiðenda. „Þessar ráðstafanir munu leiða til verulegrar lækkunar á grænmetis- verði til neytenda og stuðla að lækkun verðbólgu,“ segir í yfirlýsingunni frá 13. desember sl. Neytendur geta ekki annað en von- ast til þess að þetta verði raunin. Að lækkunin skili sér til neytenda. Á síðustu tólf mánuðum hefur verð á fatnaði og skóm lækkað þrátt fyrir verðbólgu og gengislækkun krónunn- ar. Hver sem skýringin er á því að þessir liðir, sem í nánast öllum tilvik- um eru innflutt vara, lækka á sama tíma og innflutt matvara hækkar tals- vert umfram verðbólgu og gengis- lækkun krónunnar, þá er hægt að velta fyrir sér hvort hér skipti máli aukin samkeppni í tískuvöruverslun, meðal annars með tilkomu Smáralindarinn- ar. Að hér gildi það sama og á flestum sviðum; aukin samkeppni er af hinu góða. Það er alvarlegt mál ef innflytjend- ur og kaupmenn maka krókinn á tím- um verðbólgu og gengislækkunar. Í Morgunblaðinu í dag beinir forstjóri Baugs spjótum sínum að heildsölum en keppinautar Baugs og Kaupáss segja, að verðhækkanir í verslunum þeirra fyrirtækja tveggja séu „glórulausar“. Stöðugt er hamrað á áhrifum verð- bólgunnar og gengislækkunar krón- unnar og stjórnvöld hafa legið undir ámæli fyrir að hafa ekki stöðvað þessa þróun. En það þýðir ekki að benda ein- vörðungu í þá átt ef aðrir notfæra sér að almenningur á erfitt með að henda reiður á hvaða verðhækkanir eiga sér eðlilegar skýringar og hverjar ekki. Ríki og sveitarfélög hafa heitið því að endurskoða þjónustu- og gjald- skrárhækkanir í kjölfar vísitöluhækk- unarinnar nú. Er það af hinu góða og hægt að taka undir orð forsætisráð- herra, Davíðs Oddssonar, sem birtust í Morgunblaðinu í gær: „Við sáum í hendi okkar að ef við færum að beina spjótum okkar að öðrum sem bera ábyrgð væri eins gott að byrja að taka til hjá okkur sjálfum.“ Síðastliðið ár hefur reynt á mörg fyrirtæki og þau hafa þurft að grípa til endurskipulagningar á rekstri í stað þess að varpa verðhækkunum út í þjóðfélagið. Hið sama hlýtur að gilda um ríki og sveitarfélög. ÓHAGSTÆÐUR VERÐSAMANBURÐUR Iðulega heyrist sagt að útlendingarséu farnir að koma til Íslands til innkaupa. Þeir koma í það minnsta ekki hingað til að kaupa í matinn. Verðsamanburður, sem Morgunblaðið gerði ásamt Alþýðusambandi Íslands á verði algengra neysluvara á Íslandi og í nokkrum Evrópusambandsríkjum eftir gildistöku evrunnar um áramót og birtur var í Morgunblaðinu í gær, sýnir enn og aftur að íslenskir neyt- endur sitja ekki við sama borð og neyt- endur annars staðar á evrópska efna- hagssvæðinu. Auk Íslands náði samanburðurinn til Grikklands, Þýskalands, Lúxemborg- ar, Hollands og Belgíu. Í 12 tilfellum af 17 var sú vara, sem borið var saman verðið á, dýrust á Íslandi og munaði mest 177% á hæsta og lægsta verði, en þar var um að ræða kjúkling á Íslandi annars vegar og Grikklandi hins veg- ar. BigMac hamborgari hefur oft verið notaður til að bera saman verðlag milli landa vegna þess að þar sé um að ræða vöru, sem sé framleidd samkvæmt skýrum fyrirmælum og eigi að vera nákvæmlega eins hvar sem hún sé keypt. Þar voru Íslendingar aftur hæstir, en Grikkir lægstir og var ham- borgarinn tvöfaldi 79% dýrari hér á landi. Í þremur þeirra tilfella, sem Ísland missti af toppsætinu, var verðið næst- hæst á Íslandi. Í fjórða tilvikinu var Ísland í þriðja sæti og hafa greinilega verið tilboðsdagar á þeirri vöru þegar könnunin var gerð því það er ekki á hverjum degi, sem kílóið af nautalund- um kostar 1.598 krónur hér á landi. Könnun Morgunblaðsins og ASÍ, sem gerð var fyrir og eftir liðna helgi, sýnir reyndar einnig glöggt að tals- verður verðmunur er milli þeirra evru- landa, sem hún náði til. Það vekur hins vegar athygli þegar niðurstöður sam- anburðarins eru bornar saman að hin löndin fimm skiptast öll á um að bjóða lægsta verðið, Þjóðverjar oftast, eða í fimm skipti, en Grikkir í fjögur skipti. Vöruverð er aðeins einn þáttur af mörgum, sem hafa þarf til hliðsjónar þegar metin eru lífsgæði í hverju landi fyrir sig. Það er hins vegar óhjá- kvæmilegt að bera verðlag hér á landi saman við það, sem gerist í nágranna- löndunum og spyrja hvernig á því standi að hvað eftir annað komi í ljós að dýrast sé að kaupa inn á Íslandi. Oft heyrist því haldið fram að hvergi sé betra að búa en á Íslandi. Það er ekki þar með sagt að Íslendingar eigi að láta hvað sem er yfir sig ganga þegar þeir taka fram veskið. Íslendingar vilja ávallt vera í fararbroddi, en stundum getur sá heiður verið hæpinn. Íbúum landsins á ekki að líða eins og þeir hafi verið rændir í hvert skipti, sem gerður er samanburður á verði hér á landi og annars staðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.