Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ HVERS vegna borða ísbirnir aldrei mörgæsir? Nú, vegna þess að ísbirnir lifa á norðurpólnum en mörgæsir eiga heima á suð- urpólnum! En þessi gamli brandari virðist vera úreltur ef marka má þessa mynd, sem tekin var í dýragarð- inum í München í Þýskalandi í gær. Á meðan hitastig er undir frostmarki er farið daglega með mörgæsirnar í gönguferð um dýragarðinn. Þess er þó vænt- anlega vel gætt að þær lendi ekki í klónum á ísbjörnum eða öðrum dýrum garðsins. AP Mörgæsir í gönguferð COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi í gær við leið- toga bráðabirgðastjórnarinnar í Afg- anistan en ráðherrann er á ferð um Asíulönd. Hét hann „umtalsverðri“ aðstoð við uppbyggingu landsins en fjallað verður um alþjóðlega efna- hagsaðstoð við Afgana á ráðstefnu í Japan á mánudag. Sagðist hann í sjónvarpsviðtali ekki vilja tilgreina neina fjárhæð þar sem enn væri ver- ið að ræða þessi mál í Washington. „Við munum standa með ykkur á þessum erfiðleikatímum og framveg- is,“ sagði Powell. Hann átti fund með Hamid Karzai, leiðtoga stjórnarinn- ar, í Kabúl í gær og heldur síðan til Indlands en fyrsti áfangastaðurinn var Pakistan. Bandarískir hermenn hafa fengið litla aðstoð hjá íbúum austurhéraða Afganistan í leit sinni að liðsmönnum al-Qaeda og talibana. Óttast er að hinir síðarnefndu séu að endurskipu- leggja varnir sínar á þessum slóðum en margir talibanar flýðu til fjalla er aðalvígi þeirra, Kandahar, féll. Stjórn Karzais hefur ekki tekist að ná tökum á allstóru svæði í fjalllend- inu austast í landinu, að sögn fulltrúa Karzais í París, Mehrabuddin Mast- an. Abdullah Abdullah, utanríkisráð- herra Afganistans, sagði málið hafa verið rætt á fundinum með Powell. Bandaríkjamenn hafa sent her- menn, þar á meðal sérsveitir, til Fil- ippseyja til að veita tæknilega ráð- gjöf í baráttu við sveitir herskárra múslíma í suðurhluta landsins. Er búist við að alls verði bandarísku hermennirnir orðnir um 700 um miðjan febrúar. Samtök á eyjunum Jolo og Basilan, sem kennd eru við Abu Sayyaf og munu hafa tengsl við al-Qaeda, hafa tvo bandaríska trú- boða í gíslingu og filippseyskan hjúkrunarfræðing. Bandaríkjahermennirnir munu einkum aðstoða við þjálfun og upp- lýsingaöflun en ekki taka beinan þátt í bardögum. Að sögn filippeyskra embættismanna munu þeir þó verj- ast af fullri hörku ef ráðist verður á þá. Powell heitir aðstoð við Afganistan    !"            !"!#$ "%& !'("&)   *  "&%% +& "& ," "& & % "!% !( " !- &# $ % &'( '" ""& ' ')' ('*+, -" ./'0 ")(" "12 23 2"  ")     4'5'' -  %6' ', )' "'7 2%320 2   7 -0 "8 '  0'" ' 3 "+&" 55 ,  7  "    9:   " ;  .. /0 1          2&+" ) 3 * !'&$ & 04 4*    *    ! < & 2      "  #   Bandaríkjahermenn aðstoða Filipps- eyinga í baráttu gegn Abu Sayyaf Kabúl. AFP, AP. JEAN-Claude Gayssot, sam- gönguráðherra Frakklands, sagði í gær, að Mont Blanc- göngin milli Frakklands og Ítalíu yrðu opnuð um miðjan næsta mánuð ef allar öryggis- prófanir gengju vel. Gayssot sagði í frönsku öld- ungadeildinni, að hann biði þess, að fransk-ítalska örygg- isnefndin staðfesti, að allur öryggisbúnaður virkaði eins og til væri ætlast. „Öryggið verður haft í fyrirrúmi, hvað sem það kostar,“ sagði Gayss- ot. Göngin hafa verið lokuð frá því í mars 1999 en þá týndu 39 manns lífi eftir að eldur kom upp í vöruflutningabíl inni í þeim. Brann eldurinn í tvo daga áður en björgunar- menn komust á vettvang. Mont Blanc- göngin brátt opnuð París. AP. Peter Odighizuma, nemandi sem vikið hafði verið úr Appalachian- lagaskólanum í Grundy í Virginíu í annað sinn, myrti á miðvikudags- kvöld rektor skólans, prófessor og nemanda með skammbyssu áður en hann var yfirbugaður. Þrír að auki særðust illa. Rektorinn hét L. Anthony Sutin og vann á sínum tíma fyrir landsnefnd bandaríska demókrataflokksins. Myndin er af Odighizuma sem er upprunninn í Nígeríu og hafði átt í erfiðleikum í náminu en taldi að sér væri mis- munað. Þrír myrtir í lagaskóla í Virginíu AP Peter Odighizuma. GLAFCOS Klerides, forseti Kýpur, og Rauf Denktash, leiðtogi tyrkneska minnihlutans á norðurhluta eyjunnar, hafa ákveðið að hittast framvegis þrisvar sinnum í viku í því skyni að ræða leiðir til að binda enda á deilur um skiptingu landsins. Fer fyrsti fundurinn fram nk. mánudag á griða- svæði sem lýtur stjórn Sameinuðu þjóðanna á miðju eyjunnar. Klerides ræddi ekki við blaðamenn eftir fundinn en Denktash sagði við- ræðurnar hafa verið „afar gagnlegar, afar góðar“. Meðal mála sem munu reynast erf- ið úrlausnar eru deilur um skiptingu eyjunnar, en tyrkneskar hersveitir réðust inn í landið árið 1974 og lögðu þriðjung þess undir sig. Vill Denktash að tyrkneski hlutinn fái viðurkenn- ingu sem sjálfstætt ríki en Klerides hefur hins vegar stutt hugmyndir um sambandsríki eininganna tveggja. Viðræðurnar nú tengjast líklegri inngöngu Kýpur í Evrópusambandið en stjórnvöldum í Tyrklandi hefur verið gerð grein fyrir því að leggi þau ekki sín lóð á vogarskálarnar geti far- ið svo að þeirra eigin aðildarumsókn verði stungið undir stól. Viðræður af stað á Kýpur Nicosia. AFP. FULLTRÚAR frá alþjóðaráði Rauða krossins heimsóttu í gær fangana sem Bandaríkjamenn hafa í varðhaldi í herstöð sinni við Guant- anamo-flóa á Kúbu. Hugðust þeir kanna aðbúnað fanganna áttatíu, sem þangað voru fluttir nýverið frá Afganistan, og sannreyna að vel með sé þá farið en Bandaríkjastjórn hef- ur mátt sæta gagnrýni fyrir meðferð sína á mönnunum. Fulltrúar alþjóðaráðs Rauða krossins áttu að koma til Kúbu um kl. tíu í gærkvöldi, að sögn Victoriu Clarke, talsmanns bandaríska varn- armálaráðuneytisins. Um var að ræða lækni og tungumálasérfræð- inga. Sagði Clarke fangana fá „afar, af- ar góða meðferð“ og kvaðst sann- færð um að það yrði líka niðurstaða fulltrúa Rauða krossins. Talsmenn Bandaríkjastjórnar segjast alltaf hafa ráðgert að fulltrú- ar Rauða krossins fengju að hitta fangana, en það er eitt af helstu hlut- verkum alþjóðaráðsins í stríðsátök- um að kanna aðbúnað fanga. Menn- irnir áttatíu eru undir strangri gæslu í svonefndum Röntgenbúðum í Guantanamo-herstöðinni. Dúsa þeir í einföldum, opnum klefum og hefur það valdið áhyggjum ýmissa mannréttindasamtaka. Alþjóðleg mannréttindasamtök og erlendir stjórnarleiðtogar hafa einn- ig keppst um að lýsa áhyggjum af þeirri ákvörðun Bandaríkjamanna að neita að skilgreina mennina átta- tíu sem stríðsfanga en sem slíkir nytu þeir ákvæða Genfar-sáttmálans um mannúðlega meðferð stríðs- fanga. Hefur Mary Robinson, fram- kvæmdastjóri Mannréttindastofn- unar Sameinuðu þjóðanna, sagt að menn legðu að veði þau gildi, sem barist hefur verið fyrir því að fá við- urkennd, ef mönnunum yrði ekki veittur lagalegur réttur stríðsfanga. Fullyrt er að á milli þrír og tíu mannanna séu breskir ríkisborgarar og einnig er um Frakka að ræða sem hefur mjög aukið umfjöllun um mál- ið í vestrænum fjölmiðlum. Sumir þeirra ku vera Sádí-Arabar og a.m.k. einn er sagður ástralskur en annars hafa Bandaríkjamenn lítið viljað láta uppi um fangana, sem allir börðust með talibönum og al-Qaeda- hryðjuverkasamtökunum í Afganist- an. Bandaríkjastjórn blæs hins vegar á alla gagnrýni. „Ég hef ekki minnstu áhyggjur af aðbúnaði þess- ara manna,“ sagði Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra í samtali við BBC. „Það er komið mun betur fram við þá heldur en þeir hafa komið fram við aðra.“ Kanna aðbúnað fanga í Guantanamo Reuters Rútur biðu þegar C-141 flutningavél Bandaríkjahers kom með fangana. Washington, London. AFP, Washington Post.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.